Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.02.2005, Qupperneq 52
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes FITUSNAUÐUR KATTAMATUR LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA FITUSNAUÐUR KÖTTUR?! LAUGAR- DAGUR ÞARNA KEMUR MUMMI, FANTURINN Í BEKKNUM HANN ER EKKI GÁFAÐUR, EN HANN ER KLÁR Á GÖTUNNI... OG ÞÁ MEINA ÉG AÐ HANN ER KLÁR Á ÞVÍ Í HVAÐA GÖTU HANN Á HEIMA Litli Svalur © DUPUIS JÆJA, NJÁLL UNDIRFORINGI, HVERNIG GENGUR AÐ GRAFA GÖNGIN? GRÖFTURINN GENGUR HRATT OG ÖRUGGLEGA. GÁÐU BARA SJÁLFUR FORINGI SKAL GERT. SÝNDU MÉR LEIÐINA SKAL GERT! ÖÖÖ... MAMMA ÞÍN HEFUR ÖRUGGLEGA VARAÐ ÞIG VIÐ ÞVÍ AÐ GRAFA GÖNG HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR FORINGI, GÖNGIN ERU STYRKT MEÐ STÓLPUM MÉR SÝNIST VERKIÐ VERA Á UNDAN ÁÆTLUN. ÉG SKAL HJÁLPA ÞÉR UNDIRFORINGI SAMKVÆMT MÍNUM ÚTREIKNINGUM EIGUM VIÐ EINUNGIS FÁEINA SENTÍMETRA EFTIR ÞEIR ERU ALLTAF ÞEIR ERFIÐUSTU. TIL ÞESS AÐ SIGRAST Á ÞEIM ÞURFUM VIÐ VIÐEIGANDI VERKFÆRI SVO SANNARLEGA. VIÐ ÞURFUM ÖFLUGA SKÓFLU TIL ÞESS AÐ SIGRAST Á ÞESSUM SÍÐASTA ÁFANGA ÉG SKAL SJÁ UM ÞAÐ. HÉRNA KEMUR HÚN HÉRNA FORINGI. ÞETTA VERÐUR SÖGULEG STUND. RYDDU VEGIN FYRIR OKKUR! VIÐ VERÐUM AÐ VERA REIÐUBÚNIR. ÞETTA ER ÓVÆNT INNKOMA Í BÚSTAÐ ÓVINARINS EINN... TVEIR... OG... ÞRÍR!! BÚMM!! Dagbók Í dag er fimmtudagur 17. febrúar, 48. dagur ársins 2005 Víkverji er áhuga-maður um íslenskt mál og nú síðast ís- lenskt baul eftir gagn- merka grein um það í Morgunblaðinu í síð- ustu viku. Spurningin á fullan rétt á sér: baula kýrnar mu eða mö? Málefnið hefur verið rætt innan kunn- ingjahóps Víkverja en þeir voru í sveit á unga aldri og muna vel eftir bauli í nafn- greindum (og löngu dauðum) kúm. Þeir minnast þess allir að framburður kúnna hafi ýmist verið mu eða mö. Víkverji var nú sjálfur í sveit og getur alveg tekið undir þetta. Sérstaklega voru það ungir kálfarnir sem bauluðu mu. En full- orðnar kýr, einkum þær sem voru orðnar óþreyjufullar eftir mjöltum, bauluðu svakalega hátt og þá gall við langt mö. Svo getur þetta líka verið spurning um málsvæði eins og ein- hverjir hafa bent á. Varla á það við í Skagafirðinum, þar sem Víkverji var í sveit, en þar er harðmæli og radd- aður framburður helsta einkennið. Engar harðmæltar kýr hafa nokkru sinni orðið á vegi Víkverja, þótt vissulega séu þær allar með raddað- an framburð í m-inu. En þá eru það sér- hljóðarnir, u eða ö. Einhver hefur bent á að kýr á gömlum flá- mælissvæðum bauli mö frekar en mu og lítið sé að marka orða- bókina í þessum efn- um. Þannig sé ekki til orðið „flöga“ í orða- bókum, þrátt fyrir að- orðmyndin sé nokkuð útbreidd á vissum svæðum. Orðið „fluga“ er hins vegar á sínum stað eins og allir vita. En hvað þá með kindur og jarmið í þeim? Eru þær allar með flámæltan framburð? Hef- ur einhver heyrt á jarma mi-hi-i? Nei, það hélt Víkverji ekki. Orða- bækur sýna líka orðmyndina me svo kannski á þetta ekki við. Og þó. x x x Víkverji sem er sólginn í ís, hefurverið að velta því fyrir sér að undanförnu hvort Kjörís sé nokkuð farinn að minnka karamelluskammt- ana í lúxusísnum sínum? Það er eins og það þurfi að bíta sig lengra inn í hvern íspinna til að lenda á hinu gómsæta karamellubragði. Víkverji veltir þessu svona fyrir sér. Víkverji skrifar...              Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í kvöld áttundu sinfóníu Ant- ons Bruckners í fyrsta sinn, en það er hljómsveitarstjórinn góðkunni, Petri Sakari, sem stýrir flutningi verksins. Petri var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar frá árinu 1987 til ársins 1990 og aftur frá1996 til 1998. Það urðu því fagnaðarfundir þegar Sakari tók í sprotann með sínum gömlu vinnufélögum á æfingu í gær. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sakari stýrir Sinfó MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.