Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 23 DAGLEGT LÍF „ENGUM blöðum er um það að fletta að fólk er farið að kalla eftir breyttu mataræði, bættri heilsu og breyttu líferni. Það eru hinsvegar allir orðnir svolítið ruglaðir á því hvaða stefnur séu líklegastar til að bera árangur því mismunandi kúrar eru á hverju strái,“ segja þau Þorbjörg Hafsteins- dóttir og Oscar Umahro Cadogan næringarþerapistar. Til að einfalda hlutina fyrir fólk, sem vill sinna líkama sínum vel án þess að detta niður í fanatík, hafa þau þróað tíu grunnreglur, byggðar á vís- indalegum rökum. „Við tökum inn kostina og sneiðum fram hjá göll- unum í ríkjandi fæðustefnum nú- tímans sem eiga t.d. rætur sínar að rekja í Atkins-fæðinu, South Beach- kúrnum, danska kúrnum, nýja fæðu- pýramídanum, grænmetisfæði og hráfæði. Eitthvað gott er í öllum þessum kúrum, sem við nýtum okkur, en öðru sleppum við.“ Þorbjörg og Umahro hafa tekið upp samstarf við verslunina og matstofuna Maður lif- andi í Borgartúni 24. Þorbjörg sinnir þar næring- arráðgjöf auk þess sem hún og Umahro halda reglulega kvöld- námskeið sem byggjast á nýju grunn- reglunum. Þorbjörg sér um fyr- irlestrana og Umahro um matseldina, en þau leggja mikið upp úr hollum einfaldleika heima í eldhúsi svo að nú- tímamaðurinn geti forðað sér frá óhollum skyndibitalausnum. „Það er nóg að taka frá einn og hálfan tíma tvisvar í viku til að undirbúaheilsu- samlega viku,“ segir Umahro. Versl- unin Maður lifandi hefur svo eina grunnreglu uppi við í hverri viku og býður tilboð á vörum henni tengdum. Lífsmáti er áhrifavaldur á heil- brigði og benda rannsóknir til þess að 70–90% hættunnar á því að fá lang- varandi eða krónískan sjúkdóm megi rekja til hegðunarmynsturs. Þau leggja áherslu á að ýmsir gall- ar fylgi nútímafæðustefnum og því mæli þau með því að fólk borði úr öll- um fæðuflokkum, en sleppi óhollust- unni. „Við viljum nefnilega að fólk, sem er að leggja það á sig að breyta lífsstílnum, geri það með hámarks- árangri.“ Að sögn Þorbjargar og Umahro þarf í sambandi við breytt og bætt mataræði sérstaklega að huga að blóðsykurs- og insúlínálagi því flökt- andi blóðsykur geti mjög líklega verið ávísun á streitu, sem leitt getur til al- varlegri vandamála. Auk þess þarf sérstaklega að huga að trefjum, fitu, ávöxtum og grænmeti, prótein- um, kolvetnum og fæðubótarefnum. „Og í staðinn fyrir að sleppa kolvetn- um alveg, er betra að borða heilkorn í stað hvíts hveitis sem kemur í veg fyrir að blóðsykur falli. Það getur vel verið að fólk hrynji í kílóum með Atk- ins- kúrnum, þar sem kolvetni eru á bannlista, en það er ekkert endilega víst að slíkt sé hollt. Það mikilvæg- asta varðandi kolvetni er að minnka glúkósaálagið þannig að líkaminn verði ekki stöðugt fyrir álagi frá of miklum blóðsykri. Sykur á bannlista Fyrsta stigið er að hætta algjörlega neyslu unninna kolvetna. Í staðinn má neyta belgávaxta, heilkorna af- urða og hýðisgrjóna. Til að fá sætu- bragð má nota ber, ávexti eða smá- vegis af hunangi. „Sykur og önnur sætuefni eru á bannlista þeirra, sem vilja bæta hollustuna þar sem sykur eykur innsúlínframleiðslu og stuðlar að innsúlínónæmi,“ segir Þorbjörg. „Trefjar eru mikilvægar til að minnka álag á blóðsykur og insúlín auk þess sem þær bæta meltinguna, binda eiturefni og kólesteról og styrkja þarmaflóruna. Plöntukím er líkamanum mikilvægt auk þess sem ávextir og grænmeti styrkja ónæm- iskerfið, bæta meltinguna og fyr- irbyggja velmegunarsjúkdóma. Og síðast en ekki síst er holl fita mik- ilvæg líkamanum. Hún eykur t.d. ins- úlínnæmi, frumuhreysti, eykur brennslu, er blóðþynnandi og bólgu- eyðandi og minnkar kólesteról og blóðfitu svo fremi sem restin af fæð- unni sé holl. Hollar fitur er m.a. að finna í dýrafitu úr villtum dýrum, kókosolíu, smjöri í litlu magni, ólífu- olíu, hörfræolíu, fiskiolíu, sólblóma- olíu og sesamolíu. Óhollar fitur er hinsvegar að finna í unnum fitum, transfitum, smjörlíki, majónesi, olíum úr unnum tilbúnum vörum og ódýr- um jurtaolíum, sem hreinsaðar hafa verið með ýmsum misjöfnum leysi- efnum, upphitaðar, klóraðar og bragðhreinsaðar. Að lokum eru prótein mikilvæg til að stuðla að jafnvægi á blóðsykri og insúlíni. Þau eru byggingarefni fyrir vöðva, vef, slímhúð, hormóna og boð- efni. Þau auka brennslu, lækka blóð- þrýsting og styrkja framleiðslu á andoxunarefnum líkamans sem hann notar til eigin forvarna.