Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sparifatnaður fyrir brúðkaup og aðrar hátíðir vorsins Kringlukast 20% afsláttur af yfirhöfnum frá iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 Vorið er komið! Opið kl. 11-16 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Nýtt Nýtt Yfirhafnir á hálfvirði þessa viku Mörkinni 6, sími 588 5518. Vattúlpur, ullarkápur, dúnúlpur, húfur og hattar                                                       !"#$%  &   Sumarjakkar Stuttir jakkar Vattjakkar LANDSSAMBAND lögreglumanna harmar verulega niðurstöðu í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lög- reglumanni sem stöðvaði vélhjóla- mann með því að aka í veg fyrir hann og telur hana í engu samræmi við málavöxtu. Verði þetta endanleg niðurstaða séu vinnubrögð lögreglu í algeru uppnámi. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í dóminum var lögreglumaður sakfelldur fyrir brot í opinberu starfi samkvæmt 132. gr. alm. hgl. og brot á umferðarlögum. Var lög- reglumaðurinn talinn hafa beitt óeðlilegum aðferðum við að stöðva för bifhjóls. Landssambandið sendi frá sér til- kynningu í gær í ljósi „mikillar og óvæginnar“ fjölmiðlaumfjöllunar um málið. Lýst er furðu yfir á því að vitni í málinu sem séu starfandi lögreglumenn hafi verið nafngreind og vænt um ósannsögli í ákveðnum fjölmiðlum. „Verður ekki séð að slík vinnubrögð geti talist málefnaleg fréttamennska eða líkleg til að auka traust almennings á fjölmiðlum,“ segir í tilkynningunni. Það er mat sambandsins að við- komandi lögreglumaður hafi í um- rætt sinn unnið í samræmi við það verklag sem hingað til hafi tíðkast hjá lögreglu. Verði þetta endanleg niðurstaða málsins búi lögreglu- menn við mikla óvissu um hvernig eigi að stöðva ökutæki sem ekki sinni stöðvunarmerkjum lögreglu og geri þeim erfitt um vik að halda uppi góðu og markvissu umferðar- eftirliti. Vinnuumhverfi lögreglu- manna sé oft á tíðum erfitt og al- gengt að þeir verði að taka ákvarðanir á ögurstundu með litlum sem engum fyrirvara. Svo virðist sem oft sé ekki tekið tillit til þessa þegar mál séu metin. Gæti komið vinnu- brögðum lögregl- unnar í uppnám ÖLL félög innan BSRB að sjúkraliðum, lögreglumönnum og tollvörðum undanskildum eru búin að semja við ríkið. At- kvæðagreiðsla stendur nú yfir við samflot bæjarstarfsmanna- félaga sem samdi við ríkið fyrir páska. Fundir hafa verið boð- aðir milli ríkisins og sjúkraliða og lögreglumanna eftir helgina. Öll félög háskólamanna hafa ennfremur undirritað nýja kjarasamninga við ríkið. Ríkið að ljúka kjara- samningum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.