Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.04.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu ríflega 5,2 millj- örðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir tæpa 4 millj- arða. Mest viðskipti voru með bréf Kaupþings banka. Mest hækkun varð á bréfum Og Vodafone, 2,7%. Næst mest hækk- un varð á bréfum Kaupþings banka, 2,3%, en mest lækkun varð á bréf- um Fiskmarkaðs Íslands, 1,8%. Næst mest lækkun varð á bréfum Marel, -0,7%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 1,04% og er 3.957 stig. Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 0,56% í gær og hækkaði geng- ið sem því nemur. Lokagengi krón- unnar gagnvart dollar var 60,5 kr. Lokagengi evru var 77,95 kr. Við- skipti með gjaldeyri á millibanka- markaði námu 6,2 milljörðum króna. Úrvalsvísitala hækk- aði um 1,04% ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI GUNNLAUGUR Árnason hefur verið ráðinn ritstjóri Við- skiptablaðsins frá næstu mán- aðamótum. Mun hann móta rit- stjórnarstefnu Viðskiptablaðsins, stjórna fréttaflutningi þess og þróa blaðið samhliða nýrri þjón- ustu við áskrifendur. Gunnlaugur hefur starfað sem blaðamaður Reuters-frétta- samsteypunnar í London frá árinu 2001 og hefur hann sérhæft sig í fjármálafréttum. Þá annaðist hann um tíma almennar fréttir, viðskipta- og stjórnmálafréttir frá Íslandi fyrir skrifstofu Reuters í Stokkhólmi. Áður sinnti hann blaðamennsku í lausamennsku samhliða námi í Bretlandi, þar á meðal á bresku dagblöðunum The Guardian og The Independent og hjá BBC Radio 4. Hefur Gunnlaugur jafn- framt unnið á tímaritum og blöð- um í Bandaríkjunum, jafnt sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur BA-gráðu í blaða- mennsku, heimildaljósmyndun og fjölmiðlafræðum frá Fylk- isháskólum Kaliforníu í San Francisco og Sonoma auk meist- aragráðu í alþjóðlegri blaða- mennsku frá Westminst- er-háskólanum í London sem hann lauk árið 1991. Gunnlaugur segir þetta nýja verkefni vera spennandi enda er mikið að gerast í íslensku við- skiptalífi um þessar mundir að hans sögn. Maki Gunnlaugs er Svava Krist- jánsdóttir, endurskoðandi hjá breska fjárfestingafyrirtækinu Marble Bar Asset Management í London. Jónas Haraldsson, sem gegnt hefur starfi ritstjóra frá áramót- um, tekur við starfi fréttastjóra Viðskiptablaðsins þegar Gunn- laugur kemur til starfa í maí. Gunnlaugur Árnason ritstýrir Viðskiptablaðinu                      ./ '0 *12- .  0 *12- 3  '# 0 *12- 3*  2-  0 *12- *  2- 4 $ 2- 5 *1+ 3,   2- 5# *2-  $ 4 $2- & 2- 6 " 12- 7 2 "2- 7 **  "  -2- 8* 2-  !  " #   * 4 $2- 930 $2- 9 1" 2- :   2- % " * 2- ;<2 "2- 74 2- 7 * = 7**  $'- 7#*-2  )2-2- > )  #2- ?*#2- @  *  !7  2- $!%  & ' .**  2- $A)" "  2-  $%4 $2- >  2- & (  BCAD 7%  '-'           !   !  ! !   ! ! ! !   ! ! ! ! ! ! 3 )  ) '-'  ! ! ! !  ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! E!FG ! E! FG EFG E!FG E FG EFG E FG ! E FG E! FG E FG ! EFG EFG E! FG ! ! ! ! ! ! ! ! EFG ! ! ! ! ! ! ! 9$ '1 $  >%$ H 5 *17  - - -  -    -  - -  - ! - -  - !  -   -  ! ! -  ! ! ! !   -  ! ! ! ! !                  !  !       !   ! !               !                    ?1%+,- - .>9-I.2* *  "#$ '1      !   !   ! !  ! ! ! !   ! !  ! ! ! .>9-!J' *  2-#*2* " -.>9-!7)$   "  ) --2*  -.