Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 47

Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 47 MINNINGAR ✝ Ólafía GyðaOddsdóttir fædd- ist í Ráðagerði á Sel- tjarnarnesi 20. des- ember 1917. Hún lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 6. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Anna Einarsdóttir hússtýra, f. 20. des. 1882, d. 7. apríl 1955, og Oddur Jóns- son hafnarfógeti, f. 12. október 1879, d. 26. febrúar 1934. Hálfsystkini hennar voru Þórunn Ásta, Jón Guðmund- ur, Þórður Vilberg og Fanney Oddsbörn. Gyða, eins og hún var ávallt kölluð, giftist árið 1939 Guðvarði Vilmundarsyni, stýrimanni og skipstjóra, f. 29. mars 1912, d. 31. jan. 1984. Foreldrar hans voru Vilmundur Árnason bóndi í Löndum í Grindavík, f. 12. mars 1884, d. 23. janúar 1975, og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 12. júlí 1891, d. 4. ágúst 1958. Gyða og Guðvarð- ur áttu fjögur börn. Þau eru Gunnar, f. 17.10. 1940, Haf- steinn, f. 19.7. 1942, Anna, f. 26.5. 1950, d. 6.7. 2000, og Ólaf- ur, f. 1.6. 1953. Ung að árum starfaði Gyða sem barnfóstra í Hafnarfirði en síðar sem húsmóðir. Hún var virkur félagi í Aglow ásamt öðru trúarlegu starfi. Gyða verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Kær vinkona er látin, kona sem við héldum að yrði eilíf þar sem Elli kerl- ing sótti ekki að henni fyrr en undir það allra síðasta. Gyða var vinkona móður okkar og aldrei kölluð annað en Gyða vinkona mömmu þegar á hana var minnst. Hún bjó yfir ein- stökum glæsileika og reisn, var há- vaxin, grönn og tíguleg. Brosmildi hennar, trygglyndi og ljúf nærvera gerðu það að verkum að öllum hlaut að líða vel nálægt henni. Það sama má segja um Guðvarð eiginmann hennar. Þau voru einstaklega fáguð og sam- heldin hjón. Brosmildin var þeim sameiginleg og vitnaði um ástina sem þau báru hvort til annars. Það hlýtur því að hafa tekið mikið á Gyðu þegar Varði lést langt um aldur fram, en sorg sína bar hún ekki á torg. Gyða missti líka Önnu dóttur sína í blóma lífsins. Þær voru mjög nánar mæðgur og vinkonur og hlýtur hin sanna guðstrú Gyðu að hafa fleytt henni yfir þessi miklu boðaföll. Gyða var sjómannskona og fluttu þau hjónin ásamt börnum sínum; Gunnari, Hafsteini, Önnu og Ólafi; í húsið sem við bjuggum í á Akureyri. Upp frá því mynduðust vinatengsl sem aldrei bar skugga á. Sem sjó- mannskona þurfti Gyða að sjá ein um heimilið þegar Varði var til sjós. Ró- legt yfirbragð hennar og fáguð fram- koma gerði það að verkum að allt virtist svo auðvelt hjá henni, mynd- arlegu börnin hennar alltaf svo fal- lega klædd, heimilið sindrandi fínt og blíða brosið hennar alltaf til staðar eins og tíminn væri eilífur. Dugnaður hennar kom ekki síst fram er hún hélt ein heimili í Stóragerði nánast allt til hinstu stundar. Gyða var vel gefin kona sem hélt skýrleika sínum og glæsileika allt fram til síðasta dags. Tengsl okkar við börn Gyðu og Varða hafa alltaf verið góð. Tvær okkar voru svo heppnar að fá að dveljast hjá Önnu þar sem hún bjó í Torquay á Englandi með manni sín- um Barrie og dætrunum þremur, Natöshu Mjöll, Tönju Fönn og