Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 16
Flúðir | Hafnar eru fram-
kvæmdir við stækkun Hótels
Flúða. Byggður er ný fund-
arsalur við matsalinn.
„Þetta gengur ljómandi vel,“
segir Margrét Runólfsdóttir
hótelstjóri en hún og maður
hennar, Guðmundur Sig-
urhansson, reka hótelið í sam-
vinnu við Icelandair-hótelin.
Hún segir að mun fleira ferða-
fólk hafi gist í vetur en und-
anfarin ár, meðal annars er-
lendir ferðamenn. Þá segir
hún að vel líti út með bókanir
fyrir sumarið. Á Hótel Flúðum
eru 32 tveggja manna her-
bergi.
Vantað hefur stærri fund-
arsal við hótelið, að sögn Mar-
grétar, til þess að unnt væri að
taka með betri hætti á móti
ráðstefnugestum. Hún segir
að þetta verði vandaður hótel-
salur, með góðum tækjum til
ráðstefnuhalds. Þá segir hún
að það sé kostur við salinn að
hann tengist matsalnum
þannig að hægt verði að hafa
allt að 200 manns í mat í stað
100 áður.
Þá er á stefnuskránni að
setja upp tvo heita potta í hót-
elgarðinum en Margrét er
ekki viss um að hægt verði að
koma þeim upp fyrr en í haust.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Byggður fundarsalur við hótelið
Bygging
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Angelía á disk | Verið er að undirbúa út-
gáfu á hljómdiski með lögum Theodórs Ein-
arssonar á Akranesi. Akranesbær hefur af-
hent Ragnhildi dóttur Theodórs styrk að
fjárhæð 500 þúsund til verkefnisins en hún
og systkini hennar vinna að útgáfunni.
Theodór var afkastamikill laga- og texta-
höfundur á sinni tíð, að því er fram kemur á
vef Akraneskaupstaðar.
Upptökur á tólf lögum fóru nýlega fram
og er stefnt að því að diskurinn komi út í
haust. Á honum verða meðal annars lögin
Angelía, Vinarkveðja og Hörpunnar ómar.
Söngvarar eru þau Anna Halldórsdóttir,
Andrea Gylfadóttir, Sigursteinn Há-
konarson og Sigtryggur Baldursson.
Skagamaðurinn Davíð Þór Jónsson, Helgi
Svavar og Valdimar Kolbeinsson eru meðal
undirleikara.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Tertuskúlptúr | Sjötugsafmæli Skíða-
vikunnar á Ísafirði verður fagnað í
íþróttahúsinu á Torfnesi á páskadag þar
sem boðið verður upp á létta dagskrá fyr-
ir alla fjölskylduna. Listakonan Holly
Hughes mun stýra kökuskúlptúragerð
þar sem gestum og gangandi gefst færi á
að taka þátt í gerð afmælisköku Skíðavik-
unnar.
Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur
fram að fólk geti fengið sér kökubita að
lokinni skúlptúragerðinni. Vinnan við
skúlptúrinn hefst klukkan 11 á páskadag
og er öllum velkomið að taka þátt.
Námskeið fyrir hagyrðinga | Fræðslu-
miðstöð Vestfjarða stendur fyrir hagyrð-
inganámskeiði á Ströndum fimmtudaginn
31. þessa mánaðar. Stefán Gíslason leið-
beinir.
Námskeiðið verður eina kvöldstund, um
tveggja tíma langt, að því er fram kemur á
fréttavefnum strandir.is. Farið verður yfir
grunnatriði í bragfræði, svo sem bragliði,
stuðlasetningu og rím. Að því búnu hefst
leitin að hagyrðingum í hópnum.
Mikið verður umað vera í Siglu-firði um
páskahátíðina. Reynt
verður að halda skíða-
svæðinu í Skarðsdal
opnu og Sundhöllin verð-
ur opin alla dagana.
Sönghópurinn Fíla-
penslarnir verða með
skemmtun á Kaffi Torgi
í kvöld og á laugardags-
kvöld, kl. 20.30, verður
Karlakór Siglufjarðar
með söngskemmtun í
Bátahúsi Síldarminja-
safnsins. Kórinn flytur
venjuleg karlakórslög og
einnig léttari dagskrá
við undirleik hljóm-
sveitar. Seinna um
kvöldið verður söng-
skemmtun í Allanum –
sportbar þar sem ýmsir
hefja upp raust sína í
skemmtun sem kallast
Allt frá óperu til Idol.
Þá eru dansleikir í veit-
ingahúsum bæjarins að
loknum söngskemmt-
unum.
