Morgunblaðið - 24.03.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 24.03.2005, Síða 23
MÁLI! ÞIG ÞESS VEGNA SKIPTIR ÞETTA Í störfum okkar á fréttastofum Ríkisútvarpsins leggjum við okkur fram um heiðarlegan og óhlutdrægan fréttaflutning. Okkar trúnaður er við hlustendur og áhorfendur. Með fagmannlegum vinnubrögðum leitum við allra leiða til að færa áhorfendum og hlustendum staðreyndir mála. Það kostar mikla vinnu og algjört traust viðmælenda okkar og heimildarmanna. Reglulega er reynt að hafa áhrif á okkur til að kæfa mál eða sveigja fréttaflutning að ákveðnum hagsmunum. Í þessum hópi eru meðal annars stjórnmálamenn og starfsmenn stjórnmálaflokka, forsvars- menn fyrirtækja og fulltrúar félaga- samtaka. Við erum ekki hrædd við að verja starf okkar en til þess þurfum við fulltingi heiðarlegra og kröftugra fréttastjóra. Þeir eiga lokaorðið um hvaða fréttir við flytjum og þurfa að hafa sterk bein og mjög mikla reynslu til að láta ekki undan þrýstingi. Við getum ekki treyst fréttastjóra með afar takmarkaða reynslu af frétta- mennsku. Við getum ekki treyst frétta- stjóra sem ráðinn er á pólitískum forsendum þrátt fyrir að vera reynslu- minnsti umsækjandinn um starf fréttastjóra. Við getum ekki unnið þar sem fagleg sjónarmið eru að engu höfð. Getur þú treyst þannig fréttastofu? Þessi auglýsing er greidd af Félagi fréttamanna Ríkisútvarpsins með stuðningi Blaðamannafélags Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.