Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Við skyndilegt frá-
fall nágranna míns,
Lofts í Steinsholti leit-
ar margt á hugann og
minningar frá gömlum
og nýjum kynnum
gerast ágengar. Fyrir
mér eru þær ánægjulegar og ljúfar.
Að eiga góða nágranna, sem eru
þátttakendur og láta sig varða
gengi þeirra sem nærri standa, er
mikilvægara en marga grunar.
Einkum á það við þegar eitthvað
bjátar á. Þetta fengum við Hæl-
ismenn að reyna af nágrönnum
okkar í Steinsholti þegar íbúðar-
húsið á Hæli brann í Þorrabyrjun
árið 1959. Þá bjuggu í Steinsholti
hjónin Eiríkur og Sigþrúður ásamt
fjórum uppkomnum börnum sínum
en einnig voru þar í heimili Sigríður
dóttir þeirra sem var matráðskona
við barnaskóla sveitarinnar og Þór-
ir sonur hennar. Ég man ekki eftir
að það hafi þótt þröngt í Steins-
holtsbænum þó við bættist fjögurra
manna fjölskylda og eitt er víst að
mér þótti gaman. Í minningunni
finnst mér að milli heimilisfólksins
hafi ríkt gagnkvæm virðing og
traust og verkaskipting var mjög
skýr og þrátt fyrir að allir tækju
hlutverk sitt alvarlega var þarna
mikil glaðværð. Loftur átti ekki
minnstan þátt í því. Þar fór maður
sem fleira leyndist í en margur hélt
við fyrstu kynni. Hann átti yfir að
ráða mörgum þeim eiginleikum sem
hvað eftirsóttastir eru í fari eins
manns. Sá húmor sem hann bjó yfir
var bestu gerðar, bæði léttur og án
allrar græsku og eftirherma var
hann frábær en fór vel með þann
hæfileika sinn.
Í fjölda ára átti Loftur vörubíl
sem hann stundaði vinnu með utan
heimilis. Vorið sem ég var í Steins-
holti fékk ég oft að fara með Lofti á
vörubílnum í vegavinnu og til fleiri
verka. Fyrir krakka var það
skemmtileg upplifun sem ekki
gleymist og í vörubílnum held ég að
ég hafi kynnst öllum bestu hliðum
hans. T.d. sungum við mikið saman
og ég held að Loftur hafi haft
ágæta söngrödd. Oftast sungum við
titrandi röddu „Sú rödd var svo
fögur“. Það var skemmtilegt.
Loftur var laghentur maður. Öll
LOFTUR
EIRÍKSSON
✝ Loftur Eiríkssonfæddist í Steins-
holti í Gnúpverja-
hreppi 16. septem-
ber 1921. Hann lést
5. febrúar síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Skálholts-
kirkju 12. febrúar.
smíðavinna lék í hönd-
um hans hvort sem
var á járn eða tré. Um
tíma kenndi hann
smíðar við Ásaskóla
sem honum fórst vel
úr hendi. Hann náði
góðu sambandi við
krakkana og tímarnir
voru líflegir og fljótir
að líða. Um margra
ára skeið var Loftur
ásamt fleiri Hreppa-
mönnum, fylgdarmað-
ur ferðafólks sem fór
ríðandi um landið.
E.t.v. voru þetta
brautryðjendur um lengri skemmti-
ferðir á hestum og því áríðandi að
hafa með í för vana og fyrirhyggju-
sama ferðamenn sem höfðu reynslu
af umgengni við hesta og landið. Og
nú hefur Loftur lagt í sína síðustu
för. Það er vissa mín að sú för verði
honum aðeins ánægjulegt ævintýri
þar sem sá mikli reynslubrunnur
sem hann hefur meðferðis verður
honum besta vegarnestið.
Um leið og ég og fjölskylda mín
þökkum samfylgdina flytjum við
börnum Lofts og öðrum aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Sigurður Steinþórsson.
Við andlát vinar míns Lofts í
Steinsholti reikar hugurinn til
þeirra sælu sumardaga sem ég
eyddi á æskuárum mínum hjá for-
eldrum hans og systkinum um mið-
bik síðustu aldar. Loftur var þá á
þrítugasta aldursári og bjó fé-
lagsbúi með systkinum sínum.
Hann var sá bræðranna sem að
mestu sá um aðdrætti til búsins á
vörubílnum, smíðaði allt úr járni og
tré og járnaði hrossin, auk þess
sem hann tók þátt í öllum venjuleg-
um bústörfum. Aðaláhugamál hans
frá unga aldri var hestamennskan,
og varla leið sá sunnudagur á þess-
um árum að Loftur legði ekki á
gæðinga sína og færi útreiðatúr
með vinum og kunningjum. Hann
hafði sem drengur fengið folald að
gjöf frá Bjarna föðurbróður sínum,
Nasadótturina Jörp frá Steinsholti,
viljuga og mjúkgenga gæðings-
hryssu, og undan henni voru til í
Steinsholti, Fjöður, harðviljug klár-
hryssa sem Sigga átti, Skuggi, gæð-
ingur Lofts, bæði undan Skugga frá
Bjarnanesi, Blesi, heimaræktaður
klárhestur sem varð aðal reiðhestur
minn seinni árin í Steinsholti og
Sokki, yndislegur og ljúfur gæð-
ingur undan Svaða frá Kirkjubæ.
