Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 16
Flúðir | Hafnar eru fram- kvæmdir við stækkun Hótels Flúða. Byggður er ný fund- arsalur við matsalinn. „Þetta gengur ljómandi vel,“ segir Margrét Runólfsdóttir hótelstjóri en hún og maður hennar, Guðmundur Sig- urhansson, reka hótelið í sam- vinnu við Icelandair-hótelin. Hún segir að mun fleira ferða- fólk hafi gist í vetur en und- anfarin ár, meðal annars er- lendir ferðamenn. Þá segir hún að vel líti út með bókanir fyrir sumarið. Á Hótel Flúðum eru 32 tveggja manna her- bergi. Vantað hefur stærri fund- arsal við hótelið, að sögn Mar- grétar, til þess að unnt væri að taka með betri hætti á móti ráðstefnugestum. Hún segir að þetta verði vandaður hótel- salur, með góðum tækjum til ráðstefnuhalds. Þá segir hún að það sé kostur við salinn að hann tengist matsalnum þannig að hægt verði að hafa allt að 200 manns í mat í stað 100 áður. Þá er á stefnuskránni að setja upp tvo heita potta í hót- elgarðinum en Margrét er ekki viss um að hægt verði að koma þeim upp fyrr en í haust. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Byggður fundarsalur við hótelið Bygging Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Angelía á disk | Verið er að undirbúa út- gáfu á hljómdiski með lögum Theodórs Ein- arssonar á Akranesi. Akranesbær hefur af- hent Ragnhildi dóttur Theodórs styrk að fjárhæð 500 þúsund til verkefnisins en hún og systkini hennar vinna að útgáfunni. Theodór var afkastamikill laga- og texta- höfundur á sinni tíð, að því er fram kemur á vef Akraneskaupstaðar. Upptökur á tólf lögum fóru nýlega fram og er stefnt að því að diskurinn komi út í haust. Á honum verða meðal annars lögin Angelía, Vinarkveðja og Hörpunnar ómar. Söngvarar eru þau Anna Halldórsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Sigursteinn Há- konarson og Sigtryggur Baldursson. Skagamaðurinn Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar og Valdimar Kolbeinsson eru meðal undirleikara. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Tertuskúlptúr | Sjötugsafmæli Skíða- vikunnar á Ísafirði verður fagnað í íþróttahúsinu á Torfnesi á páskadag þar sem boðið verður upp á létta dagskrá fyr- ir alla fjölskylduna. Listakonan Holly Hughes mun stýra kökuskúlptúragerð þar sem gestum og gangandi gefst færi á að taka þátt í gerð afmælisköku Skíðavik- unnar. Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að fólk geti fengið sér kökubita að lokinni skúlptúragerðinni. Vinnan við skúlptúrinn hefst klukkan 11 á páskadag og er öllum velkomið að taka þátt. Námskeið fyrir hagyrðinga | Fræðslu- miðstöð Vestfjarða stendur fyrir hagyrð- inganámskeiði á Ströndum fimmtudaginn 31. þessa mánaðar. Stefán Gíslason leið- beinir. Námskeiðið verður eina kvöldstund, um tveggja tíma langt, að því er fram kemur á fréttavefnum strandir.is. Farið verður yfir grunnatriði í bragfræði, svo sem bragliði, stuðlasetningu og rím. Að því búnu hefst leitin að hagyrðingum í hópnum. Mikið verður umað vera í Siglu-firði um páskahátíðina. Reynt verður að halda skíða- svæðinu í Skarðsdal opnu og Sundhöllin verð- ur opin alla dagana. Sönghópurinn Fíla- penslarnir verða með skemmtun á Kaffi Torgi í kvöld og á laugardags- kvöld, kl. 20.30, verður Karlakór Siglufjarðar með söngskemmtun í Bátahúsi Síldarminja- safnsins. Kórinn flytur venjuleg karlakórslög og einnig léttari dagskrá við undirleik hljóm- sveitar. Seinna um kvöldið verður söng- skemmtun í Allanum – sportbar þar sem ýmsir hefja upp raust sína í skemmtun sem kallast Allt frá óperu til Idol. Þá eru dansleikir í veit- ingahúsum bæjarins að loknum söngskemmt- unum. Söngskemmtun Hreinn Ingvarsson, fyrrverandi mjólkurbílstjóriá Blönduósi, lét