Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Fjögur verkefni eru tilnefn
nýsköpunarverðlauna forse
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða veitt í dag, en
tilnefnd til verðlaunanna. Kristján Geir Pétursson og Óm
við nemendurna sem unnu verkefnin.
HVAÐ gerist ef rýma þarf m
borgina í skyndingu á Menni
arnótt?
Björn B
son, nemi
aðarverk
við Háskó
lands, og
ar Örn E
son, nemi
iðnaðarve
fræði við
versity of
ington í S
Bandarík
skoðuðu v
málið út f
sjónarhor
verkfræð
Meginma
verkefnis
að gera u
áætlun fy
yggis- og
ingarmál
mannþrö
miðbæ R
víkur og að niðurstöðurnar g
nýst við skipulagningu mann
aða ýmiss konar og væru haf
hliðsjónar við gerð allsherjar
ingaráætlunar miðbæjarins.
Verkefnavinna fólst í gerð
líkans sem líkir eftir rýming-
araðstæðum í mannmergð í m
Reykjavíkur, auk viðtala við
is- og björgunaraðila og gerð
unar sem framkvæmd var m
hátíðargesta í miðborginni 1
2004.
Líkt eftir aðstæðum á flu
eldasýningu á Menninga
Að sögn Björns fengu þeir fé
að láni sérhæfða hugbúnaðar
frá bresku verkfræðifyrirtæ
Mott McDonald, sem notuð h
verið til að líkja eftir þegar b
ingar eru rýmdar, og yfirfær
allan miðbæinn. Forritið líkt
ig eftir aðstæðum á flugeldas
unni á Menningarnótt. „Við s
fyrst og fremst hvar vegfare
voru að yfirgefa líkanið gegn
gönguleiðir sem voru sérstak
skilgreindar.“ Í könnuninni s
lögð var fyrir hátíðargesti 17
fyrra var fólk meðal annars s
að því hvort það myndi nota
isvagna við slík tækifæri til a
ast á áfangastað ef það væri
þá. Í ljós kom að mikill áhugi
slíku, skv. könnuninni. „Við r
um í verkefninu að búa sem b
haginn þannig að sérhæfðir o
fróðir aðilar gætu tekið við þ
unnið áfram með það.
Niðurstöður hermilíkansin
leiddu ýmislegt fóðlegt í ljós
vegar er ekki hægt að byggj
komna áætlun á þeim upplýs
einum saman,“ segir Björn, s
segir að hægt yrði að hafa rý
aráætlun aðgengilega á Neti
í símaskránni.
Leiðbeindandi Björns og G
ars var Páll Jensson, prófess
verkfræðideild HÍ.
Skoðuðu rým
ingu miðborg
ar í hermilík
Gunnar Örn
Erlingsson
Björn
Björnsson
MARKMIÐIÐ með verkefninu Not-
andi spyr notanda – nýtt atvinnu-
tækifæri geðsjúkra, var að veita geð-
sjúkum tækifæri
til að hafa áhrif á
geðheilbrigð-
isþjónustu og
koma á gagn-
virku sambandi
milli notenda og
þeirra sem veita
hana. Á sama
tíma var unnt að
skapa atvinnu
fyrir geðsjúka og
veita nemum
tækifæri á að
prófa í verki að
vinna eftir hug-
myndafræði
sjálfseflingar sem
eykur mann- og
félagsauð, að
sögn Hörpu Ýrar
Erlendsdóttur,
en hún og Valdís
Brá Þorsteins-
dóttir, nemar á 4. ári í iðjuþjálfun við
Háskólann á Akureyri, unnu verk-
efnið í samstarfi við starfshópinn
Hugarafl, samstarfshóp geðsjúkra
og iðjuþjálfa.
Viðtöl tekin við sjúklinga
á þremur geðdeildum
Leiðbeinendur verkefnisins voru
Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og Elín
Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðju-
þjálfi geðdeilda LSH og lektor við
Háskólann á Akureyri. Að sögn
Hörpu Ýrar er hugmyndin fengin frá
Þrændalögum í Noregi. Hugarafl tók
viðtöl við sjúklinga á þremur geð-
deildum LSH þar sem leitast var við
að kanna hvað væri gott við þjón-
ustuna og hvað mætti betur fara.
