Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 55
DAGBÓK
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Myndlist kl. 13 víd-
eóstund kl. 13.15 í matsalnum. jóga kl.
9 boccia kl. 10, opið er fyrir frjálsa
spilamennsku alla daga.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna
kl. 9–16.30, boccia kl. 9.30, helgistund
kl. 10.30, leikfimi kl. 11, smíði/
útskurður kl.13–16.30, myndlist kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, leikfimi,
myndlist, bókband, söngur, fótaað-
gerð.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag-
blöð, baðþjónusta og hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 10–14 handa-
vinnustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur,
kl.1 4.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Félagsvist kl. 20. Aðalfundur Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, verður haldinn í Ásgarði,
Glæsibæ, laugardaginn 19. febrúar kl.
13. Venjuleg aðalfundarstörf. Ath. að-
eins þeir sem framvísa félagsskírtein-
um hafa atkvæðisrétt. Félagar fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Félag kennara á eftirlaunum | Bók-
menntaklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Ekkó
æfir í KHÍ kl. 17.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK Gullsmára 13 spilar
mánu- og fimmtudaga. Skráning kl.
12.45 á hádegi. Eldri borgarar vel-
komnir. Þátttökugjald 200 kr.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.10 í Mýrinni og inni–
golf á sama stað kl. 11.30. Í Kirkjuhvoli
spænska 400, kl. 12, karlaleikfimi og
málun kl. 13 trélist kl. 13.30, spænska
byrjendur kl. 18. Opið í Garðabergi frá
kl. 12.30–16.30.
Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun,
handavinna, smíðar og útskurður, kl.
13, sagan, kl. 14, boccia. Á morgun,
föstudag, verður messa kl. 14.
Gjábakki, félagsstarf | Góugleði í Gjá-
bakka. Dagskráin hefst kl. 14. Flosi Ei-
ríksson oddviti minnihlutans segir
gestum hvernig var að vera lítill
drengur í Kópavogi. Dansarar frá
Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar
dansa, Ólafur Hannibalsson ræðir um
Lífið og tilveruna og Anna Klara og
Sævar Kristinsson. Kaffihlaðborð.
Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa-
vinna, bútasaumur, perlusaumur,
kortagerð, keramik og nýtt t.d. dúka-
saumur, dúkamálun, saumað í plast,
hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10,
boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12, hádeg-
ismatur, kl. 14 félagsvist. kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl.
9, pútt kl. 10, leikfimi í Bjarkarhúsinu
kl. 11.20, glerbræðsla kl. 13, bingó kl.
13.30. Rúta fer frá Hjallabraut, Hraun-
seli og Höfn kl. 19 í Borgarleikhúsið.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
– bútasaumur kl. 9–13, hannyrðir kl.
13–16.30, félasgsvist kl. 13.30, kaffi og
gott meðlæti, böðun virka daga fyrir
hádegi. Fótaaðgerðir – hársnyrting.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í
Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun,
föstudag.
Laugardalshópurinn í Þróttarheim-
ilinu | Leikfimi fyrir eldri borgara í dag
kl. 12.15.
Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 leir, kl. 9–
16.30 opin vinnustofa, kl. 10 ganga, kl.
13–16.30 leir.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu | Skák í kvöld
kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/
böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–
10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl.
10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45
hádegisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–
16 glerbræðsla, kl. 13–16 kóræfing, kl.
14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 10.30
fyrirbænastund í umsjón séra Hjálm-
ars Jónssonar dómkirkjuprests. Allir
velkomnir.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, bókband, pennasaumur og hár-
greiðsla kl. 9, morgunstund og fót-
snyrting kl. 9.30, boccia kl. 10, gler-
skurður og frjáls spil kl. 13.
Félagsmiðstöðin er opin öllum aldurs-
hópum.
Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12. Léttur hádeg-
isverður á eftir.
Árbæjarkirkja | Starf með 10–12 ára
börnum er kl. 14.30 og 7–9 ára börn-
um er kl. 15.30. Söngur, sögur, leikir og
ferðalög.
Áskirkja | Samsöngur kl. 14 undir
stjórn organista, kaffi og meðlæti.
Verið velkomin. TTT-starfið, samvera
kl. 17–18. TEN-SING, starfið, æfingar
leik- og sönghópar kl. 17 og 20.
