Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Sambúðin hefur gert ÖnnuMarín Schram, Urði Há-konardóttur og RagnarPál Steinsson svo sam- heldin að þau deila nánast öllu, þó sérstaklega matmálstímum. Þau hafa búið saman síðan í fyrrasum- ar og hafa mikinn áhuga á mat- seld. „Við erum dugleg að elda saman, halda matarboð og sunnu- dags„brunch“ fyrir vinahópinn,“ segir Urður. Þau segjast ekki hafa neina sér- staka reglu á matmálstímum og borða bara þegar þau eru svöng að sögn Urðar en hún sér mest um eldamennskuna ásamt Önnu Mar- ín. Það sem þau elda helst er kjúk- lingur, salöt og pasta en líka mikið af fiski þar sem stjúpi Urðar er sjómaður og gefur þeim óspart af aflanum. Speltpítsan samvinnuverkefni Þau eru þó reglulega með ýmiss konar samvinnuverkefni en þá taka allir til hendinni og skella í heima- tilbúna speltpítsu en spelthveiti er talið hollara en hvítt hveiti. Deigið þarf heldur ekki að lyfta sér og undirbúningur tekur þar með mun styttri tíma. „Það er svo auðvelt,“ segir Anna Marín og þá er það „hlutverk Ragga að útbúa deigið,“ skýtur Urður inn í, en álegg er tínt til úr afgöngum í ísskápnum. Austurlenska tímabilið Á þessu heimili er sjaldan farið eftir uppskriftum að sögn Önnu Marínar og er hún nýbúin að ganga í gegnum austurlenska tímabilið. Stelpurnar eru orðnar sjóaðar í að vita hvað á að nota saman og eiga létt með að galdra fram naglasúpur að hætti alvöru húsmæðra, segir Anna Marín skellihlæjandi. Hún tekur það fram að hún njóti samvistanna í eldhús- inu til hins ýtrasta með Urði og Ragga, líklega vegna þess að hún sé sjálf einhleyp og sá tími sé sannkallaður gæðatími. Raggi er einnig hæstánægður með að búa með tveimur snilldarkokkum. „Mér finnst allt sem þær gera gott og þær eru báðar mjög góðir kokkar,“ segir hann. Pétursbúðin í uppáhaldi Þau láta ekki matarinnkaupin vefjast fyrir sér en fara stundum í skipulagða verslunarleiðangra ef þannig liggur á þeim. Yfirleitt er það sá sem á pening sem sér um innkaupin og deila þau þessu á milli sín eftir bestu getu. „Það er enginn að spá í einhverja hundrað þúsund kalla,“ segir Raggi og glottir. Stelpurnar hlæja og taka í sama streng. Eitt af því sem Urði finnst skemmtilegast er að kaupa í matinn og gæti hún eytt mörgum tímum í matvörubúðum ef hún fengi að ráða. „Hún getur verið ógeðslega lengi,“ segir Anna Mar- ín, greinilega vön biðinni. Þau eru öll sammála um að versla sem mest í Pétursbúðinni og styðja meðvitað kaupmanninn á horninu gegn stóru verslunarkeðjunum en neyðast þó til að leita stundum í stærri búðir til að fá betra úrval. Raggi reynir að sannfæra stelp-  HVAÐ ER Í MATINN? Anna Marín Schram, Urður Hákonardóttir og Ragnar Páll Steinsson fara oftast í Pétursbúð til að kaupa í matinn. Ekki skortir frumkvæði og dugnað í eldamennsku á heimili þeirra Önnu Marínar Schram athafnakonu og hjá skötuhjúunum Urði Hákonardóttur, sem betur er þekkt sem söngkona hljómsveitarinnar GusGus, og Ragnari Páli Steinssyni, bassaleikara Botnleðju. Borða bara þegar þau eru svöng Fjarðarkaup Gildir 22. mars – 26. mars verð nú verð áður mælie. verð FK hamborgarhryggur úr kjötborði.......... 798 1198 798 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði .................... 698 898 698 kr. kg Svínahnakki, sneiddur úrb. úr kjötborði .. 858 1178 858 kr. kg FK bayonneskinka ................................ 779 1298 779 kr. kg Svínalundir úr kjötborði ........................ 1398 1998 1398 kr. kg Merrild kaffi nr.103 500 gr.................... 198 289 396 kr. kg Pepsimax 4x2l Góu páskaegg n3 fylgir ... 498 636 62 kr. ltr Móa veislukjúklingur ............................ 489 699 489 kr. kg Kjörís konfekt ísterta, 6 manna ............. 998 1498 998 kr. stk. Coke 4x2l, fótbolti fylgir........................ 495 695 62 kr. ltr Nettó Gildir 23. mars–28. mars verð nú verð áður mælie. verð Koníaks grísasteik................................ 1198 1998 1998 kr. kg Veislufugl með fyllingu.......................... 489 699 699 kr. kg Lambalæri, ferskt................................. 899 1280 1280 kr. kg Páska lambafille m. fitu........................ 1889 2699 2699 kr. kg Kalkúnn, 1 fl........................................ 599 699 699 kr. kg Kjúklingavængir, ferskir ........................ 150 299 299 kr. kg Rauðlaukur ......................................... 