Morgunblaðið - 17.02.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 21
MINNSTAÐUR
Grafarvogur | Íbúar í Grafar-
vogi eru margir hverjir ósáttir
við að endurvinnslustöð Sorpu
við Bæjarflöt skuli hafa verið
lokað um síðustu áramót, en þeir
þurfa nú að fara í stöð Sorpu við
Sævarhöfða til að losa sig við
endurvinnanlegan úrgang.
Málið var rætt á fundi um-
hverfisráðs á dögunum, og lýsti
ráðið yfir áhyggjum af þeim að-
stæðum sem skapast hafa
vegna lokunarinnar, og
óánægju íbúa vegna málsins, og
óskar ráðið eftir viðræðum við
Sorpu um „framtíðarlausn
þessa máls“. Fulltrúar minni-
hluta Sjálfstæðisflokks í ráðinu
vildu reyndar ganga skrefinu lengra,
og vildu þeir leita leiða til að opna að
nýju móttökustöðina við Bæjarflöt,
en tillögu þeirra þar að lútandi var
frestað á fundi ráðsins.
Ögmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpu, segir að stjórn
Sorpu hafi ekki fjallað um þessar
áhyggjur umhverfisráðs, en stjórn-
arfundur verður þann 28. febrúar nk.
„Það liggur fyrir samþykkt frá stjórn
Sorpu um vinnu að framtíðarsýn á
fyrirkomulagi stöðvanna á svæðinu.
Stöðvarnar eru ekki sérstaklega
hverfisbundnar, heldur er litið á höf-
uðborgarsvæðið sem eitt svæði og
hægt að finna margar hliðstæður þar
sem jafn margir eða fleiri búa eins og
í Grafarvogi og engin stöð er.“
Það er ekki lengra fyrir íbúa í Graf-
arvogi að fara í stöðina á Sævarhöfða
heldur en fyrir íbúa í Fossvogi, segir
Ögmundur. „Það er ekkert lengra,
þetta eru vegalengdir sem eru um
4–5 kílómetrar í það lengsta.“ Engu
að síður hefur talsverður fjöldi kvart-
ana frá íbúum borist til Sorpu og
Reykjavíkurborgar.
Hann segir vissulega alla geta ver-
ið sammála um að það sé ekki gott að
skerða þjónustu, en með því að loka
stöðinni við Bæjarflöt, auk þess að
stytta afgreiðslutíma hjá þremur
stærstu stöðvunum, megi spara um
40 milljónir króna á ári. Heildar-
kostnaður við rekstur móttökustöðva
á höfuðborgarsvæðinu var 320 millj-
ónir króna á síðasta ári, en reiknað er
með að hann verði um 280 milljónir
króna á þessu ári. Öll sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu eiga fulltrúa í
stjórn Sorpu, og segir Ögmundur alla
stjórnarmenn hafa komið með kröfur
um lægri kostnað Sorpu frá sínum
sveitarfélögum, og við því verði að
bregðast.
Hann segir að nú taki við vinna við
að stækka stöðina á Sævarhöfða til
þess að taka við auknu magni frá
Grafarvogsbúum. Kostnaður við
stækkunina verður greiddur með
sölu á lóð Sorpu við Bæjarflöt.
Ekki er útilokað að aðrar stöðvar
Sorpu verði lagðar niður, segir Ög-
mundur, t.d. mætti hugsa sér að
leggja tvær stöðvar niður og opna
eina nýja í staðinn á betri stað. Engar
ákvarðanir hafa þó verið teknar um
slíkt, og erfitt að fá hentugt land til að
nota undir stöðvarnar.
Umhverfisráð og íbúar ósáttir við
lokun endurvinnslustöðvar Sorpu
Lokað Endurvinnslustöð Sorpu við Bæjar-
flöt var lokað um síðustu áramót.
Sparar 40 millj-
ónir króna á ári
Morgunblaðið/Þorkell
Höfðahverfi | Gatan Axarhöfði á Ár-
túnsholti í Reykjavík mun loksins
komast inn í borgarskipulagið og
verða malbikuð eins og aðrar götur,
ef skipulagstillögur sem nú eru í
kynningu verða samþykktar. Gatan
hefur á undanförnum árum haft und-
arlega stöðu í borgarkerfinu, og einn
embættismaður sem Morgunblaðið
ræddi við sagði að þetta sé í raun
„gata sem ekki er til“.
Jón Snæbjörnsson, rekur fyrir-
tæki við Bíldshöfða, en eins og önnur
hús við þá götu er innangengt bak-
dyramegin, frá Axarhöfða. Jón segist
langþreyttur á ástandi Axarhöfðans,
hann sé í raun ekki annað en veg-
slóði, og ekki ósvipað því að keyra
Vestfirðina um 1960 að keyra eftir
götunni. Hann segir talsvert mörg
fyrirtæki hafa aðkomu frá Axar-
höfða, þó þau séu í raun í húsum við
Bíldshöfða.
Axarhöfði á sér einkennilega sögu,
enda má segja að eigendur húsa við
Bíldshöfða hafi lagt götuna sjálfir án
þess að hún hafi nokkurn tíma komið
inn á skipulag, segir Þórarinn Þór-
arinsson, arkitekt á skipulags- og
byggingarsviði Reykjavíkurborgar.
Fyrir fimm árum var farið að skoða
skipulag Höfðahverfis, og þá hafi
komið í ljós að ýmislegt hafi verið
gert þar sem ekki sé á skipulagi, með
samþykki borgaryfirvalda í mörgum
tilvikum. Þá hafi verið ákveðið að
endurskoða skipulagið, og nú sé verið
að kynna tillögur að deiliskipulagi
þar sem gert sé ráð fyrir þessari götu
sem hingað til hefur eiginlega ekki
verið til, og finnst ekki á neinu korti.
Átti að vera einkavegur
Þórarinn segir að borgin hafi nú
tekið á sig að leggja þennan veg, en
upphaflega hafi hugmyndin verið sú
að þar sem eigendur húsanna hafi
lagt vegin gæti hann verið einkaveg-
ur, og því á þeirra forræði að gera á
honum úrbætur. Um það hafi ekki
náðst samkomulag. Þórarinn segir að
ekki verði um frekari uppbyggingu
húsnæðis við götuna að ræða, heldur
verði hún hugsuð sem aðkoma fyrir
baklóðir húsanna sem nú standa við
Bíldshöfða.
Eftir er að klára skipulagsvinnu,
og hafa þá hagsmunaaðilar tækifæri
til að senda inn athugasemdir. Ef allt
gengur að óskum segir Þórarinn að
framkvæmdir við götuna gætu hafist
á þessu ári eða fyrrihluta næsta árs.
Huldugata kemst
loks á skipulagið
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Malarvegur í borg Axarhöfðinn er ekki ásjálegur og hefur því að aka eftir
götunni verið jafnað við að aka um vegi á Vestfjörðum árið 1960.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Engjateigi 5, sími 581 2141
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