>9-! ?-)  ' *" # *= - STJÓRN bresku verslunarkeðj- unnar Somerfield hefur ákveðið að hefja viðræður við þá sem lýst hafa yfir áhuga á að kaupa keðj- una. Vill stjórnin þannig leitast við að hækka verðið á keðjunni áður en hún opnar bókhald sitt fyrir tilboðsgjöfum. Stjórn Somerfield hafnaði til- boði Baugs í febrúar sem hljóðaði upp á 190 pens í hvern hlut. Í breskum dagblöðum í gær er talið líklegt að Baugur muni leggja fram nýtt tilboð upp á 205 pens í hlut og jafna þannig tilboð Ro- berts Tchenguiz. Auk þess eru bræðurnir Ian og Richard Liv- ingstone sagðir hafa boðið 190 pens í hlut en þeir muni einnig hækka tilboð sitt til jafns við aðra. Bresk blöð telja að með viðræðum við þessa aðila muni stjórn Somerfield takast að ná verðinu upp í allt að 210 pens á hlut. Í Fin- ancial Times er þó leitt að því lík- um í gær að nýtt tilboð Baugs gæti orðið á bilinu 210–220 pens á hlut. Samkvæmt heimildum The Times er ekki útilokað að fleiri muni blanda sér í slaginn um Somerfield. Stjórn Somerfield mun líklega eiga fundi með til- boðsgjöfum í næstu viku. Markaðsvirði Somerfield er nú um 1,1 milljarður punda eða tæp- ir 126 milljarðar króna. The Indi- pendent heldur því fram í gær að kapphlaupið um verslunarkeðj- una muni þrýsta kaupverðinu upp í 1,5 milljarða punda eða meira. Gengi bréfa Somerfield hækkaði um 1,1% strax og opnað var fyrir viðskipti með bréfin í gærmorg- un. Hefur gengi bréfanna hækkað um 34% undanfarið ár. Lokagengi bréfanna í gær var 213,5 pens og hækkaði það um 1,79% í gær. Kapphlaupið um Somerfield heldur áfram HAGNAÐUR af rekstri samstæðu Sláturfélags Suðurlands var 101,5 milljónir króna á árinu 2004 en 37,5 milljóna króna tap var árið áð- ur. Hafa skal í huga að til sam- stæðunnar telst nú Reykjagarð- ur en í saman- burðarfjárhæðum ársins 2003 er eingöngu Sláturfélag Suðurlands svf. Rekstrartekjur samstæðu Slátur- félagsins á árinu 2004 voru 4.445 milljónir en 3.496 milljónir árið áð- ur. Velta samstæðunnar jókst því um 27,1% og er aukningin að stórum hluta til komin vegna inn- komu dótturfélags í samstæðuupp- gjörið, að því er segir í tilkynningu. Rekstrarhagnaður ársins án fjár- magnsliða var 99 milljónir en 55 milljónir árið áður. Þá var tap af rekstri hlutdeildarfélaga var 17,1 mkr. en 57,4 mkr. tap árið áður. SS skilar hagnaði CVC á Íslandi ehf. skilaði 34,8 millj- óna dollara hagnaði á árinu 2004. Það svarar til rúmlega tveggja milljarða í íslenskum krónum. Til samanburðar var tap á árinu 2003 sem nam 6,8 milljónum dollara eða um 400 millj- ónum króna. Á árinu 2004 var hlutabréfaeign fé- lagins í Og fjarskiptum hf. seld og er hagnaður af þeirri sölu færður í rekstrarreikning félagsins á árinu 2004. Í tilkynningu segir að félagið hafi á árinu unnið áfram að uppbygg- ingu dótturfélaga í fjarskiptarekstri í nokkrum löndum utan Íslands. Starf- semin feli meðal annars í sér eign og rekstur sæstrengs á milli Evrópu og N-Ameríku ásamt lendingarstöðvum. Heildareignir félagsins jukust um 30,4 milljónir dollara á milli ára, eða 1,8 milljarða króna. Eigið fé jókst um 16,6 milljónir dollara, eða um 1 millj- arð króna, frá fyrra ári. Tveggja milljarða hagnaður CVC HAGNAÐUR af rekstri Íslenskra aðalverktaka nam á árinu 2004 352 milljónum króna. Til samanburðar var 662 millj- óna króna hagnaður af árinu áður. Rekstrar- tekjur sam- stæðu Ís- lenskra aðalverktaka (ÍAV) námu 8.749 milljónum króna á árinu 2004 en árið áður námu þær 7.747 millj- ónum. Er það aukning um einn milljarð króna eða 13%. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, EBITDA, var 817 milljónir króna í samanburði við 632 milljónir árið 2003. Vel gekk að afla félaginu nýrra verkefna á árinu, segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Talsverð aukning var á íbúðabyggingum félagsins og gekk sala íbúða vel á árinu 2004. Félaginu gekk einnig vel að afla verka á tilboðsmarkaði og batnaði verkefnastaða félagins milli ára. Stjórnendur ÍAV sjá jafnframt veruleg tækifæri á næstu árum en félagið hefur yfir að ráða fjölda lóða undir íbúðir. Aukin velta og minni hagnaður ÍAV ESKJA hf. var rekin með 179 millj- óna króna hagnaði á árinu 2004 en árið áður var hagnaðurinn 346 milljónir króna. Niðurstaða ársins er undir áætlunum félagsins og helgast það af minni kolmunnaveiði seinni hluta ársins, styrkingu krón- unnar og kostnaðarauka vegna samruna við Hólma. Gjaldfærsla vegna hlutdeildar í afkomu Íshafs hf. vegur einnig þungt. Rekstrartekjur Eskju námu 3.015 milljónum árið 2004 og dróg- ust saman um rösk 3% en rekstr- argjöld námu 2.285 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 730 milljónir, eða 24% af rekstrartekjum en var 27% árið áður. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um 122 milljónir en hlut- deild Eskju í rekstrarafkomu hlut- deildarfélaga var neikvæð um 111 milljónir. Skýrist það af hlutdeild félagsins í tapi Íshafs hf., sem Eskja á ríflega 34% hlut í. Á árinu 2004 sameinaðist Eskja Hólma ehf. sem var þá eini eigandi Eskju. Við samrunann jukust skuldir Eskju um ríflega 2 milljarða og eigið fé félagsins lækkað um tæplega 1.1 milljarð. Eiginfjárstað- an lækkaði úr 30.8% í 14,6% við samrunann. Eskja undir áætlunum Undir áætlunum Hagnaður af rekstri Eskju var 179 milljónir. Morgunblaðið/Sverrir ALLT útlit er fyrir að nafn danska bjórframleiðandans Carlsberg verði ekki á keppnistreyjum breska meist- aradeildarliðsins Liverpool á næsta keppnistímabili í ensku knattspyrn- unni. Frá þessu er greint í frétt á vef- miðli danska blaðsins Jyllands-Post- en. Þar segir að ekkert fyrirtæki hafi verið styrktaraðili sama liðsins í ensku meistaradeildinni lengur en Carlsberg. Fram kemur í fréttinni að áætlað sé að Carlsberg hafi greitt um 70 milljónir danskra króna á ári til Liv- erpool, jafnvirði um 700 milljóna ís- lenskra króna. Stjórnendur fyrirtæk- isins telji hins vegar að þeir fái ekki nóg fyrir þá peninga. Þá segir að tals- maður Carlsberg hafi ekki viljað tjá sig um fréttina. Í breskum fjölmiðlum sé hins vegar þegar farið að tala um að suður-kóreski raftækjarisinn LB Electronics muni taka við af Carls- berg sem aðalstyrktaraðili Liverpool. Carlsberg hættir að styðja við bakið á Liverpool Reuters Carlsberg ei meir Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður líklega ekki nema út þessa leiktíð með Carlsberg á treyjunni. ♦♦♦ ♦♦♦ ; $ K 7LM       F F >7A N.O       F F C.C 6&O       F F 5 O ;    F F BCAO NP:      F F
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.