Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 39 MINNINGAR Jóni Ólafssyni. Skammt stórra högga á milli. Það er margs að minnast þegar litið er um öxl og genginn vegur skoðaður. Auður var alla tíð heimavinnandi húsmóðir, enda nógur starfi, fimm börn og þar af fjórir kröftugir strákar. Það hefur ugglaust stund- um verið full þörf á þeirri skapfestu og röggsemi sem Auður átti í svo ríkum mæli. Auður var einnig mikill húmoristi. Það er hlutskipti margra þeirra kvenna, sem giftar eru mönnum sem félagsmálum sinna, að standa nánast nafnlausar, þétt að baki mönnum sínum en í raun ósýnileg- ar. Þetta var ekki máti Auðar. Það fór aldrei á milli mála að hún stóð að baki Jóni í hans félagsmálavafstri, sem var á stundum heilmikið. En menn þekktu Auði líka. Minnisstætt er lítið atvik úr sveit- arstjórnarmálum á Kjalarnesi. Jóni fannst ómaklega að sér vegið af mótherja og raunar lítilmannlega. Hann sagði þá að viðkomandi ætti að fara heim og ræða málin við konu sína fyrst áður en hann geystist fram með þessum hætti. Einhvern veginn virkaði þetta þannig að þessi væri aðferð þeirra hjóna, þau voru svo samstiga í öllu. Auður var ávallt réttsýn og varkár í allri sinni umræðu um menn og mál- efni. Auður var félagi í Kvenfélaginu Esju og var gott að vinna með henni á þeim vettvangi, hún var traust, hlý og skemmtileg. Við fjölskyldan vottum eftirlif- andi ættingjum okkar innilegustu samúð, við minnumst þeirra hjóna með hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Áslaug og Þór. Ég vil minnast Auðar með nokkr- um orðum. Hún var gift Jóni föð- urbróður mínum, sem lést á síðasta ári, og minningar mínar um Braut- arholt tengjast þeim sterklega. Við systkinin lékum okkur við frænd- systkin okkar í Brautarholti. Seinna meir, þegar ég vann í Brautarholti, gisti ég í sjónvarpsherberginu hjá Auði og Jóni í nokkur sumur. Auður hélt fallegt heimili og fannst manni sem hún gerði það áreynslulaust. Það getur ekki hafa verið auðvelt vegna þeirrar vinnu sem stunduð var í Brautarholti, svínabúskapur og graskögglaverk- smiðja sem fylgdi bæði ryk og lykt. Í mörg ár sá Auður um allar mál- tíðir og var oft þröngt við matar- borðið því stundum voru nokkrir vinnumenn í mat auk heimilisfólks- ins, en ekkert virtist Auði ofvaxið í þessum málum. Auður var kraft- mikil kona en jafnframt blíðleg og góð. Hún ól strákana og Emilíu upp í góðu og kristilegu uppeldi og minnist ég að áður en farið var að sofa var farið með bænirnar. Það var regla á hlutunum hjá Auði og sumir hlutir breyttust ekki hjá henni gegnum árin. Eins og t.d. sú hefð að hafa saltfisk í hádeginu á laugardögum. Auður var borgarbarn en festi rætur í Brautarholti. Hún hafði af- skaplega skemmtilegt skopskyn og sá spaugilegar hliðar á mörgum málum. Hlátur hennar var smit- andi. Síðustu árin barðist Auður við ill- vígan og erfiðan sjúkdóm og aldrei heyrðist kvörtunarorð af hennar vörum. Já, ræturnar rofnuðu aldrei. Auður dó heima. Auður skilur eftir hlýjar og góðar endurminningar. Vottum börnum Auðar og Jóns okkar samúðarkveðjur. Kveðja frá mér og Margréti, systkinum mínum og foreldrum. Bjarni Ólafur Ólafsson. Auður Kristinsdóttir er látin, að- eins rúmum sjö mánuðum eftir að eiginmaður hennar, Jón Ólafsson, lést. Auður kynntist Jóni, ungum bóndasyni frá Brautarholti á Kjal- arnesi, og fluttust þau þangað eftir að þau giftu sig. Þau voru þá byrjuð að byggja sér íbúðarhús sem þau svo fluttu í ásamt elsta syninum