Morgunblaðið - 11.05.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.05.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMEIGINLEG FORSJÁ Reynslan af sameiginlegri forsjá er góð og þess vegna á að lögfesta hana sem meginreglu. Þetta segir í loka- skýrslu forsjárnefndar sem hefur verið skilað til dómsmálaráðuneyt- isins. Því til stuðnings er bent á að foreldrar semji æ oftar um sameig- inlega forsjá. Leyfa mótframboð Þing Egyptalands samþykkti í gær tillögu um breytingu á stjórnarskrá til að gera kleift að fleiri en einn fram- bjóðandi geti boðið sig fram til for- seta. Ýmis skilyrði eru sett fyrir framboði og segja stjórnarandstæð- ingar að um sýndarmennsku sé að ræða. Hosni Mubarak forseti og menn hans séu í reynd staðráðnir í að afsala sér ekki völdum í kosningum. 180 skip í sumar 180 skemmtiferðaskip koma við á Íslandi í sumar. Oftast hafa þau við- komu í 2–5 höfnum á landinu en stoppa venjulega aðeins í einn dag á hverjum stað. Markaðs- og hags- munasamtökin Cruise Iceland vinna að því að fá erlend skemmtiferðaskip til að sigla umhverfis Ísland yfir sum- arið. Bush fagnað í Tbilisi George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði tugþúsundir fagnandi Georgíumanna á útifundi í höf- uðborginni Tbilisi í gær. Sagði Bush að Georgíumenn hefðu með „rósa- byltingunni“ sýnt heimsbyggðinni að staðföst þjóð gæti risið upp gegn kúg- un og sigrað án blóðsúthellinga. Sérsveitin á Akureyri efld Sérsveit lögreglunnar á Akureyri verður efld í sumar þegar fjórir sér- sveitarmenn verða leystir undan föst- um vöktum og settir í almenna lög- gæslu og sérstök verkefni. Mennirnir munu hafa aðsetur á Akureyri en sinna verkefnum bæði á Norður- og Austurlandi. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #          $         %&' ( )***                   NÁM í kvikmyndafræðum hefst við Háskóla Íslands í haust en Samskip ætla að kosta stöðu kennara. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið verður upp á kvikmyndafræði sem sjálfstæða námsgrein á Íslandi en til að byrja með verður hún kennd sem 30 ein- inga aukafag á BA-stigi. Vonir standa til að á næstu árum verði hægt að þróa kvikmyndafræði sem nám til MA-gráðu. Guðni Elísson, dósent við hugvís- indadeild, segir að námið hefjist í haust en að nýi kennarinn starfi frá og með 1. janúar. Guðni hefur kennt nokkur námskeið um kvikmyndir við hugvísindadeild og segir að þau hafi verið gríðarlega vinsæl. „Kvikmynd- ir eru eitt áhrifamesta listform nú- tímans og kannski það listform sem varðar t.d. flesta Íslendinga. Það vantar kannski svolítið á að bæta kvikmyndalæsið hér á landi og færa frekari stoðir undir kvikmyndakúlt- úrinn. Íslenski kvikmyndakúltúrinn er afskaplega einhæfur,“ segir Guðni og bætir við að íslenskar kvikmyndir séu heldur mótaðar af Hollywood. „Kvikmyndafræðin hjálpa okkur að greina þennan bandaríska kvik- myndakúltúr en einnig að hleypa inn öðrum straumum.“ Guðni segir stuðning Samskipa að mörgu leyti sérstakan enda sé þetta í fyrsta sinn sem fyrirtæki styrki nám í hugvísindadeild. Venjulega horfi fyrirtækin til raunvísinda og mennt- unar sem er góð fyrir núverandi eða tilvonandi starfskrafta fyrirtækisins. „Þarna er bara hrein og bein áhersla á að færa frekari stoðir undir ís- lenskt menningarlíf,“ segir Guðni. Í kvikmyndafræðunum verða nokkur áherslusvið eins og kvikmyndir þjóð- landa, kvikmyndagreinar og kvik- myndahöfundar. Samskip styrkja nám í kvikmyndafræðum við HÍ Fyrsta sinn sem fyr- irtæki styrkir nám við hugvísindadeild EFTA-ríkin og