Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 41
MINNINGAR
✝ Álfhildur Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Hvammi í Dýra-
firði 19. október
1916. Hún lést á
hjúkrunardeild
Hrafnistu í Hafnar-
firði 8. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Kristján
Sig. Kristjánsson, rit-
höfundur og kennari,
f. 18. október 1875, d.
7. ágúst 1961, og
kona hans Guðrún
Þorbjörg Kristjáns-
dóttir, f. 6.2. 1884, d.
8.3. 1943. Systkini Álfhildar voru:
Kristján, f. 27.8. 1903, Guðni, f.
28.7. 1905, Einar, f. 5.2. 1907,
Ingibjörg, f. 2.6. 1911, Kristinn
Rósinkrans, f. 18.3. 1913, Ásdís, f.
12.6. 1919, Baldur, f. 7.2. 1921, og
Bjarni, f. 4.3. 1924. Þau eru öll lát-
in.
Álfhildur giftist Sigursteini
Þórðarsyni, f. 28. nóv. 1903, d. 14.
maí 1989. Þau eignuðust þrjú
börn en slitu samvistum 1957.
Álfhildur giftist 24. maí 1958
eftirlifandi eiginmanni sínum
Svani Inga Kristjánssyni, f. 9.
febrúar 1922. Gekk hann yngri
börnum hennar í föðurstað og ól
upp sem sín eigin. Einnig var elsta
barnabarnið, Einar, á heimili
þeirra á sínum yngri árum. Börn
Álfhildar eru: 1) Inga Rósa, f. 8.
des. 1942, gift Þorvarði Elíassyni,
f. 9. júlí 1940. Þau eiga fjögur
börn, þau eru: Einar, f. 26.11.
1958, sonur Ingu og Eyjólfs Ein-
arssonar. Einar er kvæntur Eddu
Möller, f. 1.8. 1959. Þau eiga tvö
börn. Guðný Rósa, f.
12.12. 1963, gift
Ágústi Má Jónssyni,
f. 17.8. 1960, þau
eiga þrjú börn.
Bjarni Kristján, f.
22.12. 1966, kvæntur
Katrínu Helgadótt-
ur, f. 12.12. 1968,
þau eiga fjögur
börn. Elías Þór, f.
31.12. 1971, í sam-
búð með Heiðrúnu
Hlín Hjartardóttur,
f. 10.3. 1973, þau
eiga einn son og
Elías á tvær dætur
frá fyrra hjónabandi með Sunnu
Jóhannsdóttur. 2) Kristján Rúnar,
f. 26. febrúar 1947, kvæntur Eddu
Bachmann, f. 7. apríl 1949. Þau
eiga eina dóttur, Álfhildi Erlu, f.
26.7. 1979. Hún er gift Jóhannesi
Guðvarðarsyni og eiga þau einn
son. Fyrir átti Álfhildur Erla eina
dóttur með Veigari Sturlusyni. 3)
Guðrún Þorbjörg, f. 3. október
1950, d. 17. janúar 2000, var gift
Daníel Árnasyni, f. 16. mars 1948,
synir þeirra eru Árni Svanur, f.
15.4. 1973, kvæntur Guðrúnu
Harðardóttur, f. 5.3. 1966, þau
eiga eina dóttur, og Davíð Már, f.
19.6. 1979, í sambúð með Tinnu
Maríu Emilsdóttur, f. 11.12. 1980.
Ásamt húsmóðurstörfum rak
Álfhildur verslunina Öddubúð um
árabil. Einnig starfaði hún um
tíma í mötuneyti Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur.
Álfhildur verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13. Jarð-
sett verður í Garðakirkjugarði.
Adda tengdamóðir mín hefur lokið
lífsgöngu sem varð lengri en hún
sjálf átti von á. Heilsufarið var aldrei
sterkt en það sem skorti á líkamlega
hreysti bætti hún upp með viljastyrk,
andlegri orku og glettni sem gerði
henni kleift að takast á við erfiðleik-
ana.
Adda var af þeirri kynslóð sem
byggði borgina upp með dugnaði og
berum höndum. Heimili stofnaði hún
á stríðsárunum þegar hvað erfiðast
var að fá húsnæði og mörg urðu hús-
in sem hún tók þátt í að byggja og
kaupa. Heimilið var kastali hennar
og konungsríki.
