Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Arnór Þorkels-son fæddist á
Arnórsstöðum á Jök-
uldal 26. maí 1921.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir í
Grafarvogi 9. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Bergþóra
Benedikta Bergs-
dóttir, f. 8. júní 1885,
d. 7. apríl 1978, frá
Hjarðarhaga á Jök-
uldal, og Þorkell
Jónsson, f. 1. júní
1877, d. 6. des. 1922,
frá Fjallseli í Fellum. Þau bjuggu á
Arnórsstöðum á Jökuldal og eign-
uðust tólf börn. Systkini Arnórs
eru Guðný, f. 1905, d. 1999, Sól-
veig, f. 1907, d. 1934, Jón, f. 1908,
dó á fyrsta aldursári, Elín Mar-
grét, f. 1909, d. 2003, Jón, f. 1911,
d. 1996, Bergur, f. 1912, d. 1961,
Sigríður, f. 1914, d. 1930, Jón, f.
1916, dó nokkurra daga gamall,
Loftur, f. 1917, Svanfríður, f. 1919,
Gunnar Alexander, f. 19. sept.
1992, og Aron Ívar, f. 30. júlí 1996,
fósturdóttir hans er Laini Marie
Róbertsdóttir, f. 9. sept. 1987.
Hjördís Lóa á með sambýlismanni
sínum Eiríki Þór Vattnes Jónas-
syni, f. 20. maí 1971, soninn Óliver
Frey, f. 31. okt. 2004. Eiginmaður
Sigríðar er Svavar Þórhallsson, f.
11.1. 1951. Börn þeirra eru Hulda
Lóa, f. 12. mars 1973, og Kristín
Svava, f. 5. jan. 1977. Hulda Lóa á
með sambýlismanni sínum Ara Vé-
steinssyni, f. 5. feb. 1972, dótturina
Álfrúnu, f. 18. mars 2004. Kristín
Svava á soninn Bjart Emil Leon, f.
21. júlí 2004.
Arnór stundaði nám við Bænda-
skólann á Hvanneyri og útskrifað-
ist þaðan sem búfræðingur 1945.
Hann nam síðan málaraiðn við Iðn-
skólann í Reykjavík og lauk
sveinsprófi 1953. Arnór gerðist fé-
lagi í Málarafélagi Reykjavíkur 22.
mars 1953 og vann sem málari á
meðan heilsa leyfði. Hann bjó
ásamt eiginkonu sinni í Skipasundi
í Reykjavík og dvaldi síðustu sex
ár ævi sinnar á hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Grafarvogi.
Útför Arnórs fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13. Jarðsett verður í
Grafarvogskirkjugarði.
og Guðrún Sigur-
björg, f. 1920, d. 2003.
Systir Arnórs sam-
mæðra er Ragna Sig-
ríður Gunnarsdóttir,
f. 1929.
Hinn 26. maí 1951
kvæntist Arnór eftir-
lifandi eiginkonu
sinni, Huldu Ingv-
arsdóttur, f. 31. jan.
1923. Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Veronika Þorbjarnar-
dóttir, f. 4. feb. 1900,
d. 14. okt. 1949, frá
Borgarnesi, og Ingvar
Eggertsson, f. 2. júní 1896, d. 14.
okt. 1931, frá Akranesi. Börn Arn-
órs og Huldu eru Ingþór, f. 31. okt
1950, og Sigríður, f. 4. feb. 1953.
Eiginkona Ingþórs er Guðný Sig-
urbjörnsdóttir, f. 1. júní 1948.
Börn þeirra eru Sigurbjörn, f. 1.
sept. 1968, Jens, f. 2. júlí 1970,
Hjördís Lóa, f. 31. des. 1974, Arn-
ór, f. 15. apríl 1977, og Íris, f. 10.
apríl 1982. Sigurbjörn á tvo syni,
Mikið er gaman að rifja upp
hversu skemmtilegt var þegar við
fórum í Grunnavík að tína aðalblá-
ber, þá var ég sex ára og man það
mjög vel. Og svo þegar við fórum á
skauta upp á Rauðavatn. Stundum á
föstudögum kom pabbi með ís heim
þegar hann var búinn að vinna. Það
þótti okkur systkinunum alveg frá-
bært. Pabbi minntist oft á það þegar
ég kom heim með skrúfur og drasl og
spurði hann. Pabbi var duglegur
sjálfur við að finna alls konar steina
og prik og hef ég þetta því sennilega
frá honum.
