Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 36

Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ var fyrirferðarlítil frétt í Morgunblaðinu 8. febrúar sl. sem vakti nokkra athygli mína. Ekki vegna þess að ég hafi ekki áð- ur gert mér grein fyrir alvarleika málsins, hann er búinn að vera mörg- um sem nokkuð hafa rýnt í málið ljós í ára- tugi. Í fréttinni segir að þegar lífeyrissjóði al- þingismanna og ráð- herra hafi verið lokað í árslok 2003 hafi færst skuldbindingar yfir á ríkissjóð vegna lífeyr- isréttinda þessara manna, er numið hafi 6,7 milljörðum króna að frádregnum 300 milljónum sem til hafi verið í sjóði. Þetta þýðir að alþingismenn hafa samþykkt að krefja ríkið sér til handa persónulega og sinna maka um eitt- hundrað og eina milljón fimmhundruð áttatíu og sjö þúsund og þrjúhundruð krónur vegna hvers hinna 63 stöðu- gilda á Alþingi fyrir liðna tíð. Kr. 101.587.300 á mann. Það segir nefnilega í fréttinni að sjóðirnir hafi verið lagðir niður við árs- lok 2003 og þá hafi þessar skuldbind- ingar verið skuldfærðar á ríkið, þ.e. á almenna skattborgara til greiðslu á komandi árum. En það segir líka í fréttinni að frá og með þessum tímamótum hafi þessir starfsmenn okkar, þ.e. alþingismenn, sett ný lög um lífeyrisréttindi sjálfra sín. Lög sem feli það m.a. í sér að líf- eyrisréttindi þeirra í framtíðinni muni aukast nokkuð. Sá viðbótarkostnaður sem af því leiðir og aðrar skuldbind- ingar sem skapast eftir árslok 2003 eru hins vegar duldar inni í almennum lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Kostnaðurinn sem af þessu leiðir kem- ur auðvitað líka í fram- tíðinni til greiðslu hjá al- mennum skattborgur- um, þar sem iðgjöld þessara starfsmanna standa aðeins undir ör- litlu broti af kostnaði við framtíðar lífeyris- skuldbindingarnar. Þannig er reynt að dylja hver raunveruleg- ur ofurkostnaður al- mennra skattborgara verði í framtíðinni af þeim lífeyrisgreiðslum sem þingmenn og ráð- herrar hafa samþykkt sjálfum sér til handa. Það var raunar önnur frétt sem birtist um svipað leyti er vakti athygli mína. Það var frétt í rafrænu frétta- bréfi Sjálfstæðisflokksins 4. febrúar sl. Boðskapurinn var sá, sjálfsagt ætl- aður talsmönnum og öðrum trún- aðarmönnum flokksins til útbreiðslu, að stjórnvöld hefðu á undanförnum ár- um stórlega bætt tryggingakjör ellilíf- eyrisþega. Meira að segja svo að kaup- máttur ellilífeyrisþega hefði stórlega vaxið umfram kaupmátt almenns launafólks. Það voru birtar töflur og línurit þessu til staðfestu, til að gera málið trúverðugra. Þetta er fundið þannig út að óskertur svokallaður tekjutryggingar- auki sem einungis 314 manns af 26.613 ellilífeyrisþegum fá greiddan óskertan er settur að fullu inn í dæmið, síðustu tvö til þrjú árin til þess að geta sýnt kaupmáttaraukningu trygginga- greiðslna. Hið rétta er skv. staðtölum al- mannatrygginga fyrir árið 2003 að grunnlífeyrir og tekjutrygging sem eru hinar hefðbundnu trygginga- greiðslur almannatrygginga hafa frá árinu 1995 til ársins 2004 lækkað sem hlutfall af almennum dagvinnulaunum verkafólks. Þessar greiðslur hafa lækkað frá því að vera 50,49% af almennum launum verkamanna 1995 niður í að vera 42,82% árið 2004. Þannig hefur al- mennur kaupmáttur hefðbundinna tryggingagreiðslna í samanburði við laun verkafólks lækkað en ekki hækk- að á tímabilinu. Í báðum þessum fréttum er verið að segja frá augljósum blekkinga- tilraunum. Það er því eins og tekið er til orða í frásögnum af ýmsum dóms- málum: „Það er um eindreginn og augljósan brotavilja aðila að ræða og því engar málsbætur til.“ Blekkingaleikir af þessu tagi hitta einungis fyrir þá sem beita þeim og verði þeim að góðu. Misfer Alþingi með almannafé? Benedikt Davíðsson skrifar hugleiðingu í tilefni tveggja nýlega birtra frétta ’Í báðum þessum frétt-um er verið að segja frá augljósum blekkinga- tilraunum.