Morgunblaðið - 11.05.2005, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
F
erð mín til Færeyja í
síðasta mánuði
reyndist mér ákaf-
lega drjúg, bæði sem
andlegt vítamín og
ekki hvað síst sem innblástur fyrir
skriftir eins og einhverjir lesendur
hafa væntanlega tekið eftir. Meg-
intilgangur þessarar heimsóknar
minnar til eyjanna átján var að
dæma í hljómsveitarkeppni þar í
landi, Prix Föroyar en eins og oft
vill verða í svona ferðalögum
græddi ég heilmikið aukreitis.
En þessi mikla og nánast knýj-
andi þörf fyrir að koma öllum þeim
vangaveltum og álitsmálum sem
ég sankaði að mér þarna úti á
framfæri hefur eiginlega komið
sjálfum mér á óvart.
Vinnutörnin hérna heima var
enda orðin býsna löng og lýjandi –
eins og gengur – og var því líkt og
að ferskur og kröftugur gustur
léki um heilann á mér þessa fimm
daga sem ég var þarna úti. Allan
tímann drakk maður í sig upplýs-
ingar og kom ég því stútfullur til
baka.
Baráttan fyrir heilnæmu tónlist-
arlífi hérlendis hefur lengi verið
miðlæg í mínu starfi en það kemur
þó fyrir að maður gleymir sér ...
gleymir að líta upp ef svo má segja.
Ferðin til Færeyja var því eins og
að fiskurinn kæmist loks upp úr
vatninu. Því þegar hann kemst upp
úr því, þá verður hann fyrst var við
það. Ég fékk því „tvo fyrir einn
þarna úti“. Innsýn í færeyskt tón-
listarlíf um leið og maður gat
speglað íslenskt tónlistarlíf í því
færeyska og velt því fyrir sér í
nýju ljósi.
Tónlistin er frekar mikið hita-
mál þarna úti og í samanburðinum
er eins og ekkert sé að gerast hér
heima. Eins og allir séu sáttir, fólk
hætt að kippa sér upp við sýru-
kennda raftónlist eða bölmóðslegt
dauðarokk og þjóðin stendur þétt
við bakið á framsæknu tónlist-
arfólki eins og Mugison og Björk
(eða það er a.m.k. myndin sem við
viljum gefa út á við).
Í Færeyjum er engin raftónlist-
arsena, rappsena, harðkjarnasena
eða teknósena. Nokkrir eldhugar
berjast af veikum mætti við það að
kynna landa sína fyrir þessu, en
fólk virðist daufheyrast.
En hvernig stendur á því að all-
ar þessar senur þrífast hérlendis?
Stærðarmunurinn á þessum
tveimur löndum er ekki það mikill.
Er það hin bísperrta sjálfstæð-
isímynd Íslendinga sem gerir þeim
kleift að halda uppi jafn öflugu tón-
listarlífi og raun ber vitni, eitthvað
sem Færeyingana sárlega skortir?
Maður getur ekki annað, þegar
maður er þarna úti, en orðið var
við sjálfstæðisbaráttuna sem í
gangi er. Stundum finnst manni þó
að hún, líkt og tónlistarbaráttan,
sé háð fyrir daufum eyrum. Fær-
eyingar eru ekki enn komnir að
1918, svo ég grípi til líkinga við ís-
lensku sjálfstæðisbaráttuna. Sú
barátta er iðulega notuð sem eins
konar líkan af sjálfstæðissinnum
þarna úti sem líta auk þess til Ís-
lands sem lands sem gæti hjálpað
til í baráttunni. Nema hvað!
Íslensk stjórnvöld hafa hins veg-
ar staðið sig skammarlega í þess-
um efnum, svo skammarlega
reyndar að það er grátlegt. Full-
kominn heigulsháttur og ekkert
annað.
Dönsk áhrif liggja semsagt eins
og slikja yfir öllu þarna úti og ráð
að rifja upp sögu úr ferðalaginu
sem segir margt um stöðu mála.
Svo bar til að ég og fleiri Íslend-
ingar sem voru í svipuðum erinda-
gjörðum þáðum boð um að mæta á
tónleika í Fuglafjörð, sem haldnir
voru í Mentanarhúsinu þar (sjá
dóm um tónleikana í Morgun-
blaðinu í gær). Þar voru sam-
ankomnir blaðamenn frá hinum og
þessum Norðurlöndum og var
hersingunni boðið í mat og drykk
áður en tónleikarnir hófust. Sat ég
til borðs með Íslendingunum,
framkvæmdastjóra Ment-
anarhússins og tveimur Dönum.
Voru þeir æði fúllyndir og svöruðu
spurningum okkar og almennu
kurteisishjali af fálæti og hroka.
