Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 12

Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FRÁ síðustu áramótum hefur dregið nokkuð úr fjölda þeirra sem huga að íbúðakaupum á næstunni. Þeim sem hyggjast festa kaup á bifreið hefur hins vegar fjölgað og þá hefur þeim einnig fjölgað sem hafa í huga að ferðast til útlanda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Gall- up en væntingavísitala Gallup var birt í gær. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka segir að breytingar á áhuga þeirra sem hyggjast festa kaup á húsnæði séu athyglisverðar í ljósi mikillar veltu á fasteignamark- aði að undanförnu. Segir deildin að ef til vill sé tímabundin mettun að eiga sér stað um þessar mundir eftir mikil viðskipti að undanförnu. Þá sé einnig sennilegt að verðhækkun dragi úr áhuga kaupenda. Segir Greining ÍSB að vísitölurnar sem mæli fyrirhuguð bifreiðakaup og utanlandsferðir hafi hækkað umtals- vert og ekki mælst hærri frá því mæl- ingar hófust í júní 2002. Bætt mat á atvinnuástandinu Segir í Morgunkorni Greiningar ÍSB að neytendur virðist sáttir við líf- ið og tilveruna um þessar mundir ef marka megi væntingavísitölu Gallup. Vísitalan hafi hækkað um 6,4 stig og standi nú í 127,6 stigum. Mat neyt- enda á atvinnuástandinu hafi batnað umtalsvert frá fyrri mánuði og hafi ekki mælst hærra frá því mælingar hófust. Atvinnuleysi hafi farið minnk- andi að undanförnu, spenna virðist framundan á vinnumarkaði og það hafi ekki farið framhjá neytendum. „Fækkað hefur í hópi þeirra sem telja að efnahagsástandið verði betra eftir sex mánuði og þeim fjölgað sem telja að ástandið verði verra. Þetta endurspeglar ef til vill núverandi landslag efnahagsmála þegar hag- vöxtur er umtalsverður en skýr hættumerki eru til staðar í háu raun- gengi krónunnar og miklum og vax- andi viðskiptahalla sem mun krefjast leiðréttingar fyrr eða síðar,“ segir Greining ÍSB. Minni áhugi á íbúðakaupum Morgunblaðið/ÞÖK Ef áhugi er fyrir jöfnum forsendum til hagvaxtar á landsbyggðinni og í Reykjavík þarf annaðhvort að færa til stofnanir eða lækka skatta á landsbyggðinni, segir Vífill Karlsson, dósent við Viðskiptaháskólann á Bifröst. ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands námu ríflega 16,5 milljörðum króna í gær. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir ríflega 1,1 millj- arð.Mest hækkun varð á bréfum Bakkavarar, 1,6%, en mest lækkun varð á bréfum FL Group, -2,1%. Úrvalsvísitala hækkaði um 0,12% og er nú 3.896 stig. Bakkavör hækkaði mest                                 !"#   !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2       ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  4(&   ,56& /7 &&  89$/  0%!  0" :"# 0"&'  0"1   ;    <;## &#1   &  = && "  &  >17 11 ?06($#    !  (  ! $"' @;//  ,&' 51 % "&'  <6 6  "# $%  AB@C 05    $    ?      ?        ? ?     ? ?  ? ? ? ? ? ? ? ? $; &#  ;   $   ? ? ? ?  ?  ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? D EF ? D EF D ?EF ? D ? EF D  EF D ?EF ? ? ? D ? EF ? ? D ?EF ? ? ? ? ? ? D  EF ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? 3$ "'    '# & < "( 5 " '# G ) 0"      ?            ?  ?   ?  ?  ? ? ? ? ? ? ? ?                                                         =    5 *+   <3 H #&"  !/"'       ?        ? ? ? ?  ? ? ? ? ? ? ? ? <3? I  1 1"'&' " "/  ● GREININGARDEILD KB banka spá- ir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,4% í apríl. Fari svo verð- ur verðbólga 4,5% á ársgrundvelli. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% í apríl í fyrra. Verði hækkunin að veruleika er skýringuna helst að finna í út- sölulokum og hækkun fast- eignaverðs en greiningardeildin gerir ráð fyrir að heldur muni draga úr verðbólguhraðanum á næstunni í ljósi verðhækkana síðasta vor. Jafnframt gerir greiningardeildin ráð fyrir því að verðbólgan muni hækka enn frekar þegar líða tekur á árið og að hún muni ná hámarki und- ir lok ársins. Spáir 4,5% verðbólgu ● HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu hefur tekið að lækka á ný en loka- verð á hráolíu af Brent-svæðinu í gær var 52,08 dalir/fat. Fyrir rúmri viku var verðið 55,66 dalir/fat. Sömu sögu er að segja af hráolíu á Nymex-markaðnum í New York en þar var lokaverð 54,23 dalir/fat í gærkvöldi. Lokaverð fyrir rúmri viku var hins vegar 56,72 dalir/fat. Þetta bendir til þess að áhrifa auk- innar framleiðslu OPEC sé loksins farið að gæta. Olían tekin að lækka HAGNAÐUR Tæknivals hf. á síðasta ári nam 607 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var tap félagsins 289 millj- ónir. Eigið fé fé- lags í lok árs 2004 var jákvætt um 250 þúsund krón- ur en það var hins vegar neikvætt um 608 milljónir í árslok 2003. Rekstrartekjur Tæknivals námu um 2,5 milljörð- um króna á árinu 2004, samanborið við um 3,3 milljarða árið áður. Rekstrargjöld lækkuðu hins vegar enn meira milli ára, eða úr 3,4 milljörðum á árinu 2003 í tæpa 1,7 milljarða í fyrra. Rekstrarhagnað- ur fyrir afskriftir (EBIDTA) var 871 milljón á síðasta ári samanbor- ið við 89 milljóna króna tap árið áð- ur. Þá var hagnaður eftir fjár- magnsgjöld og tekjuskatt 607 milljónir í fyrra en það var hins vegar 289 milljóna tap árið áður. Í tilkynningu frá Tæknivali seg- ir að félagið hafi tekið miklum breytingum í kjölfar sölu á versl- anasviði þess til Skífunnar í janúar á síðasta ári. Eftir breytingarnar hafi aftur verið lögð áhersla á það sem ávallt hafi verið kjarnastarf- semi fyrirtækisins, en það er sala og þjónusta á tölvubúnaði til fyr- irtækja og stofnana. Allt árið 2004 hafi verið unnið að því að styrkja þessar áherslur enn frekar. Betri afkoma hjá Tæknivali Morgunblaðið/ÁsdísSÆNSK-finnski fjarskiptarisinn TeliaSonera hefur náð samkomulagi við tyrkneska fyrirtækið Cukurova um kaup á 27% hlut í farsímafyrir- tækinu Turkcell. Eftir kaupin verður eignarhlutur TeliaSonera í Turkcell 64,3% en kaupverðið var 3,1 millj- arður Bandaríkjadala, sem samsvar- ar 191 milljarði íslenskra króna. Cukurova hefur, samkvæmt frétt Financial Times, átt í rekstrarerfið- leikum og grípur því til þess ráðs að selja þennan hlut. Fyrirtækið verður þó áfram minnihlutaeigandi í Turk- cell með 13,5% hlut en eitt af skilyrð- unum fyrir sölunni til TeliaSonera er að tyrkneska kauphöllin aflétti skyldu til yfirtökutilboðs. Þannig getur Cukurova losað sig við miklar skuldir en samt haldið stórum eign- arhlut í langstærsta farsímafyrir- tæki landsins en Turkcell hefur 70% markaðshlutdeild í Tyrklandi. Viðskiptin hafa vakið mikla reiði meðal annarra minnihlutaeigenda í félaginu sem telja sig vera svikna um sinn hlutskerf. Hafa þeir hótað lög- sókn til þess að stöðva kaupin en bú- ist er við að þau gangi í gegn ein- hvern tíma á öðrum fjórðungi ársins samkvæmt sænsku fréttaþjónust- unni Direkt. TeliaSonera kaupir 27% í Turkcell 8 'J 0KL       E E !<0@ M N       E E B B .-N       E E )!N 8 $     E E AB@N MO 4&$    E E

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.