‘ Benedikt Davíðsson Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. VANDRÆÐI atvinnulífsins af allt of háu gengi íslensku krónunnar aukast dag frá degi. Þetta ofurgengi er bein afleiðing af stór- iðjustefnu ríkisstjórn- arinnar. Ruðn- ingsáhrifin, sem við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vör- uðum ítrekað við, eru að koma fram upp á hvern dag: Aðrar at- vinnugreinar, einkum sjávarútvegur og ferðaþjónusta, eiga í stórkostlegum vand- ræðum vegna þessa. Fólki er sagt upp í stórum stíl, gjald- þrot vofa yfir og verstu útreiðina fá smærri fyrirtækin einkum á lands- byggðinni.. Þetta ástand kannast all- ir við og nýjustu dæmin eru úr fisk- vinnslu á Stöðvarfirði, á Hofsósi og í Þorlákshöfn. Seðlabankinn hefur það eina verk- efni að halda verðbólgunni innan ákveðinna marka. Til þess hefur hann nánast eitt verkfæri, hækkun stýrivaxta, sem enn fremur hefur áhrif á gengi krónunnar. Þessu verk- færi hefur bankinn beitt til þess að ná niður verðbólgu og hækka gengi krónunnar með vaxtahækkunum. Fasteignaverð og vísitala Ofan á ruðningsáhrif stór- iðjustefnunnar bætist nú gríðarleg hækkun á fasteignaverði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, sem hækkar neyslu- verðsvísitöluna. Ef við lítum á þróunina frá 1997 þá hefur vísitalan hækkað um 34% en það er merkilegt að líta á einstaka þætti hennar. Til dæmis hefur inn- lend matvara hækkað miklu minna eða um tæp 24%. Opinber þjónusta hefur hins vegar hækkað um 42,3%. Er þar skemmst að minnast nýlegra raf- magnshækkana sem fylgja í kjölfar markaðsvæðingar raforkukerfisins. Hins vegar hefur vísitala húsnæð- iskostnaðar nær tvöfaldast á þessu sama tímabili, hækkunin er heil 92 prósent. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til lægri vaxta sem hefur aukið kaupmátt fólks í húsnæðis- kaupum og spennt upp húsnæð- isverð. Í flestum nágrannalöndum okkar tíðkast ekki að hafa eignastærðir og verslun með eignir inni í neyslu- verðsvísitölu. Hér á landi var áður talið eðlilegt að kostnaðurinn við að uppfylla þá grunnþörf að hafa þak yfir höfuðið væri metinn inn í vísitöl- una. En nú eru aðstæður einfaldlega allt aðrar. Húsnæði er orðið venjuleg markaðsvara, lóðaverð endurspeglar markaðsverð á staðsetningu og það er verslað með þessar eignir eins og hefðbundna vöru. Er nokkuð sem réttlætir að bóla á fasteignamarkaði í einum landshluta stjórni almennri neysluverðs vísitölu landsmanna? Væri miklu nær að horfa til kostn- aðarins við að búa í húsnæðinu og nota til dæmis leiguverð sem mæli- kvarða til að endurspegla slíka vísi- tölu. Grípum í taumana Það hefur fyrir löngu sýnt sig að vitinu verður ekki komið fyrir þessa ríkisstjórn í stóriðjumálum. En þeg- ar fasteignamarkaðurinn er í reynd farinn að búa til verðbólgu ofan á ruðningsáhrif stóriðjuframkvæmd- anna væri þá ekki rétt að taka fast- eignaverðið hreinlega út úr neyslu- verðsvísitölunni eða meta með öðrum hætti húsnæðiskostnað? Þannig væri komið í veg fyrir að verðbólur komi ekki jafn sterkt fram í mælingu neysluverðs og hækki þannig allar vísitölubundnar skuldir landsmanna eins og nú er raunin. Til þess að ná tökum á núverandi þensluástandi er ef til vill þörf á að auka bindiskyldu bankanna til að taka fé þeirra úr umferð, ef ógætileg útlánastarfsemi þeirra er að setja verðbólgu og gengi krónunnar úr skorðum. Ef það er gert gæti verð- bólgan hjaðnað verulega, stýrivextir Seðlabankans myndu lækka, geng- isvísitalan hækka og samkeppn- isstaða útflutningsgreinanna styrkj- ast. Þannig mætti draga töluvert úr þeim þrengingum sem innlendir at- vinnuvegir eru nú látnir taka á sig fyrir stóriðjuævintýrið. Fasteignaverðið út úr vísitölunni? Jón Bjarnason vill hreinsa fasteignaverð úr vísitölu ’Þetta ástand kannastallir við og nýjustu dæmin eru úr fisk- vinnslu á Stöðvarfirði, á Hofsósi og í Þorláks- höfn.‘ Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. MIKILSVERT átak er nú fyrir höndum. Að frumkvæði Samfés hafa BUGL (barna- og unglingageðdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss og Samfés (Samtök fé- lagsmiðstöðva á Ís- landi) tekið höndum saman um að helga vikuna 14.