Bústaðakirkja | Foreldramorgnar í
Bústaðakirkju kl. 10–12. Þar koma for-
eldrar saman með börn sín og ræða
lífið og tilveruna. Þetta eru gefandi
samverur fyrir þau sem eru heima og
kærkomið tækifæri til þess að brjóta
upp daginn með helgum hætti.
www.kirkja.is.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl.
10 til 12. Umsjón Anna Arnardóttir.
Leikfimi Í.A.K. kl. 11.15. Bænastund kl
12.10. www.digraneskirkja.is
Fella- og Hólakirkja | Foreldramorgn-
ar kl. 10–12. Allir foreldrar, afar eða
ömmur sem eru heima með barn eða
börn (ekki bara ungbörn) velkomin.
Stelpustarf, 3.–5. bekkur, í kirkjunni
alla fimmtudaga kl. 16.30–17.30.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í Vídalínskirkju kl. 22. Prestar
og djákni taka við bænarefnum. Boðið
upp á kaffi í lok stundarinnar.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyr-
irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús
og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í
Húsaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9
ára. Kirkjukrakkar í Grafarvogskirkju
kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. „Á leið-
inni heim“ er helgistund í Grafarvogs-
kirkju alla virka daga föstunnar. Lesinn
er einn Passíusálmur í hvert sinn. Í dag
les Össur Skarphéðinsson.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12 á
hádegi. Orgelleikur, íhugun, bæn. Létt-
ur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Hjallakirkja | Opið hús í dag í Hjalla-
kirkju kl. 12–14. Léttur hádegisverður
og samverustund. Kirkjuprakkarar,
6–9 ára börn, hittast í Hjallakirkju á
fimmtudögum kl. 16.30–17.30.
Hveragerðiskirkja | Hjónanámskeið
séra Þórhalls Heimissonar verður í
Hveragerðiskirkju kl. 20. Námskeiðið
er í boði Hveragerðissóknar og þátt-
takendum að kostnaðarlausu. Þátt-
taka tilkynnist til sóknarprests í síma
483 4255 eða 862 4253. Netfang:
jon.ragnarsson@kirkjan.is.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam-
vera eldri borgara kl. 15, hugvekja,
syngjum saman og fáum okkur kaffi og
með því. Allir velkomnir. „Eldurinn“ kl.
21, fyrir fólk á öllum aldri, vitnisburðir,
lofgjörð og kröftug bæn. Allir vel-
komnir.
KFUM og KFUK | Ad KFUM á fimmtu-
daginn 17. febrúar kl. 20 í Húsi KFUM
og KFUK á Holtavegi 28. „Trú og
stjórnmál“ Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra sér um efnið. Upp-
hafsbæn: Hörður Geirlaugsson, hug-
leiðing: sr. Bragi Friðriksson,
einsöngur: Hörður Geirlaugsson.
Langholtskirkja | Kl. 10–12 er samvera
foreldra ungra barna í safnaðarheimili
Langholtskirkju. Fræðsla, spjall, kaffi-
sopi, söngstund. Verið velkomin. Um-
sjón hefur Rut G. Magnúsdóttir.
Laugarneskirkja | Kl. 12, Kyrrðarstund
í hádegi. Kl. 14, samvera eldri borgara.
Guðrún K. Þórsdóttir djákni fjallar um
Alzheimersjúkdóminn. Eldri borgarar
hvattir til að fjölmenna. Kl. 17.30 KMS
(14–20 ára). Æfingar fara fram í Ás-
kirkju og Félagshúsi KFUM & K við
Holtaveg.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Morgunblaðið/Ómar
Kl. 19.30
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri setur fjórðu Vetrarhá-
tíð í Reykjavík á Skólavörðuholti.
Ljósablóm á Skólavörðuholti –
Götuljós breytast í gullfalleg og
björt blóm.
Félagar í Myndhöggvarafélag-
inu í Reykjavík sýna vídeóverk í
glugga yfir Ráðhússtjörninni. Sýn-
endur eru: Anna Hallin, Anna Eyj-
ólfsdóttir, Birgir Andrésson, Borg-
hildur Óskarsdóttir, Erling
Klingenberg, Finnbogi Pétursson,
Guðjón Ketilsson, Hafdís Helga-
dóttir, Halldór Ásgeirsson, Harald-
ur Jónsson, Helgi Hjaltalín Eyjólfs-
son, Helgi Þórsson, Hlynur
Helgason, Ósk Vilhjálmsdóttir,
Pétur Örn Friðriksson og Rósa Sig-
rún Jónsdóttir.
