Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 35
AÐ UNDANFÖRNU hefur
margítrekað gefist tilefni til
upprifjunar á undirstöðu-
gildum jafnaðarstefnunnar,
kröfunni um meira réttlæti og
jöfnuð í þjóðfélaginu. Mörgum
ofbýður valdahroki ráðamanna
og markaðsgræðgin, sem sí-
fellt er að auka á misskiptingu.
Í síbreytilegu þjóðfélagi þarf
vissulega ávallt að endurmeta
baráttuaðferðir og leiðir til að
ná settu marki.
Sumt breytist
þó aldrei.
Tvenns konar
lífsviðhorf eru
sífellt að takast
á; viðhorf jafn-
aðar andspænis
blindri markaðs-
trú. Í þá rúmu
öld sem átök
hafa staðið á
milli íslenskra
stjórn-
málahreyfinga
til vinstri og
hægri hefur
hægrimönnum
vegnað betur –
þ.e. í þeim
skilningi að þeir
hafa farið með
víðtæk völd,
þrátt fyrir að
hafa iðulega
haft á bak við
sig minnihluta
kjósenda.
Hæfir fram-
bjóðendur
Okkur jafn-
aðarmönnum hefur gengið
misjafnlega að stilla saman
krafta okkar til átaka. Á
undanförnum árum hefur okk-
ur þó tekist hið langþráða – að
vinna saman þótt við komum
úr ýmsum áttum. Þetta hefur
Samfylkingunni, undir forystu
Össurar Skarphéðinssonar,
tekist með ágætum og lýsir
það vel forystuhæfileikum
hans. Flokkurinn hefur líka
jafnt og þétt verið að styrkjast
inn á við, friður og eindrægni
hafa verið ríkjandi og við höf-
um eignast flokksmiðstöð.
Hlutur kvenna í ábyrgð-
arstöðum innan flokksins hefur
einnig aukist í formannstíð
Össurar. M.a. hafa þrjár konur
gegnt formennsku í þing-
flokknum á umliðnum árum.
Út á við hefur flokkurinn einn-
ig verið að styrkjast. Málefna-
staðan hefur verið traust og
Samfylkingin notið vaxandi
fylgis og erum við að jafnaði
með yfir 30% í skoðanakönn-
unum. Við erum því á réttri
leið og þurfum að halda áfram
á sömu braut.
Hvet til þátttöku
í formannskjöri
Fyrir dyrum standa
formannskosningar í Samfylk-
ingunni þar sem tveir vel hæf-
ir einstaklingar gefa kost á sér
til trúnaðarstarfa. Kosningar
eru lýðræðisleg aðferð til að
skera úr í málefnum sem þess-
um og sem stjórnmálahreyfing
verðum við að hafa þroska til
að standa þannig að málum að
allir komi heilir frá borði.
Stjórnmálahreyfingar hafa
margþættu hlutverki að gegna
í lýðræðisþjóðfélagi. Því virk-
ari þátt sem almenningur tek-
ur í stjórnmálum, þeim mun
lýðræðislegri verða þau. Þess
vegna hvet ég jafnaðarmenn til
að taka þátt í formannskjörinu.
Um leið legg ég sérstaka
áherslu á nauðsyn þess að þeir
sem kjörnir eru til forystu líti
á störf sín sem samvinnuverk-
efni allra jafnaðarmanna í sam-
ræmi við lífsviðhorf okkar.
Gott samstarf við
formanninn
Í stjórnmálaumræðunni að
undanförnu hefur borið mikið á
óheftum markaðsáherslum, þar
sem sérhagsmunir
vega þyngra en al-
mannahagsmunir.
Þessi þróun geng-
ur gegn hinum sí-
gildu viðhorfum
jafnaðarstefn-
unnar sem ég hef
haft að leiðarljósi í
mínu stjórnmála-
starfi. Ég hef ekki
dregið dul á efa-
semdir mínar um
þessar nýju
áherslur sem m.a.
hafa komið fram í
einkavinavæðingu,
græðgi og að
framkvæmdavald-
ið misfari með
vald sitt. Við slík-
ar aðstæður þurfa
gildi jafnaðar-
stefnunnar að
vega þungt. Meg-
ináherslu þarf að
leggja á að bæta
stöðu barnafólks,
einstæðra for-
eldra, öryrkja,
sjúkra og hins sí-
stækkandi hóps
aldraðra. Formaður Samfylk-
ingarinnar hefur þrásinnis und-
irstrikað þetta grundvallar-
viðhorf í ræðum og tillögu-
flutningi.