Harpa Ýr segir að fram hafi komið
ábendingar sem fólk hafði ekki endi-
lega veitt athygli en skiptu notendur
miklu máli. Í bæklingi sem gefinn var
út og er birtur í heild sinni á heima-
síðu Hugarafls, www.hugarafl.is,
komu fram ýmsar ábendingar, allt
frá litlum atriðum til stærri, sem not-
endur vildu sjá breytingar á. Könn-
unin var unnin á þremur mánuðum
sl. sumar en sem dæmi fengu Norð-
menn eitt ár í undirbúning.
Að sögn Hörpu Ýrar hefur verið
unnið áfram með verkefnið. Sviðs-
stjórar geðsviðs hafa tekið verkefn-
inu opnum örmum og strax sett
gæðaráð í að skoða skýrsluna og
koma með tillögur að umbótum.
Fulltrúar Hugarafls hafa tekið þátt í
því ferli. Að sögn HörpuÝrar er mik-
ilvægt að halda gæðaeftiliti af þess-
um toga áfram því margföldunar-
áhrifin séu augljós. Auk þess sem
það skili sér í auknum gæðum geð-
heilbrigðisþjónustunnar hafi það
áhrif á bataferli einstaklinga sem
taka þátt í verkefninu. Sem dæmi
hafi nokkrir einstaklingar innan
Hugarafls sem tóku þátt í könn-
uninni síðasta sumar nú þegar snúið
aftur út á vinnumarkaðinn eða í
skóla.
Aukin gæði
geðheilbrigðis-
þjónustunnar
Valdís Brá
Þorsteinsdóttir
Harpa Ýr
Erlendsdóttir
EF allt brennisteinsvetni við jarð-
hitavirkjanir á Íslandi væri beislað
og unnið úr því eldsneyti með sér-
stakri aðferð
mætti vinna um
1.300 tonn af
vetni auk 16
þúsund tonna
af brennisteini
á ári hverju.
Slíkt vetn-
ismagn nægði
til að knýja 120
strætisvagna
stöðugt.
Þetta er niðurstaða í nýsköp-
unarverkefni Steinars Yan Wang,
22 ára nemanda í efnaverkfræði við
Konunglega tækniháskólann í
Stokkhólmi í Svíþjóð.
Verkefni Steinars nefnist Nýting
afgass háhitasvæða. Vann hann að
því sl. sumar við Raunvís-
indastofnun Háskóla Íslands en
leiðbeinendur hans voru prófess-
orarnir Þorsteinn I. Sigfússon, og
Bragi Árnason við Raunvís-
indastofnun HÍ.
Miklir möguleikar
Í verkefninu fékkst Steinar við þá
hugmynd að taka brennisteinsvetni
út jarðhitasvæðum landsins og
vinna úr því eldsneytið vetni auk
brennisteins til iðnaðarnota.
Hugmyndin að verkefninu
kviknaði í samtali Steinars og Þor-
steins Sigfússonar, sem sagði
Steinari að áhugavert væri að
skoða möguleika á framleiðslu
vetnis á jarðhitasvæðum með nýt-
ingu afgass úr borholum. Í fram-
haldi af þessu einbeitti Steinar sér
að því að kanna þessa möguleika og
vann í um þrjá mánuði að verkefn-
inu.
Í verkefninu er svonefndri
tveggja þátta aðferð lýst fræðilega
og hún prófuð í tilraunastofu. Í
þessari aðferð eru járnjónir not-
aðar sem hleðsluferjur. Vetnið sem
unnið er í tilraunum er notað til
þess að knýja efnarafal og brenni-
steinninn einangraður og skoðaður
í þaula í rafeindasmásjá. Í ljós kem-
ur að unnt er að framleiða vetni
með aðeins 2⁄3 af þeirri orku sem
hefðbundin rafgreining notar.
Steinar segir að miklir mögu-
leikar virðist vera á nýtingu afgass
á háhitasvæðum en gera þurfi þó
frekari rannsóknir. „Við Þorsteinn
höfum rætt þann möguleika að
vinna áfram að þessu verkefni í
sumar og bæta aðferðirnar.“
Steinar var í tvö ár við nám í
efnaverkfræði við raunvísindadeild
Háskóla Íslands og hélt svo nám-
inu áfram við Konunglega
tækniháskólann í haust.