Kaupmennska var rík í fjölskyld-
unni og ráku bræður Öddu m.a. EK
auglýsingastofu, sem mér var sagt að
hefði verið fyrsta auglýsingastofa á
Íslandi, og heildverslunina Krist-
jánsson, sem var nokkuð öflugt fyr-
irtæki á þeim tíma. Adda vildi ekki
vera eftirbátur bræðra sinna og
stofnaði og rak matvöruverslun á
Sogaveginum sem gekk vel, og lagði
fram drjúgan skerf til uppbyggingar
heimilisins, enda var Adda ákveðin
og dugleg og mikill framkvæmda-
stjóri.
Þegar undirritaður kvæntist Ingu
Rósu, dóttur Öddu, var uppbygging-
artíma lokið og hún og Svanur búin
að koma sér fyrir í íbúð sem þau
byggðu við Framnesveginn í sömu
byggingu og foreldrar mínir, og fjár-
hagurinn kominn á sléttan sjó. Þau
hjón voru samhent í að byggja upp
heimili sitt og koma börnum sínum á
legg. Framlag Öddu til uppeldis
barnabarna var einnig mikið á meðan
heilsa entist og fyrir það þökkum við
Inga Rósa nú sem fyrr. Það var alltaf
sjálfsagt mál að hafa barnabörnin og
gæta þeirra í lengri eða styttri tíma
til þess að við gætum náð tökum á
þeim viðfangsefnum sem við var að
fást á hverjum tíma.
Adda var höfðingi heim að sækja
og í allri framkomu. Hún sóttist eftir
gleðskap með ungu fólki og vildi
njóta þess sem lífið bauð og tókust
snemma góð kynni með okkur þegar
ég kom nýr inn í fjölskylduna. Þá
voru gjarnan veislur um helgar og
stórfjölskyldan í heimsókn. Síðar
hófst tími ferðalaga og átti undirrit-
aður því láni að fagna að mega fara
með þeim hjónum um Evrópu og
upplifa með þeim fyrstu kynni þeirra
af erlendri menningu. Þær ferðir
urðu til þess að auka vináttu og
tengsl enn frekar. Adda var fé-
lagslynd og naut þess vel að ferðast
og umgangast fólk. Varkárni í fjár-
málum var henni þó í blóð borin og
því taldi hún ekki tímabært að eyða
fé í slíkar lystisemdir fyrr en svo var
liðið á ævina að heilsan gerði henni
erfitt fyrir að njóta þeirra.
Það vakti aðdáun allra sem til sáu
hvernig Svanur bar hana á höndum
sér hin síðari ár, ekki bara um lönd
og heimsálfur heldur lífið sjálft.
Álfhildur hélt reisn sinni og sóma
til hinstu stundar og skilur eftir sig
afkomendur sem hún var stolt af og
leit á sem framlag sitt og endurgjald
til lífsins.
Við Inga viljum færa starfsfólki
hjúkrunardeildar Hrafnistu hjartans
þakkir fyrir frábæra umönnun og
dekur sem gerði Öddu kleift að njóta
lífsins til hinstu stundar.
Þorvarður Elíasson.
Drottinn, við þökkum þína miklu náð,
í þinni kærleikshönd er allt vort ráð.
Þökk fyrir mömmu’ og ömmu trú og tryggð
og traustan kærleik, – lífsins æðstu
dyggð. –
Lof sé þér fyrir ljósið, sem hún gaf,
sem leiðir okkar för um úfið haf.
Þökk sé þér fyrir gengin gleðispor.
Gæfurík minning fyllir hjörtu vor.
Þökk sé þér Guð.
(Ágúst Böðvarsson.)
Með þessu ljóði viljum við kveðja
þig elsku tengdamamma og amma
með þökk fyrir allt sem þú hefur ver-
ið okkur.
Edda H.B. og Álfhildur Erla.
Það segir ýmislegt um þrautseigju
ömmu minnar að hún skyldi ná 88 ára
aldri áður en hún taldi tímabært að
yfirgefa okkur hin, hún var þó orðin
nokkuð lúin undir það síðasta. Vænt-
umþykjan var samt alltaf til staðar
og hafði hún ávallt mikla þörf fyrir að
fylgjast með því sem var að gerast
hjá okkur í fjölskyldunni og taka þátt
á meðan heilsan leyfði.
