Morgunblaðið - 24.03.2005, Síða 2
ÍTARLEG SKILYRÐI
Samkeppnisráð hefur sett ítarleg
skilyrði fyrir samruna annars vegar
Landsímans og Skjás eins og hins
vegar Og Vodafone og 365 ljós-
vakamiðla, áður Norðurljósa. Sam-
keppnisstofnun segir fyrirtækin
hafa sæst á að una skilyrðunum.
Helmingsfjölgun farþega
Íslendingum hefur fjölgað um
50% í ferðum Icelandair til Banda-
ríkjanna í vetur, samanborið við
sama tíma í fyrra. Upplýsinga-
fulltrúi Icelandair telur þessa fjölg-
un eiga sér m.a. skýringu í hagstæðu
flugfargjaldi og gengi dollarans.
Fischer á leið til Íslands
Skákmeistarinn Fischer er vænt-
anlegur til Íslands seint í kvöld en
japönsk stjórnvöld ráðgerðu að
hleypa honum úr landi í nótt.
80 féllu í Írak
Allt að 80 vígamenn kunna að hafa
fallið í árás íraskra og bandarískra
hersveita á þjálfunarbúðir norður af
Bagdad. Búðirnar eru sagðar hafa
verið þjálfunarstöð fyrir liðsafla
þann sem heldur uppi baráttu gegn
bandaríska herliðinu í Írak.
Y f i r l i t
2 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 34
Fréttaskýring 8 Viðhorf 36
Erlent 14/15 Bréf 37
Minn staður 16 Minningar 40/43
Höfuðborgin 18 Kirkjustarf 44/47
Akureyri 18 Krossgáta 51
Austurland 19 Myndasögur 54
Suðurnes 20 Dagbók 54/57
Landið 21 Staður og stund 56
Daglegt líf 22 Leikhús 58
Neytendur 24/25 Bíó 62/65
Menning 26/27, 58/65 Sjónvarp 52/53, 66
Af listum 26 Veður 67
Umræðan 28/39 Staksteinar 67
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
bæklingurinn Haustævintýri Heims-
ferða 2005.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
NÚ hefur formlega verið tilkynnt
hverjir standa á bak við tilboð það
sem gert hefur verið af hálfu Ís-
landsbanka í hlut Haraldar Sveins-
sonar og fjölskyldu í Árvakri, út-
gáfufyrirtæki Morgunblaðsins, en
alls er um 16% hlut að ræða.
Í bréfi til stjórnar Árvakurs kem-
ur fram að tilboðið sé gert í nafni
óstofnaðs hlutafélags sem að standi
Benedikt og Einar Sveinssynir, Er-
lendur Hjaltason og Hjalti Geir
Kristjánsson og Ágúst og Lýður
Guðmundssynir, eða félög í þeirra
eigu.
Forkaupsréttur hvílir á þessum
hlut Haraldar og fjölskyldu í Ár-
vakri þannig að aðrir hluthafar
geta gengið inn í tilboðið og keypt í
samræmi við eignarhlut sinn í fé-
laginu en forkaupsrétturinn rennur
út í kringum næstu mánaðamót.
Tilboðshafar að
Árvakurshlut
tilkynntir
EINN var fluttur á slysadeild með
sjúkrabifreið eftir harðan árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Hólshrauns og Fjarðarhrauns í
Hafnarfirði í gærmorgun um
klukkan 9. Annar meiddist einnig
en ekki þurfti sjúkraflutninga
vegna hans. Að sögn lögreglunnar í
Hafnarfirði varð áreksturinn með
þeim hætti að annarri bifreiðinni
var beygt í veg fyrir hina. Bifreið-
irnar skemmdust mikið og voru
dregnar í burt með kranabifreið.
Harður árekstur
í Hafnarfirði
LÖGREGLUSTJÓRINN á Selfossi
gaf í gær út ákæru á hendur þremur
Pólverjum, sem yfirheyrðir voru hjá
lögreglu á Selfossi í fyrradag, vegna
brota á lögum nr. 97 frá 2002 um at-
vinnuréttindi útlendinga. Þeim var
gefið að sök að hafa stundað vinnu á
Íslandi án tilskilinna atvinnuleyfa.
Ákæran var tekin fyrir í Héraðs-
dómi Suðurlands síðdegis í gær.
Ákærðu játuðu brot sín og hlutu
hver um sig fangelsisdóm, einn
mánuð skilorðsbundinn til tveggja
ára.
Dæmdu tóku sér allir lögmætan
frest til að ákveða hvort þeir myndu
áfrýja dóminum eða una honum.
Þáttur Íslendingsins sem hlut átti
að máli verður afgreiddur strax eftir
páska.
Þrír Pólverj-
ar ákærðir SJÖ svissneskir ferðamenn slösuðust
lítillega þegar hópferðabíll fór út af
þjóðvegi eitt á móts við bæinn Sól-
heima á Sólheimasandi. Bíllinn var á
vesturleið þegar hvellsprakk á öðru
framhjóli hans með þeim afleiðingum
að bíllinn fór út af og hafnaði í skurði.
Var óhappið tilkynnt til lögreglunnar
í Vík í Mýrdal klukkan hálftvö.
Í bílnum voru ellefu svissneskir
ferðamenn en ökumaðurinn var ís-
lenskur. Sjö þeirra hlutu minni háttar
meiðsli og voru sjúkrabílar frá Hvols-
velli og Vík í Mýrdal kallaðir út en
bílnum frá Hvolsvelli var síðan snúið
við þar sem ekki var talin þörf á hon-
um. Læknir kom á vettvang og voru
hinir slösuðu fluttir á nærliggjandi
bæ. Enginn var í bílbeltum nema öku-
maðurinn en belti eru fyrir farþega í
bílnum.
