Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 15

Morgunblaðið - 02.04.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu ríflega 5,2 millj- örðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir tæpa 4 millj- arða. Mest viðskipti voru með bréf Kaupþings banka. Mest hækkun varð á bréfum Og Vodafone, 2,7%. Næst mest hækk- un varð á bréfum Kaupþings banka, 2,3%, en mest lækkun varð á bréf- um Fiskmarkaðs Íslands, 1,8%. Næst mest lækkun varð á bréfum Marel, -0,7%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 1,04% og er 3.957 stig. Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,56% í gær og hækkaði geng- ið sem því nemur. Lokagengi krón- unnar gagnvart dollar var 60,5 kr. Lokagengi evru var 77,95 kr. Við- skipti með gjaldeyri á millibanka- markaði námu 6,2 milljörðum króna. Úrvalsvísitala hækk- aði um 1,04% ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI GUNNLAUGUR Árnason hefur verið ráðinn ritstjóri Við- skiptablaðsins frá næstu mán- aðamótum. Mun hann móta rit- stjórnarstefnu Viðskiptablaðsins, stjórna fréttaflutningi þess og þróa blaðið samhliða nýrri þjón- ustu við áskrifendur. Gunnlaugur hefur starfað sem blaðamaður Reuters-frétta- samsteypunnar í London frá árinu 2001 og hefur hann sérhæft sig í fjármálafréttum. Þá annaðist hann um tíma almennar fréttir, viðskipta- og stjórnmálafréttir frá Íslandi fyrir skrifstofu Reuters í Stokkhólmi. Áður sinnti hann blaðamennsku í lausamennsku samhliða námi í Bretlandi, þar á meðal á bresku dagblöðunum The Guardian og The Independent og hjá BBC Radio 4. Hefur Gunnlaugur jafn- framt unnið á tímaritum og blöð- um í Bandaríkjunum, jafnt sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur BA-gráðu í blaða- mennsku, heimildaljósmyndun og fjölmiðlafræðum frá Fylk- isháskólum Kaliforníu í San Francisco og Sonoma auk meist- aragráðu í alþjóðlegri blaða- mennsku frá Westminst- er-háskólanum í London sem hann lauk árið 1991. Gunnlaugur segir þetta nýja verkefni vera spennandi enda er mikið að gerast í íslensku við- skiptalífi um þessar mundir að hans sögn. Maki Gunnlaugs er Svava Krist- jánsdóttir, endurskoðandi hjá breska fjárfestingafyrirtækinu Marble Bar Asset Management í London. Jónas Haraldsson, sem gegnt hefur starfi ritstjóra frá áramót- um, tekur við starfi fréttastjóra Viðskiptablaðsins þegar Gunn- laugur kemur til starfa í maí. Gunnlaugur Árnason ritstýrir Viðskiptablaðinu                      ./ '0 *12- .  0 *12- 3  '# 0 *12- 3*  2-  0 *12- *  2- 4 $ 2- 5 *1+ 3,   2- 5# *2-  $ 4 $2- & 2- 6 " 12- 7 2 "2- 7 **  "  -2- 8* 2-  !  " #   * 4 $2- 930 $2- 9 1" 2- :   2- % " * 2- ;<2 "2- 74 2- 7 * = 7**  $'- 7#*-2  )2-2- > )  #2- ?*#2- @  *  !7  2- $!%  & ' .**  2- $A)" "  2-  $%4 $2- >  2- & (  BCAD 7%  '-'           !   !  ! !   ! ! ! !   ! ! ! ! ! ! 3 )  ) '-'  ! ! ! !  ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! E!FG ! E! FG EFG E!FG E FG EFG E FG ! E FG E! FG E FG ! EFG EFG E! FG ! ! ! ! ! ! ! ! EFG ! ! ! ! ! ! ! 9$ '1 $  >%$ H 5 *17  - - -  -    -  - -  - ! - -  - !  -   -  ! ! -  ! ! ! !   -  ! ! ! ! !                  !  !       !   ! !               !                    ?1%+,- - .>9-I.2* *  "#$ '1      !   !   ! !  ! ! ! !   ! !  ! ! ! .>9-!J' *  2-#*2* " -.