Natal- ie Drífu Jay. Náið samband þeirra Gyðu og Önnu endurspeglaðist í væntumþykju dætra Önnu til ömmu sinnar. Síðustu árin höfum við fylgst með sambandi Óla og Kristínar konu hans við Gyðu og fundið þar þessa sömu væntumþykju í samskiptum þeirra. Hjá Gunnari og Hafsteini er einnig að finna þessa ljúfmennsku, fordóma- leysi og góðvild sem voru svo ein- kennandi fyrir Gyðu og Varða. Við mæðgurnar viljum að leiðar- lokum þakka Gyðu samfylgdina og hlýja vináttu hennar um leið og við kveðjum hana með söknuði. Anna J. Jónsdóttir, Sigrún, Sigurbjörg, Anna Pála og Helena Pálsdætur. Þegar ég kynntist Gyðu fyrst var það í gegnum dóttur hennar Önnu. Við Anna vorum vinkonur frá ung- lingsárum og allt þar til hún dó eftir stutt en erfitt veikindaskeið sumarið 2000, skömmu eftir fimmtugsafmælið sitt. Gyða birtist mér unglingnum sem hin fullkomna móðir, blíð og glöð og vingjarnleg. Anna var hennar eina dóttir og var sérstakt vináttusam- band þeirra á milli alla tíð. Ég fylgd- ist með þessari glöðu og hógværu en tignarlegu móður vinkonu minnar í gegnum árin og umgekkst hana þó nokkuð. Gyða var gift Guðvarði Vilmund- arsyni skipstjóra og áttu þau fjögur börn. Fjölskyldan flutti nokkrum sinnum landshluta á milli vegna vinnu Guðvarðar. Mér fannst sérstakt að heyra Gyðu tala um þessa flutninga, en það var dæmigert fyrir hana að líta á þá sem skemmtileg tækifæri til að breyta til og kynnast nýju fólki. Fólki sem alls staðar tók henni auð- vitað mjög vel af því að hún var svo já- kvæð og indæl, þannig átti Gyða vini og kunningja út um allt land. Gyða var nefnilega með jákvætt lífsviðhorf og hafði góða kímnigáfu. Það var stutt í brosið og það streymdi frá henni hlýjan. Anna giftist til Englands og eign- aðist sína fjölskyldu þar. Gyða dvaldi oft hjá þeim og var í góðu sambandi við tengdasoninn Barrie og dætur þeirra þrjár. Fjölskyldan kom líka til Íslands af og til en Anna lét ekki líða langt á milli heimsókna og kom oft ein og sér að hitta mömmu sína, sérstak- lega eftir að hún varð ekkja. Eftir lát Önnu komu dætur hennar Natasha Mjöll, Tanja Fönn og Natalie Drífa reglulega til Íslands til að heimsækja ömmu sína og voru það dýrmætar samverustundir. Gyða var mikil trúkona og naut þess að deila trú sinni og visku með þeim sem heyra vildu. Hún eignaðist fjölmarga góða vini sem deildu trú hennar og var heimili hennar í Stóra- gerði ávallt opið til bæna og sam- félags. Gyða bar aldur sinn vel, var létt á sér, ungleg og ern en fáeinum mán- uðum eftir að Anna dóttir hennar dó veiktist hún og náði sér aldrei alveg eftir það. Gyða var vönduð kona sem auðgaði líf þeirra sem umgengust hana. Ég er þakklát fyrir kynni mín af henni, blessuð sé minning hennar. Anna Jóna Briem. ÓLAFÍA GYÐA ODDSDÓTTIR Skemmuvegi 48, Kópavogi. Simi 5576677 www.steinsmidjan.is Látin er móðursystir mín, Sveinbjörg Pálína Vigfúsdóttir frá Flögu í Skaftártungu, 101 árs að aldri. Hennar er sárt saknað af nánustu ættingjum og vinum þótt það sé lausn fyrir svo háaldraða manneskju að fá hvíldina. En við sem eftir lifum og söknum erum full af þakklæti fyrir þá fyrirmynd sem hún var okkur með mannkærleika sínum og sannleiksást. Alltaf bar hún þá fyrir brjósti sem mest þurftu á að halda og stóð með þeim sem minna máttu sín. Hún var góðum gáfum gædd og minnið óbrigðult fram til þess síð- asta. Alltaf var viðkvæðið: „Spyrðu Sveinbjörgu, hún man það!