Morgunblaðið/RAX
Smárúta valt út af hringveginum skammt fyrir vestan Pétursey í gær.
Sjö ferðamenn slösuðust
LIÐ Borgarholtsskóla bar sigur úr býtum í úrslitavið-
ureign spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu
betur, sem fram fór í gærkvöldi er þeir unnu lið
Menntaskólans á Akureyri 26-23.
Gífurleg fagnaðarlæti brutust út er ljóst varð að
Borgarholtsskóli hafði farið með sigur af hólmi. Björg-
ólfur Guðni Guðbjörnsson, Steinþór Helgi Arn-
steinsson og Baldvin Már Baldvinsson, sem skipuðu lið
Borgarholtsskóla, kváðust vera í skýjunum yfir úrslit-
unum. En þetta er í fyrsta sinn sem skólinn sigrar í
keppninni og í tuttugasta sinn sem keppnin er haldin.
„Við förum kannski að byrja að mæta í skólann,“
sagði Steinþór hlæjandi spurður um hvað tæki við eftir
erfiða keppnistörn.
Borgarholtsskóli
vann Gettu betur
Morgunblaðið/ÞÖK
Baldvin Már Baldvinsson, Steinþór Helgi Arnsteinsson og Björgólfur Guðni Guðbjörnsson skipa lið Borgarholtsskóla.
STERK staða krónunnar hefur ekki
nema að mjög takmörkuðu leyti
skilað sér í lækkuðu verði til neyt-
enda, samkvæmt nýjum samanburði
Neytendasamtakanna á þróun
gjaldmiðla helstu viðskiptalanda og
vísitölu neysluverðs. „…verður að
álykta að innflytjendur og/eða
verslanir hafi nýtt sér þetta tæki-
færi til að hækka álagningu sína
með því að láta verðið haldast að
mestu leyti óbreytt þótt innkaups-
verð lækki,“ segir í greinargerð
samtakanna.
„Við gerum þá kröfu, hvort held-
ur er til innflytjenda eða smásölu-
aðila að þeir hafi samræmi í hlut-
unum,“ segir Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasamtakanna.
Hann segir ljóst að þegar krónan
veiktist verulega á árinu 2001 hafi
áhrif þess farið beint út í verðlagið.
„Við hljótum að gera sömu kröfu
núna, þegar krónan hefur styrkst
jafn mikið og raun ber vitni, um að
það skili sér aftur í lægra verði,“
segir hann.
Gengisvísitala lækkaði um 25%
en matur og drykkir um 10,5%
Fram kemur í útreikningum sam-
takanna að dollarinn hefur lækkað
um rúm 42% á tímabilinu desember
2001 til febrúar 2005, evran um
15,5% og gengisvísitalan um rúm
25%. Á sama tímabili hefur verð á
innfluttum mat- og drykkjarvörum
aðeins lækkað um 10,5%, nýir bílar
og varahlutir hafa hækkað í verði
um rúm 3% og pakkaferðir til út-
landa hafa einnig hækkað eða um
tæp 2%. „Vekja ber athygli á að
verðbólga er í viðskiptalöndum okk-
ar þó víðast sé hún á lægri nótum
og því má ætla að það gefi tilefni til
u.þ.b. 6% hækkunar á þessu tíma-
bili,“ segir í greinargerðinni.
Spurður hvort hann sé þeirrar
skoðunar að samkeppnisyfirvöld
geti látið þessi mál til sín taka segir
Jóhannes að samkeppnisyfirvöld
séu í raun og veru eini aðilinn sem
geti skoðað hvað sé að. Gera verði
þá kröfu á hendur stjórnvöldum að
þau geri það sem í þeirra valdi
stendur til að tryggja neytendum að
hlutirnir gangi ekki fram með þess-
um hætti sem raun ber vitni um.
Samkeppnisstofnun gegni lykilhlut-
verki í því sambandi.
Nýr samanburður Neytendasamtakanna sýnir að sterk
staða krónunnar skilar sér að litlu leyti til neytenda
Hafa nýtt tækifærið til
að hækka álagningu
LÖGREGLAN í Ólafsvík stöðvaði
ökumann á þjóðveginum sunnan við
Vegamót í gær þar sem hann ók á
134 km hraða. Kannaðist lögreglan
við manninn sem þar sat undir stýri
og fékk að leita í bílnum. Fann hún
átta grömm af kannabisefnum.
Maðurinn viðurkenndi að hann ætti
efnið og telst málið upplýst.
Tekinn með
kannabisefni
RÚMLEGA fimmtugur maður var
dæmdur í 25.000 króna sekt til rík-
issjóðs í Héraðsdómi Reykjaness í
gær fyrir að setja rangt skráning-
arnúmer á bifreið og aka. Maðurinn
játaði brotið en hann var ákærður á
sínum tíma fyrir misnotkun skjala,
með því að hafa vorið 2003 sett til-
greint skráningarnúmer á bifreið
sína og þannig ekið henni um veg
frá geymslusvæði gegnt álverinu í
Hafnarfirði uns hann var stöðvaður
á Reykjanesbraut. Greiði maðurinn
ekki sektina innan fjögurra vikna
þarf hann að sæta fangelsi í 6 daga.
Sekt fyrir rangar
númeraplötur