Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING
Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING
Lokasýningar
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Fi 31/3 kl 20, Su 3/4 kl 20
Ath: Miðaverð kr 1.500
SEGÐU MÉR ALLT -
Taumlausir draumórar?
AMERICAN DIPLOMACY
eftir Þorleif Örn Arnarsson
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Fö 1/4 kl 20
Síðasta sýning
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20
Síðustu sýningar
HOUDINI SNÝR AFTUR
Fö 1/4 kl 20 - AUKASÝNING
Síðasta sýning
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Fö 1/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Fi 31/3 kl 20 - UPPSELT,
Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT,
Su 3/4 kl 20,
Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 16/4 kl 20 - UPPSELT, Su 17/4 kl 20,
Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Fi 7/4 kl 20,
Fö 8/4 kl 20,
Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Lau 9/4 kl 20,
Su 10/4 kl 20,
Fi 14/4 kl 20
Síðustu sýningar
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds
Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS
Frumsýning fö 8/4 kl 20,
Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20
HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 2. APRÍL KL. 15.00Tónsprotinn #4
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Ævintýralegir
tónleikar
Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson
Sögumaður og kynnir ::: Örn Árnason
Árni Björnsson ::: Forleikur að Nýársnóttinni
Fuzzy / H.C. Andersen ::: Förunauturinn
Benjamin Britten ::: Hljómsveitin kynnir sig
ER BAKHJARL
TÓNSPROTANS
Tónleikaröð fjölskyldunnar, Tónsprotinn, hefur slegið í
gegn í vetur. Þessir ævintýralegu tónleikar eru tileinkaðir
H.C. Andersen á 200 ára fæðingarafmæli hans.
JÓHANNESARPASSÍA Bachs frá
1724 var flutt í Langholtskirkju á
föstudaginn langa við góða aðsókn.
Það fyrsta sem vakti at-
hygli mína við söng
Kórs Langholtskirkju
var áberandi ofvægi
sóprans gagnvart öðr-
um röddum, sér-
staklega á efsta þriðj-
ungi raddsviðsins.
Vissulega voru þetta
glæsilegar söngraddir,
en tæplega í samræmi
við kontrapunktískan
rithátt að láta þær
skyggja jafnmikið á
hinar þrjár og raun bar
vitni. Líklegasta skýr-
ingin fólst væntanlega í
allt of ójöfnum áhafn-
arhlutföllum (19-17-10-
10), og mun það síður
en svo ókunnugt vandamál meðal
blandaðra kóra á síðari áratugum
samfara ört minnkandi framboði
karlaradda. Róttækra aðgerða er
greinilega þörf.
Að öðru leyti var „turba“-söngur
kórsins í gervi presta, hermanna og
múgs oft tilþrifamikill í þessu mikla
dramatíska verki, og kóralarnir voru
hjartnæmir við hæfi. Lagði kórinn
trúlega þyngsta lóðið á innlifunarvog
hlustenda í píslarsögu Krists, og má
undravert heita hvað áhrifin haldast
enn fersk, 280 árum síðar, í hrana-
legri efnishyggju okkar tíma. En svo
er máttur sígilds listaverks.
Litlu veigaminna er framlag guð-
spjallamannsins, er leiðir rás atburða
með samtengjandi resítatífum.
Mæddi þar mikið á Þorbirni Rúnars-
syni, er auk fjölda oft mjög háttlægra
sönglesa söng hinar
þrjár krefjandi ten-
óraríur verksins. Miðað
við gífurlegt álag var
frammistaða hans eft-
irtektarverð. Þó að lík-
ast til takmörkuð
reynsla Þorbjarnar af
sérhæfða hlutverkinu
dygði kannski ekki til að
skila óþægustu barka-
brjótum þess með al-
gjöru öryggi, var innlif-
unin ótvíræð, og
frásagnartúlkun hins
átakanlega texta (með
ágætum þýzkufram-
burði) var oft svipsterk
og dramatísk.
Reynslan kom hins
vegar Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur
að góðu haldi í sópranaríunum tveim,
og bætti innileg tjáningin að nokkru
upp stórgert víbratóið, er var mest
áberandi í fyrri aríunni, ekki sízt hjá
hlutfallslega slétttóna flautufylgirödd
Hallfríðar Ólafsdóttur. Hér sem víðar
í einsöngsaríum verksins verkaði
hraðaval stjórnandans annars í hæg-
ara lagi – einkum í samanburði við
stundum að vísu fullgeyst tempó upp-
hafshyggjuforkólfa eins og Pinnock
og Goebel – og dró fyrir vikið úr við-
eigandi danssveiflu, t.d. í fyrri sópr-
anaríunni og í bassaaríunni nr. 24.