Pældum við samt lítið í þessu.
Þegar tónleikarnir hófust hlupu
Íslendingarnir óðar inn í salinn,
orðnir uppveðraðir og einkar
áhugasamir yfir „færeyskum tón-
leik“. Danirnir sátu hins vegar
sem fastast inni í herberginu,
sötruðu bjór, og höfðu augsýnilega
ekki minnsta áhuga á að berja
hljómsveitirnar augum.
Þegar leið á kvöldið sprakk svo
einn Íslendinganna á limminu,
gekk upp að Dönunum og jós yfir
þá skömmum sem þeir sátu þegj-
andi undir. Spurði þá hvort að þeir
skömmuðust sín ekki, það væri
verið að bjóða þeim alla þessa leið,
gefa þeim mat og drykk og þetta
væru þakkirnar.
„Það finnst öllum hér þið vera
leiðinleg og uppskrúfuð og þið ætt-
uð að skammast ykkar!“ voru loka-
orðin.
Daginn eftir hitti sami Íslend-
ingur Danina á nýjan leik og notaði
hann þá tækifærið og impraði
frekar á skilaboðunum sem hann
hafði fært þeim daginn áður.
Þessi hrokaháttur gerði einnig
vart við sig síðast þegar ég var
þarna. Í samræðum mínum við
nokkra Dani fann ég að þeir litu
niður á Færeyinga. Þetta kom
manni hreinlega í opna skjöldu,
enda er ég Íslendingur og hef aldr-
ei þurft að skrifa „via danmark“ á
póstkortin mín. Já, frelsið er ynd-
islegt eins og Nýdönsk kvað hér
um árið. Það er því skrítið að horfa
upp á stöðuna hjá náfrændum sín-
um en eiginlega enn skrítnara að
finna að öllum virðist fjandans
sama hér á landi.
Mér finnst því að Ísland, Fær-
eyjar og Grænland ættu að stofna
með sér bandalag, Gríseyjar, og
eignast yfirráðin yfir gervöllu
Norður-Atlantshafi og láta þar
með nýlenduherrana flakka í eitt
skipti fyrir öll. Og hananú.
Frjálsar Færeyjar!
Ísland –
Færeyjar –
Danmörk
Er það hin bísperrta sjálfstæðisímynd
Íslendinga sem gerir þeim kleift að
halda uppi jafn öflugu tónlistarlífi og
raun ber vitni?
VIÐHORF
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Mikilvægi náttúrunnar
Náttúran og ferðaþjónustan eru
samofnar víðast hvar í heiminum og
er Ísland þar engin undantekning.
Komið hefur fram í könnunum
Ferðamálaráðs þegar okkar erlendu
gestir eru spurðir hvað það var sem
vakti forvitni þeirra á Íslandi að
svar um áttatíu prósenta þeirra, er
Íslensk náttúra. Það er því engin
furða að náttúra okkar og umhverf-
ismál eru okkur hugleikin sem störf-
um í eða við íslenska ferðaþjónustu.
Ferðamálaráð hefur unnið mark-
visst að umhverfismálum síðasta
áratuginn. Árið 1995 var ráðinn um-
hverfisfulltrúi til Ferðamálaráðs og
hefur viðkomandi haft með höndum
fræðslu til ferðaþjónustuaðila og
umsjón með þeim framkvæmdum
sem Ferðamálaráð hefur staðið að á
áningarstöðum víða um land. Þessar
framkvæmdir hafa verið unnar í
samvinnu við heimamenn viðkom-
andi svæða, Vegagerðina, Nátt-
úruvernd (nú Umhverfisstofnun)
sem og aðra hagsmunaaðila á við-
komandi svæði. Þá hefur Ferða-
málaráð veitt umhverfisverðlaun ár-
lega frá 1995 til þess rekstrar- eða
þjónustuaðila sem hefur þótt skara
fram úr hvað varðar ábyrga stefnu í
umhverfismálum. En það er ekki
nóg að byggja upp áningarstaði eða
leggja göngustíga. Rekstararaðilar
sem og allir sem að greininni koma
og reyndar sem flestir þurfa að sýna
ábyrgð gagnvart umhverfinu þannig
að komandi kynslóðir fái að njóta
þeirrar náttúrufegurðar sem við
höfum fengið að dreypa á með okkar
skilningarvitum.
Ferðaþjónustan er í eðli sínu
nokkuð mengandi atvinnugrein en á
sama tíma mjög háð umhverfi og
náttúru. Af þeirri ástæðu hefur
ferðaþjónustan lagt sífellt meiri
áherslu á umhverfismálin í sinni
starfsemi til að viðhalda gæðum og
möguleikum starfseminnar til fram-
tíðar. Í því skyni hefur verið lögð
mikil áhersla á sjálfbæra þróun í
ferðaþjónustunni. Íslenskir ferða-
þjónustuaðilar hafa í auknum mæli
sýnt málinu áhuga og eru nú æ fleiri
rekstraraðilar farnir að leita til
þriðja aðila um umhverfisvottun.