,,Ég vonast til að geta unnið á Ís-
landi. Það er markmiðið. Það eru
miklir möguleikar á Íslandi vegna
uppbyggingar stóriðnaðar. Það
þarf líka að huga að umhverfismál-
unum, en það gera efnaverkfræð-
ingar, og þetta verkefni snýst að
hluta til um það.“
Vetnið dygði til
að knýja 120
strætisvagna
Steinar Yan
Wang
AÐ BREYTA RÉTT
Í LOFTSLAGSMÁLUM
Kyoto-bókunin við loftslagssáttmálaSameinuðu þjóðanna tók gildi ígær og varð hluti af alþjóðalögum.
Bókunin, sem setur iðnríkjunum bindandi
takmörk hvað varðar losun gróðurhúsa-
lofttegunda, er liður í þeirri viðleitni ríkja
heims að vinna gegn áhrifum hlýnunar
loftslags, sem velflestir vísindamenn telja
nú raunverulega hættu. Afleiðingar slíkr-
ar hlýnunar gætu orðið mjög alvarlegar,
ekki sízt hér á norðurslóðum. Það er því
mikið hagsmunamál Íslands og annarra
norðlægra ríkja að dökkar spár um hækk-
un sjávar, bráðnun jökla, breytta haf-
strauma og veðurfar gangi ekki eftir.
Fram hefur komið að Íslendingar þurfi
lítið að leggja á sig til að standa við skuld-
bindingar sínar samkvæmt Kyoto-bókun-
inni. Sigríður Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra segir hins vegar í grein í
Morgunblaðinu í gær að stefna stjórn-
valda sé að gera enn betur.
En sigur í baráttunni gegn hættulegum
loftslagsbreytingum er langt í frá undir
Íslandi eða nokkru öðru einstöku ríki
kominn. Ríki heims verða að taka höndum
saman, enda þekkir mengunin engin
landamæri. Þess vegna er það dapurlegt
og um leið algerlega óviðunandi að ríkið
með stærsta hagkerfi heims og það sem
mengar mest, Bandaríkin, skuli ekki við-
urkenna hin nýju alþjóðalög og gera mest
lítið til að breyta háttum sínum í þá veru
að takmarka losun gróðurhúsaloftteg-
unda. Bandaríkin virðast meta hættuna af
loftslagsbreytingum með öðrum hætti en
flest önnur iðnríki.
Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem
Bandaríkin skerast úr leik í baráttunni við
mikla ógn – í upphafi. Árni Finnsson, for-
maður Náttúruverndarsamtaka Íslands,
vitnar í grein í Morgunblaðinu í gær til
frægra orða Winstons Churchills, um að
hægt sé að treysta á að Bandaríkin muni
breyta rétt, eftir að hafa kannað alla aðra
kosti til hlítar. Þessi orð voru sögð er
Bandaríkin voru enn að bræða það með
sér hvort þau ættu að blanda sér í stríðið
gegn nazistum í Evrópu.
Eftir að Bandaríkin tóku þá ákvörðun
breyttist gangur stríðsins. Hið geysi-
öfluga hagkerfi Bandaríkjanna sneri sér
að stríðsrekstrinum og á fáum árum urðu í
Bandaríkjunum tækniframfarir, t.d. í
flugi og í nýtingu kjarnorkunnar, sem
menn hefðu ella talið að tækju áratugi.
Ef Bandaríkin ákveða að snúa sér að
baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum
með öllu sínu afli og nýta frumkvöðlakraft
sinn til að þróa nýja tækni og nýja orku-
gjafa mun sú barátta snúast við. En
Bandaríkin þurfa þá að meta það svo að
það þjóni ekki hagsmunum þeirra og varð-
veizlu hins bandaríska lífsmáta að sitja
hjá. Það er hlutverk bandamanna stjórn-
valda vestra, Íslands og annarra, að sann-
færa Bandaríkjamenn – og þá verðum við
að ganga á undan með góðu fordæmi.
LAUNMORÐ Í LÍBANON
Tugþúsundir manna fylgdu RafikHariri, fyrrverandi forsætisráðherra
Líbanons, til grafar í gær. Hariri var
myrtur í sprengjutilræði á mánudag.
Ekki er vitað hver stóð á bakvið tilræðið,
en böndin berast að Sýrlendingum, sem
hafa nú 14 þúsund hermenn í Líbanon og
hafa haft þar herlið síðan 1976. „Sýrland
burt,“ hrópuðu margir í líkfylgdinni.
