Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.plusferdir.is N E T Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is á Elimar í 7 nætur.á Pil Lari Playa í 7 nætur. Verð frá35.800 kr.* Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst 48.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá34.930 kr.* Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst 46.730 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. Verð frá 39.560 kr.* Costa del Sol 9. júní, 7. júlí og 18. ágúst 49.830 kr. ef 2 ferðast saman. á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.* Feneyska Rivieran 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst 63.620 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. *Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. BLAIR STOKKAR UPP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær ýmsar breytingar á stjórninni og þá kannski helsta, að John Reid, sem verið hefur heilbrigðisráðherra, muni leysa Geoff Hoon af hólmi sem varnarmálaráðherra. Talið er, að Gordon Brown fjármálaráðherra muni taka við af Blair ekki síðar en á miðju kjörtímabili. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, tilkynnti í gær, að hann hygðist segja af sér á næstunni. Mikil fjölgun atvinnuleyfa Atvinnuleysi fer hratt minnkandi og um leið framboð á lausum störf- um, segir forstjóri Vinnumálastofn- unar. Illa gengur að fá Íslendinga til starfa við stóriðjuframkvæmdir á Reyðarfirði. Það má gera ráð fyrir að gefa þurfi út 1.200-1.800 ný at- vinnuleyfi í ár og framan af næsta ári. Allsherjarnefnd klofnaði Allsherjarnefnd klofnaði í afstöðu sinni til frumvarps um afnám fyrn- ingarfrests á kynferðisbrotum gegn börnum. Frumvarpið var afgreitt út úr nefndinni í gær. Meirihluti nefnd- arinnar vildi heldur að fyrning- arfrestur hæfist ekki fyrr en við 18 ára aldur í stað 14 ára eins og nú er. Framkvæmdir hefjast í vor Framkvæmdir við Háskólatorg Háskóla Íslands (HÍ) hefjast í vor en gert er ráð fyrir að kostnaður við byggingu þess nemi 1.600 milljónum króna. Happdrætti HÍ fjármagnar hluta framkvæmdanna en há- skólasjóður Eimskipafélagsins legg- ur til 600 milljónir. Þá ætlar HÍ að selja fasteignir sínar við Aragötu og Oddagötu. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 11 Umræðan 28/29 Viðskipti 12 Minningar 30/35 Erlent 14/15 Kirkjustarf 35/36 Minn staður 12 Myndasögur 40 Höfuðborgin 17 Dagbók 40/43 Akureyri 18 Víkverji 40 Árborg 18 Velvakandi 41 Suðurnes 19 Staður og stund 42 Landið 19 Leikhús 44 Menning 20/21,44/49 Ljósvakamiðlar 50 Daglegt líf 22/23 Staksteinar 51 Ferðalög 24/25 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #      $         %&' ( )***                           NÝJU dagblaði, Blaðinu, var dreift í hús og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að sögn Karls Garðarssonar, rit- stjóra Blaðsins, kem- ur það út í 80 þúsund eintökum og er dreift með Íslandspósti. Til stendur að stækka dreifingarsvæðið og senda blaðið á Reykjanes, Akranes, Árborgarsvæðið og hugsanlega á Akur- eyri. Karl segir að áherslur Blaðsins verði að flytja stuttar fréttir af öllu sem snertir daglegt líf fólks án allrar æsi- fréttamennsku. „Við höfum fengið frábærar viðtökur, bæði frá auglýsend- um og frá almenn- ingi. Við fengum eig- inlega miklu betri viðtökur en við höfð- um þorað að vona,“ segir Karl. Fyrsta tölublað Blaðsins var 40 blað- síður. Stjórnarfor- maður Blaðsins er Sigurður G. Guðjóns- son og auglýsingastjóri er Steinar Kári Ragnarsson. Blaðið kom út í fyrsta sinn í gær „Höfum fengið frá- bærar viðtökur“ ÞETTA var hrikaleg lífsreynsla, sérstaklega þegar maður veit til þess að maðurinn lét lífið,“ sagði Stefán Sæbjörnsson, 33 ára vegfar- andi sem lagði sig í hættu við að bjarga karlmanni út úr bifreið sem lent hafði utan vegar við Breið- holtsbraut í gær. Talið er að öku- maðurinn hafi fengið aðsvif við stýrið en hann lést á sjúkrahúsi skömmu eftir komu þangað. Stefán sá aðdraganda þess að maðurinn missti stjórn á bíl sínum sem hafn- aði úti á sinufláka og er talið að gló- andi heitt púströrið hafi kveikt í sinunni undir bílnum. Skömmu síð- ar kviknaði í sjálfum bílnum. Litlu mátti muna að bifreið hins látna lenti framan á bíl Stefáns en hann sá fljótt hvers kyns var og stöðvaði bíl sinn til að athuga um manninn. Á vettvang komu einnig aðrir vegfarendur sem hjálpuðust að við björgunaraðgerðir áður en lögregla og sjúkralið komu. „Við drógum manninn um tvo metra frá bílnum og ég hóf hjarta- hnoð,“ sagði Stefán. „En síðan nálgaðist eldurinn meir og meir. Af hræðslu við að bíllinn spryngi bár- um við manninn um 15 metra til viðbótar og reyndum að halda lífg- unartilraunum áfram. Þá var bíll- inn orðinn algerlega alelda. Fljót- lega kom enn einn vegfarandinn sem beitti blástursmeðferð og upp úr því var lögreglan komin á stað- inn og hélt lífgunartilraunum áfram.