19 37 37 kr. kg Sellerí ................................................. 59 95 95 kr. kg Nóatún Gildir meðan birgðir endast verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir, fylltar ................................ 1398 2298 1398 kr. kg Jarðarber í boxi, 250 gr......................... 199 268 796 kr. kg Nóatúns hamborgarhryggur .................. 1299 1398 1299 kr. kg Nóatúns þurrkryddað lambalæri ............ 1039 1599 1039 kr. kg Nóatúns þurrkryddaðar grísakótilettur .... 998 1489 998 kr. kg Nóatúns bayonneskinka ....................... 895 1398 895 kr. kg Lamba innralæri .................................. 1949 2998 1949 kr. kg Rainbow ananassneiðar ....................... 99 115 174,6 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 24. mars–27. mars verð nú verð áður mælie. verð Páskalamb, læri af nýslátruðu ............... 999 1249 999 kr. kg Páskalamb, hryggur af nýslátruðu .......... 1038 1298 1038 kr. kg Borgarneskjötv.hamborgarhr. m/beini.... 719 1198 719 kr. kg Kalkúnn .............................................. 599 798 599 kr. kg Emmess skafís, 1,5 l............................ 349 698 349 kr. kg Jarðarber box, 250 gr. .......................... 198 299 792 kr. kg Bláber box, 125 gr. .............................. 198 269 1584 kr. kg Matfugl, veislufugl með fyllingu ............. 559 689 559 kr. kg Fyrirtakspizzur, 350 g ........................... 399 499 1140 kr. kg Ísfugl, heill ferskur kjúklingur................. 399 689 399 kr. kg Þín verslun Gildir 23. mars–30. mars verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri .......................................... 798 1198 798 kr. kg Bayonneskinka .................................... 909 1298 909 kr. kg Rauðv. marineraðar grísakótilettur ......... 1198 1498 1198 kr. kg Beauvais rauðkál, 580 gr...................... 168 99 168 kr. kg BKI Kaffi, 500 gr. ................................. 359 299 598 kr. kg McCain súkkulaðikaka, 510 gr. ............. 349 478 663 kr. kg Vanillu skafís, 1 ltr................................ 477 398 398 kr. ltr Pik-Nik kartöflustrá, 113 gr. .................. 198 159 1399 kr. kg Veislumatur á páskaborðið  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Það ætla eflaust margir að kaupa í matinn fyrir páskana í dag enda er hátíðarmatur víða á tilboði. Hér er Friðrik Guðmunds- son kaupmaður að sýna viðskiptavini sérvalið lambalæri. Speltpítsa spelthveiti ab-mjólk 2–3 tsk. lyftiduft ólífuolía salt og pipar oregano pítsusósa rifinn ostur pepperóní grænmeti að smekk Spelthveiti, Ab-mjólk, lyfti- dufti og nokkrum dropum af ólífuolíu er blandað saman svo úr verði pítsudeig. Gott er að krydda vel deigið með t.d. salti, pipar og oregano. Þá er deigið tilbúið og flatt út í pítsuform. Huntz pítsusósa dreifð vel yfir og niðurrifinn ostur settur ofan á. Svo má setja hvað sem er úr ís- skápnum sem álegg t.d pepper- oní sneiðar brokkólí, rjómaost, sveppi, tómata epli eða spínat Galdurinn er dressing sem kem- ur ofaná eftir að pítsan hefur bakast í ofni í nokkrar mínútur. Dressing: nóg af hvítlauk, ferskt chili, skorið smátt ferskt basil 9 msk. ólífuolía 3 msk. Balsamikedik salt og pipar Tómatsúpa að hætti Urðar Tekur u.þ.b. klukkutíma að matbúa hana 2 dósir af heilum tómötum 3 hvítlauksrif ólífuolía 1 dós tómatpúrra 1 glas vatn 1 teningur grænmet- iskraftur 3–4 gulrætur pipar spergilkál chili soðin egg Tómatarnir og hvítlaukur látn- ir sjóða í ólífuolíu þar til úr verð- ur mauk. Afgangi af tómatsafa úr dósunum blandað saman við og vatni, tómatpúrrru, grænmet- iskrafti niðurskornum gulrótum og pipar líka. Í lokin er sett smá- vegis af spergilkáli og chili út í. Soðin egg eru sett út í súpuna þegar hún er tilbúin og borin fram. Morgunblaðið/Árni Sæberg urnar um að þau eigi nú eftir að prófa að fara í Europris, „þú finn- ur loftpressu við hliðina á mjólk- inni og það er mjög cool“, segir Raggi og þar með yrðu matarinn- kaupin í hans augum töluvert áhugaverðari. Þessir hressu mat- gæðingar eru ekki í nokkrum vafa aðspurð um heilræði í mat- armennskunni: Anna Marín vill vara fólk við að skera kjúkling á trébretti og Urður hvetur fólk til að prófa sig áfram, „það tekur styttri tíma að elda en maður held- ur“, segir hún en skilaboð Ragga eru skýr: „Ef þú borðar ekki þá deyrðu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.