Morgunblaðið - 24.03.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 11
FRÉTTIR
G
reint var frá því í Morgunblaðinu í
gær, að fulltrúar meirihlutaeig-
enda Kers, hefðu lagt fram lög-
bannskröfu hjá sýslumanninum í
Reykjavík vegna hlutafjáraukn-
ingar í fasteignafélaginu Festingu, sem varð
til árið 2003, við skiptingu Kers, þegar fast-
eignir Olíufélagsins voru færðar yfir til Fest-
ingar og síðar sömuleiðis fasteignir Samskipa
og eignir frá Sundi. Sýslumaðurinn í Reykja-
vík tók lögbannskröfuna fyrir í gær, en ákvað
að fresta úrskurði sínum til 4. apríl nk.
Sigurður, þú sem stjórnarmaður í Keri fyr-
ir hönd Grettis og lögmaður Jóns Kristjáns-
sonar, hvernig horfir þessi lögbannskrafa við
þér og aðdragandi hennar?
„Þetta er ekki flókið mál í mínum huga.
Grettir, félag í eigu Sunds Trygginga-
miðstöðvarinnar og Landsbanka Íslands, á
34,8% hlut í Keri. Ker á síðan Olíufélagið
100%, 60% í Samskipum, eignarhlut í SÍF og
víðar, auk þess sem Ker á hlutabréf í Fest-
ingu. Þar eiga Ólafur Ólafsson, Kjalar, Vogun,
Sund og Nordic Partners hlutabréf.
Hlutabréfaviðskipti í Festingu eru háð for-
kaupsrétti hluthafanna. Stjórnin hefur fyrsta
forkaupsrétt og síðan hluthafarnir að stjórn-
inni frágenginni, í réttu hlutfalli við eign
hvers hluthafa.“
Hlutföll innan Kers geta riðlast
„Þess vegna hafa hlutabréfin í Festingu
ekki enn verið seld og ástæðan er sú, að ef
þau eru seld, geta hlutföllin innan Kers riðl-
ast, þannig að eigandi 34% hlutar í Keri, þ.e.
Grettir, hann fari undir 33,7% og þar með
gæti Ólafur Ólafsson ráðskast með Ker,
breytt samþykktum félagsins að vild og það
er það sem menn eru að reyna að koma í veg
fyrir að gerist, með þessari sölu á hlutafjár-
aukningunni til Jóhanns Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra Festingar og nýstofnaðs einka-
hlutafélags hans, Angusar.“
Sigurður segir að aðalfundur hafi verið boð-
aður í Festingu 13. apríl nk. Í samþykktum
Festingar sé fyrir hendi heimild til handa
stjórn Festingar um að auka hlutafé félagsins
um 500 milljónir króna.
„Það er tekið sérstaklega fram í sam-
þykktum Festingar og svo hefur verið frá
upphafi, að hluthafarnir falla frá forkaups-
rétti, eða svonefndum forgangsrétti að þess-
ari aukningu hlutafjárins. Það hefur alltaf leg-
ið fyrir,“ segir Sigurður og heldur svo áfram:
Ætlaði að setja konu sína í stjórn
„Upphaflega átti aðalfundur Festingar að
vera haldinn 14. mars og það var ekki einu
sinni haft fyrir því að boða hann með lögleg-
um hætti, heldur bara hringt og sagt að nú
skyldi haldinn aðalfundur. Þá spurðum við á
móti, hvort ársreikningur Festingar væri
tilbúinn en svörin voru á þá lund, að það væri
hann ekki, en hann yrði það, þegar fundurinn
yrði haldinn. Tilkynnt var, þegar boðað var
boðað til fundarins, að kona Ólafs, Ingibjörg
Kristjánsdóttir, ætti að taka sæti í stjórn
Festingar, í stað Jóns Þórs Hjaltasonar, eins
af aðaleigendum Nordic Partners. Þegar
þetta var, þá voru engin viðskipti með kaup
Grettis í Keri orðin opinber. Það er alveg
kristaltært, að áform Ólafs Ólafssonar á þess-
um tíma, voru þau að ná undirtökunum í
Festingu, með því að henda út Jóni Þór
Hjaltasyni, setja konu sína inn og halda Guð-
mundi Hjaltasyni, forstjóra Kers áfram inni í
stjórninni. Þar með hefði Ólafur haft frítt spil
að ráðskast með allar eignir Festingar að vild.