Fyrir mér er grunnhugsjón
jafnaðarstefnunnar um sam-
kennd og samhjálp alltaf sígild
nútímastjórnmálastefna, hvað
sem líður nýjum stefnum og
straumum sem jafnaðarmenn
þurfa að tileinka sér í sí-
breytilegu samfélagi. Þar liggja
skyldur okkar jafnaðarmanna,
ekki síst á tímum þar sem mis-
skipting og græðgi fer vaxandi
á kostnað samhjálpar og jafn-
aðar. Jafnframt því á almenn
jafnræðisregla og -sýn að vera
viðmið okkar og gæta þarf þess
að markaðsþjóðfélagið fái notið
sín með þessum félagslegu
áherslum.
Alla leið í
stjórnarráðið
Um þessi grunngildi hef ég
átt gott samstarf við Össur
Skarphéðinsson, formann Sam-
fylkingarinnar. Honum hefur
tekist að halda vel utan um
jafnaðarstefnuna – halda á lofti
áherslum um trausta efnahags-
stjórn, öflugt atvinnulíf,
lýðræðislegar leikreglur og
stuðning við jafnrétti og vel-
ferð fyrir alla. Ég hef líka
kunnað vel að meta áherslu
Össurar á aukna valddreifingu
og jafnrétti kynja – og hef ég
fengið öflugan stuðning frá
honum í baráttu fyrir þessum
málum. Þess vegna styð ég
Össur til áframhaldandi forystu
og treysti honum til að skila
okkur jafnaðarmönnum alla
leið í stjórnarráðið.
Við erum
á réttri
leið
Höfundur er alþingismaður.
Jóhanna Sigurðardóttir
’Þess vegna styðég Össur til
áframhaldandi
forystu og treysti
honum til að skila
okkur jafnaðar-
mönnum alla leið í
stjórnarráðið.‘
Jóhanna Sigurðardóttir
fjallar um formannskjör
Samfylkingarinnar
neytenda muni fækka þar sem hin sam-
einuðu fyrirtæki eigi möguleika á að
tvinna saman ýmsa fjarskiptaþjónustu
og t.d. sjónvarpsþjónustu. Þannig muni
val neytenda á fjarskiptafyrirtæki til að
skipta við takmarka valmöguleika neyt-
andans á sjónvarpsþjónustu um netteng-
ingar. Áhrifin yrðu þau að ef neytandi
hefði t.d. í hyggju að eiga netviðskipti við
Og Vodafone gæti hann, ef hann vildi
horfa á sjónvarp með Netinu og/eða
ADSL-tengingum, eingöngu horft á
sjónvarp sem dreift væri um kerfi Og
Vodafone, þ.e. sjónvarpsdagskrár 365
ljósvakamiðla. Ef hann óskaði eftir því
að njóta sjónvarpsefnis Skjás eins þyrfti
hann jafnframt að vera í viðskiptum við
Landssímann, bendir samkeppnisráð á.
Neikvæðum áhrifum eytt
Það er mat samkeppnisráðs að skil-
yrðin sem fyrirtækin hafi gengist undir
muni tryggja aðgang keppinauta þeirra
á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði að
dreifikerfum og efni í einu hinna samein-
uðu fyrirtækja. Þannig verði þeim nei-
kvæðu samkeppnislegu áhrifum eytt
sem samruni fyrirtækjanna geti valdið á
íslenskum fjarskipta- og sjónvarpsmörk-
uðum. Af skilyrðunum leiði einnig að að-
gangur keppinauta að mörkuðunum
verður að mati samkeppnisráðs auðveld-
ari en hann hafi verið.
g Og Vodafone enn frek-
nnur fjarskiptafyrirtæki
tryggt sér aðgang að efni
ftir sínum dreifikerfum.
nisráð að með svipuðum
að fullyrða að samþjöpp-
marka möguleika nýrra
að komast inn á þessa
g muni ný fjarskiptafyr-
fa aðgang að efni til að
leiðir sínar og nýjar sjón-
uni ekki hafa aðgang að
ileiðum Landssímans og
Hætta sé á að valkostum
fyrir samruna fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja
da skaðast
að gert
Morgunblaðið/ÞÖK
Fjölmiðlafyrirtækin, 365 ljósvakamiðlar ann-
ars vegar og Skjár einn hins vegar, skulu verða
við öllum málefnalegum beiðnum fyrirtækja um
að fá að dreifa sjónvarps- og útvarpsmerkjum
fjölmiðlafyrirtækjanna í opinni og læstri sjón-
varpsdagskrá.