“ HEILSA | Borðað fyrir hollustu, vellíðan, útlit, þyngd og orku Allir fæðuflokkar á matarborðið Morgunblaðið/Jim Smart Næringarþerapistarnir Þorbjörg Hafsteinsdóttir og Oscar Umahro Cadogan. LÍKAMSRÆKT Súludans fyrir alla Konur í Bretlandi stunda súludans sem líkamsrækt, segir Laila Pétursdóttir. Zoe Balls, Heather Graham og fyr- irsætan Kate Moss tilkynntu að þeim þætti súludans vera besta leið- in til að halda sér í góðu formi hafa konur flykkst á líkamsræktar- og dansstaði þar sem þetta listform er í boði. Súludanskennslan getur far- ið fram sem einkakennsla eða sem hópkennsla allt eftir því hvað við- komandi vill. Þegar nemandinn hef- ur náð ákveðinni hæfni getur hann svo farið að skemmta öðrum og sett eru upp súludanspartý víðs vegar um heiminn þar sem viðkomandi getur leikið sér að stönginni fyrir framan áhorfendur og klætt sig úr eins miklu og hann vill. Oft á tíðum eru það fyrrverandi eða jafnvel nú- verandi stripparar sem kenna þessi fræði og því má segja að þær hafi greinilega fundið sér annan farveg og nýtt sér það sem þær hafa lært til að miðla til annarra. Sumar kon- ur hafa látið sér nægja súlutímann sinn með því að fara í kennslustund- irnar en aðrar hafa tekið á það ráð SÚLUDANS er fyrir flestum eitt- hvað sem felst í nakinni konu sveifl- andi sér í kringum súlu að fækka fötum. Þetta dansform hefur eink- um verið bendlað við reykmettaða strippstaði þar sem karlar koma og borga fyrir nekt. Því hefur þetta tjáningarform verið álitið niðrandi fyrir konur en nú eru breyttir tímar. Eftir að leikkonur á borð við að setja súlu inn á heimilin sín. Það er hægt að kaupa svona súlur á Net- inu og einnig er þar að finna bún- inga og alls kyns dótarí sem sumar vilja líka eignast til að lifa sig enn betur inn í hlutverkið og njóta lík- amsræktarinnar þá alveg í botn. Konur sem stunda þessa líkams- rækt segja hana vera með þeim erf- iðustu sem þær hafi komist í tæri við. Þær fái fallega vöðva, verði lið- ugri og þar að auki bæti þetta sjálfstraustið alveg gríðarlega. Þetta sé því spurning um að líta ekki niðrandi á súludansinn og telja það vera niðurrífandi fyrir konur heldur snúist þetta miklu meira um persónulega tjáningu. Konur eiga að vera ánægðar með líkama sinn og mega því sýna hans eins og þær vilja, þetta snýst því um frelsun lík- amans og tjáningu kvenleikans. Höfundurinn býr í Bretlandi. Þú skalt ekki neyta sykurs, hvorki sýnilegs, ósýnilegs né gervisyk- urs. Borðaðu bara heilkorn og ekki meira hvítt. Ekki forðast fitu – borðaðu rétta fitu, holla og lífræna. Mundu að borða meira gæðaprótein. Borðaðu belgávexti, svo sem baunir, linsur og kjúklingabaunir, og hnetur á hverjum degi. Þú skalt borða lífrænt grænmeti og ávexti oft á dag – minnst 600 grömm. Drekktu 1½ lítra af vatni daglega og að auki ferskpressaða græn- metis- og ávaxtasafa, grænt te og jurtate. Borðaðu reglulega. Ekki sleppa morgunmat og borðaðu fleiri og minni máltíðir. Borðaðu jafnt úr öllum fæðuflokkum (prótein, holla fitu og heil- korn eða belgávexti) og lífrænt. Taktu inn fæðubótarefni – a.m.k. eina sterka fjölvítamín á dag en helst meira. Tíu grunnreglur TENGLAR ..................................................... www.madurlifandi.is join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.