Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 18

Morgunblaðið - 07.05.2005, Side 18
Á ljóðsins vængjum, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Tónleikar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 7. maí kl. 17:00 Efnisskráin er lög við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Með kórnum syngja óperusöngkonurnar Alda Ingibergsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir. Gestakór er Karlakórinn Þrestir, Hafnarfirði. Karlakór Akureyrar - Geysir ÚRSLIT í alþjóðlegu hugmynda- samkeppninni um skipulag mið- bæjarins á Akureyri verða gerð kunn í dag, laugardag. Dagskráin fer fram á Hólum, húsi Mennta- skólans á Akureyri, og hefst kl. 15. Eins og áður hefur komið fram var þátttaka í samkeppninni gríðarleg en alls bárust 151 til- laga frá 35 löndum. Til stóð að kynna niðurstöðurnar á sum- ardaginn fyrsta sl. en vegna þess hversu margar tillögur bárust varð að fresta því til dagsins í dag. Sjálfseignarstofnunin „Akureyri í öndvegi“ stendur að samkeppn- inni, sem haldin er í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Það var hins vegar Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmannafélags Akureyrar, sem hleypti verkinu af stað fyrir um einu ári. Hann fékk til liðs við sig hóp manna úr atvinnulífinu, sem saman mynduðu stýrihóp og fljót- lega var gerður samningur við ráðgjafarfyrirtækið Alta um að hafa yfirumsjón með verkefninu. Jafnframt var gerður samningur við Akureyrarbæ um fjölþætta aðkomu að verkefninu. Ragnar var að vonum ánægður með þá miklu þátttöku sem varð í samkeppninni og hann sagði ekki síður merkilegt að tillögurnar skyldu koma frá þetta mörgum löndum. „Ég gerði mér vonir um að 30–40 tillögur bærust í sam- keppnina en að þær skuli vera yf- ir 150 talsins er eitthvað sem menn eiga erfitt með að skilja. Ég geri mér því vonir um að þetta verkefni eigi eftir að leiða til þess að fólk hætti að tala illa um miðbæinn eða niður til hans. Jafnframt geri ég mér vonir um að þetta framtak eigi eftir að gera miðbæinn sólríkari, skemmtilegri og öðruvísi í fram- tíðinni,“ sagði Ragnar. Í september sl. var haldið íbúa- þing á Akureyri, þar sem fólki gafst tækifæri á að koma með sín- ar tillögur varðandi skipulag mið- bæjarins. Alls tóku um 1.600 manns þátt í íbúaþinginu, eða um 10% bæjarbúa. Ragnar sagði að þessi mikla þátttaka bæjarbúa hefði vakið gríðarlega athygli hjá þeim sem þátt tóku í samkeppn- inni. Einnig hefði frábær vinna og uppsetning keppninnar hjá starfs- fólki Alta skipt miklu máli. „Það er nýjung að vinna þetta með þessum hætti en er greinilega eitthvað sem virkar vel.“ Verðlaunafé í samkeppninni er samtals 86.000 evrur, eða rúmar 7 milljónir króna, auk þess sem gert er ráð fyrir að Akureyri í öndvegi kaupi einstakar hug- myndir fyrir 8.600 evrur í viðbót og eignist þannig afnotarétt af viðkomandi lausnum. Ragnar sagði að síðastliðið ár hefði vissulega verið annasamt en virkilega skemmtilegt. „Það hefur verið gaman að vinna með öllu þessu fólki, sem hefur verið sam- stiga frá upphafi. Ég vona að stýrihópurinn eigi eftir að halda áfram að styðja bæjarfélagið til enn frekari góðra verka í framtíð- inni.“ Varðandi framhald málsins sagðist Ragnar gera sér vonir um að bæjaryfirvöld tækju nú við keflinu og héldu verkinu áfram. „Þetta er aðeins byrjunin á því verki að gera miðbæinn meira að- laðandi.“ Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, var formaður dómnefndar í samkeppninni en aðrir í nefndinni voru Árni Ólafs- son arkitekt, Hlín Sverrisdóttir, skipulagsfræðingur og landslags- arkitekt, Pétur H. Ármannsson arkitekt og Þorvaldur Þor- steinsson, forseti Bandalags ís- lenskra listamanna. Að lokinni verðlaunaafhendingu í dag verður opnuð sýning á öllum tillögum þátttakenda að Gler- árgötu 36. Sýningin verður opin í dag frá kl. 16.30–18.00, á morgun frá 10–18 og um næstu helgi og mánudaginn 16. maí frá kl. 13–17. Ragnar sagðist skora á íbúa bæj- arins að skoða sýninguna og kanna hvort einhverjar þær til- lögur sem það lagði til málanna, hafi skilað sér alla leið. Komið að úrslitastund í hugmynda- samkeppni um skipulag miðbæjarins Miðbærinn verði sólríkari, skemmtilegri og öðruvísi Morgunblaðið/Kristján Sveittur Síðastliðið ár hefur verið annasamt hjá Ragnari Sverrissyni kaupmanni. Hann hefur þó gefið sér tíma til að sinna líkamsræktinni og eftir góðan árangur Liverpool í meistaradeildinni í fótbolta fannst Ragnari við hæfi að mæta í búningi félagsins í ræktina. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Karlakór Eyjafjarðar lýkur vetr- arstarfi sínu með vortónleikum í Laugarborg, Eyjafjarðarsveit í kvöld kl. 20.30. Kanadíska sópr- ansöngkonan Mary Lou Fallis kemur fram á tónleikum þar á morgun, sunnudag, klukkan 20. Að venju verður hljómsveit Karlakórsins með á tónleikunum auk einleikara en það er fastur liður að taka nokkur hljómsveit- arlög á hverjum tónleikum. Fimm einsöngvarar koma fram. Kanadíska sópransöngkonan Mary Lou Fallis er hér á landi í tilefni af 50 ára afmæli Kópa- vogsbæjar og eru tónleikarnir haldnir í samvinnu við Salinn og kanadíska sendiráðið. Með henni í för er kanadíski píanóleikarinn og tónskáldið Peter Tiefenbach en saman flytja þau kabarettinn „Prímadonnu“, eins konar óp- eruskopleik sem Mary Lou samdi og hefur flutt víða um heim. Tónleikar í Laugarborg 18 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Fjórar stúlkur í loka- áfanga textílnáms í Fjölbrautaskóla Suðurlands héldu sýningu á nokkr- um verka sinna á dögunum. Sýn- ingin var hluti af námi þeirra en markmið áfangans eru að nem- endur kynnist markaðssetningu textílvara og að þeir öðlist reynslu af ferlinu frá hugmynd til raun- verulegrar atvinnusköpunar. Stúlkurnar sýndu hvernig verk þeirra urðu til frá hugmynd að veruleika og var ekki annað séð en vel hefði til tekist. Um var að ræða teikningar og myndir af verkunum sem voru sýnd fullbúin. Hrafnhildur Guðgeirsdóttir sýndi húfu og vettlinga sem hún hafði hannað og saumað, Lilja Björg Rúnarsdóttir sýndi tösku með mismunandi útfærslu og nefndi Fronta-taska einnig sýndi hún módelkápu sem hún hafði hannað og saumað. Olesya Anna Baldvinsson sýndi mismunandi kjóla og hún býður viðskiptavinum upp á „vaxtarlagsgreiningu“ og hönnun ásamt saumaskap út frá henni. Jóhanna Elva Guðmunds- dóttir sýndi mismunandi möguleika við gerð gjafateppa sem tækifær- isgjafa þar sem skrifuð voru skila- boð til viðkomandi. Allar voru stúlkurnar með markaðskönnun þar sem gestir svöruðu spurningum varðandi vörurnar. Textílnemendur í FSu með sýningu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sýning Hrafnhildur Guðgeirsdóttir, Lilja Björg Rúnarsdóttir, Helga Jó- hannesdóttir kennari, Jórunn Elva Guðmundsdóttir og Olesya Anna Bald- vinsson á sýningarsvæðinu í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Austur-Flói | „Ég er með hestadellu og mig langar að gera þetta fyrir þjóðina mína,“ sagði listakonan Sigríð- ur Kristjánsdóttir á Grund í Villingaholts- hreppi um þá fyr- irætlan sína að skera út íslenska hestinn í öllum gangtegundum en hún hefur þegar skorið út einn hest, töltarann. Sá hestur hefur fylgt henni á öllum hennar sýn- ingum og er orðinn vel þekktur enda einstök listasmíð. Það er ekki ofsagt að fólk laðist að hestinum þar sem hann stendur svo fagurlega er hann gjörður. Tölt- arinn hennar Siggu hefur farið í dóm eins og um alvöruhest væri að ræða og fengið fullnaðareinkunn og þykir alveg réttur. „Þorkell Bjarna- son hrossaræktarráðunautur, þekktur hestamaður og dómari hef- ur, hefur metið hann og líka dýra- læknar og segja þeir allir hestinn al- veg réttan, með alla vöðva rétta og líka æðar,“ segir Sigga og er ánægð með gripinn enda ekki óeðlilegt því yfir honum er ákveðin tign. Hún sótti um listamannalaun til þess að geta einbeitt sér að þessu verki að skera út hestinn í öllum gangtegundum og vonast til að fá jákvæð svör. „Þetta er svo stórt verkefni að það verður ekki gert í íhlaupum og ef mér tekst þetta þá vil ég að gripirnir verði allir saman í hóp og sýndir sem hópur en ekki seldir einn og einn,“ segir Sigga og greinilegt er að hún sér hópinn fyrir sér fullbúinn og segir það ekki fjarri lagi að tala um hópreið þegar þeir færu á milli sýningarstaða á öllum gangi. „Þetta er draumurinn en mig vantar bara einhvern styrk til að ég geti fengið mér aðstoð við heim- ilishaldið. Ég yrði hamingjusöm ef ég gæti einbeitt mér alfarið að þessu frá morgni til kvölds,“ sagði Sigga á Grund þar sem hún var stödd á vinnustofu sinni með tölt- arann í seilingarfjarlægð uppi í hillu. Útskurður Sigga á Grund á vinnu- stofunni með töltarann sinn. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Dreymir um að takast á við stórt tréskurðarverkefni Eftir Sigurð Jónsson Í hers höndum | Hörður Geirsson safnvörður og Jón Hjaltason sagn- fræðingur halda ljósmyndafyr- irlestur í Minjasafninu á Akureyri um hernám Akureyrar og Eyja- fjarðar á morgun, sunnudaginn 8. maí, kl. 14. Þeir munu í máli og myndum gefa innsýn í líf hermanna á stríðsárunum. Sýndar verða ljós- myndir sem margar hverjar hafa ekki komið áður fyrir sjónir almenn- ings. Einnig verða til sýnis munir frá hermönnum. EKIÐ var á níu ára gamla stúlku sem var á reiðhjóli við hringtorg á Hörg- árbraut á Akureyri á fimmtudag. Ekki er talið að stúlkan hafi meiðst al- varlega en hún kvartaði undan eymslum í baki og var flutt til skoð- unar á slysadeild. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu var stúlkan að fara yf- ir gangbraut þegar bifreið sem var á leið út af hringtorginu ók á hana. Ekið á stúlku á reiðhjóli Selfoss | Nýtt merki Heil- brigðisstofnunar Suður- lands var kynnt nýlega á málþingi um heilbrigð- isþjónustuna á Suðurlandi. Einnig var kynnt ný skammstöfun, HSu, á nafni stofnunarinnar. Í hinu nýja merki er skírskotað til heilsugæslu og spítala með kross- inum í merkinu og hjartað undirstrikar þá mannlegu hlýju og væntumþykju sem einkennir starfsemina. Bláu táknin stefna öll inn að miðju, kjarnanum sem myndar Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Höfundur nýja merk- isins er PR almannatengsl & útlits- hönnun ehf. í Reykjavík. Nýtt merki HSu kynnt   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.