Morgunblaðið - 11.05.2005, Side 24

Morgunblaðið - 11.05.2005, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝLEGA er lokið 4. ráðstefnu Alþjóðajarðhitasambandsins, sem að þessu sinni var haldin í Antalya í Tyrklandi. Þessar alþjóðlegu ráð- stefnur hafa verið haldnar á 5 ára fresti frá árinu 1990 og eru þar kynntar helstu rannsóknir og nýj- ungar á sviði jarðhitanýtingar. Ráðstefnan í ár stóð í 5 daga, frá sunnudegi 24. apríl til föstudags 29. apríl og var stöðug dagskrá allan tímann og oftar en ekki fjallað sam- tímis um hin ýmsu svið jarðhitans. Ráðstefnuna sóttu um 1.500 manns. Ég hafði fengið boð frá for- ráðamönnum ráðstefnunnar í lok sl. árs um að verða félagi í heið- ursnefnd hennar, sem felst einkum í því að mæta þar og flytja ávarp eða erindi um efni ráðstefnunnar. Mér fannst þetta spennandi mál og svaraði erindi ráðstefnuhaldara já- kvætt og fannst þessi fundur kjör- inn vettvangur til að auka og efla ís- lenska útrás í jarðhitaþekkingu og fjárfestingu með því að efna til við- ræðna við aðra ráðherra eða hátt setta embættismenn. Við upphaf ráðstefnunnar voru flutt nokkur ávörp af hálfu heima- manna, m.a. ráðherra orkumála og umhverfismála og landstjóra Anta- lya, um mikilvægi jarðhitans og stefnu þeirra í nýtingu hans. Að því loknu flutti ég ávarp um þýðingu jarðhitans í efnahagslífi þjóðar eins og Íslands, en auk þess fjallaði ég í erindi mínu um mikilvægi jarðhit- ans á heimsvísu. Íslendingar í fararbroddi Íslendingar nota jarðhita hlut- fallslega mest allra þjóða. Í dag koma um 54% af heildarorkunotkun þjóðarinnar frá jarðhita og um 90% allra húsa eru hituð með jarðhita. Það hefur lengi verið stefna ís- lenskra stjórnvalda að auka notkun á jarðhita eftir því sem hagkvæmt geti talist. Á áttunda áratug síðustu aldar hófst mikið átak til að draga úr olíunotkun hér á landi. Árið 1970 var um 45% húsnæðis hitað upp með olíu en í dag er sú tala vel innan við 1%. Þá hefur notkun jarðhita við raforkuframleiðslu aukist úr 5% af raforkunotkun í um 18% á síðasta áratug og mun meira en tvöfaldast á næstu 2 árum með hinum n virkjunum á Hellisheiði og Reykjanesi. Óhætt er að fullyrða að ís jarðvísindamenn hafi í árat í fararbroddi jarðhitaranns alþjóðavísu. Í því samhengi benda á að engin tilviljun er Jarðhitaskóla Sameinuðu þ var komið á laggirnar hér á ið 1979. Sem dæmi um hlutd lendinga og nemenda Jarðh ans á alþjóðlegum vettvang jarðhitasviðsins má geta þe jarðhitaráðstefnunni í Anta íslenskir vísindamenn með af um 700 sem flutt voru þa fyrrum nemendur Jarðhita voru með 144 erindi eða um Jarðhitinn – Ein mikilvæ endurnýjanlega orkulind ’Staða okkar Ísleninga í orkumálum á alþjóðavísu er m sterk og þá sérsta varðandi nýtingu jarðhitans.‘ Eftir Valgerði Sverrisdóttur VÍÐTÆKT SAMRÁÐ UM HEILDRÆNA BÆJARMYND Sú mikla þátttaka sem var í sam-keppninni Akureyri í öndvegihefur vakið athygli, en 147 til- lögur frá fulltrúum 40 landa voru tekn- ar til dóms. Úrslitin voru kynnt í húsi Menntaskólans á Akureyri sl. laugar- dag, en þar kom m.a. fram að þegar hefur verið skipaður stýrihópur til að fylgja málinu eftir. Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri og for- maður dómnefndarinnar, sagði við það tilefni að reynt verði „að koma skipu- lagsmálum í farveg sem er hagfelldur, skilvirkur og tekur mið af því að mögu- legir þróunaraðilar geti farið að vinna í samráði við bæjaryfirvöld, á eigin for- sendum eins fljótt og hægt er“. Markmið dómnefndarinnar var að sögn Kristjáns að „draga fram þær til- lögur sem eru sterkastur efniviður í nýja framtíðarsýn fyrir miðbæ Akur- eyrar, með hliðsjón af vilja bæjarbúa. Dómnefndin telur að vænlegasta leiðin til að nýta niðurstöður samkeppninnar sé sú að flétta saman áhugaverðustu atriðin úr bestu tillögunum svo úr verði skipulag sem uppbygging framtíðar mun fylgja“. Framkvæmd samkeppninnar Akur- eyri í öndvegi virðist hafa verið til mik- illar fyrirmyndar allt frá því að hafist var handa við verkefnið. Að Akureyri í öndvegi stóðu í upphafi 14 öflug fyr- irtæki sem starfa á landsvísu, en mark- miðið var að bæta skipulag, atvinnu- forsendur og mannlíf í miðbæ Akureyrar. Gengið var til samstarfs við Arkitektafélag Íslands sem annaðist alþjóðlegu hugmyndasamkeppnina, en Netið var nýtt til að miðla upplýsingum til þátttakenda í samkeppninni, sem reyndist hagkvæmt, ekki síst í ljósi um- fangs verkefnisins. Ráðgjafarfyrirtæk- ið Alta annaðist undirbúning keppninn- ar, sá um samráðsfundi, ritstjórn keppnislýsingar og miðlunina á Net- inu, en bakbeinið í öllu því starfi voru upplýsingar sem söfnuðust á íbúaþingi sem haldið var sl. haust. Á íbúaþingið komu um tíu prósent bæjarbúa og vakti sú góða þátttaka athygli meðal þeirra arkitekta sem sýndu málinu áhuga. Það mikla samráð sem haft var við bæjarbúa við undirbúninginn er eftir- tektarvert, en slíkt samráð ætti í raun að vera grundvallarforsenda við veiga- miklar ákvarðanir er varða lífsgæði og hagsmuni almennings. Þótt töluverður tími hljóti að fara í úrvinnslu á hug- myndum sem koma fram á stórum íbúaþingum á borð við þetta, leiðir slík forvinna þó án efa til þess að minni lík- ur eru á því að leiðrétta þurfi skipu- lagsþætti eftir á með tilheyrandi kostn- aði. Eindreginn vilji bæjaryfirvalda á Akureyri til að skapa heildræna sýn um miðbæinn og þá uppbyggingu sem þar á að eiga sér stað ber einnig vott um framsýni, enda rökrétt að við jafn um- fangsmikið verkefni og þarna um ræðir sé tekið tillit til allra þátta; atvinnulífs, íbúabyggðar, útivistar, afþreyingar, fagurfræði og skipulagslegra sjónar- miða – svo einungis fátt eitt sé nefnt. Með þeim hætti eru mestar líkur á því að vel takist til við þróun framúrskar- andi bæjarkjarna er þjónar þörfum þess samfélags sem kemur til með að njóta hans. KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR 50 ÁRA Kópavogur hefur löngum notið sér-stöðu meðal sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Bæði fyrr og nú. Þegar Kópavogur var að byggjast fór ekki á milli mála, að þangað leitaði efnaminna fólk. Þar fékk það lóð eða landskika til að byggja á og kröfur ekki eins miklar um hvernig byggt var og í Reykjavík Lengi var litið niður á þá, sem í Kópavogi bjuggu og hvernig þar var staðið að málum. En frumbyggjar Kópavogs sneru bökum saman. Pólitísk átök voru lengi mikil og hörð í