Við höfðum gaman af að spila og
varð kasína oft fyrir valinu hjá okk-
ur. Pabbi var mikill hagyrðingur.
Þegar við Svavar giftum okkur orti
hann þetta brúðkaupsljóð til okkar:
Frá upphafi að efsta degi
eigið jafnan glaða lund.
Sigga bæði og Svavar eigi
saman hlýja ævistund.
Guð veri með þér, elsku pabbi
minn.
Þín dóttir
Sigríður.
Elsku afi minn, blessuð sé minning
þín. Þú varst eini afinn sem ég átti að
og leit ég mjög svo upp til þín, mér
fannst þú alltaf bera þig svo tignar-
lega og tala svo fallega tungu. Unun
þín af ljóðum og söng er mér einna
minnisstæðust er ég hugsa til þín.
Eins og ritvélin gamla góða, sem þú
oft á tíðum sast við og skrifaðir ljóð á,
gat á augabragði breyst í hið
skemmtilegasta leikfang með ara-
grúa af tökkum sem þrykkja mátti á í
tímum saman. Þetta þótti mér gam-
an. Einnig kompuverkstæðið niðri í
kjallara þar sem ég og þú gátum
dundað okkur við að pússa steina og
stóla og hvað eina eða jafnvel bara
skoðað og pælt í málningardósum. Í
augum lítillar stúlku varstu flinkur í
mörgu, hvort sem það var að mála,
semja ljóð, segja sögur eða syngja.
Þetta eru góðir eiginleikar sem þú
hafðir og naut ég góðs af. Í augum
ungu konunnar, sem ég er í dag, ertu
alltaf góði afi minn sem situr með
Bjart í fanginu og þylur upp ljóð úr
bókinni góðu eins og þú hefðir ort
þau í gær.
Ég kveð þig hér að sinni,
elsku afi minn
með koss frá vitund minni
sem ætíð verður þinn.
Kristín Svava.
Þegar ég hugsa til afa koma marg-
ar skemmtilegar minningar í huga
mér. Ég man þegar ég var lítil og
hann tók mig í kleinu. Og þegar hann
snoðaði sig og kom svo heim og sagði
okkur að þetta væri nýjasta tíska. Ég
man líka þegar hann sagði upp á elli-
heimilinu og hélt af stað fótgangandi
ofan í bæ, hann kallaði sig stroku-
kindina þegar hann fannst.
Hann afi var skemmtilegur og mik-
ill húmoristi. Hann kunni ógrynnin öll
af sögum og átti stundum erfitt með
að segja frá, hann hló svo mikið. Sög-
urnar voru oft úr sveitinni en austur á
æskuslóðirnar leitaði hugur hans
gjarnan.
Svo er ekki hægt að minnast afa án
þess að tala um ljóðin. Hann orti mik-
ið sjálfur og fór gjarnan með ljóð eða
söng þegar vel lá á honum. Hann
þuldi oft upp ljóð þegar við barna-
börnin vorum nálægt og var svo alveg
hissa á því að við gætum ekki lært og
farið með þau í hvelli. Alltaf fannst
okkur jafn merkilegt hvað hann
kunni mikið af ljóðum og þó að undir
það síðasta væri hann ekki alltaf al-
veg viss hvert okkar barnabarnanna
væri í heimsókn, þá gleymdi hann
ekki öllum ljóðunum sem hann kunni.
Mig langar því að kveðja þig, afi
minn, með þessari vísu sem þú samd-
ir og mér finnst lýsa þér svo vel:
Eftir sérhvern unninn dag
og ánægjuna bjarta,
verður eins og ljóð og lag
liggi mér á hjarta.
Elsku afi minn, hvíl þú í friði.
Hulda Lóa Svavarsdóttir.
Sálina hefur á hærra svið,
hrífandi málsins snilli.
Það er svo gott að una við
amstri daganna milli,
í lestri og söng að finna frið
og feðranna dást að snilli.
(R.S.G.)
Nú er minn kæri bróðir Addi farinn
í sína hinstu för. Það kom engum á
óvart, því svo mikið hefur hann þurft
að glíma við veikindi í mörg ár og eig-
inlega af og til gegnum lífið.
