Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 19

Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 19 MINNSTAÐUR FJÓRIR sérsveitarmenn sem nú starfa hjá lögreglunni á Akureyri og ganga þar vaktir munu eftir 1. júlí næstkomandi verða leystir undan föstum vöktum en aðrir menn ráðnir til löggæslustarfa í þeirra stað. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti þessar breyt- ingar á fundi á lögreglustöðinni á Akur- eyri í gær og þá hefur hann skýrt rík- isstjórn frá því að þetta skref verði stigið. Sérsveitarmennirnir munu sinna al- mennri löggæslu og sérstökum verkefn- um á Norður- og Austurlandi, með aðset- ur á Akureyri. Þeir verða starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra, en undir daglegri stjórn sýslumannsins á Akur- eyri. Dómsmálaráðherra sagði athafna- svæði þeirra þó ekki bundið umdæmi sýslumanns, „heldur eiga sérsveitar- mennirnir að sinna verkefnum, þar sem helst er talin nauðsyn hverju sinni,“ sagði Björn og benti m.a. á verkefni sem tengj- ast stórframkvæmdum á Austurlandi, að- gerðir gegn fíkniefnasölum og handrukk- urum á Norður- og Austurlandi og annarri skipulagðri glæpastarfsemi, sem og við almenna löggæslu. Alls starfa 30 lögreglumenn hjá Lög- reglunni á Akureyri og svo hefur verið í þrjá áratugi. „Í mínum huga er ekki vafi á því að þetta er risaskref hvað varðar lög- gæslu á þessu svæði,“ sagði Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður í Eyjafjarðar- sýslu, ánægður með hversu dómsmálaráð- herra „brást rösklega og myndarlega við,“ en þeir tveir, Björn sýslumaður og Björn ráðherra, áttu fund í byrjun mánaðarins ásamt fleirum þar sem rætt var almennt um löggæslumál í kjölfar þess að Akureyr- ingar hafa látið í ljós áhyggjur vegna vax- andi hörku í afbrotum í heimabæ sínum. Um er að ræða sambærilegar breyting- ar og gerðar voru á skipulagi sérsveitar lögreglunnar syðra, þar sem hún var stækkuð og efld fyrir um einu ári. Reynsl- an þykir að sögn ráðherra góð, það sé mik- ill styrkur fyrir lögreglu að hafa yfir að ráða öflugri samþjálfaðri sveit lögreglu- manna, sem með litlum fyrirvara geti tek- ist á við erfið verkefni hvar sem er á land- inu. Að sama skapi er þess nú vænst að breytingin og fjölgun í lögregluliðinu norðan heiða muni efla löggæslu í kjör- dæminu. Fjölgun lögreglumanna mun einnig leiða til þess að unnt verður að þjálfa lögreglumenn til starfa á fjarskipta- miðstöð lögreglunnar, en varastöð hennar, almannavarna og Neyðarlínunnar var tek- in í notkun á lögreglustöðinni á Akureyri nú nýlega. Heildarkostnaður við skipulagsbreyt- ingarnar nemur um 15 milljónum króna á þessu ári og eru fjárheimildir þegar fyrir hendi. Reynslan verður að sögn Björns metin eftir eitt ár og ákvörðun þá tekin um framhaldið. Morgunblaðið/Kristján Aukin löggæsla Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti eflingu löggæsl- unnar á Norður- og Austurlandi á blaðamannafundi á Akureyri. Með honum á myndinni eru Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður t.v. og Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri. Sérsveit lögreglunnar á Akureyri efld Sinna verkefnum norð- anlands og austan Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Hátíðarfundur í tilefni af 75 ára afmæli Skógræktarfélags Ey- firðinga verður á Hótel KEA í kvöld, 11. maí, kl. 20. Þar verða fluttir þrír fyrirlestrar um skóg- rækt og umhverfismál, ávörp flutt, tónlist leikin og boðið upp á veitingar auk þess sem félagið mun afhenda fundargestum gjöf í tilefni dagsins. Afmælisins verður svo minnst með ýmsum hætti í sumar, m.a. með skóg- argöngum, námskeiðum og kynningum. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI GENGIÐ verður frá samningum milli Skógræktarfélags Eyfirð- inga og landbúnaðarráðherra síð- ar í þessum mánuði þess efnis að félagið fái til afnota jörðina Saurbæ í Eyjafjarðarsveit, en loforð er að sögn Vignis Sveins- sonar formanns félagsins til stað- ar. Þetta þykir skógrækt- armönnum ágæt afmælisgjöf, félagið er 75 ára í dag, 11. maí, elst skógræktarfélaga í landinu. Jörðin er um 150 ha að stærð, aðlæg landi Háls þar sem um 30 til 40 félagsmenn stunda metn- aðarfulla skógrækt. „Landið á Hálsi er fullnýtt og þörf á meira landi, enda félagsmenn kapps- fullir að hefja eigin skógrækt,“ sagði Vignir, en biðlisti er eftir landi til skógræktar á vegum fé- lagsins. Unnið verður í sumar við skipulag svæðisins þannig að fé- lagsmenn sem þar fá úthlutað spildum gætu að líkindum hafist handa vorið 2006. Hann sagði félagið hafa átt stóran þátt í að koma því til skila til almennings „að skógrækt væri komin til að vera,“ eins og hann orðaði það. Áherslur hafi í áranna rás breyst, skógrækt væri nú nær því að kallast at- vinnugrein. Eflaust hefðu frum- kvöðlarnir sem hófu að rækta skóg í Eyjafirði á sínum tíma ekki trúað því nú hve umfangs- mikil skógræktin væri orðin og að ný kynslóð skóga væri að vaxa upp, sjálfsprottnir í kjölfar sjálfsáningar tegunda eins og lerkis, furu og birkis, jafnvel viðju. „Félagið mun halda áfram á sinni braut, af fullum krafti og öflugra en nokkru sinni,“ sagði Vignir, en verkefni þess hefðu tekið breytingum, „nú teljum við okkur hafa verk að vinna á sviði fræðslumála m.a. að benda á þýðingu skógræktar til kolefn- isbindingar og eins hvernig nýta má afurðir skóganna.