Hún upplifði margt á stormasamri
ævi og hafði geysilega mikil áhrif á
allt samferðafólk sitt, enda óvenju
sterk persóna á margan hátt.
Hún hafði mikið að gefa, var kát og
lífsglöð og það var sjaldnast logn-
molla í kringum hana. Við systkinin
sóttumst því mjög eftir samvistum
við ömmu og afa og dvöldum löngum
stundum hjá þeim á Silfurteignum.
Þær voru ófáar helgarnar sem ég
fékk að gista hjá þeim og upplifa dek-
urhelgi, helst ein með ömmu og afa.
Ég var alla tíð sannfærð um að ég
ætti hressustu og bestu ömmu í
heimi enda áttum við margar
skemmtilegar stundir saman þar
sem hún lék sér við okkur krakkana
eins og hún væri táningur en ekki
kona á miðjum aldri.
Amma var strangheiðarleg bæði í
orði og athöfnum og kenndi mér á
óvenjulegan hátt að það er ekkert til
sem heitir miðjumoð í þeim efnum.
Það er notalegt að eiga góðar minn-
ingar úr æsku og ég kann ömmu
minni bestu þakkir fyrir allt gott og
fallegt sem hún kenndi mér sem
ömmustelpu á Silfurteignum.
Guðný.
Þriðjudaginn 8. febrúar urðu mikil
tímamót hjá minni góðu tengdafjöl-
skyldu. Álfhildur Kristjánsdóttir,
Adda amma, kvaddi þennan heim á
89. aldursári. Aldursforsetinn og
ættmóðirin hafði lokið langri veg-
ferð.
Adda var svipmikil kona, lág í lofti
en bein í baki, sífellt blik í augunum
og hvar sem hún kom var eins og hún
ætti heiminn! Hún gat verið glettin
og afar skemmtileg. Henni leið af-
skaplega vel í stórum hópi fólks og
hún elskaði gleðskap af ýmsum toga.
Öll tækifæri voru notuð til að safna
fólki saman í veislur og fátt til spar-
að, það er nóg til frammi sagði hún
alltaf.
Adda var skörp kona og sköruleg,
skaprík og gat á stundum gustað um
hana. Hún hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum og var aldrei
orða vant í umræðum við eldhúsborð-
ið. Eldhúsið á Silfurteignum og síðar
Þórsgötunni var prívatkaffihús, oft-
ast þétt setið af börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum, frændfólki, vin-
um og kunningjum og vinum barna
hennar og barnabarna. Adda laðaði
að sér ungt fólk með sínum mikil-
virka karakter svo undrum sætti!
Vinum okkar fannst Adda amma
vera eitthvað svo flott. Og hún vissi
ekki hvað orðið kynslóðabil þýddi.
Hennar gæfa og gleði voru börnin
hennar og fjölskyldur þeirra og hann
Svanur afi sem með rólyndi sínu, ást
og trygglyndi gaf henni svigrúm til
að njóta sín og hlúði að henni og elsk-
aði mikið fram á hinstu stund. Mörg
síðustu ár hefur hann varla vikið
hársbreidd frá henni. Fyrir það erum
við hin öll svo óendanlega þakklát.
Adda átti sín síðustu ár á sjúkradeild
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar var hún
umvafin frábæru starfsfólki sem
dúllaði við hana, setti upp hár og
lakkaði neglur og gaf sér tíma til að
rabba við hana. Við fjölskylda hennar
eigum ekki til nógu sterk orð til að
lýsa þessu góða starfsfólki á Hrafn-
istu.
Álfhildur Kristjánsdóttir var
stjórnarformaður í stórfjölskyldunni
sinni. Litríkur stjórnarformaður sem
oft stjórnaði af mildi en oftar en ekki
eins og sú sem valdið hefur. Og þótt
hún sé núna komin yfir móðuna
miklu er engin þörf fyrir að skipa
nýjan stjórnarformann. Hún sér um
þetta áfram – báðum megin eilífðar-
innar.
Kæra vinkona, takk fyrir sam-
fylgdina og elskusemina. Þú ert
ógleymanleg. Guð blessi þig og þína.
Edda Möller.