Bandaríkjamenn hafa ekki sakað Sýr-
lendinga um það berum orðum að standa
að baki ódæðinu, en Sýrland er enn á lista
þeirra yfir ríki, sem leggja hryðjuverka-
mönnum lið. Í fyrra var útflutningur á
bandarískum vörum til Sýrlands fyrir ut-
an lyf og mat bannaður, sýrlenskar flug-
vélar mega hvorki fljúga til né frá Banda-
ríkjunum og eignir tiltekinna Sýrlendinga
hafa verið frystar. Bandaríkjamenn hafa
undanfarið beitt Sýrlendinga þrýstingi á
þremur forsendum. Þeir vilja sýrlenska
herinn burt frá Líbanon og telja að Sýr-
lendingar hafi stutt uppreisnarmenn í
Írak og ofbeldi gegn Ísraelum. Banda-
ríkjamenn kvöddu í fyrradag sendiherra
sinn brott frá Sýrlandi.
Morð á pólitískum leiðtogum í Líbanon
voru algeng meðan á borgarastyrjöldinni í
landinu stóð. Í einn og hálfan áratug hefur
hins vegar ríkt friður í landinu. Hariri var
forsætisráðherra frá 1992 til 1998 og aftur
frá 2000 þar til hann sagði af sér í október
í fyrra eftir að Sýrlendingar þrýstu á um
að gerð yrði stjórnarskrárbreyting, sem
framlengdi kjörtímabil Emiles Lahouds
forseta um þrjú ár. Lahoud hefur ávallt
verið hollur Sýrlendingum og deilur stað-
ið milli hans og Hariris.
Sýrlendingar líta svo á að áhrif í Líb-
anon séu grundvallaratriði í að tryggja ör-
yggi þeirra. Bashar al-Assad, forseti Sýr-
lands, lýsti yfir því að Sýrlendingar ættu
enga aðild að tilræðinu. Stuðningsmenn
Sýrlendinga spyrja hvernig í ósköpunum
þeir eigi að hagnast á verknaði, sem aug-
ljóslega muni auka þrýstinginn um að þeir
hverfi frá Líbanon. Íranar gengu meira að
segja svo langt að segja að Ísraelar gætu
hafa komið nálægt verknaðinum.
Ítök Sýrlendinga í Líbanon hafa verið
eitt af mörgum vandamálum landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs. Hariri átti
drjúgan þátt í að efla sjálfstæði Líbanons
og draga úr áhrifum Sýrlendinga þótt
ekki hafi hann opinberlega verið í hópi
andstæðinga þeirra. Nú horfir betur í
samskiptum Ísraela og Palestínumanna
en gert hefur um árabil. Annar lykill að
því að koma á stöðugleika fyrir botni Mið-
jarðarhafs er að losa Líbanon undan
áhrifum Sýrlendinga og nú er rétt að beita
þrýstingi til að koma því til leiðar.
NÝ FORYSTA FLUGLEIÐA
Ný og öflug forystusveit Flugleiða-samsteypunnar var kynnt í gær og
mun á næstunni taka við störfum Sigurð-
ar Helgasonar, sem verið hefur forstjóri
Flugleiða í tvo áratugi.
Ragnhildur Geirsdóttir, sem verið hef-
ur framkvæmdastjóri hjá Icelandair,
verður forstjóri Flugleiðasamsteypunn-
ar. Stjarna hennar hefur risið hratt innan
fyrirtækisins undanfarin ár og hún axlar
nú mikla ábyrgð, aðeins 33 ára gömul.
Með ráðningu Ragnhildar í forstjóra-
starfið fjölgar um helming þeim konum,
sem gegna forstjórastarfi hjá íslenzkum
stórfyrirtækjum.
Jón Karl Helgason, sem hefur verið
ráðinn forstjóri dótturfélagsins Ice-
landair, sem sér um millilandaflug Flug-
leiðasamsteypunnar, hefur undanfarin ár
stýrt Flugfélagi Íslands. Hann hefur
sannað hæfileika sína í flugrekstri með
því að snúa starfsemi, sem margir töldu
að gæti ekki borið sig, í arðbæran rekst-
ur.
Flugleiðir gegna sérstöku hlutverki í
íslenzku þjóðfélagi. Fyrirtækið starfræk-
ir eina af lífæðum nútímasamfélags á Ís-
landi. Þess vegna bera nýir stjórnendur
Flugleiða mikla ábyrgð og þeim er óskað
velfarnaðar í vandasömum störfum.