>9-!7)$   "  ) --2*  -.>9-! ?-)  ' *" # *= - STJÓRN bresku verslunarkeðj- unnar Somerfield hefur ákveðið að hefja viðræður við þá sem lýst hafa yfir áhuga á að kaupa keðj- una. Vill stjórnin þannig leitast við að hækka verðið á keðjunni áður en hún opnar bókhald sitt fyrir tilboðsgjöfum. Stjórn Somerfield hafnaði til- boði Baugs í febrúar sem hljóðaði upp á 190 pens í hvern hlut. Í breskum dagblöðum í gær er talið líklegt að Baugur muni leggja fram nýtt tilboð upp á 205 pens í hlut og jafna þannig tilboð Ro- berts Tchenguiz. Auk þess eru bræðurnir Ian og Richard Liv- ingstone sagðir hafa boðið 190 pens í hlut en þeir muni einnig hækka tilboð sitt til jafns við aðra. Bresk blöð telja að með viðræðum við þessa aðila muni stjórn Somerfield takast að ná verðinu upp í allt að 210 pens á hlut. Í Fin- ancial Times er þó leitt að því lík- um í gær að nýtt tilboð Baugs gæti orðið á bilinu 210–220 pens á hlut. Samkvæmt heimildum The Times er ekki útilokað að fleiri muni blanda sér í slaginn um Somerfield. Stjórn Somerfield mun líklega eiga fundi með til- boðsgjöfum í næstu viku. Markaðsvirði Somerfield er nú um 1,1 milljarður punda eða tæp- ir 126 milljarðar króna. The Indi- pendent heldur því fram í gær að kapphlaupið um verslunarkeðj- una muni þrýsta kaupverðinu upp í 1,5 milljarða punda eða meira. Gengi bréfa Somerfield hækkaði um 1,1% strax og opnað var fyrir viðskipti með bréfin í gærmorg- un. Hefur gengi bréfanna hækkað um 34% undanfarið ár. Lokagengi bréfanna í gær var 213,5 pens og hækkaði það um 1,79% í gær. Kapphlaupið um Somerfield heldur áfram HAGNAÐUR af rekstri samstæðu Sláturfélags Suðurlands var 101,5 milljónir króna á árinu 2004 en 37,5 milljóna króna tap var árið áð- ur. Hafa skal í huga að til sam- stæðunnar telst nú Reykjagarð- ur en í saman- burðarfjárhæðum ársins 2003 er eingöngu Sláturfélag Suðurlands svf. Rekstrartekjur samstæðu Slátur- félagsins á árinu 2004 voru 4.445 milljónir en 3.496 milljónir árið áð- ur. Velta samstæðunnar jókst því um 27,1% og er aukningin að stórum hluta til komin vegna inn- komu dótturfélags í samstæðuupp- gjörið, að því er segir í tilkynningu. Rekstrarhagnaður ársins án fjár- magnsliða var 99 milljónir en 55 milljónir árið áður. Þá var tap af rekstri hlutdeildarfélaga var 17,1 mkr. en 57,4 mkr. tap árið áður. SS skilar hagnaði CVC á Íslandi ehf. skilaði 34,8 millj- óna dollara hagnaði á árinu 2004. Það svarar til rúmlega tveggja milljarða í íslenskum krónum. Til samanburðar var tap á árinu 2003 sem nam 6,8 milljónum dollara eða um 400 millj- ónum króna. Á árinu 2004 var hlutabréfaeign fé- lagins í Og fjarskiptum hf. seld og er hagnaður af þeirri sölu færður í rekstrarreikning félagsins á árinu 2004. Í tilkynningu segir að félagið hafi á árinu unnið áfram að uppbygg- ingu dótturfélaga í fjarskiptarekstri í nokkrum löndum utan Íslands. Starf- semin feli meðal annars í sér eign og rekstur sæstrengs á milli Evrópu og N-Ameríku ásamt lendingarstöðvum. Heildareignir félagsins jukust um 30,4 milljónir dollara á milli ára, eða 1,8 milljarða króna. Eigið fé jókst um 16,6 milljónir dollara, eða um 1 millj- arð króna, frá fyrra ári. Tveggja milljarða hagnaður CVC HAGNAÐUR af rekstri Íslenskra aðalverktaka nam á árinu 2004 352 milljónum króna. Til samanburðar var 662 millj- óna króna hagnaður af árinu áður. Rekstrar- tekjur sam- stæðu Ís- lenskra aðalverktaka (ÍAV) námu 8.749 milljónum króna á árinu 2004 en árið áður námu þær 7.747 millj- ónum. Er það aukning um einn milljarð króna eða 13%. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, EBITDA, var 817 milljónir króna í samanburði við 632 milljónir árið 2003. Vel gekk að afla félaginu nýrra verkefna á árinu, segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Talsverð aukning var á íbúðabyggingum félagsins og gekk sala íbúða vel á árinu 2004. Félaginu gekk einnig vel að afla verka á tilboðsmarkaði og batnaði verkefnastaða félagins milli ára. Stjórnendur ÍAV sjá jafnframt veruleg tækifæri á næstu árum en félagið hefur yfir að ráða fjölda lóða undir íbúðir. Aukin velta og minni hagnaður ÍAV ESKJA hf. var rekin með 179 millj- óna króna hagnaði á árinu 2004 en árið áður var hagnaðurinn 346 milljónir króna. Niðurstaða ársins er undir áætlunum félagsins og helgast það af minni kolmunnaveiði seinni hluta ársins, styrkingu krón- unnar og kostnaðarauka vegna samruna við Hólma. Gjaldfærsla vegna hlutdeildar í afkomu Íshafs hf. vegur einnig þungt. Rekstrartekjur Eskju námu 3.015 milljónum árið 2004 og dróg- ust saman um rösk 3% en rekstr- argjöld námu 2.285 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 730 milljónir, eða 24% af rekstrartekjum en var 27% árið áður. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um 122 milljónir en hlut- deild Eskju í rekstrarafkomu hlut- deildarfélaga var neikvæð um 111 milljónir. Skýrist það af hlutdeild félagsins í tapi Íshafs hf., sem Eskja á ríflega 34% hlut í. Á árinu 2004 sameinaðist Eskja Hólma ehf. sem var þá eini eigandi Eskju. Við samrunann jukust skuldir Eskju um ríflega 2 milljarða og eigið fé félagsins lækkað um tæplega 1.1 milljarð. Eiginfjárstað- an lækkaði úr 30.8% í 14,6% við samrunann. Eskja undir áætlunum Undir áætlunum Hagnaður af rekstri Eskju var 179 milljónir. Morgunblaðið/Sverrir ALLT útlit er fyrir að nafn danska bjórframleiðandans Carlsberg verði ekki á keppnistreyjum breska meist- aradeildarliðsins Liverpool á næsta keppnistímabili í ensku knattspyrn- unni. Frá þessu er greint í frétt á vef- miðli danska blaðsins Jyllands-Post- en. Þar segir að ekkert fyrirtæki hafi verið styrktaraðili sama liðsins í ensku meistaradeildinni lengur en Carlsberg. Fram kemur í fréttinni að áætlað sé að Carlsberg hafi greitt um 70 milljónir danskra króna á ári til Liv- erpool, jafnvirði um 700 milljóna ís- lenskra króna. Stjórnendur fyrirtæk- isins telji hins vegar að þeir fái ekki nóg fyrir þá peninga. Þá segir að tals- maður Carlsberg hafi ekki viljað tjá sig um fréttina. Í breskum fjölmiðlum sé hins vegar þegar farið að tala um að suður-kóreski raftækjarisinn LB Electronics muni taka við af Carls- berg sem aðalstyrktaraðili Liverpool. Carlsberg hættir að styðja við bakið á Liverpool Reuters Carlsberg ei meir Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður líklega ekki nema út þessa leiktíð með Carlsberg á treyjunni. ♦♦♦ ♦♦♦ ; $ K 7LM       F F >7A N.O       F F C.C 6&O       F F 5 O ;    F F BCAO NP:      F F

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.