Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI SUÐURNES Sandgerði | Hann var ekki stygg- ur þessi refur sem nagaði vænginn á páskamáltíðinni sinni í mak- indum sínum nokkra metra frá veginum milli Sandgerðis og Keflavíkur þegar ljósmyndari átti leið hjá á öðrum degi páska. Refirnir voru reyndar tveir tals- ins, en félagi refsins svanga skoppaði örlítið frá til þess að fylgjast með aðförunum og að- komumanni. Þegar hinn refurinn áttaði sig á því að hann var orðinn einn stóð hann á lappir og sneri sér í hring og leit til ljósmynd- arans og tók síðan á stökk út í móa. Eftir 100 metra settist hann aftur niður og hélt áfram að naga fuglsvænginn, enda ljóst að lítil ógn væri af ljósmyndaranum og félögum hans. Ljósmynd/Róbert Schmidt Páska- máltíð lágfótu Reykjanesbær | Hið árlega Erlings- kvöld Bókasafns Reykjanesbæjar, til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni verður haldið fimmtudagskvöldið 31. mars næstkomandi. Listamað- urinn, sem býr í Osló, verður við- staddur. Dagskráin fer fram í Lista- safni Reykjanesbæjar í Duus-húsum og hefst kl. 20. Erlingur Jónsson hefur á und- anförnum árum fært Bókasafni Reykjanesbæjar þrjú verk, Laxness- fjöðrina sem stendur framan við húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og tvær bronsafsteyp- ur; af Halldóri Laxness og Matthíasi Johannessen, en þær eru nú meðal verka Erlings á sýningunni Erlingur Jónsson og samtímamenn í Lista- safni Reykjanesbæjar. Bókasafnið hefur undanfarin ár haldið bókmenntakvöld til heiðurs Erlingi. Í ár fagnar Erlingur 75 ára afmæli og er dagskráin því helguð honum. Boðið verður upp á upp- lestur og tónlistaratriði, vinir Er- lings munu flytja afmælisávarp og sjálfur mun Erlingur koma fram. Einnig verður afsteypa af Laxness- fjöðrinni afhent þeim nemendum úr Myllubakkaskóla sem sköruðu fram úr í ritgerðasamkeppni. Erlingskvöld í bókasafninu SKÍÐASVÆÐIN í Hlíðarfjalli á Akureyri og Böggvisstaðafjalli á Dalvík voru opin um páskana, þrátt fyrir að aðstæður til skíðaiðkunar hafi verið frekar erfiðar. Hins vegar hefur skíðasvæðið í Tindaöxl í Ólafs- firði verið lokað frá því í lok janúar. „Það er ekki snjókorn í fjallinu og ég held því að ekki verði um frekari skíðaiðkun að ræða hér í vetur. Það er ekki einu sinni hægt að fara á gönguskíði,“ sagði Óli Hjálmar Ing- ólfsson, forstöðumaður skíðasvæðis- ins í Tindaöxl. Þar hefur aðeins ver- ið opið í rúma 20 daga í vetur og sagði Óli að ástandið þó ekki það versta sem hann hefði kynnst í fjall- inu, „því eitt árið var aldrei opnað“. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur verið lokað frá því á annan í páskum en stefnt er að því að opna svæðið á ný um næstu helgi. Þá verður haldið þar og í Gilinu á Akureyri hið árlega skíðabrettamót Ak-Extreme. „Pásk- arnir voru þokkalegir, svipaðir og í fyrra og aðsóknin var eins um þokkalega helgi. Það vantaði ekkert upp á veðrið en það vantaði snjó,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíðar- fjalli, en þar var aðkomufólk í mikl- um meirihluta. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur verið opið í 63 daga á þessum vetri og Guðmundur Karl gerir sér vonir um að enn sé mánuður eftir af ver- tíðinni. „Ég yrði sáttur með að ná 80–90 dögum en í fyrravetur var op- ið í 100 daga sem var mjög gott.“ Sitjum eftir með sárt ennið Óskar Óskarsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, sagði að þar á bæ hefðu menn séð fram á það í vik- unni fyrir páska að ekki yrði haldin þar hin árlega páskahátíð. „Engu að síður reyndum við að gera það sem hægt var til að halda svæðinu opnu. Við fengum mun færra fólk á skíði en við erum vanir og aðsóknin um páskana var svipuð og um sæmilega helgi. Við sitjum því eftir með sárt ennið eins og svo margir aðrir.“ Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli var opið alla páskadagana en að- stæður voru erfiðar. Í vetur hefur svæðið verið opið í um 90 daga og þar af í 12 daga fyrir áramót. „Við erum aðeins að missa úr örfáa daga en það segir ekki alla söguna, því við höfum verið með opið við lág- marksaðstæður og getað haldið úti æfingum. Þetta hafa ekki verið sér- stakar aðstæður fyrir almenning og við höfum t.d. ekki getað tekið á móti hópum,“ sagði Óskar. Hlutirnir eru fljótir að breytast Hann sagði að Dalvíkingar væru farnir að hugsa stórt, enda þyrfti svo lítið að gera til að bæta að- stæður í fjallinu til mikilla muna. Óskar vildi ekkert tjá sig um hvort snjóframleiðsla væri til skoðunar. „En við erum farnir að hugsa um það hvað við getum gert til þess að bæta úr okkar málum.“ Varðandi framhaldið í vetur sagði Óskar að útlitið væri ekki gott, neðra svæðið væri sennilega úti og til að hægt yrði að lagfæra efra svæðið þyrfti að kólna. Andrésar Andar leikarnir á skíð- um, hinir 30. í röðinni, verða haldnir í Hlíðarfjalli 20.–23. apríl nk. Guð- mundur Karl sagði að undirbúning- urinn væri í fullum gangi og að ekki stæði annað til á þessari stundu en halda glæsileg leika. „Það er enn marsmánuður og þótt maður geti þrammað hér um svæðið á inniskóm eru hlutirnir fljótir að breytast. Það eru ekki nema þrjú síðan hér kyngdi svo niður snjó í byrjun apríl að það varð að fresta skíðamóti af þeim sökum. Það er því fullsnemmt að segja eitthvað til um framhaldið,“ sagði Guðmundur Karl. Eins og fram hefur komið hefur verið ákveð- ið að hefja snjóframleiðslu í Hlíð- arfjalli næsta haust. Skíðasvæðin á Akureyri og Dalvík voru opin um páskana Morgunblaðið/Kristján Veðrið lék við skíðafólk í Hlíðarfjalli þótt aðstæður væru mjög erfiðar. Lítil aðsókn og aðstæður erfiðar HEIÐRÚN Sig- urðardóttir og Guðni Freyr Sig- urðsson fögnuðu sigri í kvenna- og karlaflokki á Ís- landsmótinu í hreysti, sem fram fór á Akureyri um páskana. Reynir Jónasson og Sólveig Silfá Sveinsdóttir urðu Íslandmeist- arar unglinga og Sigurkarl Aðal- steinsson í flokki öldunga. Alls mættu um 20 keppendur til leiks að þessu sinni. Þeir reyndu með sér í þrekæf- ingum, hindr- unarbraut og sam- anburði og var hart barist á öllum víg- stöðvum. Á mynd- inni er Heiðrún Sig- urðardóttir á sviðinu í Sjallanum.Morgunblaðið/Kristján Fagnaði sigri á Ís- landsmóti NÝ og mjög öflug pressa til bögg- unar á pappírs- og plastúrgangi hefur verið tekin í notkun hjá Endurvinnslunni á Akureyri. Í henni eru dagblöð, tímarit, bylgjupappi, fernur, landbúnaðar- plast, plastflöskur og fleira sett í yfir 500 kg bagga þannig að mjög góð nýting verður á gámunum sem þeir eru settir í við útflutning. Við bestu aðstæður er talið að pressan afkasti 10 til 15 tonnum á klukkustund. Það er veruleg aukning á afköstum frá því sem var. Á árinu 2004 tók Endurvinnslan við rúmum 520 tonnum af pappír. Einnig var tekið við um 30 tonn- um af fernum, 45 tonnum af land- búnaðarplasti, 180 tonnum af plastflöskum, þar af 100 tonnum af Eyjafjarðarsvæðinu. Til fróð- leiks má geta þess að talið er að á svæði Sorpeyðingar Eyjafjarðar falli til um 2.200 til 2.600 tonn af pappír og pappa, 100 tonn af fern- um og 350 tonn af landbúnaðar- plasti en þessu verður nú mun auðveldara að taka við og koma til endurvinnslu og hætta að urða það eins og gert er í dag. Öllum einstaklingum og fyrirtækjum, sem eru með mikið af endur- vinnsluefnum, er heimilt að koma með þau beint í Endurvinnsluna í Réttarhvammi 3 en öðrum er bent á grenndargáma og gámasvæði, segir á vefsíðu sorpsamlagsins. Ný pressa hjá Endurvinnslunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.