Morgunblaðið - 30.03.2005, Side 1

Morgunblaðið - 30.03.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 84 . TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Koníakslegnar tarantúlur Siggi Hall eldaði syfjaðar risakóngulær fyrir ævintýramenn | Menning Úr verinu | Fiskuðu samtals 1,6 milljónir tonna  Hvað er ESB að makka með Norðmönnum? Íþróttir | Lippi vill hefna fyrir tapið á Íslandi  Keflavík mætir Snæfelli í úrslitum KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er gagnrýndur í nýrri skýrslu nefndar sem rannsakar áætlun samtakanna um sölu á olíu frá Írak þegar viðskiptabann á landið var í gildi. Annan er þó ekki sakaður um spillingu í skýrsl- unni. Rannsóknarnefnd undir forystu Pauls Volckers, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, birti í gær þá niðurstöðu sína að ekki hafi komið fram nægar vísbendingar um að Kofi Annan hafi vitað að svissneska fyrirtækið Cotecna Inspection, sem sonur hans starfaði fyrir, hafi gert tilboð í verk í tengslum við olíusöluáætlunina árið 1998. Ekkert bendi því til þess að hann hafi haft áhrif á þá ákvörðun embættismanna SÞ að taka tilboðinu. Rannsóknarnefndin gagnrýnir hins vegar Ann- an fyrir að hafa ekki fyrirskipað „ýtarlega og óháða rannsókn“ um leið og málið komst í hámæli til að ganga úr skugga um hvernig sonur hans, Kojo, tengdist svissneska fyrirtækinu. Annan sagði í gær að nefndin hefði hreinsað hann af öllum ásökunum um embættisbrot. Scott McClellan, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði að stjórn hans styddi enn Kofi Annan þrátt fyrir gagnrýnina. Skjölum eytt Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að fyrrver- andi skrifstofustjóri Annans, Iqbal Riza, lét eyða skjölum sem tengdust málinu daginn eftir að ör- yggisráð SÞ heimilaði rannsóknina. Nefndin sakar einnig Cotecna og Kojo Annan um að hafa reynt að leyna tengslum sínum. Í bréfi frá lögfræðingi Kojos, sem fylgir skýrslunni, er viðurkennt að hann hafi ekki sagt föður sínum allan sannleikann. Bandaríkin styðja Ann- an áfram Gagnrýndur í nýrri skýrslu en ekki sakaður um spillingu New York. AP, AFP. Paul Volcker ræðir nýja skýrslu sína um rann- sókn á olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna. Reuters RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur vísað til dómsmálaráðuneytisins erindi bandarískra yfirvalda þess efnis að þau íhugi að fá Bobby Fischer framseldan til Bandaríkjanna. Erindið barst ríkislögreglustjóra á skír- dag, er Fischer kom til landsins, frá lands- skrifstofu alþjóðalögreglunnar Interpol í Washington. Yfirskrift þess er „Red Notice“. Þar eru settar fram spurningar í tengslum við hugsanlega framsalskröfu. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri hef- ur staðfest við Morgunblaðið að erindi þessa efnis hafi borist embættinu og að því hafi ver- ið vísað til dómsmálaráðuneytisins, sem fer ríkjamenn að Fischer dveljist hér á landi. Fischer hefur verið eftirlýstur vegna brots á viðskiptabanni við Júgóslavíu, en hann tefldi einvígi við Borís Spasskí í Belgrad árið 1992. Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur bent á að það meinta brot Fischers sé fyrnt samkvæmt íslenskum lögum, en Íslandi beri ekki skylda til að verða við framsalskröfu nema brotið sem krafan beinist að sé jafn- framt brot gegn íslenskum lögum. Fram hef- ur komið í bandarískum fjölmiðlum að þar- lend stjórnvöld hafi til skoðunar önnur meint brot Fischers; á skattalögum og jafnvel lög- um um peningaþvætti. með framsalsmál. Meðal þeirra at- riða sem bandarísk yfirvöld inna ríkis- lögreglustjórann eftir er staðfesting á að Bobby Fischer sé staddur hér á landi. Þau tilkynna ennfremur að Fischer sé eftirlýst- ur og yfirvöld hafi til skoðunar hvort þau krefjist framsals hans. Embætti ríkislög- reglustjóra hefur þegar staðfest við Banda- Interpol sendir ríkislögreglustjóra erindi bandarískra yfirvalda Íhuga að krefjast framsals Fischers Bobby Fischer ÁSTANDIÐ á eyjunni Nias á Indlandshafi er furðu gott mið- að við aðstæður, þó að þar gæti mikillar skelfingar eftir harðan jarðskjálfta á mánudag. Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Indó- nesíu, segir viðbúnað hafa verið mikinn og lán í óláni að mikið af þrautþjálfuðu hjálparstarfs- fólki var á svæðinu þegar skjálftinn reið yfir. Hjálpar- starfsfólkið hefur starfað að uppbyggingu og hjálparstarfi í miklar skemmdir en það er líka heilmikið af hjálpargögnum sem komið hefur til Indónesíu og á þessi svæði í kjölfar skjálftans í desember, svo það er hægt að nota það sem fyrir er til að bregðast við.“ Óttast er að hátt í 2.000 manns hafi látið lífið í jarð- skjálftanum í fyrradag, að sögn fréttastofunnar AP í gær. kjölfar jarðskjálftans og flóð- bylgjunnar 26. desember sl. „Þannig að það á allt að geta komist til fólks á mun skemmri tíma en venjulega,“ segir Ómar í samtali við Morgunblaðið. Óttast að 2.000 hafi farist Þórir Guðmundsson, upplýs- ingafulltrúi Rauða kross Ís- lands, efast um að íbúarnir þurfi mikla utanaðkomandi að- stoð aðra en þá sem þegar er fyrir á svæðunum. „Þetta eru Reuters Indónesar kanna rústir verslunar í bænum Sibolga á Súmötru eftir jarðskjálftann í fyrradag. Mikill viðbúnaður dregur úr áfallinu  Yfir 1.000/16  Ekkert lát/6 Lán í óláni að fjöldi hjálparstarfsmanna var á svæðinu, segir Ómar Valdimarsson í Indónesíu YFIR 300.000 manns hafa dáið af völdum átakanna í Darfur-héraði í Súdan, að því er fram kemur í skýrslu sem bresk þingnefnd birtir í dag. Nefndin kannaði ástandið í Darfur í febrúar og samdi skýrsluna eftir viðtöl við starfsmenn hjálparstofn- ana, embættismenn Sameinuðu þjóð- anna og Hilary Benn, ráðherra þró- unaraðstoðar í bresku stjórninni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur áætlað að 70.000 manns hafi dáið af völdum átakanna, sem hafa staðið í tvö ár, en breska þingnefndin telur að dánartalan sé að minnsta kosti fjórum sinnum hærri. Nefndin sakar WHO um að hafa van- metið mannfallið stórlega og segir að tölur stofnunarinnar nái aðeins til dauðsfalla í flóttamannabúðum en ekki til árása á þorp víðs vegar um Darfur. Þá nái tölurnar aðeins yfir tímabilið frá mars til október í fyrra en átökin hafi staðið miklu lengur. Telja 300 þúsund liggja í valnum London. AFP. RÚSSNESKIR saksóknarar kröfðust þess í gær að auðkýfingurinn Míkhaíl Khodorkovskí, stofn- andi olíurisans Yukos, yrði dæmdur í tíu ára fang- elsi fyrir skattsvik og fjárdrátt. Saksóknarnir kröfðust einnig þess að samstarfs- maður Khodorkovskís, Platon Lebedev, sætti sömu refsingu og að eignir þeirra yrðu teknar eignarnámi. Búist er við að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir lok maímánaðar. Lögfræðingar Khodor- kovskís voru ekki bjartsýnir á að dómstóllinn sýknaði hann en sögðust enn halda í vonina og ætla að áfrýja dómnum verði auðkýfingurinn dæmdur í fangelsi. Khodorkovskí fái 10 ára dóm Moskvu. AFP. ♦♦♦ MIKILL meirihluti reykingamanna á Írlandi telur, að bannið við reyk- ingum á opinberum stöðum hafi gefist vel. Eru 80% þeirra á þeirri skoðun en ár er nú liðið frá því lög um það tóku gildi. 98% allra þeirra, sem könnunin tók til, segja, að lögin hafi haft til- ætluð áhrif og 89% reykingamanna. Þá eru 98% allra á því, að vinnu- staðir séu orðnir heilsusamlegri en áður og 94% reykingamanna. Kom þetta fram á fréttavef írska blaðsins Irish Examiner. Reykinga- menn ánægðir með reykbann ♦♦♦ Úr verinu og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.