Það má hafa til marks um gæði
Jarpar gömlu í Steinsholti, að
hálfþrítug var hún vanin við rakstr-
arvél og rakaði ég saman hey með
henni síðustu sumur mín í sveitinni.
Umgömlu Jörpí Steinsholti eiga vel
við hin fallegu orð sem Indriði G.
Þorsteinsson ritaði um „Heimilis-
hestinn“, þar segir meðal annars.
„Hann bar heim heyið og gekk var-
lega undir gömlum konum sem
brugðu sér í orlof af bæ. Mæður
reiddu ungbörn sín á honum til
kirkju, og á honum var kistan flutt
síðasta spölinn. Hann var látinn
flytja ljósmóðurina, og læknirinn
reið honum gjarnan heilar þing-
mannaleiðir. Þannig var hann ætíð
vitni að upphafi og endi hverrar
kynslóðar, og sá hefur mikils misst,
sem ekki hefur átt hann að félaga
og vin.“ Þegar búið var að kenna
þeim hrædda og kjarklitla
Reykjavíkurstrák sem hér heldur á
penna að sitja hest, en það þol-
inmæðisverk unnu þau Loftur og
Sigga systir hans, fór Loftur að
leyfa mér að koma með sér í sunnu-
dagsútreiðatúrana, fyrst styttri
ferðir, en síðar á Sandlækjarkapp-
reiðarnar og á Álfaskeiðsskemmt-
unina, og á ég margar fallegar end-
urminningar frá þessum dögum í
hópi glaðra Gnúpverja, við útreiðar,
sögur og söng, að ógleymdum eft-
irhermunum, en Loftur var slíkur
snillingur í þeirri þjóðaríþrótt
Gnúpverja að vinir hans veltust um
af hlátri þegar hann tók sig til.
Eitt atvik frá þessum löngu liðnu
dögum situr fast í huga mér. Ég fór
þá sem oftar ríðandi með Lofti síðla
sumars í glöðum hópi og var ferð-
inni heitið út að Flúðum að synda
200 metrana í samnorrænu sund-
keppninni. Á leiðinni heim riðum
við sem leið lá hjá Hruna og Sól-
heimum að Stóru-Laxá og sáum þá
að búið var að heyja túnið á Hlíð-
areyrum austan við ánna, og allt
heyið í sæti á túninu. Kviknaði nú
sú hugmynd hjá Lofti og mági hans
Jóni í Geldingaholti að reyna gæð-
inga sína þá Gulltopp og Skugga á
skeiði þarna á Hlíðareyrum. Þegar
yfir Laxá kom var þetta afráðið og
samferðafólk þeirra riðum á undan
upp í hvamminn vestan við Hlíð
sem alltaf var áð í, fórum af baki og
gengum dálítið upp í brekkuna til
að sjá betur til kappreiðanna. Á
meðan biðu Loftur og Jón á heim-
fúsum og óþreyjufullum gæðingum
sínum sem bruddu mélin og biðu
eftir merki knapanna og hviss!,
spretturinn var hafinn. Af stað
flugu klárarnir; Gulltoppur, Nasa-
sonur frá Geldingaholti, þarna á
þrítugsaldri en alveg óbilaður,
margverðlaunaður gæðingur hjá
Hestamannafélaginu Smára og
Skuggi frá Steinsholti, örviljugur
systursonur Gulltopps, en með ólg-
andi hornfirskt blóð í æðum og
stundum laus á kostunum sakir
fjörofsa. Það var ógleymanleg sjón
að sjá riddarana sveigja gæðinga
sína á flugaskeiði milli sátanna á
Hliðareyrum þennan fagra sunnu-
dag, „í ágúst að áliðnum slætti“, og
saman komu þeir hnífjafnir í mark,
aðbrekkufætinum fyrir neðan okk-
ur ferðafélagana. Mátti vart á milli
sjá hvorir voru æstari klárarnir eða
mágarnir Loftur og Jón er þeir
stigu af baki. Ég ætla ekki að full-
yrða að met hafi verið slegin þenn-
an dag, og voru þó hestarnir báðir
gammvakrir, en öll umgjörðin um
þessar einstæðu kappreiðar á Hlíð-
areyrum, í faðmi fagurra Hreppa-
fjalla stendur mér æ fyrir hug-
skotssjónum sem fagurt málverk
frá æskuárunum í Gnúpverja-
hreppi.