Kl. 19.35
Ljósatónleikar. Upphafsatriði
Vetrarhátíðar er að þessu sinni
hannað af fjöllistahópnum Norðan
Báli ásamt Herði Áskelssyni org-
elleikara. Saman flytja þeir gjörn-
ing ljósa og tóna sem leika yfir
Hallgrímskirkju og Skólavörðu-
holt.
Kl. 19.50
Kyndlaganga frá Skólavörðu-
holti að Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kl. 20
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri býður Vesturfarasetr-
ið á Hofsósi velkomið á Vetrarhátíð
í Ráðhúsinu. Vesturfarasetrið var
stofnað árið 1996 til að heiðra
minningu íslensku vesturfaranna
og efla fræðslu um sögu þeirra.
Setrið stuðlar einnig að auknum
samskiptum Íslendinga og fólks af
íslenskum ættum í Vesturheimi.
Fjölbreytt starfsemin fer fram í
þremur reisulegum húsum í elsta
hluta Hofsóss. Þar eru sýningar
tengdar vesturferðum og landnámi
Íslendinga í Norður-Ameríku. Á
Vetrarhátíð er gestum boðið að
skoða sýnishorn úr öllum sýning-
um í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að
loknu ávarpi Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur borgarstjóra hefst
vegleg dagskrá þar sem m.a. koma
fram Peter John Buchnan, vestur-
íslenskur tenór, Viðar Hreinsson
sagnfræðingur, Anna Sigríður
Helgadóttir og Aðalheiður Þor-
steinsdóttir söngkonur.
Heitt og kalt. Úti er ísilagt Vetr-
arhásæti Ottós en inni er para-
dísargarður blómaskreytihópsins
Nanusar. Ingólfsnaust, Aðalstræti
2.
Norðurljós og eldgos í Yzt,
Laugavegi 40. Opnun ljósmynda-
sýningar eftir Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sigurð Þórarinsson, Garðar
Pálsson o.fl. Vignir Jóhannsson
myndlistarmaður sýnir ljósa-
skúlptúr. Ari Trausti Guðmunds-
son segir frá Norðurljósum kl.
20.30 og 21.30.
Art Nurses kynna Dansinn á
Vetrarhátíð. Sýnt í glugga Gallerís
Fugls, Skólavörðustíg 10. Sýnt alla
hátíðina.
Norræna félagið og Kalak, vina-
félag Grænlands og Íslands, kynna
grænlenska stemningu með
trommudansara frá Kúlusúk á Óð-
insgötu 7.
Kl. 20.30
Komdu nú að kveðast á … Krist-
ján Hreinsson stjórnar hagyrðinga-
kvöldi á Nasa við Austurvöll. Fram
koma Hákon Aðalsteinsson, Ómar
Ragnarsson, Ólína Þorvarðardóttir
o.fl. Þá mun Marteinn Örn Ósk-
arsson kynna tengsl hiphop-tónlist-
arstefnunnar og íslenskrar rímna-
gerðar. Með honum verða tveir
rímnagerðarmenn sem leyfa gest-
um að heyra nútíma rímnagerð í
anda Hiphop-menningarinnar.
Dansveisla í Iðnó. Tangó, maga-
dans og margt fleira heitt og
heillandi. Kennarar og nemendur
Kramhússins taka nokkur spor.
Sérstakur gestur kvöldsins er
trommuleikari úr Sinai-eyðimörk-
inni.
Fimmtudagsforleikur í Hinu
húsinu. Rokkið dunar. Fíkn, We
made God o.fl. troða upp.
Borgarbókasafn býður til bók-
menntagöngu. Gengið verður um
miðbæinn með viðkomu á nokkrum
stöðum sem tengjast nýútkomnum
bókum. Þema göngunnar að þessu
sinni er ljós og myrkur, hiti og
kuldi. Leiðsögumaður er Úlfhildur
Dagsdóttir og lesari með henni
Ingibjörg Hafliðadóttir. Auk þess
munu þær Auður Ólafsdóttir og
Gerður Kristný mæta og lesa úr
sínum bókum á viðeigandi stöðum.
Gangan tekur rúma klukkustund
og er síðasti viðkomustaður veit-
ingastaður. Gangan hefst við Borg-
arbókasafn, Tryggvagötu 15.