“ Og það brást heldur ekki. Síðast en ekki síst SVEINBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR ✝ Sveinbjörg Pál-ína Vigfúsdóttir fæddist á Flögu í Skaftártungu 12. janúar 1904. Hún lést á heimili sínu í Sóltúni 2 að morgni 30. janúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 14. febrúar. var hún afar listfeng og músíkölsk en hún lærði að spila á orgel. Mamma sagði mér að það hefði verið aðeins einn vetur, en það nægði henni til að vera eftirsótt að spila við messur í forföllum, bæði í Ása- og Kirkju- bæjarsóknum. Hún var listfeng hannyrðakona, svo af bar, og allir þeir hlutir sem hún saum- aði, prjónaði og heklaði voru hreinasta lista- verk. Eftir 90 ára aldur lærði hún listvefnað og óf landslags- myndir, t.d. frá Flögu, æskuheimil- inu, og Vík í Mýrdal en einnig alls konar fallegar landslagsmyndir sem flestar voru frá árinu 1999. Það var haldin sýning á þessum listvefnaði fyrir um sex til sjö árum á Dalbraut, dvalarstað aldraðra, þar sem hún bjó þá. Var fullur salur af sýningargest- um og komu fréttamenn frá blöðum og sjónvarpi. Við Sveinbjörg vorum miklir vinir alla tíð frá því ég man eftir mér. Hún var mér og fjölskyldu minni afar góð. Sveinbjörg giftist Runólfi Ásmunds- syni, vel gefnum sómamanni úr Öræfasveit. Þau eignuðust dótturina Sigrúnu Þuríði, sem reyndist móður sinni frábær af umhyggju- og rækt- arsemi ásamt eiginmanni og fjöl- skyldu. Ég minnist móðursystur minnar sem einhverrar heilsteypt- ustu og yfirlætislausustu persónu sem ég hef kynnst, en samt svo glað- sinna og léttlyndrar og alltaf var stutt í brosið og glettnina hjá henni. Ég og mín fjölskylda þökkum henni allar góðar stundir og alla hennar ástúð. Guð geymi þig í eilífðinni, elsku frænka mín. Ingibjörg R. Björnsdóttir. Sveinbjörg, móðursystir mín, er látin. Þar með eru systurnar fjórar, Vigfúsdæturnar frá Flögu í Skaftár- tungu, horfnar yfir móðuna miklu. Eftirlifandi af þeim Flögusystkinum eru: bróðirinn Gísli og fóstursystirin Sigríður Sigurðardóttir; en afi og amma á Flögu tóku hana í fóstur barnunga. Ég man fyrst eftir Sveinbjörgu frænku þegar ég var eitthvað á þriðja ári. Hún hafði þá saumað á mig bleikrósótt flúnels náttföt með pífum bæði neðan á skálmum og framan á ermum. Ég man enn þann dag í dag, hvað ég varð himinlifandi og yfir mig hrifin af þessum nátt- fötum; og þegar ég fór í þau í fyrsta sinn, þá sprangaði ég montin á milli heimilisfólksins, benti á náttfötin, (og í mínum huga) sagði ég: „Svein- björg sauma,“ en ég sagði bara: „Böbb auma“. Sveinbjörgu var mikið skemmt. Einhvern veginn fór það þannig, að enda þótt málfar mitt yrði með árunum nægilega þroskað til þess að ég gæti sagt „Sveinbjörg“, þá notaði ég alla tíð „Böbb“ sem mitt prívat og persónulega gælunafn á hana Sveinbjörgu frænku mína. Mörgum, mörgum árum seinna sá ég hvað Sveinbjörg