Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 61

Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 61 AKUREYRI kl. 6. Ísl tal. ÁLFABAKKI kl. 3.45 og 6.20. Ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45 og 6. m. ísl. tali./ kl. 3.45. m. ensku tali. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 6, 8.15 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15. KRINGLAN Sýnd kl. 5.45. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Kvikmyndir.is DV KRINGLAN Kl. 6. Ísl tal / kl. 6 og 8. E. tal. Yfirnáttúrulegur spennutryllir af bestu gerð sem vakið hefur gríðarleg viðbrögð og slegið rækilega í gegn í USA og víðar. Varúð: Ykkur á eftir að bregða. B.i 16 ára AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.. ÁLFABAKKI kl. 6, 8.15 og 10.30. Disneyhetjurnar Bangsímon, Grísli, Tígri og félagar lenda í stórkostlegu nýju ævintýri! KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.15. H.J. Mbl. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun       Kvikmyndir.is.  S.V. Mbl. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Líðan Michaels Jacksons er í jafnvægi eftirað hann var fluttur í hasti á spítala í fyrradag. Söngvarinn er sagður hafa fallið í yf- irlið þegar verið var að ferja hann í réttarsalinn þar sem til stóð að halda áfram vali á kviðdómendum. Jackson kvartaði sáran undan því að vera andstuttur og finnast hann vera að falla í yfirlið áður en ákveðið var að fara með hann á spítala. Lögfræðingur hans boð- aði forföll Jacksons með því að segja hann „mjög, mjög veikan“, og dómari ákvað þá að fresta réttarhöldum fram til næsta þriðjudags. Talsmaður spítalans Marian Medical Center staðfesti síðan að söngvarinn 46 ára gamli þjáðist af „flensulegum sjúkdómi sem fylgdu uppköst“. Honum var enn haldið á spítala í gær og sagt að hann yrði ekki útskrifaður fyrr en hann væri búinn að ná fullri heilsu.    Nicolas Cage á von á sínu öðru barni. Eig-inkona hans Alice á von á sér og er ráð fyrir gert að fyrsta barn þeirra hjóna saman muni fæðast innan sex mánaða. Cage á son frá fyrra hjóna- bandi en hann lýsti nýverið yfir að hann væri loksins bú- inn að finna þá einu réttu eftir að hafa verið giftur tvisvar sinnum áður; fyrst leikkonunni Patriciu Arquette og síðan Lisu Marie Presley, dóttur Elvis.    Uma Thurman ætlar sér að halda áfram aðleika á fullu þótt hún sé einstæð móðir tveggja ungra barna. Leikkonan skildi við leik- arann Ethan Hawke í fyrra og segist síðan þá hafa reynt að gera sitt besta til að finna jafnvægi milli leik- framans og uppeldisins á börnum sínum Mayu, sem er sex ára, og Roan, sem er tveggja ára. „Það tekur mjög á, en ég get ekki hætt. Ég þarf bara að vinna hörð- um höndum að því að gera allt í senn; vera eins áberandi og ég get í bíóbransanum, finna eins krefjandi verkefni og ég get og sinna börnum mínum eins vel og ég get.“ Næsta mynd sem Thurman leikur í er end- urgerð á sígildri gamanmynd og leikriti Mel Brooks The Producer, þar sem hún mun fara með hlutverk sem Nicole Kidman hafði áður verið ráðin til að leika. Thurman segist hlakka mjög til að leika í myndinni, aðallega vegna þess að hún þarf ekki að vera útötuð í blóði, líkt og í Kill Bill-myndunum. „Nú þarf ég bara að dansa, sem er miklu ánægjulegra en að slást.“ Fólk folk@mbl.is TVÖ bresk dagblöð, The Sunday Tim- es og The Sun, hafa greitt tónlistar- manninum Yusuf Islam, sem áður var þekktur sem Cat Stevens, miskabæt- ur vegna greina þar sem Islam var bendlaður við hryðjuverkastarfsemi. Islam, sem tók íslamstrú og dró sig að mestu úr sviðsljósinu, segir að blöðin hafi heitið því að birta ekki um- ræddar ásakanir á ný og fallist á að greiða málskostað og „umtalsverðar bætur“. „Það virðist auðvelt þessa dagana að koma fram með fáránlegar ásak- anir á hendur múslímum og í mínu til- felli sköðuðu þær mannúðarstarf mitt og orðstír minn sem listamanns,“ seg- ir Islam í yfirlýsingu. Blöðin tvö staðfestu að þau myndu greiða Islam bætur en neituðu að upplýsa hvað þær væru háar. Tals- maður Sunday Times segir, að blaðið hafi ávallt neitað sök og verið ósam- mála túlkun lögmanna Islam á um- ræddri grein, en ákveðið að ljúka málinu með þessu móti. Talsmaður Sun sagði að yfirlýsing Islams væri rétt en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Það vakti mikla athygli í september þegar flugvél, sem Islam ætlaði með frá Lundúnum til Washington, var látin lenda í Maine og síðan var Islam meinað að stíga á land í Bandaríkj- unum vegna gruns um að hann tengd- ist hryðjuverkastarfsemi. Islam vísaði þessu á bug og segir að bandarísk stjórnvöld hafi enn ekki gefið sér skýringar á málinu. Bresku blöðin birtu umdeildu frétt- irnar í október. Sunday Times birti í kjölfarið leiðréttingu og sagðist ekki hafa ætlað að gefa til kynna að Islam styddi hryðjuverkastarfsemi. Sun birti einnig leiðréttingu. Islam segist ætla að nota bótaféð til að hjálpa börnum sem misstu foreldra sína í náttúruhamförunum í Asíu um jólin. Fólk | Bresk blöð greiða Yusuf Islam bætur Rangt að bendla hann við hryðjuverk Reuters Islam á flóðasvæðunum í Asíu þar sem hann gaf fé úr styrktarsjóði sín- um og aðstoðaði bágstödd börn. ZÖE Salmon, kynnir þáttanna Blue Peter, sem BBC er að taka upp hér á landi, veiddi lax í gegnum vök í Elliðavatni í fyrradag. Hún segist vera himinlifandi yfir fengnum. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla, því ég hef aldrei farið að veiða áður; hvað þá á lax- veiðar. Það var stórkostlegt að fyrsti fisk- urinn minn skyldi vera lax, og í raun frekar fyndið, þar sem ég heiti Salmon [enska orð- ið yfir lax er „salmon“, innsk. blm.]. Ég bjóst ekki við því að veiða nokkuð og við vorum við það að gefast upp þegar ég fann að skyndilega var togað í línuna,“ segir Zöe. Nýtt áhugamál Zöe segist strax hafa fundið að fiskurinn væri stór, af slíkum krafti togaði hann. „Ég hélt að stöngin myndi brotna, þannig að ég greip um línuna og togaði af öllum kröftum, þar til laxinn kom upp um vökina í ísnum,“ segir hún og bætir við að hún hafi nú eign- ast nýtt áhugamál. „Ætli ég snúi mér ekki að laxveiðum þegar ég kem aftur til Bret- lands,“ segir hún og hlær. Ákveðið var að laxinn fengi að snúa aftur í vatnið, eftir harða baráttu. Hún vill ekki særa blaðamann og útiloka vel ígrundaða kenningu hans, um að for- feður hennar hafi stundað laxveiðar og hlotið eftirnafn sitt af því. „Já, það má vel vera. Reyndar hafa bróðir minn og faðir stundað veiðar af nokkrum krafti og stund- um kom ég með og horfði á, en þeir hafa held ég aldrei náð að veiða lax. Ég get ekki beðið eftir því að segja þeim frá því,“ segir hún, „en ég ætla samt að halda þessu leyndu og leyfa þeim að komast að því þeg- ar þeir horfa á þáttinn í apríl.“ Zöe kom til landsins á föstudaginn og segist hafa notið dvalar sinnar til hins ýtr- asta. „Ég hef aldrei komið til Íslands og þessi ferð hefur verið stórkostleg. Ég hef fengið að gera svo margt hérna; spilað ís- hokkí, veitt niðrum ís, farið upp á jökul, séð norðurljósin, farið í Bláa lónið og séð Gull- foss og Geysi,“ segir hún. „Ég hef séð Eiff- elturninn og Louvre-safnið í París, Coloss- eum í Róm og Frelsisstyttuna í New York, en Gullfoss er uppáhaldsstaðurinn minn í allri veröldinni. Þar var engin sála þegar okkur bar að garði; bara ró og kyrrð og stórkostleg náttúrufegurð,“ segir hún. Zöe Salmon veiddi nafna sinn í Elliðavatni Zöe stolt með maríufiskinn. ivarpall@mbl.is SÖNGKONAN Emilíana Torrini hélt stutta tónleika í einni af stærstu hljómplötuversl- unum Parísar, Virgin Megastore við Champs Elysées-breiðgötuna, í síðustu viku. Á tónleikunum söng Emilíana lög af ný- útkominni plötu sinni Fisherman’s Woman við gítarundirleik en platan hefur einmitt fengið sérstaka kynningu í versluninni und- anfarna daga. Fjölmenni var á tónleikunum og tóku margir verslunargestir sér hlé frá geisladiskagramsi um stund til að hlýða á hljómþýða og angurværa tónlistina. Þrátt fyrir að hóstakast hafi hrjáð söngkonuna var ekki annað að heyra en að áheyrendur kynnu vel að meta sönginn. Þegar hún gleymdi textanum við lagið „Heartstopper“ – sem verður næsta smáskífulag hennar – gerði einn þeirra sér lítið fyrir og rétti henni textablað geisladisksins til þess að hún gæti sungið lagið á enda. Var Emilíönu að vonum fagnað með kröftugu lófataki að tónleikunum loknum. Tónlist | Fisherman’s Woman kynnt í Frakklandi Ljósmynd/Einar Örn Jónsson Emilíana söng af innlifun í Virgin Megastore á Champs Elysées-breiðgötunni. Emilíana heillar Parísarbúa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.