“ Meðal verkefna félagsins á liðnum árum má nefna friðun Leyningshóla, ræktun Vaðla- skógar, ræktun Kjarnaskógar og uppbyggingu útivistarsvæðisins þar svo fátt eitt sé nefnt. Þá stendur yfir átak í að fjölga félagsmönnum sem nú eru um 400 talsins. Skógræktarfélag Eyfirðinga 75 ára í dag Fær jörðina Saurbæ til afnota fyrir félagsmenn Morgunblaðið/Kristján Gróðrarstöðin Plöntusala hefst í Gróðrastöðinni í Kjarna um hvíta- sunnuhelgina. Ólöf Erlingsdóttir er farin að undirbúa söluna ásamt öðru starfsfólki. Skógrækt Vignir Sveinsson, form. Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Jón Kristófer Arnarson framkvstj. í gróðurreit félagsins í Kjarnaskógi. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Skuggahverfi | Félagsstofnun stúd- enta áformar að reisa stúd- entaíbúðir fyrir um 100 einstaklinga í þremur húsum við Lindargötu og voru samningar um byggingu und- irritaðir í gær. Mikil uppbygging stúdentagarða er áformuð í mið- borginni í framtíðinni, enda eru stúdentar áhugasamir um að búa þar. Nýju garðarnir hafa fengið nafnið Skuggagarðar, enda í Skuggahverfi, segir Guðrún Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta (FS). Mikil þörf er á fleiri stúdentaíbúðum fyrir einstaklinga og þessar nýbyggingar eru fyrsta skrefið til að bregðast við mikilli eft- irspurn. Ástandið hafi verið þannig undanfarin ár að þeir sem séu með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki fengið einstaklingsíbúðir þar sem þeir sem koma af lands- byggðinni gangi fyrir í slíkar íbúðir. Samtals verða reist þrjú hús á 4–5 hæðum með samtals 98 ein- staklingsíbúðum fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Í dag rekur FS 635 íbúðir þar sem búa samtals um 1.000 námsmenn, ásamt mökum þeirra og börnum. Gert er ráð fyrir því að fyrstu nýju íbúðirnar á Skuggagörðum verði teknar í notk- un í ágúst árið 2006, en þær síðustu ári síðar. Þetta verða fyrstu stúdentagarð- arnir sem FS reisir utan svæðis Há- skóla Íslands og því í fyrsta skipti sem félagsstofnunin hefur þurft að greiða fyrir lóð undir garða. Guðrún segir að það muni væntanlega þýða að leiguverð í íbúðunum verði nokk- uð hærra en í görðum á há- skólasvæðinu. Á móti komi að því fylgi ákveðið hagræði að búa í mið- bænum og því megi spara á annan hátt til að koma til móts við þennan aukna kostnað. Guðrún segir það eftirsóknarvert meðal stúdenta að búa í miðbæ Reykjavíkur og Stúdentaráð hafi kannað hversu miklu meira nem- endur séu tilbúnir að greiða fyrir íbúðir á þeim stað, að teknu tilliti til þess sparnaðar sem geti verið í því fólginn. Hún segir niðurstöðuna þá að stúdentar geti sætt sig við að leigan verði 15–20% hærri í mið- borginni en á háskólasvæðinu og sé vonast til þess að það dugi fyrir auknum kostnaði við að byggja á þessum stað. Hagstætt að fá stúdenta í miðborgina Borgaryfirvöld hafa verið FS hliðholl þegar kemur að því að reisa stúdentaíbúðir í miðborginni. „Þetta virðist fara mjög vel saman við markmið borgaryfirvalda um að þétta byggð og þarna koma hópar af fólki sem koma til þess að nýta sér þá þjónustu sem þegar er til staðar, en kalla kannski ekki beint á aðra þjónustu sem fylgir venjulega nýrri byggð, eins og leikskóla og barna- skóla. Þetta er mjög hagstæður hópur að fá á þennan stað vegna þess að þeim fylgir ekki þessi sam- félagslegi kostnaður sem fylgir til dæmis barnafjölskyldum.“ Frekari uppbygging er fyr- irsjáanleg í miðborginni í framtíð- inni og segir Guðrún að ef heppileg- ar lóðir fáist fyrir þyrpingar af stúdentaíbúðum sé stefnt á að svo að segja tvöfalda fjölda íbúða sem FS hefur til útleigu á næstu árum. Allar stúdentaíbúðirnar sem reistar verða á næstunni verða ætlaðar ein- staklingum, enda segir Guðrún bið- listana langlengsta eftir slíkum íbúðum, en að jafnaði eru um 600 á biðlista eftir einstaklingsíbúðum á hverju hausti. Félagsstofnun stúdenta áformar mikla uppbyggingu stúdentagarða í miðborginni á næstu árum Fyrstu íbúðirnar í miðborginni haustið 2006 Skuggagarðar Svona gæti hluti væntanlegra stúdentagarða í Skuggahverfinu litið út. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.