var mikill snill- ingur í höndunum; hún saumaði al- veg sérstaklega falleg föt á einka- dóttur sína, Sigrúnu, og heimili hennar skartaði fagurlega ýmsu sem hún hafði saumað út og heklað. Þeg- ar Sveinbjörg var komin á tíræðis aldur og dvaldi á Dalbraut, tók hún upp á því að vinna við myndvefnað og óf gullfallegar myndir. Aðal mynd- efnið sótti hún í minningar úr sveit- inni sinni. Svo kórónaði hún allt sam- an með því að halda sýningu á þessum myndum; og Dagblaðið hafði við hana ljómandi gott viðtal um sýn- inguna og þessa listsköpun hennar. Þegar ég heimsótti Sveinbjörgu frænku, eftir að hún var komin á dvalarheimilið Sóltún, þá sat ég vanalega með henni við hið heimilis- lega eftirmiddags-kaffiborð þar á deildinni. Þó kom fyrir, að ég kom á þeim tíma sem ég hitti hana eina í herbergi sínu, sem var sérstaklega persónulega og fallega útbúin stofa. Á slíkum stundum leiddi ég oft sam- ræður okkar til þeirra tíma þegar hún var ung í sveitinni sinni. Merki- legt fannst mér að heyra hana segja frá því, þegar hún fór ríðandi yfir vatnsföllin þarna fyrir austan. Sér- staklega eru mér minnisstæðar tvær sögur; önnur um það þegar hún reið yfir Tungufljót og hin sagan, þegar hún reið yfir Hólmsá: Sveinbjörg var 19 ára þegar hún komst ein og klakklaust yfir Tungu- fljót, með tvo til reiðar – og að sjálf- sögðu sat hún í söðli. Hún hafði sem sé fengið það verkefni að fara frá Flögu að Ásum til að sækja mömmu sína, sem hafði þá verið í nokkra daga í Ásum við að aðstoða mömmu mína, Guðríði prestsfrú, sem lá þá á sæng. Tungufljót er breitt fljót sem rennur um Skaftártungu, á milli Flögu og Ása; það hefur alla tíð verið þekkt fyrir illræmdar sandbleytur og þótt varasamt og vandasamt til yfirreiðar. Þessi ferð Sveinbjargar yfir Tungufljót gekk giftusamlega. Þegar hún var rúmlega tvítug dvaldi hún um tíma á heimili móð- urbróður síns, Gísla Sveinssonar, sýslumanns, í Vík í Mýrdal. Þar kom, að Sveinbjörg skyldi fara heim og var vinnumaður sendur frá Flögu með tvo til reiðar til að sækja hana og að vera sérstakur fylgdarsveinn hennar yfir vatnsföllin. Það var rign- ing og þegar þau koma að Hólmsá var áin í vexti og hin óárennilegasta; fylgdarsveinninn lagði ekki út í ána, en Sveinbjörg tók af skarið, reið nokkuð meðfram henni og leit við og við til árinnar til að reyna að kanna hvar myndi helst vera fært yfir. Sá hún þá allt í einu bóndann frá Hrís- nesi, hinum megin á árbakkanum, en hann hafði verið sendur á móti þeim. Kom hann nú ríðandi yfir ána og sneri svo strax við til að veita þeim leiðsögu yfir þetta beljandi og straumharða vatnsfall. Sveinbjörg fylgdi fast á eftir honum og svo kom fylgdarsveinninn þar á eftir. Fyrst riðu þau undan þungum straumi en urðu svo að beygja nokkuð og ríða það sem eftir var á móti sterkum straumi til að ná til lands. Vatns- flaumurinn rann yfir hest Svein- bjargar, fyrir framan hnakkinn. „Sveinbjörg, varstu ekki hrædd?“ „Hrædd? nei – hva?“ „Sundlaði þig ekkert, þarna úti í straumnum?“ „Nei, hva – ég passaði mig bara að horfa alltaf til lands og líta aldrei nið- ur í strauminn.