Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 60
ALÞJÓÐLEG samtök hárgreiðslumeistara, Intercoiffure, hafa kynnt línu
sína fyrir næsta sumar. Arnar Tómasson, listráðunautur Intercoiffure á Ís-
landi, kann nánari skil á nýjustu hártískunni en hann er ennfremur hár-
greiðslumeistari hjá Salon Reykjavík.
„Mér finnst allar klippingarnar skemmtilegar og klæðilegar. Mjúkir litir
og frískir eru ráðandi. Strípurnar eru mjólkurhvítar hjá stelpunum og hjá
strákunum eru þetta capuccino-strípur. Litirnir eru jafnari og nátt-
úrulegri,“ segir Arnar. Rauðhærðir þurfa ekki að örvænta heldur er flott
að vera rauðhærður og er koparlitur sem Arnar kallar „sólrauðan“ áber-
andi.
Dömulínurnar heita ís, jörð, loft og eldur og er karlmaðurinn kenndur
við fjölmenningu. Klippingarnar eru þannig að mögulegt er að nota þær
á mismunandi vegu. „Það er hægt að nota sléttu- eða krullujárn til að
gefa áferð. Svo eru mótunarvörur nauðsynlegar til að kalla fram klipp-
inguna sjálfa.“
Ljóshærða stelpan á myndunum er klippt út frá hnakkanum, útskýrir
Arnar, og er hún að vissu leyti með bæði stutt og sítt hár. „Það er meiri
þyngd í hnakkanum en samt er mikið af styttum,“ segir hann og myndu
einhverjir kalla þetta sítt að aftan. Galdurinn í dömuklippingunum er að
hafa styttra og léttara í kringum augum en „þyngdin er látin detta
þarna yfir“.
Ekkert prjál
Stelpuklippingarnar eru að styttast eins og þær gera oft á sumrin
enda þægilegt að vera með styttra hár þegar heitara er í veðri.
„Mér finnst þessar klippingar ferskar. Þær eru eðlilegar og það er ekkert of
mikið prjál í þeim,“ segir Arnar.
Strákarnir eru ekki með styttra hár heldur en stelpurnar en ekki dugir þó
til að vera með „jafnsíða passíuklippingu“, eins og sést á fyrirsætu Intercoiff-
ure. „Hann er með léttan hnakka og neðstu hárin eru lausari þó svo hann sé
með þyngdina í toppnum og hliðunum. Það klæðir mjög fáa að vera með flata
klippingu. Það þarf að klippa áferð í það svo það verði flott,“ segir hann og
hvetur stráka með sítt hár til að koma líka í klippingu.
Arnar segir að íslenskt hárgreiðslufólk fylgist vel með nýjustu
straumum en á hans stofu er farið utan á fimm sýningar á ári.
„Við fylgjumst vel með og erum mjög kröfuhörð,“ segir hann og
staðfestir aðspurður að markið sé sett hátt á íslenskum hár-
greiðslustofum. Mikil áhersla sé lögð á nám og faglega þjálfun.
„Þetta er fjögurra ára nám hér en í Bandaríkjunum er til dæm-
is hægt að fara á nokkurra vikna námskeið til að útskrifast.“
Sem listráðunautur er það hlutverk Arnars að kynna með-
limum Intercoiffure nýju línuna. Hann verður af þessu tilefni
ásamt Selmu og Jóhönnu úr Möggunum í Mjódd með verklega
kennslu í Salon VEH í Húsi verslunarinnar á milli 9 og 12
mánudaginn 7. mars.
Hártíska | Sumarlínan frá alþjóðasamtökunum Intercoiffure
Klippingin
breytist eftir
því hvernig hún
er mótuð.
Settlegri
greiðsla og
hér er áhersl-
an ekki á sítt
að aftan.
Krull-
urnar fá
að njóta
sín.
60 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndir.is
Ian Nathan/EMPIRE
Sýnd kl. 8.30.
V.G. DV.
Langa trúlofunin -
Un Long dimanche.
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14.
Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint
Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta
mynd hans til þessa.
Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun
tilnefningar til óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti
leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-
Cate Blanchett og Alan Alda.
11
LEONARDO DiCAPRIO
H.L. Mbl.
Ó.H.T. Rás 2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6 og 9.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem
vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið
rækilega í gegn í USA og víðar.
Varúð: Ykkur á eftir að bregða.
B.i 16 ára
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30.
ÁLFABAKKI
kl. 4, 5.30, 8 og 10.30.
Kvikmyndir.is
DV
H.J. Mbl.
Ein vinsælasta
grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
ÓÖH DV. Baldur Popptíví
Ó.H.T Rás 2
Kvikmyndir.is.
S.V. Mbl.
Kvikmyndir.is.
S.V. Mbl.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
KYLIE Minogue var í heið-
urssessi á Tískuverðlaunaafhend-
ingu Elle í London á þriðjudags-
kvöldið en hún fékk afhent
sérstök heiðursverðlaun. Kylie
var klædd frá toppi til táar í
Chanel við þetta tækifæri og var
þakklát fyrir verðlaunin. Hún
hefur verið að æfa fyrir næsta
tónleikaferðalag að undanförnu
og hefur því verið nóg að gera
hjá henni.
Annar Ástrali, leikkonan Cate
Blanchett fékk líka mikla athygli
þetta kvöld. Hún var bæði valin
leikkona ársins og kona ársins af
lesendum breska tímaritsins Elle.
Af öðrum stællegum verðlauna-
höfum má nefna að Daniel Craig
var valinn leikari ársins, Jamelia
tónlistarkona ársins, Helena
Christensen tískutákn ársins,
Matthew Williamson breskur
hönnuður ársins og Phoebe Philo,
hönnuður hjá Chloé var valin al-
þjóðlegur hönnuður ársins.
Tíska | Tískuverðlaun Elle afhent í London
Ástralskur sigur
AP
Kylie Minogue fékk afhent sérstök heið-
ursverðlaun á verðlaunahátíð Elle.
AP
Stællegustu leikarar ársins samkvæmt lesendum breska tímarits-
ins Elle, Cate Blanchett og Daniel Craig.
Það er flott
að vera rauð-
hærður.
Herramað-
urinn er með
sítt hár en
samt með
klæðilega
klippingu.
www.intercoiffure-mondial.com
ingarun@mbl.is
Mjúkt og ferskt