Ólafi. Sumarið sem Óli varð tveggja ára réð ég mig í vist hjá Auði og Jóni sem barnapía en það sumar fæddist svo Kristinn Gylfi. Ég dvaldist svo á sumrin í Brautó til ársins 1969 en þá höfðu Björn og Jón Bjarni bæst við. Loks kom svo stúlkan Emilía Björg 1970. Það var afskaplega gott að vera í Brautó og var ég þar oft um helgar á veturna og í skólafríum. Þetta var mitt ann- að heimili. Auður og Jón voru sér- staklega samheldin hjón og aldrei fór styggðaryrði þar á milli. Jón var sérlega ljúfur og góður drengur sem aldrei mátti neitt aumt sjá. Við hlið hans stóð Auður eins og klettur og með samheldni náðu þau að rækta garðinn sinn svo unun var á að horfa. Þau höfðu bæði afskaplega góða nærveru og alltaf var gott að koma í Brautó. Auður var listakokk- ur og bakaði mikið, ekki hvað minnst hér áður fyrr þegar margt var í heimili. Auður var einnig mjög lagin í höndunum og prjónaði og saumaði mikið á börnin þegar þau voru yngri. Hún var alltaf að en hafði þó gott skipulag á hlutunum. Heimilið var sérlega fallegt og hlý- legt, bæði innan og utan, enda hafði hún mikinn áhuga á garðinum sín- um. Auður og Jón ferðuðust mikið bæði innanlands og til útlanda. Þær eru nokkrar bændaferðirnar sem þau fóru í og vorum við hjónin svo heppin að fara í eina slíka með þeim til Ítalíu. Þar nutu þau sín eins og alltaf og Jón hélt uppi söng á hverju kvöldi enda mikill söngmaður. Síðustu ár hefur Auður átt við al- varleg veikindi að stríða og tók hún þeim með æðruleysi og kvartaði ekki. Hún vissi að hverju dró og var sátt við það. Elsku Óli, Kristinn Gylfi, Björn, Jón Bjarni, Emilía Björg, tengda- börn og barnabörn. Okkar dýpstu samúð vottum við ykkur. Kristín Elísabet Möller. Það var sérkennileg tilviljun að daginn sem Auður lést rakst ég á ljósmyndir sem ég tók í Brautar- holti seinna sumarið sem ég aðstoð- aði Auði og Jón með börnin og heimilisreksturinn. Emilía, einka- dóttirin, var á fyrsta ári og strák- arnir fjórir í tröppugangi í aldri þar fyrir ofan. Þessi sumur var lagður grunnur að áralöngum tengslum mínum við fjölskylduna í Brautar- holti sem ég met mikils og þykir vænt um. Sem ætíð var mikið annríki í Brautarholti. Búreksturinn var um- fangsmikill og bræðurnir í Braut- arholti stórhuga. Heimilið var stórt og myndarlegt, börnin voru mörg og ung. Að auki voru sumarvinnu- mennirnir kostgangarar á heim- ilinu, sem skapaði vissulega auka- álag á heimilið. En eins og Auði var líkt gekk hún að þessu verki af rösk- leika, myndarskap og útsjónarsemi. Mestallt brauð var t.d. bakað heima og ég held að allir muni eftir heita formbrauðinu sem var dásamlega mjúkt undir tönn, með heimalagaðri rabarbarasultu og ískaldri mjólk. Auður var heimskona, hún var sterk, sjálfsörugg, röggsöm og hafði góða kímnigáfu. Hún var orðin þroskuð kona þegar hún giftist og mér þótti mikið til þess koma hvernig hún hafði notið sjálfstæðis síns og ferðast áður en hún festi ráð sitt. Í sveitinni með Jóni og stækk- andi barnahópi skapaði hún sér þá tilveru sem hún óskaði og naut ríku- lega. Það varð skammt á milli þeirra hjóna, Auðar og Jóns. Ég hitti þau síðast saman fyrir utan Landspít- alann örfáum dögum áður en Jón lést. Hún var að koma úr lyfjameð- ferð og þau á leið heim. Þrátt fyrir erfiða baráttu ein- kenndist yfirbragð þeirra af þeim styrk, snerpu og ferskleika sem ég þekkti þau svo vel af. Þeim hafði með einhverjum hætti tekist að varðveita æskublóma sinn saman. Um leið og ég