“ Sveinbjörg var 99 ára gömul þeg- ar þetta samtal átti sér stað. – Rétt eins og hún hafði höndlað vel ferð sína í gegnum strauma Hólmsár, þá höndlaði hún ætíð vel ferð sína í gegnum strauma lífsins. Sveinbjörg hafði mikið að gefa: Hún var heil og skarpgreind per- sóna, músíkölsk, listræn og hagvirk; hún var æðrulaus, skemmtileg og glettin. Hún Böbb mín var góð og kær- leiksrík frænka og mun ætíð eiga stóran sess í hjarta mínu. Ég votta Sigrúnu og fjölskyldu hennar innilega samúð mína. Sigríður Björnsdóttir. Sveinbjörg, mín kæra vinkona og langamma dætra minna, hefur nú fengið hvíldina. Upp í huga minn koma minningar um yndislegar sam- verustundir í Nóatúninu, á Dal- brautinni, Landakotsspítala og nú síðustu árin í Sóltúninu. Sama hvar hún var stödd, alltaf var jafn skemmtilegt að vera samvistum við þessa frábærlega lífsleiknu konu. Velfarnað samferðafólksins bar hún ávallt fyrir brjósti og fylgdist vel með hvað hver og einn var að sýsla á hverjum tíma. Í þau 25 ár sem ég bar gæfu til að vera samferða Svein- björgu dáðist ég ávallt að dugnaði hennar og elju. Það var sama hvað á bjátaði, hún tók málin í sínar hendur og reyndi að hafa áhrif til góðs. Við tengdumst nánum vináttuböndum sem aldrei rofnuðu og iðulega hringdi hún í mig til að spjalla ef henni þótti of langt liðið frá því við höfðum sést síðast. Allaf varð ég létt í lundu og bjartsýn á lífið og til- veruna eftir að hafa hitt hana Svein- björgu mína. Sveinbjörg var sterkur persónu- leiki með ákveðnar skoðanir, góðan húmor og ótrúlega jákvætt hugarfar. Hún var listræn að eðlisfari og lét sér aldrei leiðast. Nei, það var sko ekki vandræðagangurinn á henni Sveinbjörgu enda var hún vinamörg og höfðingi heim að sækja. Allt lék í höndum hennar hvort sem var kleinubakstur eða hannyrðir. Þó sló hún öll met þegar hún hélt sína fyrstu myndvefnaðarsýningu 97 ára gömul með dyggri aðstoð vefnaðar- kennara á Dalbrautinni. Mikið ótrú- lega var ég stolt af henni gömlu minni þá. Er ég kveð kæra vinkonu er mér efst í huga þakklæti til hennar sem sýndi mér svo mikið vinarþel alla tíð og gaf mér svo mikið af sjálfri sér. Minningin um hana mun lifa með mér um ókomin ár og tel ég mig rík- ari fyrir vikið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Sig. Það er með söknuði sem við kveðj- um hana langömmu sem var okkur svo kær. Við trúum því að nú sé hún komin á góðan stað innan um ástvini sína, laus undan líkamlegum fjötrum sem hár aldur veldur gjarnan. Þó að við vildum helst hafa langömmu allt- af hjá okkur þá gleðjumst við fyrir hennar hönd því við vitum að hún var tilbúin að kveðja þennan heim. Þegar langamma var í kringum áttrætt sagði mamma einhvern tíma í gríni: ,,Hva, þú verður alveg örugg- lega 100 ára.“ Þá fussaði langamma bara og svaraði: ,,Uss, ég vil ekki sjá það, ég hef ekkert að gera með það að verða 100 ára.“ Það er víst að það var ekki fyrir langömmu gert að hún varð 101 árs, heldur fyrir alla hina sem fengu þannig notið hennar leng- ur. Þrátt fyrir þessi orð sín naut langamma þess að vera til og hafði einstaklega gaman af því að vera

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.