Hún Adda frænka mín og vinkona
hefur kvatt þennan heim. Adda var
systir Guðna afa míns og best kynnt-
ist ég henni meðan ég stundaði nám
við Verzlunarskólann og var svo ein-
staklega heppinn að eiga svona góða
frænku í næsta nágrenni við skólann.
Þangað kom ég oft og fékk að borða
og læra þegar mér hentaði og mér
leið eins og heima hjá mér í hvert
sinn. Adda lét sér annt um mig og
skilningur hennar á tilveru unglings-
ins var meiri og dýpri en gerist og
gengur.
Samband Öddu og Svans, eigin-
manns hennar, var þannig að öllum
leið vel í návist þeirra enda um-
hyggja og ástúð þeirra í milli einstök.
Ekki síst þess vegna var svo gott að
koma til þeirra á Þórsgötuna og síð-
an í Hafnarfjörð og ræða málin vítt
og breitt. Og svo „lánaði“ Adda okk-
ur Ellý Svan til að hjálpa okkur við
að innrétta og lagfæra heimili okkar,
bæði í Keflavík og Hafnarfirði. Það
tókust einstaklega góð kynni með
fjölskyldu minni og þeim Öddu og
Svani, kynni sem við erum afar þakk-
lát fyrir.
Ég minnist Öddu frænku með
miklu þakklæti fyrir allan þann kær-
leika og ástúð sem hún sýndi mér alla
tíð. Fyrir brosið og kátínuna, sama á
hverju gekk. Þótt heilsan væri tíðum
tæp þá hélt Adda frænka alltaf glað-
lyndi sínu og miðlaði þannig lífsgleði
og æðruleysi sínu til okkar allra sem
vorum svo lánsöm að fá að kynnast
henni.
Kynnin við Öddu frænku mína
urðu mér og fjölskyldu minni dýr-
mætt veganesti og minningin um
hana mun ylja okkur um hjartaræt-
urnar um alla framtíð. Við vottum
Svani og niðjum Öddu okkar dýpstu
samúð.
Jóhann Guðni Reynisson.
ÁLFHILDUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
Með þessum orðum
langar okkur systurn-
ar að kveðja ömmu
Grétu. Ekki var hægt
að hugsa sér betri og
þolinmóðari ömmu, hún skammaði
okkur aldrei, alveg sama hvað við
gerðum, hún gat alltaf gert gott úr
öllu.
Amma virtist alltaf hafa tíma
fyrir okkur. Það var kveðist á, spil-
að á spil eða farið í skrítna gamla
leiki eins og að setja í horn.
Í minningunni er amma kveð-
andi eða syngjandi og var kveð-
skapurinn hennar líf og yndi.
Amma var hagyrðingur góður og
kunni ógrynnin öll af vísum, kvæð-
um og kvæðalögum. Lærðum við
MARGRÉT
HJÁLMARSDÓTTIR
✝ Margrét Hjálm-arsdóttir fæddist
á Blönduósi 30. ágúst
1918. Hún andaðist á
Hjúkrunarheimilinu
Víðinesi 1. janúar
síðastliðinn og var
henni sungin sálu-
messa í Kristskirkju
í Landakoti 7. jan-
úar.
margar vísur þegar
hún kvaðst á við okk-
ur. Ef okkur vantaði
vísu sagði hún
„kanntu ekki þessa“
og hafði vísuna yfir.
Hætt er við að við
hefðum fljótt verið
kveðnar í kútinn hefði
hún ekki hjálpað okk-
ur, en hún amma vissi
hvað hún var að gera,
því svona lærðum við
vísurnar. Ekki voru
allar vísurnar fallegar,
en þær kenndi hún
okkur ekki fyrr en við
vorum orðnar stálpaðar.
Eins var með spilin, hún kenndi
okkur Marías, Lomber, Stelpuspil,
Kasjón, Kasínu og mörg fleiri, og
erum við búnar að kenna okkar
börnum þau spil sem við munum.
Ógleymanlegar eru þær stundir
þegar hún las fyrir okkur úr Þús-
und og einni nótt, Ævintýrinu í
Þanghafinu, Námum Salómons
konungs, Dísu ljósálfi, Dverginum
Rauðgrana og mörgum öðrum bók-
um. Þetta gerði hún löngu eftir að
við vorum orðnar læsar sjálfar, en
það var ekkert skemmtilegra en að
hlusta á ömmu lesa.