fulltrúar Taílands hófu í gær fríverslunarviðræður í Þjóðmenningarhúsinu. Að sögn Önnu Jóhannsdóttur, hjá við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, eru hingað komnir á fimmta tug Taílendinga til viðræðna um hugsanlegan fríverslunarsamning en fyrir sendinefnd þeirra fer Krirk-krai Jirapaet, vararáðherra landsins. Um 30 fulltrúar EFTA- ríkjanna taka þátt í viðræðulot- unni sem hófst í gær, sem fyrr segir, og lýkur á morgun. Viðræð- urnar fara fram í utanríkisráðu- neytinu. Að sögn Önnu funda EFTA- ríkin til skiptis í því ríki sem sam- ið er við hverju sinni og á skrif- stofum EFTA í Genf. Þá hafi einn- ig verið breytt út af venjunni og fundað í einhverju EFTA-landanna líkt og nú. Íslendingar hafi ákveð- ið að bjóða sendinefndum hingað til lands til fyrstu lotu viðræðna, en reiknað er með að 12–18 mán- uði taki að ljúka samningum og er næsti fundur áformaður í sept- ember í Taílandi. Anna segir stefnt að því að ljúka viðræðum við Taílendinga fyrir ráðherra- fund EFTA sem haldinn verður á Íslandi næsta vor. Ísland er aðili að fjórtán fríverslunarsamningum sem EFTA-löndin hafa gert við önnur ríki. Þá eru nokkrir samn- ingar í bígerð, m.a. við S-Kóreu, auk Taílands. Að sögn Önnu eru talsverð viðskipti milli Taílands og Íslands, auk þess sem íslenskir að- ilar eru áhugasamir um fjárfest- ingar þar í landi, m.a. á sviði sjáv- arútvegs. Háir tollar eru á sjávarafurðum inn til Taílands. Fríverslunarsamningar EFTA ná m.a. til fjárfestinga, þjónustu- viðskipta, hugverkaréttar og vöru- viðskipta. Fyrsta lota fríverslunarviðræðna EFTA-ríkjanna og Taílands haldin í Reykjavík Stefnt að samkomulagi næsta vor Morgunblaðið/Eyþór Fríverslunarviðræður fulltrúa EFTA-landanna og Taílands í Reykjavík standa til morguns. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 19 ára pilt í árs fang- elsi fyrir fjölda fíkniefna- og þjófn- aðarbrota. Fullnustu refsing- arinnar var frestað í þrjú ár til að stuðla að því að ákærði gæti náð tökum á fíkniefnavanda sínum. Pilturinn lýsti því fyrir dómi að brot hans tengdust fíkniefnavanda hans. Hefði hann farið í meðferð og stundað vinnu um skeið og ekki neytt fíkniefna. Af hálfu ákæru- valds var frásögn hans ekki dregin í efa. Þætti því rétt að leitast við að bregða ekki fæti fyrir hann í þeirri von að slíkt gæti stuðlað að því að hann næði tökum á vanda sínum. Brotin framdi pilturinn árin 2003 og 2004. Í tveimur reyndist hann með fíkniefni í fórum sínum. Eitt brotanna snerist um eignarspjöll en átta vörðuðu þjófnað eða tilraunir til þjófnaðar. Meðal annars fór hann í heimildarleysi inn í fimm bif- reiðar og íbúðarhúsnæði og nam á brott verðmæti. Með nokkrum brot- anna rauf pilturinn skilorð dóms frá í fyrravor. Sveinn Sigurkarls- son héraðsdómari dæmdi málið. Sækjandi var Arnþrúður Þórarins- dóttir fulltrúi. Tólf mánaða fangelsi fyrir þjófnaði ENDURKRÖFUR á tjónvalda í um- ferðinni á síðasta ári námu 48 millj- ónum króna og í langflestum til- vikum var ástæðan ölvunarakstur, eða 74%. Hæsta krafan nam 2,5 milljónum króna og alls var 21 krafa hálf milljón kr. eða meira. Tryggingafélög eiga endur- kröfurétt á hendur þeim sem valda tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Slíkum málum fjölgaði milli áranna 2003 og 2004 úr 117, þar af 104 samþykkt, í 158, þar af 140 samþykkt. Auk ölvunaraksturs, sem var ástæða endurkröfu í 106 tilvikum af 140, var lyfjaneysla ástæða í 12 tilvikum. Í 16 málum voru ökumenn endurkrafðir sökum ökuréttindaleysis. Í tilvikunum 140 voru 111 karlar krafðir um