Morgunblaðið - 30.03.2005, Side 47

Morgunblaðið - 30.03.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 47 MENNING Djassklúbburinn Múlinn stendur umþessar mundir fyrir tónleikum áfimmtudagskvöldum í Gyllta salnum áHótel Borg og verður svo út apríl. Tónleikar Múlans hafa fyrir löngu skipað sér fastan sess í tónleikaflóru höfuðborgarsvæðisins, en til þeirra var stofnað árið 1997. Nú í vor verða haldnir tíu tónleikar í röðinni og voru þeir fyrstu haldnir þann 17. febrúar síð- astliðinn, þegar kvartettinn Pólís reið á vaðið. Næstu tónleikar raðarinnar verða haldnir annað kvöld þegar hljómsveitin Skonrokk, skipuð þeim Sigurdóri Guðmundssyni bassaleikara og hljóm- sveitarstjóra, Ívari Guðmundssyni á trompet, Óskari Guðjónssyni á tenórsaxófón, Sigurði Rögnvaldssyni á gítar og Jóhanni Hjörleifssyni á trommur, flytur frumsamda tónlist og hefjast tónleikarnir kl. 21. Benedikt Garðarsson situr í stjórn Múlans ásamt Ólafi Jónssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni og spurði Morgunblaðið hann út í röðina í ár. Hvað er það sem einkennir tónleikaröðina í ár? „Við höfum haft dálítið af mjög flottri klassík, en þó hefur líka verið ýmislegt annað. Til dæmis var tríó sem kallar sig GRAMS með tónleika 24. febrúar, sem spilaði svolítið pönkskotna og frjálsa músík og Skonrokk, sem leikur á næstu tónleikum, flytur frumsamda tónlist, sem er ef- laust dálítið rokkskotin.“ Hvernig veljast flytjendur í tónleikaröðina? „Við höfum umsóknareyðublöð sem eru að- gengileg á Netinu og tónlistarmenn sækja því sjálfir um að fá að vera með. Langflestir sem sækja um að vera með tónleika innan raðarinnar komast að. Við högum röðinni einfaldlega eftir því hversu marga álitlega tónlistarmenn við fáum til að spila hjá okkur.“ Er mikil gróska í íslensku djasslífi? „Já, ég myndi segja það. Það er alltaf að koma nýtt og nýtt fólk út úr djassdeildinni í Tónlistarskóla FÍH sem bætist í hópinn og held- ur tónleika bæði í Múlanum og víðar. Og síðan bætast líka við eldri tónlistarmenn í flóruna, eins og eiginmaður Sunnu Gunnlaugsdóttur pí- anóleikara, Scott McLemore trommuleikari, sem er farinn að spila hérna núna, og Zbigniew Jar- emko saxófónleikari, sem starfar sem tónlistar- kennari í Bolungarvík og hefur haldið nokkra tónleika í Reykjavík. Þannig að þetta eru ekki bara krakkar, heldur líka eldra fólk sem er að koma inn.“ Hvers konar fólk kemur á tónleika Múlans? „Það er nú allur skalinn og töluverð breidd í aldri áheyrenda. Það er heldur ekki alltaf sami hópurinn sem mætir, þó að það sé viss kjarni sem mæti á flesta tónleikana.“ Er Múlinn kominn til að vera? „Já, það held ég örugglega. Við finnum fyrir miklum áhuga og menn eru staðráðnir í því að halda þessu gangandi. Tónleikar Múlans eru að vissu leyti leiðandi, því þetta eru tónleikar sem hafa verið fastur liður síðustu átta ár í djasslíf- inu á höfuðborgarsvæðinu.“ Tónleikar | Djassklúbburinn Múlinn í fullri sveiflu á Borginni um þessar mundir Múlinn festir sig í sessi  Benedikt Garð- arsson er fæddur árið 1949 á Selfossi, en hefur síðan verið bú- settur á höfuðborg- arsvæðinu. Hann er hárskeri að mennt og starfar sem slíkur. Benedikt hefur setið í stjórn djassklúbbsins Múlans undanfarin tvö ár. Eiginkona Benedikts er Elín Helgadóttir og eiga þau tvær dætur. ANNAR píanókonsert Rakhman- inoffs er besta tónverk allra tíma að mati hlustenda bresku útvarps- stöðvarinnar Classic FM. Þetta er fimmta árið í röð sem verkið ber sigur úr býtum í ár- legri könnun stöðvarinnar. A Lark Ascending eft- ir Vaughan Williams varð í öðru sæti og klarínettukonsert Mozarts í A-dúr í því þriðja. Fimmti píanókonsert Beethov- ens hafnaði í fjórða sæti og Fiðlu- konsert Bruchs í g-moll varð fimmti í vali hlustenda. Síðast- nefnda verkið varð hlutskarpast í fimm ár í röð áður en píanókons- ert Rakhmaninoffs steypti því af stóli. Á listanum eru 300 verk og er Mozart það tónskáld sem á flest verk, 21 að tölu. Rakhmaninoff á besta verkið Sergei Rakhmaninoff VERK sjö listamanna frá Pierogi gallerí í New York hefur verið komið fyrir í Safni í bland við verk sem