Kópavogi. Ólafur Thors hafði einhvern tíma á orði, að það væri ein- kennilegt hvað viðhorf fólks breyttist mikið, þegar komið væri suður fyrir Fossvogslæk. Sjálfstæðisflokkurinn hafði meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur en vinstri menn í hrepps- nefnd og síðar bæjarstjórn Kópavogs. Þessi átök endurspegluðust m.a. í kosningum um kaupstaðarréttindi til handa Kópavogi fyrir 50 árum. Allt er þetta löngu liðin tíð. Hins vegar er athyglisvert, hvað uppgangur í Kópavogi hefur verið gífurlegur á undanförnum árum. Ef horft er til höf- uðborgarsvæðisins alls fer ekki á milli mála, að meiri uppbygging stendur nú yfir í Kópavogi en í nokkru öðru sveit- arfélagi á suðvesturhorni landsins. Kópavogur á mikið og gott bygging- arland og augljóst, að uppbygging þar á eftir að halda áfram næstu árin. Ef fram heldur sem horfir fer að verða spurning um hvenær Kópavogur breytist úr bæ í borg! Á engan er hallað, þótt sagt sé að krafturinn í þessari miklu uppbygg- ingu kemur frá Gunnari I. Birgissyni, bæjarfulltrúa og alþingismanni. Hann hefur átt góða samverkamenn bæði í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og þá ekki sízt Sigurð heitinn Geirdal, bæjarstjóra, sem féll frá langt fyrir aldur fram. Sú var tíðin að Kópavogur var svefn- bær Reykjavíkur. Svo er ekki lengur. Atvinnustarfsemi er orðin mikil í bæj- arfélaginu. Umsvif Kópavogshafnar hafa aukizt stöðugt og nýr miðbær í Kópavogi er að verða miðpunktur verzlunarstarfsemi á höfuðborgar- svæðinu og augljóst er að þau umsvif eiga eftir að aukast. Í Kópavogi hefur orðið til menning- arkjarni, sem athygli vekur. Þar er ekki sízt átt við Gerðarsafn og Salinn í Kópavogi, sem enn er eina sérhannaða tónlistarhúsið á Íslandi, sem máli skiptir í sambandi við tónleikahald. Allt byggist þetta á þeim grunni, sem frumbyggjar Kópavogs lögðu fyr- ir meira en hálfri öld. Saga skólanna í Kópavogi er t.d. merkileg, þegar efna- lítið fólk lagði mikið á sig til að byggja upp skóla fyrir börn sín, sem ýmist komust ekki í skóla eða þurftu að fara langar leiðir í skóla. Á þessum tímamótum í sögu Kópa- vogs er ástæða til að óska íbúum þessa bæjarfélags til hamingju með þennan áfanga. Saga Kópavogs er óvenjuleg en merkileg. Í blaðauka, sem fylgir Morgunblaðinu í dag, er þó fyrst og fremst lögð áherzla á að kynna þær ótrúlega miklu framkvæmdir, sem standa yfir í Kópavogi á þessum tíma- mótum. M ahesh Sachdev, nýskipaður sendiherra Indlands á Ís- landi, afhenti trúnaðarbréf sitt á mánudag. Sachdev, sem einnig gegnir embætti sendiherra í Noregi og er með aðsetur í Ósló, er að koma til Íslands í fyrsta sinn og býður blaðamanni góðan dag á íslensku. Hann segist ánægður með heimsóknina og tekur fram að honum þyki kalda vorloftið sérstaklega hressandi. „Það eru allir að kvarta yfir kuldanum hérna, en ekki kvarta ég. Núna er 42 stiga hiti í Delhi. Og þá vil ég miklu frekar vera í Reykjavík.