þakka Auði í Braut- arholti samfylgdina og þann vin- skap og velvilja sem þau hjónin sýndu mér og mínu fólki alla tíð sendum við systkinunum í Brautar- holti og öðrum vandamönnum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg sinni. Ásta Möller. Elsku amma okkar er látin. Þótt hún hafi verið á hundraðasta aldursári þá áttum við ekki von á því að við myndum missa hana í bráð, hún var alltaf svo heilsu- hraust og hress, og við vorum al- veg handvissar um að hún yrði allra íslenskra kvenna elst. Við systkinin og frændsystkini sem búum erlendis höfðum það í huga að næst þegar við hittumst öll yrði það á stórafmæli ömmu í haust til þess að fagna og gleðjast, það kom engum til hugar að það yrði fyrr, og þá til þess að kveðja. Amma var alltaf svo góð til heilsunnar, hún var eiginlega aldr- ei veik og skýringuna á því kvað hún vera að hún borðaði allt sem að kjafti kæmi. Hún var líka svo skemmtilegur persónuleiki, létt- lynd og kát með kímnina í fyr- irrúmi. Það var alltaf stutt í hlát- urinn hjá henni. Svoleiðis einstaklingar verða að sjálfsögðu langlífir. Hugarfar ömmu var líka einstakt. Orðið „gamall“ var ekki til í hennar orðaforða, a.m.k. ekki ef það átti við um hana sjálfa, og svei þeim er missti það út úr sér að hún væri gömul kona. 98 ára gömul fór hún í mánaðardvöl á öldrunarstofnun og kvartaði þar sáran yfir því að ekki væri hægt að halda uppi samræðum við neinn því aðrir vistmenn (miklu yngri en hún) væru svo gamlir, heyrnar- lausir og sljóir. Hún hélt sitt eigið heimili fram á nítugasta og níunda aldursár og síðasta eitt og hálfa árið var móðir okkar, Þorbjörg, hjá henni til að hún gæti verið á sínu eigin heimili til æviloka. Amma hafði óskaplega gaman af því að fá fólk í heimsókn og þá sér- staklega ungt fólk og börn. Það var líka alltaf svo notalegt að koma til hennar, fá kaffi og spjalla við eldhúsborðið. Hún þreifst vel á því að tala um málefni líðandi stundar við okkur unga fólkið og það var ekkert umræðuefni sem henni kom ekki við. Amma fylgdist vel með fréttum og öllu sem var að gerast í þjóðmálunum og var áskrifandi að Morgunblaðinu meirihluta ævi sinnar. Hún hafði skoðanir á öllu, hvort sem það voru stjórnmál eða ástamál og hún hikaði ekki við að segja manni sín- ar skoðanir umbúðalaust og af mikilli hreinskilni. Henni var það t.d. mikið kappsmál að koma ólof- uðum einstaklingum út og vildi að sjálfsögðu fá að vita í smáatriðum hvernig næturlífið og ástamálin gengju hjá þeim sem voru úti á „veiðum“. Henni fannst enginn til- gangur vera í því að fara út að skemmta sér nema til að ná sér í mann, en auðvitað var þetta nú oftast í gríni sagt. Og þegar makar voru loks komnir í hús, þá var hún jafn opin og hlý gagnvart þeim eins og sínu eigin fólki, hvort sem um útlenda eða innlenda var að ræða. Ekki lét hún tungumálin heldur flækjast fyrir sér, og tókst að halda uppi hrókasamræðum þar sem enska, íslenska og handamál hjálpuðust að. Spænskur eigin- maður annarrar okkar hreifst mik- ið af þessari lífsgleði hennar. Jóladagur hjá ömmu hefur verið fastur punktur í jólahaldi stórfjöl- skyldunnar alla okkar tíð og það verður tómlegt án hennar næstu jól. En nú er hún örugglega ham- ingjusöm hjá afa, manninum sem hún var gift í næstum 60 ár, og fylgist alveg jafn vel með okkur GUÐBJÖRG BERG- SVEINSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Rann-veig Bergsveins- dóttir fæddist í Ara- tungu í Staðardal í Steingrímsfirði 10. september 1905. Hún lést á öldrunardeild Landspítala í Foss- vogi 1. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Bú- staðakirkju 14. febr- úar. öllum að handan eins og í lifanda lífi. Hún má auðvitað ekki missa af neinu. Við er- um afar þakklátar fyrir að hafa átt ömmu sem var stór- brotinn persónuleiki og umfram allt skemmtileg að um- gangast. Minning hennar mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Guðbjörg og Hildur. Elsku besta amma er farin. Hún fór áður en hún varð 100 ára þrátt fyrir að hún hefði verið búin að lofa stórri veislu og búin að bjóða mörgum í hana. Við trúðum henni öll. Það var ekki annað hægt þegar hún hló sínum dillandi og smitandi hlátri og gerði grín að aldrinum. Amma tók ekki mikinn þátt í fé- lagsstarfi aldraðra. Hún sagði að það væri nefnilega aðeins fyrir gamalmenni. Það var yndislegt að heyra nærri því 100 ára konu segja þetta og hlæja svo hátt og smitandi á eftir, eins og lítill prakkari sem veit að hann kemst upp með prakkarastrikið. En amma var ekki bara gömul, lífsglöð og hláturmild kona. Áður var hún ung, lífsglöð og hláturmild kona. Margar sögur sagði hún sem tengdu okkur barnabörnin hennar við fortíðina, við lífið snemma á seinustu öld, torfbæinn, grútar- lampana og lífið án véla, rafmagns eða rennandi vatns. Þrátt fyrir að foreldrar hennar hafi ábyggilega oft barist í bökkum með sín 15 börn, lýsti amma aldrei neinni fá- tækt, sem lýsir kannski meira hennar hugarfari en heimilisað- stæðum. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í næsta nágrenni við ömmu. Sumar af fyrstu minning- um okkar eldri bræðranna eru frá heimili afa og ömmu á Fossvogs- bletti 7, en síðar úr Brautarland- inu þar sem við bjuggum í sömu raðhúsalengju. En þá fórum við yf- ir til að fá okkur nýbakaðar klein- ur og mjólkurglas. Seinna þegar amma var hætt að vinna stundaði hún bæjarferðir. Í bænum fékk hún sér kaffi á kaffihúsum og gaf sér tíma til að tala við útigangs- menn og unglinga á Hlemmi. Svo kom hún heim til okkar systk- inanna, í Hæðargarðinn, og hellti uppá kaffi þar og gaf okkur smjör- köku eða hunangsköku sem hún kom með úr bænum. Hún sagði okkur frá því sem á daga hennar dreif og hlustaði á okkur og vini okkar sem gjarna sátu með okkur í eldhúsinu á þessum stundum. Allt mátti ræða og amma hafði skoð- anir á öllu og sagði alltaf það sem í huga hennar bjó og hvatti okkur til hins sama. Í mörg ár voru þess- ar stundir meðal bestu stunda dagsins og þær gleymast ekki. En amma veiktist síðastliðið sumar og þrátt fyrir mikið lífsþrek og óbilandi kjark fór hún á fund skapara síns og afa. Hún skilur eftir sig góðar minningar og við vitum að þrátt fyrir söknuð okkar var hennar tími að renna út. Nú er hún frjáls og getur ferðast á nýj- um slóðum í góðum félagsskap. Við sem eftir erum höfum lært mikið af henni og er það von okkar að við getum notað það til að gera líf okkar jafn ríkt og hennar líf óneitanlega var. Börnin í Hæðargarði. Ég kynntist Guðbjörgu þannig að hún var tengdamóðir systur minnar – mamma hans Kalla mágs míns. Þegar ég hugsa til baka kemur upp í hugann glaðvær kona, kvik í hreyfingum, forvitin á já- kvæðan hátt sem hló oft. Ég þekkti Guðbjörgu í næstum 40 ár. Ég hitti hana oftast í fjöl- skylduboðum hjá systur minni og mági. Það var alltaf gaman að hitta hana. Hún var skemmtilega pjöttuð – alltaf fallega klædd, gjarnan í litfögrum kjól og með hatt í stíl og bar fallega skartgripi. Það gustaði