eru þar fyrir. Sýning Pierogi kallast þannig á við heimaverkin og sýningu Ingólfs Arnarsonar sem var opnuð samtímis. Fyrir þá gesti sem heim- sækja Safn að staðaldri er sýningin bæði kunnugleg og ný en verkin eru komin í annað samhengi sem býður upp á nýjar tengingar. Samspilið er vel heppnað eins og oft áður í safn- inu og sýningin í sýningunni með einkasýningu Ingólfs verður að áhugaverðri sýningarheild. Sýningarstjóri er Joe Amrhein myndlistarmaður og eigandi Pierogi gallerísins. Hann er líka einn af sjö- menningunum sem eiga verk á sýn- ingunni. Í verkinu nýtir Amrhein að- ferðir skiltagerðarmanna hvað varðar texta, umbrot og stafagerðir til að mynda orð sem sótt eru í gagn- rýni og umfjöllun alþjóðlegra list- tímarita. Sjónræn framsetning orðanna byggist á dramatísku sam- spili ljóss og skugga í afmörkuðu rými þar sem auglýsinga- og list- heimurinn sameinast í allt að því trúarlegri upphafningu. Þetta kaldhæðna verk er í takt við þær gagnrýnisraddir sem telja að listheimurinn sé orðinn svo upptek- inn af sjálfum sér að helsta nýsköp- unin felist í umsögnum, gagnrýni, listfræðilegum úttektum og auglýs- ingamennsku. Joe Amrhein opnaði Pierogi gall- eríið fyrir rúmum áratug með það að leiðarljósi að gefa listamönnum sem höfðu fá eða engin sýningartækifæri möguleika á að kynna verk sín. Ásamt því að reka sýningarsal hefur hann skapað galleríinu sérstöðu með því að vera með mikið magn verka til sýnis og sölu í stórum skjala- skúffum. Listamennirnir sem eiga verk í skúffum eru af öllum sortum, óþekktir, upprennandi eða vel þekktir. Áherslan hefur verið á að hafa á boðstólum ódýr verk svo sem skissur og teikningar, þótt einnig sé þar að finna dýrari verk. Hug- myndin er sú að bjóða upp á hvers- dagslegri og persónulegri nálgun við myndlist en á hefðbundnum sýn- ingum og auka við möguleika al- mennings að eignast myndlist. Verk- in í skúffunum eru því aðallega teikningar grafíkverk og ljósmyndir eða önnur flöt verk, eftir sístækk- andi hóp listamanna sem eru orðnir rúmlega 700 talsins. Áhersla á teikn- ingu og handgerðri list hefur farið vaxandi í Bandaríkjunum und- anfarin ár og hefur heyrst að Pierogi galleríið eigi þar hlut að máli. Á sýn- ingunni í Safni er einnig lögð áhersla á teikningar af ýmsum toga. Dawn Clements teiknar sitt raunverulega umhverfi sem inniheldur m.a. sjón- varpsþætti og kvikmyndir á meðan Kim Jones dregur upp „stríðsteikn- ingar“ á ímynduðum vettvangi þar sem hann strokar út og bætir við eft- ir framvindu bardagans. Brian Conl- ey, John J ÓConnor og Daníel Zeller sýna innbyrðis ólík verk, ljósmyndir eða teikningar sem eiga rætur í nátt- úruvísindum, ferlum og rannsóknum á furðulegustu hlutum. Tavares Strachan slær síðan á íróníska strengi í þessu samhengi með inn- setningu brotinnar bjórflösku á gólfi sem hann hefur með hjálp hátækni í glerskurði endurgert af mikilli ná- kvæmni og komið fyrir á fleiri stöð- um í safninu. Safn og Pierogi virðast eiga lítið sameiginlegt hvað varðar rekstr- arform og áherslur, en samstarfið gengur í alla staði vel upp. Ef verk Amrhein er ádeila á listheiminn bít- ur hún í skottið á sér, en það eru ör- lög slíkra verka ef þau ná athygli eins og listasagan hefur kennt okk- ur. Töfrabrögð teikninga og skúm í skoti Fínlegar og nánast eintóna teikn- ingar Ingólfs Arnarssonar þar sem hann mettar pappírinn með daufum laufléttum möskvum dregnum með hörðu blýi eru listunnendum hér vel kunnar. Uppsetning myndanna er þó frábrugðin því sem ég hef áður séð en þær eru límdar án glers beint á vegginn í óreglulega þyrpingu. Sýningunni fylgir mjög ítarlegur texti eftir Halldór Björn Runólfsson þar sem hann segir að teikningarnar séu ekki allar þar sem þær eru séðar og innihald þeirra ekki eins augljóst og ætla mætti. Fyrst varð ég undr- andi yfir hversu mikið og kræsilega væri hægt að skrifa um jafnnaum verk og hér eru fram borin og varð hugsað af því tilefni til innsetningar Joe Amrhein á öðrum stað í húsinu, en hann byggir sín verk alfarið upp á orðum fengnum úr textum listfræð- inga. Þá er ekki laust við að um sjón- rænan skyldleika