Þegar ég hugsa mig um, þá finnst
mér hann vera löngu farinn frá okk-
ur, því þegar slíkur eldhugi, mikið
lesinn, mikill hagyrðingur, sem lét
sér fátt mannlegt óviðkomandi, er
hættur að geta lesið, ort eða yfirleitt
fylgst með því sem er að gerast, þá er
hann í raun og veru farinn, þótt eftir
standi hrörleg líkamsskel, sem aðeins
veldur sárindum.
Auðvitað eigum við að samgleðjast
öldnum og þjáðum manni, þegar hann
fær hvíld, en samt er söknuðurinn
ráðandi í sál okkar. Bernskuminning-
arnar hrannast upp. Ég minnist góða
bróðurins sem gætti mín í tíma og
ótíma, þegar ég var barn. Hann var
átta ára þegar ég fæddist og næstur
mér að aldri. Ég minnist óteljandi
æskuleikja og æskubreka okkar í
sveitinni frá þeim tíma.
Það eru hlýjar minningar, og nú
langar mig að þakka honum fyrir allt
gott, bæði fyrr og síð.
Arnór nam búfræði við Hvann-
eyrarskóla og síðan húsamálun við
Iðnskólann í Reykjavík og varð það
ævistarf hans. Hann var ákaflega
vandvirkur í sinni iðn. Forsjónin út-
hlutar mönnum misþungum byrðum
að bera í þessu lífi, og sannarlega fór
hann bróðir minn ekki varhluta af
þeim.
Frá unglingsárum bar hann sjúk-
dóm sem gerði vart við sig öðru
hverju og olli honum vanlíðan. Eftir
miðjan aldur varð hann fyrir slysi og
upp úr því fékk hann hina hræðilegu
parkinsonveiki og varð öryrki í mörg
ár. Nokkur síðustu æviár sín dvaldist
hann á hjúkrunarheimilinu Eir við
góða umönnun og eiga starfsmenn
þar bestu óskir skilið. Þótt heilsa
Adda væri oft erfið, þá átti líf hans
sannarlega sína ljósu punkta, sem fól-
ust í góðri umhyggjusamri eiginkonu
og barnaláni. Börn hans, tengdabörn
og barnabörn hafa reynst honum
ákaflega vel og hjálpleg þegar þess
var þörf, en yngstu barnabörnin hafa
ekki náð að kynnast honum.
Addi var ákaflega mikið lesinn og
fróður um menn og málefni, hann var
góður hagyrðingur, vel pennafær og
skrifaði greinar í blöðin. Hann gaf út
ljóðabókina: ,,Hvað nú ungi maður?“
fyrir nokkrum árum en bækur hans
urðu ekki fleiri. Addi var sérlega góð-
ur drengur sem ekkert aumt mátti
sjá, hafði viðkvæma lund og vildi öll-
um gott gera ef hann var þess megn-
ugur. Hann var höfðingi heim að
sækja og hrókur alls fagnaðar, ef því
var að skipta, hafði einnig mikla
ánægju af söng og ósvikna kímnigáfu.
Ég vil að lokum þakka mínum
kæra bróður samfylgdina gegnum líf-
ið og óska honum góðrar ferðar á
ókunnum brautum. Ég veit að ,,þar
bíða vinir í varpa sem von er á gesti“.
Fjölskyldu hans votta ég innilega
samúð mína.
Ragna S. Gunnarsdóttir.
ARNÓR
ÞORKELSSON
✝ Kjartan R. Jó-hannsson fædd-
ist að Jaðri á Dalvík
17. júní 1924. Hann
lést á líknardeild
Landakotsspítala 31.
janúar síðastliðinn.
Banamein hans var
krabbamein. For-
eldrar hans voru Jó-
hann Jóhannsson frá
Háagerði í Svarfað-
ardal, f. 15. ágúst
1879, d. 19. janúar
1962, og Þorláksína
Sæunn Valdimars-
dóttir, f. á Másstöð-
um, uppalin á Hrappsstöðum í
Svarfaðardal 23. mars, 1889, d. 9.
júní 1972. Jóhann var trésmiður,
útgerðar-, athafna- og framfara-
maður. Þorláksína var klæðskeri
og húsfreyja. Systkini Kjartans
eru Sveinn sparisjóðsstjóri, f.
1911, d. 1984, Kolbeinn endur-
dór Dungal, f. 1954. Börn þeirra
eru Baldvin, f. 1985, Alexander, f.
1986, og Anna Jóna, f. 1991.
Kjartan ólst upp á Dalvík við öll
störf sem þá tíðkuðust í litlu
sveita– og sjávarplássi. Hann gekk
í Samvinnuskólann í Reykjavík og
starfaði við prentsmiðjuna Eddu.