Við munum eftir gömlu einföldu
harmónikkunni sem hún átti og dró
fram við sérstök tækifæri. Þegar
hún varð áttræð gáfu börnin henn-
ar henni nýja rauða harmónikku og
spilaði hún fyrir veislugesti.
Minnisstæðar eru okkur afmæl-
is-og jólagjafirnar frá ömmu, og
voru þær oftar en ekki eitthvað
sem hún hafði gert sjálf í hönd-
unum. Munum við sérstaklega eftir
lopapeysunum sem hún prjónaði og
sendi okkur og fylgdi vísa hverri
peysu.
Maggý fékk þessa vísu:
Þessa má nú Margrét fá
Móru frá er bekkur í
kostur sá er einnig á
ullin gráa reynist hlý.
Stína fékk þessa vísu:
Þessa á Stína, þar má sjá
þelið fína af Gránu
og svartar línur Surtlu frá
silfur skín þar hnappa á.
Anna Halldóra fékk þessa vísu:
Þessa Anna yngri fær
eins úr bandi gráu
lopann sendi lítil ær
og lömbin hennar smáu.
Ferðalögin milli Norðurlands og
Reykjavíkur með ömmu og Hödda
eru okkur í fersku minni. Oft var
gist í Öxl hjá Imbu og Guðmundi
og var þá glatt á hjalla. Það var
kveðið, spilað á orgel og sungið.
Við munum sérstaklega vel eftir
fyrstu ferðinni sem við fórum með
þeim til Reykjavíkur á gamla
græna Fordinum sem þau áttu. Í
Giljareitunum hvellsprakk á bíln-
um og fengum við að vita seinna að
Höddi hefði næstum verið búinn að
missa bílinn út af veginum. Við
vorum litlar og vitlausar og gerð-
um okkur enga grein fyrir hætt-
unni, fannst þetta bara spennandi.
Á meðan Höddi skipti um dekkið
fengum við að fara út úr bílnum og
tína ber.
Alltaf var nóg pláss hjá ömmu
fyrir gesti þótt ekki væri húsnæðið
alltaf stórt. Bætti hún bara stólum
við borðið og dýnum á gólfið ef á
þurfti að halda. Þegar farið var til
Reykjavíkur þótti ömmu alveg
sjálfsagt að gist væri hjá henni,
átti þetta við um alla fjölskylduna
og kom fyrir að fleiri en ein fjöl-
skylda væri hjá henni í einu og var
þá mikið fjör.
Eftir að amma flutti til Reykja-
víkur starfaði hún mikið með
Kvæðamannafélaginu Iðunni og
Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar.
Hún lærði barnung að kveða og til
eru upptökur með henni, systk-
inum hennar og foreldrum á
völsum sem varðveittar eru á
Árnasafni. Á Árnasafni eru líka
varðveittar upptökur með henni,
sem Hörður seinni maður hennar
gerði, með gömlum textum og
sönglögum sem líklega eru ekki til
annars staðar. Einnig er þar varð-
veittur kveðskapur með henni.
Hún gaf út eina plötu 1980 með
kvæðalögum sem heitir „Þetta er
gamall þjóðarsiður“. Hún kvað líka
á geisladiskinum „Raddir“ sem
kom út fyrir nokkrum árum. Nú á
seinni árum leituðu kvæðamenn til
hennar og miðlaði hún þeim af
kunnáttu sinni, og sagði meiningu
sína umbúðalaust ef henni líkaði
ekki kveðskapurinn. Hún vildi
halda honum eins og hann var og
gerði mikinn greinarmun á að
kveða stemmu og eins og hún sagði
„syngja stemmu“.
Amma hafði mjög gaman af því
að vera fín, átti fallega kjóla, kápur
og gekk oft með hatt.
Við upplifðum ömmu aldrei sem
gamla konu, hún var ung í anda og
var hægt að tala við hana um allt,
hún var svo mikill félagi og kunni
listina að hlusta. Minni hennar var
ótrúlega gott alveg til síðasta dags.
Hún mundi alla afmælisdaga og
það fór ekkert fram hjá henni sem
gerðist í kringum hana.
Að leiðarlokum langar okkur
systurnar til að segja þetta: Elsku
amma, takk fyrir allt.
Margrét, Kristín og Anna
Halldóra Sigtryggsdætur.