Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 57

Morgunblaðið - 17.02.2005, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 57 MENNING LÆRÐI skólinn í Reykjavík var merkilegt samfélag á þeim tíma, sem þessi bók tekur til, og titill hennar er einkar vel valinn. Þeir sem nám stunduðu í Lærða skól- anum voru svo sannarlega út- valdir synir landsins, eða kannski öllu heldur þjóðarinnar, fámenn- ur forréttindahópur, sem fékk að gera það sem svo marga dreymdi um: að stunda nám. Langflestir piltanna – því á þessum tíma voru nemendur nær eingöngu piltar – bjuggu í skólanum. Þar ríkti sérstakur andi, náin vin- áttubönd voru hnýtt og héldust oft ævina á enda og komu fram í margskyns tengslum og sam- starfi síðar á ævinni. Sama máli gegndi um samkeppni og fjand- skap, sem myndaðist í skóla, og hafði oft áhrif á samskipti manna síðar á ævinni. Þetta rit hefur að geyma úrval úr prófritgerðum nemenda Lærða skólans í íslenskum stíl á árunum 1846–1904. Ekki hef ég talið fjölda ritgerðanna, höfunda eða viðfangs- efnanna, en þau eru fjöldamörg og margir höfunda urðu síðar þjóð- kunnir menn og forystusauðir í stjórnmálum, atvinnu- og menning- arlífi þjóðarinnar. Meðal þeirra sem hér eiga ritgerðir má nefna Svein Björnsson, síðar forseta Ís- lands, Magnús Stephensen lands- höfðingja, Hannes Hafstein ráð- herra, fræðimennina Þorvald Thoroddsen, Valtý Guðmundsson, Jón Jónsson Aðils, Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Hannes Þor- steinsson og Finn Jónsson. Enn- fremur Einar Benediktsson skáld, Pál Briem amtmann, Jón Helgason biskup, Stefán Stefánsson skóla- meistara, svo aðeins örfáir séu nefndir. Ritgerðarefnin eru mjög fjöl- breytileg og ritgerðirnar varpa skemmtilegu ljósi á hugarheim og þankaganga skólapilta á þessum tíma. Er þá einnig fróðlegt að bera saman skoðanir þeirra, þar sem fleiri en einn fjalla um sama eða náskylt viðfangsefni. Ritgerðirnar sem hér eru birtar eru varðveittar í handritadeild Landsbókasafns Íslands. Bragi Þorgrímur Ólafsson sagnfræðingur hefur valið þær og búið til prent- unar af mikilli kostgæfni. Hann skrifar einnig rækilegan inngang þar sem hann gerir m.a. góða grein fyrir skólalífinu á þessum ár- um. Í lok hverrar ritgerðar er að finna upplýsingar um höfunda í stuttu máli og sagt frá palladóm- um skólafélaga um þá, þar sem þeir eru til. Eru palladómarnir skemmtilegar heimildir um viðhorf pilta hvers til annars á skóla- árunum. Þetta er lagleg útgáfa, sem góð- ur fengur er að. BÆKUR Sagnfræði Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í ís- lenskum stíl 1846–1904. Sýnisbók ís- lenskrar alþýðumenningar 7. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004. 365 bls., myndir. Bragi Þorgrímur Ólafs- son tók saman. Landsins útvöldu synir Jón Þ. Þór VÍS og Íslenska óperan hafa gert með sér samstarfssamning fyrir árið 2005. VÍS hefur um árabil verið styrktaraðili Íslensku óper- unnar og lagt fram tiltekna fjár- upphæð til stuðnings starfsem- inni. „Þetta er eitt margra mikil- vægra samstarfsverkefna á sviði menningar og lista sem VÍS tek- ur þátt í í samræmi við það sam- félagslega hlutverk og skyldur sem félagið hefur og vill hafa. Félagið leggur sitt af mörkum til að styrkja blómlega starfsemi Ís- lensku óperunnar enda væri ís- lenskt samfélag fátækara ef hennar nyti ekki við,“ segir Anna Rós Ívarsdóttir hjá VÍS. Bjarni Daníelsson óperustjóri og Benedikt Sigurðsson, rekstr- arstjóri VÍS, undirrituðu nýja samstarfssamninginn. „Það er Ís- lensku óperunni mikilvægt að eiga trausta samstarfsaðila á borð við VÍS til að leggja henni lið og stuðla að óperustarfsemi á heimsmælikvarða á Íslandi,“ seg- ir Bjarni. Í samningnum er meðal annars kveðið á um að VÍS eigi mann í fulltrúaráði Íslensku óperunnar. Í ráðinu sitja fulltrúar fyrirtækja og stofnana og einstaklingar sem styrkja Íslensku óperuna fjár- hagslega eða á annan hátt. Full- trúaráðið er stjórn óperunnar til fulltingis um málefni hennar, þar á meðal um fjármál. Samstarfssamningur VÍS og Íslensku óperunnar Bjarni Daníelsson óperustjóri og Benedikt Sigurðsson, rekstrarstjóri VÍS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.