Morgunblaðið - 24.03.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 24.03.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 9 FRÉTTIR MESSAÐ verður í Þingvallakirkju í bítið á páskadagsmorgni eins og ver- ið hefur undanfarin ár og er gert ráð fyrir að guðsþjónustan hefjist um kl. hálfátta. Hópur áhugafólks um helgihald á Þingvöllum stendur að guðsþjónustunni í samráði við sókn- arprestinn, sr. Kristján Val Ingólfs- son. Séra Bernharður Guðmundsson skálholtsrektor þjónar fyrir altari og Helga Steinunn Hróbjartsdóttir les páskaprédikunina úr hinu forna ræðusafni Íslenskri hómilíubók sem talin er hafa verið skrifuð á 12. öld. Að lokinni messu verður dúkur breiddur undir hlaðborð á kirkju- garðsveggnum og geta kirkjugestir safnast þar saman og notið kirkju- kaffis. Kirkjugestum er bent á að klæða sig eftir veðri og segir í frétt frá áhugahópnum að þeir megi gjarnan leggja eitthvað smálegt með sér á hlaðborðið. Hópurinn sem stendur að guðs- þjónustunni hefur staðið að bæna- göngum og kirkjugöngu á Þingvöll- um frá því að kristnitökuhátíðin var haldin þar árið 2000 og hefur áður staðið að messum sem þessari. Messað í dagrenningu í Þingvalla- kirkju HÚSIÐ á Eyrarbakka er í hópi þekktari myndefna á Suðurlandi. Sérkennilegt sjónarhornið, sem Húsið og viðbyggingin Assistenta- húsið mynda, á fáa sína líka enda hafa margir ljósmyndarar notað það sem myndefni í gegnum árin. Í tilefni 240 ára afmælis Hússins og að tíu ár eru um þessar mundir síð- an hafinn var flutningur á sýn- ingahaldi Byggðasafns Árnesinga frá Selfossi í Húsið, stendur safnið að lista- og ljósmyndasýningunni Húsið í ýmsum myndum. Á sýningunni eru ljósmyndir af Húsinu frá miðri 19. öld til nú- tímans og er elsta ljósmyndin tekin fyrir 1868. Einnig eru á sýningunni póstkort, teikningar, málverk, lík- an úr gleri, spegill, útsaumur, hefð- bundnar vatnslitamyndir og vatns- litamyndir á tepokum, auk kynn- ingarefnis frá Byggðasafni Árnes- inga, þar sem Húsið er í öndvegi sem helsti og merkasti sýningar- gripur safnsins. Sýningin er opin frá skírdegi til 16. maí næstkomandi. Söfnin á Eyr- arbakka eru opin frá skírdegi til annars í páskum kl. 14–17 og um helgar á sama tíma dags í apríl og maí og eftir umtali við safnstjóra á öðrum tímum. Myndin var tekin af dönsku myndlistarkonunni, og gesti í Húsinu á Eyrar- bakka, Agnesi Lunn, 26. júní 1905. Myndefnið er annar gestur kaupmanns- hjónanna magister Hørring sem myndar kaffidrykkju við Húsið. Húsið í ýmsum myndum Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Laugavegi 53, s. 552 1555. TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. 11-16 Úrval af peysum, beltum og nánast öllu www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Full búð af nýjum vörum frá Str. 36-56 Gleðilega páska s i m p l y Opið laugardag frá kl.10 til 16 Dragtir og stakir jakkar Eddufelli 2 – Bæjarlind 6 s. 557 1730 – s. 554 7030 Laugardagur 26. mars opið í Bæjarlind, lokað í Eddufelli Ótrúlegt tilboð til Costa del Sol þann 24. apríl í 24 nætur. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér flug og gistingu, og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.990 Netverð á mann m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Flug, gisting, skattar, 24.apríl, 24 nætur. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 24. apríl frá kr. 49.990 Verð kr. 59.990 Netverð á mann m.v 2 í stúídó /íbúð. Flug, gisting, skattar, 24. apríl, 24 nætur. Hverafold 1-3 • Foldatorgi Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.