sé að ræða milli þessara tveggja innsetninga, ekki síst vegna hins upphafna hreinleika í gegnsæi grátónanna. Teikningar Ingólfs kallast á við fleiri verk úr smiðju Pierogi listamanna á Safni. Hið sterka tilfinningasamband lista- manns og miðils sem krefst langtíma yfirlegu og þolinmæði vélrænna endurtekninga er sameiginleg teikn- ingum Ingólfs og ótrúlega fíngerð- um blekteikningum Daniel Zellers. En lengra nær líkingin ekki því öf- ugt við þann síðarnefnda sem aug- ljóslega verður að halda hnífbeittri athygli við teiknivinnuna er engu lík- ara en Ingólfur sé með hugann handan tímans við gerð sinna verka sem bera vott af hugleiðsluástandi. Þegar ég ætlaði að gera nákvæma skoðun á myndum Ingólfs í leit að smásmugulegum mismun í áferð og þéttleika brá svo við að ég fékk eins og lopa í augun, myndirnar fóru all- ar á ið og runnu saman í þokumistur. Eftir dágóða stund í rýminu varð ég síðan fyrir þeirri furðulegu upplifun að milli mín og myndanna spruttu fram litlir gráir efniskenndir en gagnsæir skýjabólstrar líkastir húsaskúmi sem snerust í kringum mig, lækkuðu flugið í vinstri snúning og virtust hafna í horni fyrir aftan mig. Þegar hér er komið sögu er reynsla mín á sýningunni hrokkin í takt við lokaorð Halldórs Björns í sýningarskránni þar sem hann talar um blikandi grátónaspil sem komi hreyfingu á heildina og hvernig það skapist þensla líkt og um þrívídd sé að ræða sem aftur gefi til kynna hve auðvelt er að blekkja augað. Full ástæða er til að hvetja fólk til að fara í Safn og láta reyna á galdur teikn- inga, Ingólfs jafnt sem Pierogi manna. Auglýsingamennska, teiknikúnstir og hávísindalegur sóðaskapur MYNDLIST Safn Sýningarnar standa til 17. apríl Pierogi/Ingólfur Arnarsson Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/Einar Falur Verk eftir Joe Amrhein á sýningunni frá Pierogi-galleríinu í New York sem nú stendur yfir í Safni. LEIKRITIÐ Kaffi Kash hjá MK var skrifað í spunavinnu með leik- hópnum sem telur tuttugu manns. Djarft var teflt því unnið var sam- kvæmt þeirri að- ferð láta leik- arana hafa stök orð eða setningar sem þau urðu að spinna í kringum. Aðferðin er erfið fyrir óvana en gekk merkilega vel upp hjá Sauð- kindinni. Það var einnig djarft að láta leikarana blandast gestum í stórum sal Félagsheimilisins en við það urðu áhorfendur nálægari örlög- um persónanna. Leikritið er um gesti og starfsfólk veitingahúss nokkurs. Það sýnir undirheimafólk, undirmálsfólk og venjulegt fólk. Það var vel til fundið að láta mismunandi hópa vera í mis- munandi litum, í búningum, leik- munum og lýsingu. Í hópi veitinga- húsgestanna voru litríkir persónuleikar og aðrir hógværari. Þarna var flagarinn með margar í takinu, maður sem selur kærustuna sína fyrir dóp- og spilaskuldir, dóp- arinn sem gerir unga stúlku ólétta, vændiskona og blind systir hennar, samkynhneigð barstúlka, forstjóri í kröggum og óvægnir handrukkarar. Þetta er ekki beinlínis sá veruleiki sem æskilegur er fyrir unga fram- haldsskólanemendur að hrærast í en í leikskrá segist höfundur hafa hlust- að á hvað krakkarnir höfðu til mál- anna að leggja og komist að því að svona væri lífið. Sýnin er dökk en sem betur fer sigrar enginn svindl- aranna. Niðurstaðan er karl- mönnum í óhag, það eru konurnar sem standa uppréttar þó að engin þeirra sé beinlínis hamingjusöm. Það er umhugsunarvert hvað lokin eru dapurleg ef það er svona sem ungt fólk sér lífið. Það besta við sýn- inguna, fyrir utan hvað aðferðin er spennandi, er að Gunnar nær fram andrúmslofti trega og vonbrigða í leikhópnum. Það er ekki ofsögum sagt af metn- aði og krafti leikfélaga framhalds- skólanema sem ætla má að eigi fullt í fangi með námið sitt. Þessi sýning Sauðkindar MK var engin und- antekning þó að umfram allt hafi hún verið forvitnileg og öðruvísi en gengur og gerist. LEIKLIST Sauðkindin Leikfélag MK Höfundur og leikstjóri: Gunnar Ingi Gunnsteinsson. Búningar: Brynja Ingimarsdótttir. Frumsýning í Félagsheimili Kópavogs 17. mars 2005. Kaffi Kash Hrund Ólafsdóttir Gunnar Ingi Gunnsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.