Morgunblaðið - 24.03.2005, Page 19

Morgunblaðið - 24.03.2005, Page 19
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 19 MINNSTAÐUR Fljótsdalshérað | Meginskilaboð íbúa á Héraðsþingi Fljótsdalshéraðs voru þau að íbúar dreifbýlis og þétt- býlis stilli saman strengi sína og krafta til að ná hámarksárangri fyrir Fljótsdalshérað til framtíðar. Kemur það fram í samantekt á niðurstöðum þingsins sem kynntar hafa verið. Um 180 íbúar Fljótsdalshéraðs sóttu íbúaþingið sem haldið var í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Ráðgjafarfyrirtækið Alta stýrði þinginu og vann úr niðurstöðum þess, ásamt ráðgjafa frá John Thompson & Partners í Bretlandi. Markmiðið með þinginu var að móta framtíðarsýn fyrir hið nýja sveitarfélag sem varð til við samein- ingu Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps í nóvember síðast- liðnum. Þingið tók bæði til skipulags- mála og annarra málaflokka sveitar- félagsins. Áfram starfsemi í sveitaskólum Hér á eftir fara niðurstöður íbúa- þingsins, eins og þeim er lýst af þeim sérfræðingum sem tóku þær saman: „Fljótsdalshérað er landbún- aðarsvæði þar sem Egilsstaðir hafa þróast sem sterkur þjónustukjarni fyrir Austurland og er mikilvægt að bærinn haldi áfram að eflast sem slíkur. Miklu skiptir að í dreifbýlinu sé gróska og uppbygging, því það skapar sterkt bakland fyrir þéttbýlið og væri jafnvel ástæða fyrir sveitar- félagið að marka sér sína eigin byggðastefnu. Lykilatriði fyrir dreif- býlið er að haldið verði úti starfsemi í sveitaskólunum á Brúarási og í Hall- ormsstað. Á þinginu kom fram mikil áhersla á málefni barna og ungs fólks og samskipti þeirra á milli, hvar sem þau búa í sveitarfélaginu. Kallað var eftir leikskóladeild fyrir börn frá eins árs aldri í þéttbýlinu. Þátttakendur töldu helstu sókn- arfæri í atvinnumálum felast í ferða- þjónustu, skógrækt, nýsköpun í land- búnaði og uppbyggingu háskólanáms. Þá varð talsverð um- ræða um sóknarfæri tengd Egils- staðaflugvelli. Góðar samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði í því að tengja byggðina innan Fljótsdalshér- aðs og til nágrannabyggða og nýta sóknarfærin. Talsverð áhersla var á umhverf- ismál og umhverfið talið ein helsta auðlind Fljótsdalshéraðs. Áhugi er á að halda áfram að efla frekar þær góðu aðstæður til íþrótta og útivistar sem eru í sveitarfélaginu. Mikil um- ræða var um Menningarhús og er uppbygging þess talinn mikilvægur þáttur í eflingu lista- og menningar- lífs á svæðinu. Efling heilbrigðisþjónustu með uppbyggingu sjúkrahúss er mik- ilvægur þáttur í að mæta vaxandi þjónustuþörf vegna fjölgunar íbúa. Í skipulagsmálum var lögð áhersla á að unnið verði að heildstæðu skipu- lagi þéttbýlisins með góðri tengingu á milli Egilsstaða og Fellabæjar, að- laðandi miðbæ á Egilsstöðum og að byggð í Fellabæ þróist til suðurs. Niðurstöður úrvinnslu sýndu að for- senda þess að skapa betri tengingu milli Egilsstaða og Fellabæjar, er að íbúum og fyrirtækjum fjölgi í Fella- bæ, sem getur rennt stoðum undir al- menningssamgöngur. Að sama skapi er mikilvægt að áformuð lenging flugbrautar verði til norðurs ef kost- ur er, jafnvel með breyttri legu. Varðandi þróun þéttbýlisins á Eg- ilsstöðum þarf að huga að breytingu frá núgildandi skipulagi nýs íbúðar- hverfis sunnan við bæinn, þannig að byggðin falli betur að landslagi. Eg- ilsstaðabýlið er hluti af menningar- landslagi þéttbýlisins og er mik- ilvægt að standa vörð um það. Arkís vinnur nú að deiliskipulagi fyrir miðbæ Egilsstaða, í kjölfar sam- keppni sem haldin var á síðasta ári. Skilaboð íbúaþingsins varðandi miðbæinn eru að þar eigi að leggja kapp á að þjónusta verði staðsett við „rauða dregilinn“, t.d. Menningar- hús, ráðhús, og upplýsingamiðstöð. Talsverðar áhyggjur komu fram á þinginu af umferðarþunga í gegnum þéttbýlið og hefur verið til umræðu um nokkurra ára skeið að færa þjóð- veginn út fyrir Egilsstaði og jafn- framt færa brúarstæði yfir Lag- arfljót. Forsenda þess að byggð þróaðist á Egilsstöðum var að þar eru krossgötur og þegar Jón Bergs- son kaus að setjast að á bænum Eg- ilsstöðum, þó aðrar betri bújarðir væru í boði, sagði hann: „Hér verða vegamót“. Einmitt þess vegna orkar það tvímælis að færa veginn og er æskilegra að gera ráðstafanir til að draga úr hraðakstri og bæta að- stæður fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Leita þarf samlegðaráhrifa í ferða- þjónustu og nýta þau og skapa þarf samstöðu með nágrannasveit- arfélögum og sækja til ríkisvalds varðandi samgöngur og heilbrigð- isþjónustu.“ Niðurstöður íbúaþings Fljótsdalshéraðs Héraðsþing Um 180 íbúar Fljótsdalshéraðs tóku þátt í störfum íbúaþings. Egilsstaðir áfram á krossgötum AUSTURLAND Ingólfur Guðbrandsson STÓRA REISUBÓKIN Stefnumót við heiminn Bók í sérflokki „Bókin STEFNUMÓT VIÐ HEIMINN er óður til lífs, fegurðar og þekkingar. B.G.“ Tilboðsverð í bókaverslunum um land allt - 2.000 kr. afsláttur Dreifing: DREIFINGARMIÐSTÖÐIN Útg. Ferða- og bókaklúbburinn HEIMSKRINGLA sími 861 5602. Gott veganesti fyrir alla sem ferðast. Falleg fermingar- eða tækifærisgjöf. Allir helstu sumarleyfisstaðirnir + öll heimsbyggðin með kortum. Umsögn: A›alfundur Actavis Group hf. A‹ALFUNDUR Actavis Group hf. fyrir ári› 2004 ver›ur haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 flann 31. mars kl. 17.00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg a›alfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 samflykkta félagsins. Auk fless ver›a til afgrei›slu á fundinum ne›angreindar tillögur: 1. Tillaga um breytingu á samflykktum félagsins sem heimilar stjórn fless a› hækka hlutafé fless um allt a› 450.000.000 kr. a› nafnver›i. Gert er rá› fyrir a› eldri hluthafar hafi ekki forgangsrétt til áskrifta a› n‡ju hlutafé ef fla› er nota› til fless a› fullnægja kaupréttarsamningum e›a nota› í skiptum vegna kaupa á ö›rum félögum, lyfjaréttindum e›a rekstri. 2. Tillaga um a› heimila stjórn félagsins a› gera kaupréttarsamninga vi› starfsmenn félagsins. 3. Tillaga um heimild til fless a› kaupa eigin bréf. Dagskrá a›alfundarins, ársreikningur fless og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Reykjavíkurvegi 76-78, Hafnarfir›i, hluthöfum til s‡nis viku fyrir fundinn. Fundargögn og atkvæ›ase›lar ver›a afhentir á fundarsta›. Hafnarfir›i, 23. mars 2005, stjórn Actavis Group hf. Actavis Group hf. Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfir›i s 550 3300 f 550 3301 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is www.actavis.com JÖRÐ TIL SÖLU Í ÖXNADAL Jörðin Miðland í Hörgárbyggð er til sölu. Heildarstærð jarðarinnar er um 180 ha. Nánari upplýsingar veitir Valtýr Sigurbjarnarson í síma 862 6828. Tilboðum skal skilað til formanns Legats Jóns Sigurðssonar, sýslumannsins á Akureyri fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 31. mars 2005 og merkja þau með eftirfarandi hætti: Miðland Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107 600 Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.