Eina ráðið sem skjólstæðingar mínir höfðu,
var að óska eftir stjórnarfundi í Festingu,“
segir Sigurður. „Láta stjórnina nota þá heim-
ild sem hún hafði til þess að auka hlutaféð,
þannig að það yrði ekki hægt að breyta valda-
strúktúrnum í félaginu, þannig að valda-
strúktúrinn í Keri breyttist líka og því var
ákveðið á þessum stjórnarfundi að selja 100
milljónir af þessu nýja hlutafé, af þeim 500
milljónum sem heimilt er að selja, til Jóhanns
Halldórssonar, framkvæmdastjóra Fest-
ingar.“
Leynifundur Ólafs með
framkvæmdastjóranum
„Þetta var gert, vegna þess að daginn fyrir
stjórnarfundinn í síðustu viku, hafði Ólafur
Ólafsson, sem nota bene situr ekki í stjórn
Festingar, boðað framkvæmdastjóra Fest-
ingar á sinn fund, ásamt stjórnarformanni
Festingar, og boðið honum til kaups hluti í
Festingu, í þeim tilgangi einum að tryggja að
Jóhann væri nú örugglega sín megin.
Þegar stjórn Festingar frétti af þessum
leynifundi Ólafs Ólafssonar með fram-
kvæmdastjóranum, óskaði hún bara eftir
fundi, lagði fram tillögu um aukningu á
hlutafé og að þetta hlutafé, 100 milljónir að
nafnverði, yrði selt framkvæmdastjóranum á
genginu 10, þ.e. fyrir einn milljarð króna. Jó-
hann kaupir aukninguna með láni frá Lands-
bankanum gegn veði í bréfunum.
Allt er þetta fullkomlega löglegt. Stjórn-
arformaðurinn, Guðmundur Hjaltason, mætti
á fundinn og að sjálfsögðu gerði hann at-
hugasemdir við þetta, en hann var einfaldlega
í minnihluta á fundinum og aukningin og sal-
an til framkvæmdastjórans var samþykkt af
þeim Jóni Þór Hjaltasyni og Páli Þór Magn-
ússyni.“
Sigurður segir að málið sé nú ekki flóknara
en svo, að meirihluti stjórnar Festingar, hafi
gert nákvæmlega það sama og Ólafur Ólafs-
son hafi ætlað sér að gera. „Þetta var gert af
þeirri einföldu ástæðu, að menn urðu að koma
sér upp einhverri taflstöðu gagnvart Ólafi
Ólafssyni, inni í Keri, nú þegar þarf að ræða
við hann.“
Það þarf að ræða við Ólaf
Og hvað er það að þínu mati, sem þarf að
ræða við Ólaf Ólafsson?
„Það þarf auðvitað að ræða við hann um
það hvað hann ætlar að gera við Ker og ætlar
hann að kaupa Gretti út úr félaginu. Er hann
tilbúinn til að selja einhverjar eignir úr Keri,
eins og t.d. Olíufélagið, en Grettir hefur boð-
ist til þess að kaupa allt hlutafé í því félagi á
um 8,5 milljarða króna. Engin önnur ástæða
lá að baki þessari ákvörðun umbjóðenda
minna í liðinni viku.