“ Þegar Stefán kom að bílnum var kviknað í sinunni undir honum og reyndi hann að trampa eldinn niður um leið og hann var að losa öku- manninn úr bílstjórasætinu. Lög- reglan segir mennina hafa brugðist hárrétt við aðstæðum. Stefán fór á skyndihjálparnám- skeið á sínum tíma, en hann var skáti í mörg ár. „Maður þarf samt greinilega að hressa upp á kunn- áttuna,“ sagði hann. Vegfarendur sýndu snarræði við bílslys í Víðidal „Hrikaleg lífsreynsla“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÓHÆTT er að segja að stemmningin hafi verið mögnuð á Ingólfstorgi í gær þegar fjöldi fólks lyfti rauðum spjöldum gegn ofbeldi. Fundurinn var fyrst og fremst táknrænn. Tón- list var leikin þegar spjöldin voru hafin á loft og fólk þagði í þrjár mín- útur. Sams konar fundur var hald- inn á Akureyri nýverið en það er hópurinn Birting – ungt fólk gegn ofbeldi sem stóð að báðum fund- unum. Tryggvi Aðalbjörnsson er í Menntaskólanum á Akureyri en að hans sögn hófst mikil umræða þar í kjölfar frétta af ofbeldi tengdu fíkni- efnum á Akureyri. „Ég held að það hafi fyllt mælinn hjá öllum í sam- félaginu, ekki bara okkur. Þetta gekk mjög vel á Akureyri svo við ákváðum að það þyrfti að gera það sama hér fyrir sunnan og það tókst vel til þótt það hefðu kannski mátt vera fleiri,“ segir Tryggvi og bætir við að aðalmarkmiðið sé að sýna samstöðu gegn hvers konar ofbeldi. Tryggvi segir að Birting sam- anstandi af ungu fólki úr Mennta- skólanum á Akureyri og úr Verk- menntaskólanum á Akureyri. „Við komum alls staðar af á landinu. Við vorum sjö sem byrjuðum í þessu en nú höfum við fengið fullt af fólki til liðs við okkur og fengið frábærar viðtökur.“ Tryggvi segir að ólíkar stjórn- málahreyfingar og trúflokkar hafi tekið mjög vel í málið og að alls stað- ar hafi hópurinn fengið góðan stuðn- ing. „Við ætlum að fylgja þessu eftir. Á Akureyri var haldinn borg- arafundur þar sem komu fram margar hugmyndir að úrlausnum og vonandi getum við fylgt þessu eftir hér í Reykjavík líka,“ segir Tryggvi en honum finnst ólíklegt að hóp- urinn standi að útifundum á fleiri stöðum á landinu enda prófin að nálgast hjá framhaldsskólanemum. Morgunblaðið/Árni Torfason Allmargir alþingismenn gáfu sér tíma frá þingstörfum og sýndu samstöðu með fundarmönnum á útifundinum. Rautt spjald gegn ofbeldi STÚLKAN sem beið bana í um- ferðarslysi á Breiðholtsbraut í Víðidal á fimmtu- dagsmorgun hét Lovísa Rut Bjargmundsdótt- ir. Hún var 19 ára, fædd 13. september 1985. Hún var til heimilis í Hraunbæ 84 í Reykjavík. Lést í bílslysi SÉRA Hans Markús Hafsteinsson sóknarprestur í Garðasókn hefur áfrýjað niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem telur í nýlegum úrskurði sínum óhjákvæmilegt að leggja til við biskup Íslands að sr. Hans Markús verði fluttur til í starfi. Í fréttatilkynningu frá stuðnings- mönnum sr. Hans Markúsar segir að hann hafi tekið áskorun stuðnings- mannanna um að áfrýja úrskurðin- um. „Deilan í Garðasókn hefur ekki verið neinum til framdráttar og von- um við að hún leysist á allra næstu vikum. Sóknarbörn hafa liðið fyrir það ástand sem hefur ríkt í Garða- sókn en þau sár munu gróa. Vonandi mun kirkjan ná að draga fram lær- dóm af þessari deilu sem kemur í veg fyrir að slíkt ástand endurtaki sig annarsstaðar,“ segir í tilkynningunni. Sr. Hans Markús áfrýj- ar úrskurði um tilflutning ROSKINN maður lést á Landspít- alanum eftir að hafa fengið aðsvif undir stýri á bíl sínum á Breiðholts- braut í gærmorgun. Óhappið átti sér stað skammt frá hesthúsahverf- inu í Víðidal og varð aðeins vestar á brautinni en þar sem bifreið valt út af á fimmtudag með þeim afleið- ingum að stúlka beið bana. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á slysadeild lést maðurinn, sem var um sextugt, skömmu eftir komuna þangað. Andlát hans er ekki talið hafa verið af völdum meiðsla vegna óhappsins. Við útafaksturinn kviknaði bæði í bílnum og sinu í kringum hann en slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldanna. Lenti utan vegar eftir að- svif undir stýri ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.