af henni – hún var hress í bragði og lá ekki á skoð- unum sínum. Hún fylgdist afar vel með, bæði þjóðfélagshræringum og fólkinu sem hún þekkti. Ég man eftir tímabili fyrir svona 15– 20 árum. Þá lagði Guðbjörg í vana sinn að taka strætó niður á Hlemm á daginn og setjast inn í strætó- skýlið og horfa á mannlífið. Hún gerði þetta af forvitni – þessari dásamlega jákvæðu lífs-forvitni sinni sem entist henni til æviloka. Það hefur eflaust ýmislegt borið fyrir augu hennar þarna á Hlemmi sem var misfagurt en lýsingar hennar á því sem hún sá voru allt- af bjartar. Hennar háttur var að vera hrein og bein og koma til dyr- anna eins og hún var klædd og hún spurði fólk að því sem hana lang- aði að vita hvort sem það voru ást- armálin eða heilsa fjölskyldunnar og hvert sem umræðuefnið var fann maður að hún vildi manni ætíð allt það besta. Hún var hlý og innileg manneskja. Ég hitti Guð- björgu síðast í fjölskylduboði heima hjá systur minni og mági í fermingarveislu yngri sonar þeirra. Guðbjörg var þá orðin 98 ára, búin að missa sjónina að mestu en þekkti fólk á röddum þeirra. Hún var sjálfri sér lík í fal- legum bláum silkikjól með bláan hatt, bar sig vel, spurðist fyrir um allt milli himins og jarðar. Og hló sínum glettna hlýja hlátri. Ég þakka fyrir löng og góð kynni og votta ástvinum Guðbjarg- ar mína innilegustu samúð. Anna Karin. Hún var keik og bein hún Guð- björg móðursystir mín. Ákveðin í framgöngu, hlý, gjafmild, rökföst og kom skoðunum sínum á fram- færi á fágaðan en einarðan hátt. Hún ferðaðist með strætó á meðan hún gat, talaði við unglinga, las mikið, fór á enskunámskeið, lagði upp úr því að halda huganum í stöðugri leikfimi. Hún var dæma- laust skemmtileg kona. Gugga systir eins og mamma kallaði hana jafnan, hefur alltaf tengst sólskinsdögunum í lífinu og mér fannst hún alls staðar vera í fararbroddi. Hún var elst margra systkina, fylgdist með þeim og lét sig varða hvað þau höfðust að. Hún var tengiliðurinn á milli þeirra. Þau voru þarna úti í ver- öldinni vissi maður, hægt að þekkja þau úr fjöldanum á göngu- lagi fram á annan fótinn, sérstök- um málrómi örlítið ofan í koki og dillandi hlátri sem kom neðan úr maga. Þökk sé frænku minni fyrir að halda bandinu milli systkina sinna traustu og óslitnu. Það voru engar hversdagsheim- sóknir þegar Guðbjörg, Marinó og fjölskylda komu í heimsókn þegar ég var krakki. Það voru sparidag- ar. Smágjafir handa öllum, hlátur og skemmtilegheit. Seinna þegar ég fór að búa og eignast börn voru enn hátíðisdagar á hverju sumri þegar Gugga kom að dvelja orlofs- nætur hjá systur sinni. Þeir urðu ævinlega kátir elstu synir mínir tveir þegar fréttist að von væri á ömmusystur. Enn leyndist í far- angri hennar sælgæti og skemmti- legar gjafir. Í huga strákanna var bara til ein ömmusystir. Þeir urðu reyndar svolítið hissa þegar þeir seinna áttuðu sig á því að hún hét líka nafni. Þökk sé ömmusystur fyrir hlýjar, bjartar og góðar minningar sem hún skilur eftir í huga krakkanna minna. Þökk sé frænkunni minni góðu fyrir dýr- mæta gleði sem hún veitti inn í líf mitt, systkina minna og mömmu sem nú saknar Guggu systur. Samskipti þeirra hafa einkennst af þessum dásamlega dillandi hlátri, hlýju og heilindum sem aldrei hef- ur komið brestur í. Ég sé hana fyrir mér setjandi upp kollu eða jafnvel hatt og skunda af stað keika og beina að kanna nýjar slóðir. Ragnhildur Magnúsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.