Svo rýkur Ólafur upp til handa og fóta og
krefst lögbanns á gjörninginn og heldur því
m.a. fram að Landsbankinn eigi ekki að geta
gengið að veðum sínum, sem í mínum huga er
óskiljanlegur málatilbúnaður. Því hann krafð-
ist ekki einvörðungu lögbanns gegn félagi Jó-
hanns Halldórssonar, Angusi, heldur einnig
gegn Landsbankanum.
Lögbannskrafan gengur m.a. út á það að
Angus fái ekki að nota þann rétt, sem félagið
á, eftir að hafa borgað hlutabréfin. Festing
hefur þegar fengið einn milljarð í greiðslu fyr-
ir bréfin og það sem meira er, er að Festing
þurfti að fá inn aukið hlutafé, vegna þess að
lánasamningar félagsins voru að nokkru leyti
í uppnámi, vegna þess að hlutfall eiginfjár var
einfaldlega of lágt, gagnvart bönkunum, lána-
stofnunum Festingar. Félagið varð að fá inn
nýtt hlutafé og það var búið að ræða það.
Ólafur Ólafsson hafði aðrar hugmyndir, eins
og þær að setja meira af eignum Olíufélagsins
inn í Festingu. En Ólafur hefur sérstakan
samning um það að hann getur keypt allar
eignir Olíufélagsins og Samskipa út úr Keri,
ef honum sýnist svo, þannig að það þarf eng-
an að undra, þótt skjólstæðingar mínir hafi
gripið til varnaraðgerða. Þetta er auðvitað
hreinn og klár skrípaleikur hjá Ólafi bless-
uðum, og ekkert annað.“
Þú segir að gjörningur skjólstæðinga þinna
í síðustu viku hafi verið fullkomlega löglegur.
Ertu þá þeirrar skoðunar að sýslumaðurinn í
Reykjavík muni ekki fallast á lögbannskröfu
meirihluta Kers?
„Já, ég er sannfærður um það. Í þeim efn-
um vísa ég til frægs máls, Sýnarmálsins svo-
kallaða. Sá dómur sem gekk í Hæstarétti í því
máli 1994, er grundvallardómur. Þar hagaði
svo til að Íslenska útvarpsfélagið (ÍÚ) átti
Sýn 100% í upphafi. Útvarpsréttarnefnd úr-
skurðaði að ÍÚ mætti ekki eiga Sýn 100% og
félagið yrði að losa sig við 80% af hlutabréf-
unum í Sýn. Það var gert. Þessi 80% í Sýn
fengu hluthafar í ÍÚ að kaupa í réttu hlutfalli
við eign sína í ÍÚ. Þegar deilur blossuðu upp
milli meiri- og minnihluta í ÍÚ 1994 ákvað
stjórn ÍÚ, með Ingimund Sigfússon, Ásgeir
Bolla Kristinsson og Þorgeir Baldursson í far-
arbroddi að selja 20% sem eftir stóðu, ekki til
allra hluthafanna í ÍÚ í samræmi við eign-
arprósentu, heldur sumra af hluthöfunum.“
Þurfti ekki að gæta jafnræðis
„Hæstiréttur sagði í dómi sínum: „Meiri-
hluti stjórnar félagsins hugðist taka þá
ákvörðun á stjórnarfundi þann 10. júní, að
selja þessa hlutafjáreign í Sýn og bjóða ekki
kaupin eftir sömu jafnræðisreglu og gætt
hafði verið við sölu á þeim 80% sem seld
höfðu verið áður.“ Þetta er það sem skiptir
máli og í þessum efnum var verið að tala um
það að selja hlutabréf, þ.e. eignir.
Berum það svo saman við það sem gerðist á
stjórnarfundinum í Festingu í liðinni viku. Í
samþykktum Festingar frá upphafi hefur ver-
ið ákvæði um að hluthafar eiga forkaupsrétt
að hlutafé sem er að ganga kaupum og sölum.