Hann tók við bifreiðaverkstæðinu
Þórshamri á Akureyri 1948, fór til
Englands til náms í rekstri bif-
reiðaþjónustufyrirtækja 1955 og
fluttist til Reykjavíkur sama ár.
Hann starfaði hjá bifreiðaumboð-
inu Ræsi um tíma við endurskoð-
unarstörf hjá bróður sínum Kol-
beini og hjá varahlutaverslun
Kristins Guðnasonar. Kjartan
söðlaði um yfir í sjávarútveginn
1958 er Asíufélagið, síðar Asíaco
hf, var stofnað utan um nýju gervi-
efnin eins og nælon, aðallega frá
Japan. Fyrirtækið óx og dafnaði
og var orðið stærsta veiðarfæra-
verslun landsins þegar það var
selt 1989. Kjartan var á yngri ár-
um mikill íþróttamaður og milli-
vegalengdahlaupari og keppti fyr-
ir ÍR.
Útför Kjartans var gerð í kyrr-
þey að ósk hins látna.
skoðandi, f. 1920,
Kristín húsfreyja, f.
1921, og Valdimar
húsgagnasmiður, f.
1927.
Kjartan kvæntist
hinn 24. september
1948 eftirlifandi eig-
inkonu sinni Önnu
Jónu Ingimarsdóttur,
f. á Akureyri 9. febr-
úar 1929. Foreldrar
hennar voru Ingimar
Jónsson frá Drangs-
nesi og Elín Jóelsdótt-
ir úr Biskupstungum.
Börn Kjartans og
Önnu eru: 1) Kjartan Örn Kjart-
ansson framkvæmdastj., f. 1949.
Eiginkona hans er Gyða Guð-
mundsdóttir, f. 1952. Börn þeirra
eru Jóhann Ólafur, f. 1977, Kjart-
an Örn yngri, f. 1982. 2) Elín
Kjartansdóttir, arkitekt, f. 1955.
Eiginmaður hennar er Páll Hall-
Tengdafaðir minn, Kjartan R. Jó-
hannsson, hefur kvatt þennan heim
eftir stutta banalegu. Við þessi tíma-
mót er margs að minnast og hug-
urinn leitar víða.
Fyrstu kynni okkar Kjartans urðu
fyrir hartnær þrjátíu árum og sýndi
hann mér sérstakan hlýhug og vel-
vild alla tíð síðan.
Ævi tengdaföður míns var um
margt merkileg. Hann ólst upp við
gott atlæti á myndarbýlinu Jaðri á
Dalvík ásamt fjórum systkinum. Þar
stjórnaði Þorláksína móðir hans af
alkunnum myndarskap og hagleiks-
maðurinn Jóhann, faðir hans, stund-
aði smíðar og sjósókn jafnframt
hefðbundnum búskap.
Hið gífurlega keppnisskap Kjart-
ans kom snemma í ljós. Hann fór
ungur að heiman til náms í Sam-
vinnuskólanum og þar dugði ekkert
minna en að dúxa. Íþróttamaður var
hann mikill og var um áraraðir einn
fremsti spretthlaupari Íslands. Eftir
nám í Bretlandi og ýmis störf bæði á
Akureyri og í Reykjavík hóf Kjartan
sinn eigin rekstur og er það til
marks um djörfung hans og fram-
sýni að hann varð einna fyrstur Ís-
lendinga til að hefja viðskipti við
Japan. Hann ferðaðist þó nokkrum
sinnum til þessa framandi lands,
sem á sjötta áratugnum var flestum
Íslendingum ókunnur heimur.
Hreifst hann mjög af heillandi
menningu þeirrar merkilegu þjóðar.
Kjartan var mikill fagurkeri og
hafði næmt auga fyrir listum. Tveir
af hans bestu vinum voru Manfreð
Vilhjálmsson arkitekt og Kristján
Davíðsson listmálari. Má segja að
Kjartani hafi orðið ljós snilli þessara
vina sinna löngu áður en alþjóð opn-
aði augu sín. Kunni hann vel að meta
dirfskuna sem báðir sýndu, hvor í
sinni list.
Ber einbýlishúsið að Mávanesi 4
sem Kjartan og Anna Jóna reistu
sér árið 1966 og var hannað af Man-
freð vitni um skilning Kjartans á nú-
tíma byggingarlist. Þótti húsið
einkar framúrstefnulegt á sínum
tíma, en er í dag viðurkennt sem ein
helsta perla íslenskar nútímabygg-
ingarlistar.