veðurblíðuna ekki fara framhjá sér og fákum sínum. Hreinn virkaði ekki þungur á Brún þegar hann og Brúnn töltu framhjá fréttaritara. Flest er á sínum stað eftir veturinn. Langadalsfjallið, gömlu rafmagnsstaurarnir, Héraðs- hælið og blokkin einstæða. Samkvæmt heimildum gleggstu manna þá er einungis rúm vika þangað til fyrstu gæsirnar koma á Blönduós frá Skotlandi. Skóg- arþrestir, sem venjulega hefja upp raust sína í lok mán- aðarins, eru byrjaðir að syngja. Straumöndin, sem kall- ast brimdúfa yfir veturinn, er farin að þoka sér úr flæðarmálinu upp Blöndu og er það með allra fyrsta móti. Tjaldurinn hefur sést í fjöru sem og sendlingur. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hreinn er beinn á Brún Sigrún Haraldsdóttirer farin að búa sigundir fjölgun í „Ís- lendingafjölskyldunni“: Stækkar frændaflokkurinn fjölgar um einn skrokkinn, þegar Bobbý bróðir minn bætist inn í flokkinn. Eysteinn Gíslason í Skál- eyjum orti af sama til- efni: Að vekja upp hatur og hamfarastorm heimsfriðnum verður að bana. Að taka frá Japönum óþekktarorm er auðvitað móðgun við Kana. Sigrún er eitthvað illa fyrirkölluð er hún rýnir inn í framtíðina: Ég mun halda á himinsfjöll haltrandi og lúin, þegar loksins ævin öll alveg verður búin. Friðrik Steingrímsson yrkir: Fögrum ljóma á landið slær loks fer allt að ganga því að Sæmi Fischer fær á föstudaginn langa! Af heimsmeistara pebl@mbl.is Vopnafjörður | Almenn prestskosning fer fram í Hofsprestakalli í Vopnafirði að ósk sóknarbarna. Stefnt er að því að kosið verði fyrir lok maímánaðar. Hofsprestakall sem nær yfir Hofssókn og Vopnafjarðarsókn í Múlaprófastsdæmi var nýlega auglýst laust til umsóknar og rennur umsóknarfrestur út 4. apríl næst- komandi. Sóknarbörn í Hofsprestakalli hafa farið fram á almenna prestskosningu í presta- kallinu í stað þess að valnefnd velji sókn- arprestinn. Á sjötta hundrað atkvæðisbær sóknarbörn eru í prestakallinu og rúmlega þriðjungur þeirra óskaði eftir almennri kosningu, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Biskupsstofu. Almenn prestskosning í Vopnafirði Borgarfjörður | Kosið verður um samein- ingu fimm sveitarfélaga í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, 23. apríl næstkom- andi þótt kosningum í sérstöku samein- ingarátaki félagsmálaráðuneytisins hafi verið frestað til haustsins. Forystumenn sveitarfélaganna í Borg- arfirði hófu undirbúning sameiningar áður en landsátakið hófst og á vefsíðu samein- ingarnefndar, sameining.is, er vakin at- hygli á því að Borgfirðingar haldi sínu striki og kjósi í vor. Sveitarfélögin fimm eru Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur, Kolbeinsstaðahreppur og Skorradals- hreppur. Málefnaskrá hugsanlegrar sameiningar hefur verið borin í öll hús á svæðinu og boð- að hefur verið til nokkurra funda með íbú- unum á næstunni til að kynna málin frekar. Kosið um sam- einingu í vor ♦♦♦ Selfoss | Styrktarveislu, sem halda átti þann 26. mars á Hótel Selfossi, hefur verið aflýst, og segir í tilkynningu frá undirbún- ingshópnum að ástæðan sé dræm miða- sala. Markmiðið með veislunni var að safna fé sem átti að renna óskipt til málefna fatl- aðra. Veisla af þessu tagi var haldin á Höfn í fyrra, og gekk mjög vel. Hætt við styrktarveislu ♦♦♦       Nýr skólastjóri | Fimm sóttu um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Stykkishólms, en umsóknarfrestur rann út 15. mars síð- astliðinn. Þeir eru, samkvæmt vef bæjarins: Guri Hilstad Ólason, Hólmfríður Friðjóns- dóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir, allar í Stykkishólmi, Valdimar Másson í Austur- byggð og Þorkell Atlason í Danmörku.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.