En síðar segir í grein fjögur að stjórnin hafi
heimild til að auka hlutaféð um 500 milljónir
króna og hluthafarnir falli frá forgangsrétti
sínum að þessum hlutum. Með öðrum orðum,
það sem þeir sögðu, um leið og þeir stofnuðu
félagið árið 2003 var: Við ætlum að eiga 90
milljónir að hlutafé. Við ætlum að leyfa
stjórninni að auka hlutaféð um 500 milljónir
króna og við ætlum ekki að eiga neinn for-
gang að þeirri aukningu. Þess vegna þurfti
stjórnin á fundi sínum í liðinni viku ekki að
gæta neins jafnræðis milli hluthafa. Jafnræðið
fólst í forgangsréttinum, sem menn voru bún-
ir að afsala sér.
Þessi ákvörðun stjórnarinnar samræmist
því að fullu samþykktum hluthafafundar og
samþykktum Festingar. Þannig að það sem
lagt var til grundvallar í hinum merka dómi
Hæstaréttar í Sýnarmálinu, á á engan hátt
við í þessu máli. Hér þurfti ekki að gæta
neinnar jafnræðisreglu gagnvart hluthöfum.
Ég get því alls ekki ímyndað mér, að sýslu-
fulltrúi sem hugsar lógískt og skilur út á hvað
málið gengur, geti lagt lögbann á þennan
gjörning stjórnar Festingar, eða gegn þeim
sem byggja rétt sinn á honum.“
Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Keri og lögmaður Jóns Kristjánssonar í Sundi
Þurftum að skapa okkur
stöðu gagnvart Ólafi í Keri
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í
Keri og lögmaður Jóns Kristjánssonar í
Sundi, er sannfærður um að sýslumaðurinn í
Reykjavík muni hafna lögbannskröfu meiri-
hluta stjórnar Kers á ákvörðun Festingar.
Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Keri, og lögmaður
Jóns Kristjánssonar, aðaleiganda Sunds, telur einsýnt að
sýslumaður muni hafna lögbannskröfu meirihlutaeigenda
Kers á hlutafjáraukningu í Festingu. Agnes Bragadóttir
ræddi í gær við Sigurð um viðhorf hans í þessum efnum.
agnes@mbl.is
ÞESSIR herramenn nutu
veðurblíðunnar á bryggj-
unni við Hafnarfjarðar-
höfn þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins átti þar
leið um. Þeir hafa eflaust
haft nóg um að spjalla og
má ætla að þeir hafi
skeggrætt um sjávar-
útvegsmál og aflabrögðin í
framtíð, nútíð og þátíð. Og
ekki má gleyma veðrinu
sem hefur verið eitt vin-
sælasta umræðuefni land-
ans um áralangt skeið,
ekki síst í vorblíðunni. Morgunblaðið/RAX
Bryggju-
spjall í
Hafnar-
firði
VINNUEFTIRLIT ríkisins vekur athygli
þeirra sem hyggjast flytja inn fellihýsi,
húsbíla, húsvagna eða tjaldvagna sem inni-
halda gasbúnað, á því að slíkan búnað má
einungis setja á markað og taka í notkun ef
hann ógnar ekki öryggi manna við venju-
lega notkun. Gasbúnaður eins og oft er að
finna á ofangreindum ökutækjum fellur
undir reglur nr. 108/1996 um tæki sem
brenna gasi. Verður búnaðurinn að bera
CE-merki, ásamt því að samræmisyfirlýs-
ing verður að fylgja búnaðinum. Þeir sem
ætla að flytja inn ökutæki af þessum gerð-
um með gasbúnaði sem ekki uppfylla ofan-
greindar reglur mega eiga von á því að fá
ekki tækin afgreidd úr tolli fyrr en úrbæt-
ur hafa verið gerðar. Vinnueftirlitið hefur
heimild til að banna notkun búnaðar sem
fullnægir ekki ákvæðum laga.
Gasbúnaður
á fellihýsum
uppfylli reglur