Dóra Steinunn Ármannsdóttir
söng tvær aríur með fallegri messó-
altrödd er þó var í það veikasta fyrir
óbóameðspilið í nr. 7. Hún náði hins
vegar betur í gegn í nr. 30 í ómvænni
sambúð við gömbufylgirödd Ólafar
Sesselju Óskarsdóttur, þar sem
mæðurótt andrúmið hrökk í þrótt-
mikinn flúrgír á orðunum um hetjuna
frá Júda. Bergþór Pálsson túlkaði
Pilatum landstjóra með hæfilegri
ábúð og söng dansaríuna nr. 24 af
stæltri innlifun við mótsöng kórsins,
þó að kólóratúrinn hefði mátt vera
skýrari. Hin snilldarlega aría nr. 32
við kóralundirsöng kórsins var aftur
á móti afbragð. Ágúst Ólafsson túlk-
aði orð Jesú og aríósó hans nr. 19 með
hljómmikilli en hlýlegri bassarödd, er
hefði sómt sér með glans í geisla-
baugsljóma strengjanna í Mattheus-
arpassíunni.
Hljómsveitin náði framan af varla
nógu vel saman (verst í hryntyrfnu
tenóraríunni nr. 13), en lék flestallt
eftir það með stakri prýði, þar sem
fyrrgetin bassaaría (24) var meðal há-
punkta. Að öllu töldu má því segja að
tónleikarnir hafi verið í góðu með-
allagi.
Passía í meðallagi
TÓNLIST
Langholtskirkja
J. S. Bach: Jóhannesarpassían, BWV
245. Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran,
Dóra Steinunn Ármannsdóttir alt, Þor-
björn Rúnarsson tenór, Bergþór Pálsson
baríton, Ágúst Ólafsson bassi. Kór og
Kammersveit Langholtskirkju. Stjórn-
andi: Jón Stefánsson. Föstudaginn 25.
marz kl. 16.
Passíutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Ólöf Kolbrún
Harðardóttir
„FARFUGLAR“ er heiti myndlist-
arsýningar sem nú stendur yfir í
Norræna húsinu. Ekki liggur fyrir
nánari útskýring á yfirskriftinni
né heldur hvernig hópurinn mynd-
aðist. Á sýningunni er að finna
verk eftir 6 norræna listamenn
sem vinna með náttúrutúlkanir,
ytra og innra landslag. Flest eru
verkin unnin á pappír og eru á
jaðri abstraktsjónar nema þá helst
grafíkverk Timo Lintula sem eru
táknfræðilegs eðlis. Taumlaus efn-
istök Torben Heron vísa til ein-
hvers konar frumsköpunar eða
frummennsku á meðan verk Kirsu
Jaakkolu vísa til óræðs skipulags
og hverfulleika. Vatnslitamyndir
Bjargar Þorsteinsdóttur má einnig
sjá sem frumsköpun, þ.e. bylgjur,
öldur, orka o.s.frv. En er hins veg-
ar öllu mýkri og bjartari en hjá
Heron. „Æðar“ Kristínar Jóns-
dóttur frá Munkaþverá sýna nátt-
úrulegt og líkamlegt skipulag. Eru
teikningar af ám og vötnum sem
minna á æðakerfi mannslíkamans.
Textaverk Kristínar, „Rennsli“, á
sér svo samhljóm með textaverk-
um Felix Pedersens sem er at-
hyglisverð „mixtúra“, samsett af
teikningu, týpógrafíu og þjóð-
félagsrýni.
Vekur athygli mína mismun-
urinn á konunum og körlunum
sem augljóslega koma frá sitt
hvorri plánetunni, Venus og Mars.
Efnistök kvennanna eru mjúk og
fínleg á meðan efnistök karlanna
eru „agressíf“. Í sjálfu sér hefð-
bundin skilgreining á kvenlegri og
karlmannlegri fagurfræði. Um-
hyggja til móts við ástríðu, hóf-
stilla til móts við mikilmennsku
o.s.frv. Læt reyndar Timo Lintula
njóta vafans hvað þetta varðar.
Ánægjulegt er að rýna í einstök
verk og upplifa. Sum hver nokkuð
áhrífandi á tilfinningasviðið. Það
hefði hins vegar farið betur fyrir
heildarmyndina ef sýningin væri
haldin á Venus en ekki Mars, þ.e í
hófstilltu rými en ekki þetta yf-
irþyrmandi og freku eins og sýn-
ingarsal Norræna hússins sem er
einkar óhentugur fyrir svona
pappírsverk á vegg. Ná farfugl-
arnir ekki ásættanlegum yfirráð-
um á rýminu og heildarmyndin því
frekar veik.
Farfuglar á Mars
MYNDLIST
Norræna húsið
Opið alla daga nema mánudaga frá 12–
17. Sýningu lýkur 24. apríl.
Sex norrænir myndlistarmenn
Jón B.K. Ransu
Æðar III eftir Kristínu Jónsdóttur
frá Munkaþverá.
SÝNING á verkum breska listamannsins Damiens Hirst
var opnuð í Gagosian-galleríinu í New York um páskana.
Á sýningunni getur að líta 29 olíumálverk byggð á ljós-
myndum. Hirst er hér við eitt verkanna.
Reuters
Hirst sýnir í New York