–21. febr- úar geðheilbrigði ung- linga. Munu þessir dagar ganga undir nafninu Geðveikir dagar. Þeir sem að þessu standa eiga margt sameiginlegt en heilbrigði og vel- líðan barna og ung- linga er okkar meg- inmarkmið og vinnum við að því hörðum höndum að ná því markmiði. Átak það sem nú er að fara af stað er margþætt. Í fyrsta lagi er þetta for- varnar- og fræðslu- vika fyrir unglinga um allt land þar sem geðheilbrigði ung- linga verður skoðað frá mörgum hliðum. Forvarnir eru mik- ilvægar og sýna fjöl- margar rannsóknir að því fyrr sem gripið er inní, ef barn eða ung- lingur á við vanlíðan að stríða, því betri möguleika á hann á að ná bata og vegna betur í lífinu. Í viðræðum okkar við unglinga kemur berlega í ljós að þetta málefni er þeim of- arlega í huga. Margir hafa upplifað erfiða tíma eða eiga vini eða ætt- ingja sem greinst hafa með geð- raskanir og er mikilvægt að skiln- ingur og virðing sé borin fyrir geðröskunum líkt og öðrum sjúk- dómum. Reynist það bæði þeim sem greinist og öllum í kringum hann erfitt ef ekki er hægt að ræða á opinskáan hátt um geðraskanir. Unglingarnir sjálfir taka að sjálfsögðu mikinn þátt í átakinu. Þeir afla sér upplýsinga eftir ýms- um leiðum, útbúa veggspjöld og standa fyrir ýmsum uppákomum tengdum þessari viku. Fé- lagsmiðstöðvar um allt land hafa skipulagt dagskrá vikuna 14.–20. febrúar með fræðslu og verkefna- vinnu og fengið til liðs við sig ein- staklinga víða að til að vinna að þessu með þeim. Starfsfólk BUGL mun vera með fræðslu og hefur tekið saman efni til kennslu og upplýs- inga. Annar þáttur þess- arar viku er að safna fé til styrktar bygg- ingasjóði BUGL. Eins og margir vita hefur Landspítalinn mátt þola mikinn niðurskurð i fjárframlögum und- anfarin ár og þó að allt hafi verið gert til að komast hjá skerðingu á þjónustu hjá BUGL er vandinn enn til staðar með biðlistum eftir meðferð og þröngum aðbúnaði skjólstæðinga og starfsfólks. Fram- undan er bygging nýrrar göngudeildar og skóla við Dalbraut og mun það vera mik- ilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og unglinga hér á landi. Söfnunin fer fram með sölu á armbönd- um með áletruninni GEÐVEIKT! – orði sem unglingum í dag hefur tekist að fjar- lægja frá þeim nei- kvæða stimpli sem fylgt hefur því allt of lengi. Armbandið er táknrænt fyrir stuðning og umhyggju fyrir þeim sem ganga þurfa í gegnum erfiða tíma, því geðrænir erfiðleikar gera engan greinarmun á fólki og bæði ég og þú gætum þurft að standa í þeim sporum að leita okkur hjálpar einhvern daginn. Sem starfsmaður á BUGL vil ég þakka öllu því frábæra fólki í fé- lagsmiðstöðvum landsins sem hugsa svo vel um unglingana okkar alla daga og sérstakar þakkir færi ég öllum þeim sem að þessu standa jafnt unglingum sem starfs- mönnum. Þið eruð alveg GEÐ- VEIK. Geðveikir dagar Samfés og BUGL Sigríður Ásta Eyþórsdóttir fjallar um barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans Sigríður Ásta Eyþórsdóttir ’Átak það semnú er að fara af stað er marg- þætt. Í fyrsta lagi er þetta for- varnar- og fræðsluvika fyr- ir unglinga um allt land þar sem geðheil- brigði unglinga verður skoðað frá mörgum hliðum.‘ Höfundur er yfiriðjuþjálfi BUGL. Í NÆSTA mánuði fer fram rektorskjör við Háskóla Íslands. Meðal annarra í framboði er Ein- ar Stefánsson prófessor í augn- lækningum. Það fennir fljótt í sporin, mér fannst því rétt að minna á framsýni hans og hvernig hans framtíðarsýn varð að veru- leika. Í lok ársins 1996 birti Einar, þá- verandi deildarforseti læknadeild- ar HÍ, ásamt Sigurði Guðmunds- syni, þáverandi dósent, nú landlæknir, tvær greinar í Morg- unblaðinu þar sem settar voru í fyrsta sinn fram hugmyndir um íslenskt háskólasjúkrahús. Þessar tillögur þóttu þá djarfar og ekki voru allir sammála. Hug- myndir þeirra urðu engu að síður grundvöllur þess að til er í dag einn spítali, Landspítali – háskóla- sjúkrahús. Mér er til efs að nokk- ur deildarforseti læknadeildar hafi komið fram með jafn djarfa og framsækna hugmynd sem síð- an hafi reynst jafn farsæl og raun ber vitni. Þetta er rektorsefnið sem Há- skóli Íslands þarf á að halda í far- arbroddi. Framsýnn, vel mennt- aður vísindamaður, sem hikar ekki við að láta skoðanir sínar í ljós þegar hann hefur gert upp hug sinn. Hugmyndir Einars um metnað- arfullan rannsóknarháskóla sem stenst alþjóðlegar kröfur og sam- keppni, verða vonandi að veru- leika á næstu árum, rétt eins og framsýni Einars fyrir 10 árum vís- aði veginn að Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Haraldur Sigurðsson Stórhuga draum- ur sem varð að veruleika Höfundur er læknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.