“ 670 milljónir á kjörskrá og 40.000 dagblöð Sachdev segist færa íslensku þjóðinni kveðju frá þeim 1,1 milljarði manna sem býr á Indlandi. „1⁄6 mannkyns býr á Indlandi. Þar eru 40.000 dagblöð. Og þar telst tungumál ekki opinbert tungumál nema að 40 milljónir manna tali það, en við erum með 17 slík tungumál. Við erum með virkt lýðræði og í þing- kosningunum í fyrra voru 670 milljónir kjósenda á kjörskrá. Þetta eru augljóslega allt aðrar stærðir en þið hér á Íslandi þekkið af eigin raun og búið við. En við erum á margan hátt nálægt hvort öðru þrátt fyrir það og þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð. Og það eru margvíslegir möguleikar á auknum tengslum og viðskiptum þjóðanna.“ Forsetinn vill heimsækja íslenska fiskvinnslustöð Um mánaðarmótin kemur Abdul Kalam, forseti Indlands, í opinbera heimsókn hingað til lands ásamt fylgdarliði, starfsfólki, blaða- og frétta- mönnum. „Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta eða forsætisráðherra Ind- lands til Íslands. Þegar ég hitti forsetann í síðustu viku sagðist hann fyrst af öllu vilja heimsækja íslenska fiskvinnslustöð og kynnast því hvernig fiskur er veiddur, unninn og markaðssettur hér. Sjálfur er hann fæddur og uppalinn í fiskiþorpi og telur þetta vera eitt af því sem getur fært Ísland og Indland nær hvort öðru. Þá er forsetinn vísindamaður, eldflaugasérfræðingur, og langar til að sjá miðstöðina sem á heiðurinn af því að Ísland er leiðandi í því að spá fyrir um jarðskjálfta. Hann lang- ar líka til að kynnast tækni við vinnslu og nýtingu vetnis, þar sem þið hafið náð árangri.“ Íslenskir fjárfestar horfi til Indlands Sachdev segist vonast til að heimsókn forsetans verði til að opna fyrir þá möguleika sem eru til staðar í samskiptum og viðskiptum Indlands og Íslands. Til dæmis hvað varðar verslun og ferðamennsku, en hann bendir á að um tvær milljónir indverskra ferðamanna heimsæki Evrópu árlega og að sú tala fari hratt vaxandi. „Við viljum að Ísland fái fleiri þessara ferðamanna. Þá vona ég að heimsókn forsetans verði til þess að auka samvinnu, viðskipti og fjár- festingar milli landanna. Ísland flytur inn mjög mikið af vörum og þið getið flutt inn vörur frá Indlandi á hagkvæmara verði en frá mörgum öðrum stöðum. Það væri ánægjulegt ef Íslendingar litu á Indland sem opið markaðssvæði, bæði fyrir fiskafurðir ykkar, tæknina ykkar og einnig varðandi samvinnu, til dæmis í upplýsingatækni. Ég vil líka benda íslenskum fjárfestum á að horfa til Indlands. Undanfarið hafið þið orðið þekkt fyrir fjárfestin einnig orðið aðlaðandi kostur Hagkerfi Indlands að opn Sachdev segir að með afnámi ast og að framtíð þess sé björt útflutningstekjur og segir han ingatækni og vörur henni teng (rúmlega þúsund milljarða kr ári og stefnt sé að því heildaru árið 2008. „Í fyrra var hagvöxtur í Ind um svæðum. Í ár verður hann samt tiltölulega hátt. Við erum kerfi okkar því marki að bygg is um að það sé að þroskast. O þess að félagsleg vandamál ha arnar meðal þjóðarinnar.“ Íslendingar líti á I sem opið markaðs Mahesh Sachdev er nýr sendiherra Indlands á Íslandi. Í samtali við Birnu Önnu Björnsdóttur segist hann sjá mikla möguleika á auknum samskiptum og viðskiptum þjóðanna, þrátt fyrir gríðarlegan stærðarmun og landfræðilega fjarlægð. bab@mbl.is Mahesh Sachdev vonast til að Íslands verði til að auka samv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.