Landssíminn skal veita öðrum en Skjá einum
aðgang að dreifikerfum sínum fyrir sjónvarp
og útvarp.
Landssíminn skal heimila netþjónustuveitum
að selja ADSL-tengingar fyrirtækisins til not-
enda gegn sama verði og viðskiptakjörum og
netþjónusta Landssímans nýtur þannig að jafn-
ræðis sé gætt milli netþjónustu Landssímans og
annarra netþjónustuveitna.
Samrunafyrirtækjunum verður óheimilt að
tvinna saman sölu á fjarskipta- og sjónvarps-
þjónustu.
Í viðskiptum og öðrum samskiptum við við-
skiptavini samrunafyrirtækjanna og í kynningu
og markaðssetningu þeirra skulu fjarskiptafyr-
irtæki annars vegar og sjónvarpsfyrirtæki hins
vegar koma fram hvert í sínu lagi eins og um
óskyld fyrirtæki sé að ræða.
Til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli
keppinauta á markaði fyrir dreifingu á sjón-
varps- og útvarpsmerkjum skulu 365 ljós-
vakamiðlar veita fyrirtækjum sem dreifa sjón-
varps- og útvarpsmerki félagsins aðgang að
upplýsingum sem tengjast sjónvarps- og út-
varpsþjónustu þess og hafa viðskiptalega þýð-
ingu. Um getur verið að ræða upplýsingar um
fyrirhugaðar breytingar á verðlagningu, nýja
þjónustu, tilraunaútsendingar og tæknileg at-
riði svo dæmi séu tekin. Í þessu felst að keppi-
nautar skulu á jafnræðisgrundvelli fá umrædd-
ar upplýsingar á sama tíma og á sama formi og
viðkomandi deildir Og Vodafone og 365 ljós-
vakamiðla.
Til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli
keppinauta á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og
markaði fyrir dreifingu á sjónvarps- og út-
varpsmerkjum skal Landssíminn veita keppi-
nautum sínum og keppinautum Skjás eins á
markaði aðgang að upplýsingum sem tengjast
grunnfjarskipta- og dreifingarþjónustu Lands-
símans á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og hafa
viðskiptalega þýðingu. Um getur verið að ræða
upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á
verðlagningu, nýja þjónustu, dreifingu, til-
raunaútsendingar og tæknileg atriði. Í þessu
felst að keppinautar skulu fá þessar upplýs-
ingar á sama tíma og viðkomandi deildir
Landssímans og Skjás eins og í sams konar
formi og þær deildir.
Innbyrðis viðskipti milli Landssímans og
Skjás eins annars vegar og Og Vodafone og 365
ljósvakamiðla hins vegar skulu vera á sama
grundvelli og viðskipti milli óskyldra aðila.
Sjónvarpsfyrirtæki Landssímans, Skjár einn,
skal rekið sem sérstakur lögaðili. Sjónvarpsfyr-
irtæki Og Vodafone, 365 ljósvakamiðlar, skal
rekið sem sérstakur lögaðili.
Til að tryggja að upplýsingar fari ekki á milli
Landssímans og Skjás eins annars vegar og Og
Vodafone og 365 ljósvakamiðla hins vegar um-
fram það sem gerist á milli fyrirtækjanna og
keppinauta þeirra sem jafnframt eru við-
skiptamenn þeirra eru settar hömlur við stjórn-
arsetu í samrunafyrirtækjunum.