Kl. 21
Norðurljós við Tjörnina. Gömlu
góðu lögin í Fríkirkjunni í flutningi
Helenu Eyjólfsdóttur, Þorvalds
Halldórssonar, Ragnars Bjarnason-
ar og Önnu Sigríðar Helgadóttur
ásamt hljómsveit Carls Möller.
Fimmtudagurinn 17. febrúar
Dagskrá Vetrarhátíðar
NEC-bikarinn.
Norður
♠--
♥ÁKD4
♦ÁD10
♣Á96543
Í úrslitaleiknum um NEC-bikarinn
kom upp sama sagnvandamálið á báð-
um borðum eftir opnun vesturs á
„multi“ tveimur tíglum. Suður er gjaf-
ari og NS á hættu:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- Pass
2 tíglar * Dobl 2 hjörtu * Pass
2 spaðar 3 lauf 3 spaðar 3 grönd
Pass ?
Opnun vesturs sýnir veik spil með
sexlit í hjarta eða spaða og svar austurs
á tveimur hjörtum er leitandi. Vestur
sýnir spaðalit í næsta hring og norður
meldar þrjú lauf til að láta í ljósi sterk
spil. Austur er ánægður með spaðann
og styður, en suður stingur upp á
þremur gröndum eftir að hafa passað
fyrst við opnunardoblinu. Og nú er það
spurningin: Hvað á norður að gera?
Það er aldrei auðveld ákvörðun að
ana úr þremur gröndum út í óvissuna,
en í þetta sinn er hníga öll rök í þá átt –
spil norðurs beinlínis hrópa á tromp-
samning:
Norður
♠--
♥ÁKD4
♦ÁD10
♣Á96543
Vestur Austur
♠KDG962 ♠10874
♥872 ♥63
♦63 ♦K98
♣G8 ♣K1072
Suður
♠Á53
♥G1095
♦G7542
♣D
Rússinn Dubinin tók út í fjögur
hjörtu og fékk þar tólf slagi – gaf að-
eins einn á tígulkóng. Á hinu borðinu
passaði suður þrjú grönd og suður fór
óhjákvæmilega tvo niður eftir spaða-
kónginn út og misheppnaða tígulsvín-
ingu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
DJASSHLJÓMSVEITIN Salienka leikur listir sínar á skemmtistaðnum Pravda í kvöld kl.
22, en sveitin leikur djassstandarda úr ýmsum áttum, allt frá New Orleans-djassi til
Bebop-tónlistar.
„Þetta er svona samsuða, þessi hópur kemur úr ólíkum áttum,“ segir Einar Melax,
píanóleikari sveitarinnar. „Þar á meðal er Frakkinn Stephane Le Dro, sem er hér aðeins í
tvær vikur, en hann spilar á klarinett. Þá er hér rússnesk kona, Elena Jegalina, sem leik-
ur líka á klarinett og hefur starfað hér á Íslandi. Svo erum við tveir Íslendingar, ég sjálfur
á píanó og Jóhann Baldursson sem leikur á bassa, og með okkur er sænski trommuleik-
arinn Erik Qvick.“
Nafnið Salienka er komið frá Rússlandi og er heiti á þarlendri súpu. „Okkur fannst við
hæfi að leika á staðnum Pravda, sem þýðir sannleikur,“ segir Einar. „Okkur langaði að
koma saman við þetta tækifæri af því að Stephane er á landinu, en kjarni sveitarinnar
hefur unnið dálítið saman áður, m.a. spiluðum við Elena með Stephane úti í Frakklandi
síðasta sumar.“
Djassað á Pravda
Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson
Tónleikarnir með Salienka hefjast á Pravda kl. 22 og er frítt inn.
LISTAKONAN Steinlaug Sigurjónsdóttir
opnar í dag kl. 14 sýningu á olíu- og vatns-
litamyndum í Menningarsal Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Steinlaug er fædd í Reykjavík árið1935.
Hún hefur sótt nokkur námskeið í vatns-
lita- og akrílmálun og tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Þetta er þriðja einkasýn-
ing Steinlaugar, sem sýnir sem gestur frá
félagsstarfi eldri borgara í Gerðubergi.
Allar myndirnar á sýningunni, sem stend-
ur til 15. mars, eru til sölu.
Á opnuninni syngur Gerðubergskórinn
og boðið verður upp á léttar veitingar.
Olíu- og vatnslitamyndir í Menningarsal Hrafnistu