Söngskemmtun
Hreinn Ingvarsson, fyrrverandi mjólkurbílstjóriá Blönduósi, lét veðurblíðuna ekki fara framhjá sér og fákum sínum. Hreinn virkaði ekki
þungur á Brún þegar hann og Brúnn töltu framhjá
fréttaritara. Flest er á sínum stað eftir veturinn.
Langadalsfjallið, gömlu rafmagnsstaurarnir, Héraðs-
hælið og blokkin einstæða. Samkvæmt heimildum
gleggstu manna þá er einungis rúm vika þangað til
fyrstu gæsirnar koma á Blönduós frá Skotlandi. Skóg-
arþrestir, sem venjulega hefja upp raust sína í lok mán-
aðarins, eru byrjaðir að syngja. Straumöndin, sem kall-
ast brimdúfa yfir veturinn, er farin að þoka sér úr
flæðarmálinu upp Blöndu og er það með allra fyrsta
móti. Tjaldurinn hefur sést í fjöru sem og sendlingur.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hreinn er beinn á Brún
Sigrún Haraldsdóttirer farin að búa sigundir fjölgun í „Ís-
lendingafjölskyldunni“:
Stækkar frændaflokkurinn
fjölgar um einn skrokkinn,
þegar Bobbý bróðir minn
bætist inn í flokkinn.
Eysteinn Gíslason í Skál-
eyjum orti af sama til-
efni:
Að vekja upp hatur
og hamfarastorm
heimsfriðnum verður
að bana.
Að taka frá Japönum
óþekktarorm
er auðvitað móðgun
við Kana.
Sigrún er eitthvað illa
fyrirkölluð er hún rýnir
inn í framtíðina:
Ég mun halda á himinsfjöll
haltrandi og lúin,
þegar loksins ævin öll
alveg verður búin.
Friðrik Steingrímsson
yrkir:
Fögrum ljóma á landið slær
loks fer allt að ganga
því að Sæmi Fischer fær
á föstudaginn langa!
Af heimsmeistara
pebl@mbl.is
Vopnafjörður | Almenn prestskosning fer
fram í Hofsprestakalli í Vopnafirði að ósk
sóknarbarna. Stefnt er að því að kosið
verði fyrir lok maímánaðar.
Hofsprestakall sem nær yfir Hofssókn
og Vopnafjarðarsókn í Múlaprófastsdæmi
var nýlega auglýst laust til umsóknar og
rennur umsóknarfrestur út 4. apríl næst-
komandi.
Sóknarbörn í Hofsprestakalli hafa farið
fram á almenna prestskosningu í presta-
kallinu í stað þess að valnefnd velji sókn-
arprestinn. Á sjötta hundrað atkvæðisbær
sóknarbörn eru í prestakallinu og rúmlega
þriðjungur þeirra óskaði eftir almennri
kosningu, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Biskupsstofu.
Almenn
prestskosning
í Vopnafirði
Borgarfjörður | Kosið verður um samein-
ingu fimm sveitarfélaga í Borgarfirði,
norðan Skarðsheiðar, 23. apríl næstkom-
andi þótt kosningum í sérstöku samein-
ingarátaki félagsmálaráðuneytisins hafi
verið frestað til haustsins.
Forystumenn sveitarfélaganna í Borg-
arfirði hófu undirbúning sameiningar áður
en landsátakið hófst og á vefsíðu samein-
ingarnefndar, sameining.is, er vakin at-
hygli á því að Borgfirðingar haldi sínu
striki og kjósi í vor.
Sveitarfélögin fimm eru Borgarbyggð,
Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur,
Kolbeinsstaðahreppur og Skorradals-
hreppur.
Málefnaskrá hugsanlegrar sameiningar
hefur verið borin í öll hús á svæðinu og boð-
að hefur verið til nokkurra funda með íbú-
unum á næstunni til að kynna málin frekar.
Kosið um sam-
einingu í vor
♦♦♦
Selfoss | Styrktarveislu, sem halda átti
þann 26. mars á Hótel Selfossi, hefur verið
aflýst, og segir í tilkynningu frá undirbún-
ingshópnum að ástæðan sé dræm miða-
sala.
Markmiðið með veislunni var að safna fé
sem átti að renna óskipt til málefna fatl-
aðra. Veisla af þessu tagi var haldin á Höfn
í fyrra, og gekk mjög vel.
Hætt við
styrktarveislu
♦♦♦
Nýr skólastjóri | Fimm sóttu um stöðu
skólastjóra Tónlistarskóla Stykkishólms,
en umsóknarfrestur rann út 15. mars síð-
astliðinn. Þeir eru, samkvæmt vef bæjarins:
Guri Hilstad Ólason, Hólmfríður Friðjóns-
dóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir, allar í
Stykkishólmi, Valdimar Másson í Austur-
byggð og Þorkell Atlason í Danmörku.