Morgunblaðið - 24.03.2005, Side 22

Morgunblaðið - 24.03.2005, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Fyrir það fyrsta hef ég mikla ánægjuaf því að fara út að dansa. Tónlist-in finnst mér ákaflega notaleg ogdansinn er líka afar góð líkams- rækt. Í honum felst mikil alhliða hreyfing, maður verður heitur og svitnar. Svo má ekki gleyma góðum félagsskap og samskiptum við skemmtilegt fólk,“ segir Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Harmonikkufélögin eru dugleg við að bjóða upp á dansleiki yfir vetrarmánuðina og er Grétar duglegur við að sækja slíkar sam- komur sem dansáhugamaður. Að sögn Grétars eru slík böll t.d. haldin reglulega í Ásgarði í Glæsibæ. „Á þessa dansleiki kemur fólk fyrst og fremst til þess að dansa og skemmta sér og það heyrir til undantekninga að sjá drukknar manneskjur á þessum mannamótum.“ – Þú færð þér þá ekkert í aðra tána áður en þú heldur út á dansgólfið? „Nei, það geri ég alls ekki, enda hef ég verið bindindismaður alla mína ævi. Ef ég gerði það, myndi ég líklega dansa lítið því mér hefur sýnst að þeir, sem stunda Bakkus að ráði, hafi nóg með hann sem aðal- viðfangsefni. En hver og einn einstaklingur verður auðvitað að gera þetta upp við sig, en mínar langanir og þrár hafa aldrei beinst í átt til áfengis. Ég fer á dansleiki til þess eins að dansa, en sest auðvitað niður á milli til þess að pústa og spjalla við fólk.“ Spurður hvernig dansáhuginn hafi vakn- að, svarar Grétar því til að sagan nái aftur um nærri því hálfa öld. „Ég var sveitadreng- ur, uppalinn á bænum Vestra-Fróðholti á Rangárvöllum sem nú er orðinn hluti af jörðinni Ármóti. Þegar ég flutti þaðan til Reykjavíkur sextán ára gamall, hafði frændi minn, sem þá var framkvæmdastjóri í Gúttó, innritað mig í danskennslu að mér for- spurðum hjá Rigmor Hanson. Hann til- kynnti mér bara hvar og hvenær ég ætti að mæta. Ég naut leiðsagnar hennar í tvo eða þrjá vetur og ánetjaðist dansinum þá. Gömlu dansarnir voru ákaflega vinsælir á þeim tíma og þá dansaði maður ansi drjúgt á ár- unum framyfir tvítugt. Ég var auk þess á kafi í ungliðahreyfingu bindindismanna og æfði jafnframt frjálsar íþróttir og keppti í þeim, var aðallega í 100, 200 og 400 metra hlaupum og komst meira að segja í lands- liðið um tíma.“ Hver dans hefur sinn sjarma Svo tók lífsbaráttan við með barneignum og húsnæðiskaupum og dansskórnir „ryk- féllu“ í langan tíma þrátt fyrir stöku árshá- tíð og aðrar slíkar skemmtanir. Nú er Grét- ar hinsvegar búinn að dusta rykið af dans- skónum, en fyrir utan sjálf dansiböllin, sem hann ástundar, hefur hann komið við í Dans- skóla Sigurðar Hákonarsonar í Kópavogi. – Hvaða dansar eru í uppáhaldi hjá þér? „Ég set allt undir sama hatt, bæði fjöruga og rólega dansa. Hver dans hefur sinn sjarma.“ Grétar segist sinna dansáhuganum yfir vetrarmánuðina því fáir kostir séu yfir sumartímann. Hann segist þó ekki gráta það því hann eigi sér fjölmörg önnur áhugamál, sem tengist sumartíðinni og endurspeglist í útivist, trjárækt, veiðiskap og ferðalögum. „Líklega gæti ég ekki forgangsraðað áhuga- málunum ef þú bæðir mig um það. Ég nýt þess svo sannarlega að dansa, en á líka fullt af öðrum áhugamálum. Líklega er félags- málastússið, sem ég hef þrifist í frá ung- lingsaldri, stóra áhugamálið. Ég hef í gegn- um árin haldið tryggð við æskustöðvarnar sem birtist meðal annars í því að ég fer þangað reglulega til að veiða, í Þverá og í Rangánum. Svo hef ég verið að basla við skógrækt í kringum lítinn sumarbústað, sem ég eignaðist fyrir rúmum tíu árum í ná- grenni við Árnes í Gnúpverjahreppi. Ég er nokkuð ánægður með árangurinn í rækt- uninni, hæstu trén eru farin að nálgast fimm metrana.“  ÁHUGAMÁLIÐ | Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, dansar, veiðir, ferðast og sinnir trjárækt Dustaði rykið af dansskónum Morgunblaðið/Sverrir Grétar Þorsteinsson er hér í ljúfum takti á dansgólfinu ásamt Fanneyju Helgadóttur. Dansinn, sem stiginn er þegar þessi mynd var tekin, heitir „Skoski dansinn“. Þegar Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, fer út að dansa nýtir hann tímann vel á dansgólfinu. Hann sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að hann hefði líka yndi af veiði og trjárækt. join@mbl.is SAMKVÆMT norskri rannsókn er hægt að segja til um hreyfifærni fyr- irbura þegar þeir verða sex ára með prófi sem gert er við sex mánaða aldur. Þeir sem eiga í vandræðum með að ná taki á leikfangi við sex mánaða aldur eru líklegri til að hafa það sem kallast Moderat neurologic dysfunction við sex ára aldur, þ.e. væga truflun í taugaboðum. Á síðustu árum hefur orðið bylt- ing í umönnun fyrirbura og núorðið er hægt að bjarga lífi barna sem fæðast á 24. viku meðgöngu og vega aðeins um hálft kíló, að því er fram kemur á vefnum forskning.no. Bjørg Fallang, lektor við Hög- skolan í Osló, rannsakaði 52 fyr- irbura fjórum og sex mánuðum eftir áætlaðan fæðingardag og viðmið- unarhóp tólf heilbrigðra barna sem fæddust fullburða. Börnin voru einnig rannsökuð og greind við sex ára aldur. Börn með alvarlega fötl- un voru ekki með í rannsókninni. Fallang notaði skynjara og mynd- bandsupptöku til að greina hvernig börnin báru sig að við að ná taki á leikfangi. Rannsóknirnar sýndu að heilbrigðu börnin notuðu allan lík- amann til að ná taki á leikfanginu en börnin sem áttu við einhver vanda- mál að stríða notuðu hendurnar til að grípa leikfangið en líkaminn virt- ist stífari og síður taka þátt í hreyf- ingunni. Fallang leggur áherslu á að þótt börnin hafi greinst með truflun í taugaboðum við sex ára aldur gangi þau, hlaupi og syngi. Þau geti hins vegar verið klunnalegri og hrasað oftar en önnur. Mörg börn með þessa truflun höndli það vel og finni sér aðra hluti til að vera góð í.  HEILSA | Sex mánaða fyrirburar Morgunblaðið/Jim Smart Heilbrigðu börnin notuðu allan líkamann til að ná taki á leikfanginu en börnin sem áttu við vandamál að stríða notuðu hendurnar til að grípa en líkaminn virtist stífari og síður taka þátt í hreyfingunni. Hægt að sjá fyrir hreyfifærni síðar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.