Helstu skilyrði
samkeppnisráðs
m mæli í framtíðinni
ð og með ADSL-
fyrirtækjakaupum
vær blokkir fyrirtækja
ig er sett saman af
a- og sjónvarpsfyrir-
nisráð segir að að öllu
þessar fyrirtækja-
ráða langstærstum
ftirsóknarverðu er-
sefni sem einkarekn-
andi til boða. Að auki
afyrirtækin, Síminn og
með sér íslenska fjar-
um að langmestu leyti.
ppnisráðs
65 og Og
a úr-
jónvarps-
ð vera að-
aðilum.
tt ýmis
em eru ít-
byggja
eifikerfi á
ræðum
aði á síð-
(þá Norð-
úr þeim
up á ráð-
ryggði sér
irsókn-
da þess að
nustu á
nn leggur
fþreyingu
mið úr-
er að-
tu efni á
ara.“
on, hrl. og
egir að
s sýni að
fær um
að taka á málefnum fjölmiðla. Nið-
urstaðan sanni að engin þörf sé á
sérstökum lögum um eignarhald á
fjölmiðlum eða
um starfsemi
þeirra umfram
aðra.
Sigurður segir
að niðurstaðan
hljóti einnig að
sýna að 365
prentmiðlar, sem
er í eigu Og
Vodafone, verði
ekki reknir samhliða ljósvakamiðl-
unum. Ef það sé heimilt verði að
koma önnur ákvörðun samkeppn-
isyfirvalda um það.
„Þessi úrskurður er góður að því
leyti að hann gerir minni fjarskipta-
fyrirtækjum mögulegt að fá efni frá
stórum ljósvakafyrirtækjum til að
dreifa á sínum kerfum, að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum sem
mega ekki vera önnur og meiri
gagnvart Og Vodafone. Hér er því
opnað fyrir samkeppni, sem var úti-
lokuð eins og ástandið var og menn
höfðu boðað að þeir ætluðu að fara
að búa til efnisveitur. Hið sama hlýt-
ur að gilda gagnvart Símanum, sem
verður að láta önnur fjarskiptafyr-
irtæki hafa aðgang að sínu efni. Úr-
skurðirnir eru því góðir, bæði fyrir
neytendur og minni fyrirtæki á
markaðnum,“ segir Sigurður.
Sigurður var forstjóri Norður-
ljósa þar til í lok október á síðasta
ári, áður en nafninu var breytt í 365
ljósvakamiðla og samruni við Og
Vodafone átti sér stað. Hann segir
það í raun skondið að eftir allt sam-
an sé niðurstaðan einfaldlega sú að
reka beri fyrirtækin líkt og gert var
í hans tíð á Lynghálsinum.
SKARPHÉÐINN Berg Stein-
arsson verður að gera upp við sig í
hvorri stjórninni hann ætlar að sitja
en hann er
stjórnarformað-
ur bæði 365 ljós-
vakamiðla ehf. og
Og fjarskipta hf.,
sem reka Og
Vodafone. Hann
segir þetta einnig
eiga við um Eirík
S. Jóhannsson,
forstjóra Og
Vodafone, sem á sæti í stjórn 365
ljósvakamiðla.
Skarphéðinn segir það augljóst að
niðurstaða samkeppnisráðs muni
breyta uppbyggingu á samstæð-
unni. Nú verði sest yfir niðurstöð-
una og skilyrðin skoðuð. Hann segir
ýmislegt vekja athygli í niðurstöðu
ráðsins, m.a. sú að Símanum og Skjá
einum sé gefinn rýmri tími til að
bregðast við en 365 ljósvakamiðlum
og Og Vodafone.
„Við þurfum á næstu dögum að
skoða hvernig þetta lítur út, bæði út
frá okkar hagsmunum og mark-
aðnum í heild. Þess vegna er of
snemmt að segja til um okkar af-
stöðu. Við féllumst á að una skilyrð-
unum, með þeim fyrirvara að þau
skilyrði sem sett yrðu Símanum,
sem við sáum fyrst í dag [gær], yrðu
í samræmi við okkar skilyrði. Ef það
er eitthvað sem okkur finnst að megi
betur fara munum við gera grein
fyrir því eftir páska,“ segir Skarp-
héðinn.
Spurður hvort niðurstaða sam-
keppnisráðs muni hafa áhrif á þá
rekstrarþætti sem ætlunin var að
samþætta segir Skarphéðinn að
áfram verði hægt að njóta nokkurra
samlegðaráhrifa, m.a. á rekstri sam-
eiginlegs þjónustuvers. Hins vegar
hafi aldrei verið hugsunin sú að t.d.
viðskiptavinir Og Vodafone ættu
eingöngu aðgang að fjölmiðlum 365
ljósvakamiðla. „Það yrði afleitur
bisness,“ segir Skarphéðinn Berg.
Breytir upp-
byggingu okkar
Meira á mbl.is/ítarefni