greiðslur en 29 konur, eða 21%. Hlutur kvenna hefur farið nokkuð vaxandi síðustu ár. Þannig var þátt- ur kvenna 14% en þó 27% árið 2003. Ölvunarakstur al- gengasta ástæða endurkrafna ÍBÚAR sem búa í nágrenni við hinn svokallaða Bílanaustsreit við Borgartún í Reykjavík mótmæla fram komnum breytingartillögum um aðal- og deiliskipulag fyrir reitinn, og afhentu fulltrúar íbú- anna skipulagsyfirvöldum undir- skriftalista 3–400 íbúa í gær. Und- irskriftunum var safnað frá íbúum í húsum í næsta nágrenni við reit- inn. Á Bílanaustsreitnum er gert ráð fyrir blöndu af íbúðarbyggð og verslunar- og þjónustuhúsnæði, og á hæsta byggingin að vera 12 hæð- ir, en aðrar nokkru lægri. Íbúar mótmæla þeim skipulagshugmynd- um sem hafa verið kynntar, og í bréfi sem fylgdi undirskriftalist- unum kemur fram að þeir séu ósáttir við m.a. hæð húsanna á reitnum sem komi til með að skyggja á útsýni þeirra. Í bréfinu er bent á að íbúar í húsum við Sóltún, Mánatún og Borgartún hafi greitt fyrir útsýnið þegar húsnæði var keypt, og t.d. hafi íbúð á 6. hæð í Mánatúni 2 verið 3,5 milljónum króna dýrari en sambærileg íbúð á annarri hæð. Nú eigi að byggja hærri hús fyrir framan, og væntanlega verði þar greitt hærra verð eftir því sem út- sýnið er meira. „Þá er verið að selja sama út- sýnið aftur. Þetta skyggir á húsin sem fyrir eru, og tekur hið dýra útsýni frá þeim. […] Hér er klár- lega um eignaupptöku að ræða. Þetta er skaðabótaskylt, sam- kvæmt skipulags- og byggingalög- um og munu íbúarnir á Kirkju- túnsreitnum nýta sér þann rétt,“ segir í bréfi íbúanna til skipulags- yfirvalda. Auk þessa benda íbú- arnir á að reiknað sé með of þéttri byggð á Bílanaustsreitnum, og þar sé ekki farið eftir ákvæðum um að nýbyggingar falli að þeirri byggð sem fyrir er. Auknum íbúafjölda fylgi meiri umferð, og ekki bæti úr skák að gert sé ráð fyrir nýrri akstursleið á teikningum þar sem tillögur að deiliskipulagi geri ein- göngu ráð fyrir bílastæðum. Íbúar mótmæla skipulagi á Bílanaustsreitnum Morgunblaðið/Golli Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Reykjavík- urborgar (t.h.), tók við undirskriftalistunum af þeim Bruno Hjaltested, Magnúsi Jónssyni, Jóni Þór Jóhannssyni og Bárði Hafsteinssyni. SAMÞYKKT var á ríkisstjórn- arfundi í gær að kaupa gjöf frá ís- lensku þjóðinni til norsku þjóð- arinnar í tilefni af aldarafmæli endurreisnar norska konungsdæm- isins. Gjöfin verður afhent í opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til Noregs um næstu helgi en samkvæmt upplýs- ingum Steingríms Ólafssonar, upp- lýsingafulltrúa forsætisráðuneyt- isins, verður ekki gefið upp hver gjöfin er fyrr en hún verður afhent. Gjöfin verður leyndarmál SAMÞYKKT var á ríkisstjórn- arfundi í gær að verða við ósk Steinunnar Þórarinsdóttur mynd- höggvara um styrk til gerðar minn- isvarða um breska sjómenn í Vík í Mýrdal og Hull í Bretlandi. Borgarstjórnin í Hull hefur styrkt verkefnið um tæpar fimm milljónir íslenskra króna og sam- þykkti ríkisstjórnin að styrkja það um eina milljón króna sem tekin verður af sameiginlegu ráðstöf- unarfé. Listaverkin á að afhjúpa ár- ið 2006 en þá verða þrjátíu ár frá lokum þorskastríðsins. Minnisvarðar í Vík og Hull Í dag Sigmund 8 Viðhorf 26 Fréttaskýring 8 Umræðan 23/27 Viðskipti 14 Bréf 27 Erlent 16/17 Minningar 28/33 Minn staður 18 Myndasögur 36 Höfuðborgin 19 Dagbók 36/38 Akureyri 19 Staður og stund 37 Suðurnes 20 Leikhús 40 Landið 20 Bíó 42/45 Daglegt líf 21 Ljósvakamiðlar 46 Menning 22 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.