Kjartan var maður gleðinnar og
naut sín vel í góðum hópi. Það ein-
kenndi hann hversu auðvelt hann
átti með samskipti við alla, unga sem
aldna, háa sem lága. Hann gat verið
hrókur alls fagnaðar meðal vina okk-
ar Elínar, kynslóðabil var hugtak
sem ekki þvældist mikið fyrir
tengdaföður mínum.
Tengdaforeldrar mínir ferðuðust
mikið og höfðu mikið dálæti á að
heimsækja fallega staði. Það var
aðdáunar- og eftirtektarvert að fá að
upplifa það að hvar sem þau höfðu
verið og komu aftur mundi starfsfólk
eftir Kjartani og bauð „Mr. Johanns-
son“ hjartanlega velkominn. Við
Elín áttum margar skemmtilegar
stundir með Önnu Jónu og Kjartani
á ferðalögum víðsvegar um Evrópu.
Trúmaður var Kjartan mikill.
Ekki í þeim skilningi að hann sækti
kirkjur mikið, en Guðstrú hans var
einlæg og honum svo sjálfsögð og
skipaði stóran þátt í lífi hans. Aldrei
kvaddi hann okkur fjölskyldu sína
án þess að signa okkur og biðja okk-
ur Guðs blessunar. Þetta var honum
svo sjálfsagt og svo tilgerðarlaust.
Hann efaðist aldrei um mátt bæn-
arinnar og trúna á eilíft líf átti hann.
Þegar ástvinur kveður streyma
minningarnar fram. Ég mun geyma
í hjarta mér allar góðu minningarn-
ar sem ég á um tengdaföður minn.
Guð blessi minningu Kjartans R.
Jóhannssonar.
Páll Halldór Dungal.
Það er komið að kveðjustund og
ég kveð góðan frænda sem ég var
svo heppin að eiga. Hann tók alltaf á
móti mér með opinn faðminn og góð-
látlega mjúka andlitið ljómaði. Hann
kallaði mig tetrið hans frænda síns
sem mér þótti svo vænt um og yljaði
mér um hjartarætur. Ég þekkti
hann í næstum fimmtíu ár og eru
minningarnar margar sem leita á
hugann á þessari stundu.
Kjartan var kvæntur systur
mömmu og hefur alltaf verið mikill
samgangur á milli fjölskyldnanna.
Við Ella dóttir hans ólumst nánast
upp saman og erum næstum eins og
systur. Mér fannst alltaf eitthvað
svo spennandi í kringum Kjartan
frænda, hann fór oft til útlanda og
oft komu útlendingar í heimsókn.
Hann var nefnilega í bissness. Hann
var með stóra skrifstofu í miðbæn-
um með flottum munum og það
héngu flott dagatöl á veggjunum frá
útlöndum.
Einu sinni sem oftar þegar maður
frá útlöndum var í heimsókn, maður
frá Japan, fékk ég að fara með þeim í
ferðalag til Þingvalla. Við gistum á
Hótel Valhöll og það var í fyrsta sinn
sem ég gisti á hóteli og þótti mér
mikið til koma.
Ljúfustu minningarnar eru samt
frá þeim tíma þegar við Ella gistum
saman, sem við gerðum ansi oft.
Sunnudagsmorgnarnir. Þegar við
vorum búnar að fá morgunmat hjá
Önnu Jónu skriðum við aftur upp í, í
holuna til Kjartans, og kúrðum hvor
í sínum handarkrikanum og hann las
fyrir okkur ævintýri, Grimmsævin-
týri voru í uppáhaldi. Þetta varð
ómissandi hefð á sunnudagsmorgn-
um og vorum við orðnar ansi stálp-
aðar þegar við hættum þessu. Þetta
eru dýrmætar minningar sem ég
geymi og varðveiti.
Það hefur alltaf verið gott að
koma heim á fallegt og hlýlegt heim-
ili Önnu Jónu og Kjartans, alltaf tek-
ið vel á móti manni með einstakri
hlýju og væntumþykju. Tetrið á eftir
að sakna frænda síns.
Elsku Anna Jóna, Kjartan Örn,
Ella og fjölskyldur, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ingibjörg M. Ísaksdóttir
og fjölskylda.
KJARTAN R.
JÓHANNSSON