Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 27 DAGLEGT LÍF Þurr húð þarf snyrtivörur sem gefa henni raka, milda en ríkulega næringu og góða vörn. LL-línan frá Börlind er sniðin að sérstökum þörfum þurrar húðar. Vandlega valdar jurtir eru notaðar til að næra húðina, veita henni raka og vernda m. a. gegn útfjólubláum geislum, án þess að erta hana eða valda óþægindum. Ekta ferskvatnsperlur eru úr skeljum sem ræktaðar eru í ferskvatni. Sjarmi þessara perla er ekki síst örlítið ójöfn lögun þeirra. KONUDAGSTILBOÐ Þegar þú kaupir LL dagkrem, næturkrem og rakagel frá Börlind, færðu frítt í kaupbæti perlufesti og eyrnalokka úr ferskvatnsperlum. Tilboðið gildir einnig um aðrar vörur frá Börlind sé verslað fyrir sömu fjárhæð. NÝ RANNSÓKN bendir til þess að góð og regluleg tannhirða geti dregið úr hættu á heilablóðfalli og hjartaáföllum, eftir því sem rann- sóknahópur við Columbia- háskólann hefur komist að. Tann- holdssjúkdómar geti leitt til æða- kölkunar sem aftur geti verið undanfari heilablóðfalla og hjarta- áfalla. Frá þessum nýju uppgötv- unum var greint í netmiðli BBC fyrir skömmu þar sem Félag tann- lækna í Bretlandi undirstrikaði einnig mikilvægi góðrar tannheilsu. Mældar voru bakteríur í munni 657 einstaklinga, sem hvorki höfðu haft reynslu af einkennum heila- blóðfalls né hjartaáfalla. Sömuleiðis voru mældar hálsslagæðar, sem sjá um að flytja blóð frá hjarta til heila til að meta hvort þrengingar hefðu átt sér stað í æðunum. Og í ljós kom að tengsl reyndust á milli þrenginga í slagæðum og bakteríu- sýkinga í tannholdi, en aðeins þeirra baktería, sem þekktar eru fyrir að valda tannholdssjúkdóm- um. Rannsakendur töldu að skýring- anna mætti m.a. leita í því að við- komandi bakteríur ferðuðust með blóði um líkamann og gætu leitt til bólguviðbragða, sem stíflað gæti slagæðar. Þeir benda á að áður hafi verið bent á hugsanleg tengsl milli ónógrar tannheilsu og lélegs æða- kerfis, en að sögn yfirmanns rann- sóknarinnar, Dr. Moise Desvarieux, hefur ekki fyrr en nú tekist að færa sönnur á svo bein tengsl milli tann- heilsu og hjarta- og æðasjúkdóma. Bent er á að tannholdssýkingar sé bæði hægt að lækna og afstýra með réttri umhirðu og því geti góð tannhirða haft mikil áhrif í þeirri viðleitni að sporna gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Varast beri að ein- falda málið um of því aðrir áhættu- þættir á borð við reykingar og lé- legt mataræði hafi einnig mikið að segja í þessu efni. Tannburstun tvisvar á dag með flúortannkremi væri hins vegar afar góð regla í átt að betri heilsu. Tannhirða til varnar hjartanu  HEILSA Morgunblaðið/Jim Smart RÁÐHERRA neytendamála í Sví- þjóð hefur hótað lagasetningu ef auglýsendur taki sig ekki á og hætti að beina spjótum sínum að yngstu neytendunum. Ráðherrann Ann- Christin Nykvist skrifaði nýverið grein í Svenska Dagbladet þar sem hún gagnrýnir auglýsendur og segir óviðunandi að þeir notfæri sér sak- laus börn til að fá foreldrana til að kaupa ákveðnar vörur. Hún bendir á skyndibitastaði sem lokki börn með leikföngum og morgunkorns- framleiðendur sem tengi vinsælar teiknimyndapersónur við fram- leiðslu sína. Nykvist heitir fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins stuðningi við að skerpa löggjöf um þetta ef umbætur koma ekki innan frá.  SVÍÞJÓÐ Gagnrýnir auglýsingar fyrir börn KENNSLU- og fræðslumiðstöðin kennsla.is, sem listamennirnir Þor- valdur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir standa að, hefur opnað vefinn, www.kennsla.is, þar sem námskeið miðstöðvarinnar eru kynnt og hægt er að skrá þátttöku. Meðal þess sem boðið er upp á er námskeið í skapandi skrifum, hag- nýtum skrifum og forsendum list- rænnar tjáningar. Auk þess eru í boði námskeið, þar sem kynnt eru fyrstu skrefin til aukinnar sjálfs- þekkingar og boðið upp á þjálfun í tjáningu, líkamsbeitingu og áhrifa- ríkari samskiptum og kynntar leiðir til meiri fullnægju í lífi og starfi.  MENNTUN Námskeið í skapandi og hagnýtum skrifum Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.