Á árunum í kringum 1960 réðst
Loftur sem fylgdarmaður í hesta-
ferðum með hópi fólks úr Reykja-
vík og stundaði þessar ferðir um
langt árabil. Árið 1963, þegar ég
hafði nýlega keypt mína fyrstu
hesta, bauð hann mér að koma með
sem hestasveinn í forföllum félaga
síns Sigurgeirs í Skáldabúðum. Við
hrepptum hið versta veður, rign-
ingar og snjókomu og norðanbál og
frost, en þrátt fyrir erfiðleikana
kviknaði sá áhugi sem síðan hefur
enst mér til hestaferða um hálendi
Íslands.
Um fertugt festi Loftur ráð sitt
og kvæntist sinni góðu konu,
Björgu Sigurðardóttur, og á heimili
þeirra og í gamla bænum í Steins-
holti fengu strákarnir okkar að
dvelja um langt árabil. Var þarna
stofnað til vináttu barna okkar sem
var okkur báðum dýrmætt. Nú sem
ég rita þessar línur, rennur upp
fyrir mér, að í fyrra voru liðin eitt
hundrað ár frá því að afi minn og
nafni kom fyrst sem snúningastrák-
ur að Skálabúðum, en þá má segja
að stofnað hafi verið til þeirrar vin-
áttu sem enn ríkir svo sterk milli
okkar og fólksins í Steinsholti.
Að leiðarlokum þökkum við Guð-
rún og fjölskylda okkar Lofti sam-
fylgdina og vottum systrum hans,
börnum og aðstandendum öllum
okkar dýpstu samúð, og biðjum
góðan Guð að blessa þau öll.
Andreas Bergmann.
Elsku Sigga mín,
ekki hélt ég að ég væri
að kveðja þig á síðasta
sinn þegar ég flutti frá
Þingeyri fyrir rúmu ári síðan, ég fór
eins langt í burtu og hægt var, alla
leið á Eskifjörð, hinum megin á land-
ið, en hugurinn var oft hjá þér, elsku
vinkona. Við áttum góðar stundir og
skemmtilegar, það gekk nú stundum
mikið á en svona er bara lífið. Ég
naut þess að fara í göngutúr með þig
í hjólastólnum í góðu veðri, þú hafðir
gaman af að fara út og naust þess.
Ég var búin að ákveða að koma
vestur í sumar og heilsa uppá ykkur
öll. En nú er ég búin að missa góða
vinkonu, sem var mér svo góð, allar
minningarnar fljúga um hugann, allt
spjallið og skemmtilegu sögurnar
sem þú sagðir mér frá þínu lífi, bæði
góðar og slæmar. Við gátum hlegið
mikið að þessu og slegið öllu upp í
grín og glens.
SIGRÍÐUR
ÁSGERÐUR
SÆMUNDSDÓTTIR
✝ Sigríður Ásgerð-ur Sæmundsdótt-
ir fæddist á Ísafirði
2. nóvember 1932.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 1. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Þingeyrarkirkju 15.
janúar.
Þó þú hafir verið
mikið lasin, þá gastu
samt gert grín að öllu
saman, elsku besta
Sigga mín, nú eru bara
góðar minningar um
góða vinkonu sem ég
geymi í huga mér, ég
vona að þér líði sem
allra best þar sem þú
ert núna, þú áttir hvíld-
ina svo sannarlega skil-
ið eftir allt sem þú hef-
ur gengið í gegnum.
Við söknum þín og
sendum börnunum þín,
barnabörnum og
tengdafólki þínu innilegar samúðar-
kveðjur, Guð veri með ykkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Við kveðjum þig, elsku Sigga.
Jóna Björg og Aðalsteinn.
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓN VALDIMAR KRISTJÁNSSON
frá Stöðvarfirði,
til heimilis í Hraunbæ 103,
Reykjavík,
andaðist föstudaginn 11. febrúar síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn
18. febrúar kl. 13.
F.h. fjölskyldunnar,
Borghildur Gísladóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
verður jarðsungin frá St. Jósefskirkju, Jófríðar-
stöðum, Hafnarfirði, föstudaginn 18. febrúar
kl. 15:00.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
líknarfélög.
Ingibjörg Guðjónsdóttir, Guðjón Róbert Ágústsson,
Einar Guðjónsson, Helga Guðmundsdóttir,
Þorbjörg Guðjónsdóttir, Gylfi Ernst Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR JÓNSSON
frá Berghyl,
Álftarima 20,
Selfossi,
andaðist á Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn
15. febrúar sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Guðlaug Eiríksdóttir, Arnar Bjarnason,
Svanlaug Eiríksdóttir, Hörður Hansson,
Áslaug Eiríksdóttir, Eiríkur Kristófersson,
Jón Guðmundur Eiríksson, Anna María Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý-
hug og vináttu við andlát
ODDRÚNAR JÖRGENSDÓTTUR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á K1,
Landspítala Landakoti.
Geir Þórðarson,
Þórður Geirsson, Erna Valdimarsdóttir
Gunnar Þór Geirsson, Anna Hafsteinsdóttir,
Bjarni Geirsson, Þuríður Björnsdóttir,
og barnabörn.