Þessi þróun hefur verið nokkuð
hröð á síðustu árum og eru nú 39
rekstraraðilar komnir í vottunar-
ferli hér á landi, þar af hafa 9 aðilar
fengið vottun, 32 af þessum aðilum
vinna undir merkjum Green Globe
21, 2 með Norræna Svaninn, 4 með
Bláfánann og 1 hefur verið vottaður
samkvæmt ISO 14001 staðlinum.
Hvað er umhverfisvottun?
En hvað er umhverfisvottun? Í
stuttu máli er umhverfisvottun stað-
festing á að tiltekin starfsemi taki
mið af staðfestri um-
hverfisstefnu og vinni
í öllu eftir henni. Það
er svo utanaðkomandi
og óháður vottunar-
aðili sem tekur út og
staðfestir hvort unnið
hefur verið eftir þeirri
stefnu. En þar sem
ferðaþjónustan er
mjög háð huglægu
mati ferðafólks er
mikilvægt að heildar-
ímynd áhrifasvæðis
starfseminnar sé trú-
verðug, það er ekki nóg að einn
rekstraraðili á viðkomandi svæði
sýni ábyrgð ef allir sem í kringum
hann eru huga lítt að þessum mál-
um. En sem betur fer hafa íslensk
sveitarfélög sýnt málinu áhuga og á
síðustu tveimur árum hafa 5 sveit-
arfélög á Snæfellsnesi og Þjóðgarð-
urinn Snæfellsjökull sameinast um
markvissa uppbyggingu á umhverf-
isstefnu og hafa sótt um að fá vottun
frá Green Globe 21, sem sjálfbært
samfélag. Vitað er um nokkur sveit-
arfélög og jafnvel landshluta sem
fylgjast grannt með þessu verkefni
Snæfellinga.
Eftirtektarverður árangur
Það sem er áhugavert við þá þró-
un sem er að eiga sér stað hér á
landi er að það virðist vera að flestir
séu samstiga og skiptir þá einu
hvort átt er við einstaka rekstr-
araðila, hagsmunasamtök eða op-
inbera aðila. Enda er eftir því tekið
erlendis hvað hér er að gerast í
þessum málaflokki og er farið að
leita í smiðju okkar um hvernig unn-
ið sé að þessum málum og er það
vel.
Umhverfisvottun
í ferðaþjónustu
Elías Bj. Gíslason og Valur Þór
Hilmarsson fjalla um umhverf-
isvottun í ferðaþjónustu
’Ferðaþjónustan er íeðli sínu nokkuð meng-
andi atvinnugrein en á
sama tíma mjög háð um-
hverfi og náttúru.‘
Elías Bj. Gíslason
Báðir starfa hjá Ferðamálaráði Ís-
lands, Elías, forstöðumaður upplýs-
inga- og þróunarsviðs, Valur, um-
hverfisfulltrúi.
Valur Þór Hilmarsson
Í SAMKOMULAGI ríkisins og
Reykjavíkurborgar frá 27. apríl 2004
er heimilað 30 þúsund fermetra bygg-
ingarmagn á svæði Um-
ferðarmiðstöðvarinnar,
þar af muni borgin út-
hluta Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi og
stofnunum Háskóla Ís-
lands, sem tengdar eru
spítalanum 23 þúsund
fermetrum. Síðan segir
orðrétt í 1. grein sam-
komulagsins:
„Auk þess samþykkja
samningsaðilar að borg-
inni sé heimilt að úthluta
allt að 7 þúsund fer-
metrum til uppbygg-
ingar miðbæjarstarfsemi í samræmi
við deiliskipulag svæðisins. Fjögurra
manna samvinnunefnd Reykjavík-
urborgar, LSH, HÍ og eigenda Um-
ferðarmiðstöðvar Íslands skal vinna
sameiginlega deiliskipulagstillögu
svæðisins sem lögð skal fyrir skipu-
lags- og byggingarnefnd.“
Ekki gert ráð fyrir bensínstöð
Gert var umhverfismat á færslu
Hringbrautar í mars 2003 og önnuðust
Línuhönnun fyrir hönd Vegagerð-
arinnar og Reykjavíkurborg fram-
kvæmd umhverfismatsins. Í ítarlegri
skýrslu vegna umhverfismatsins er
hvergi rætt um bensínstöð innan lóðar
Landspítala – háskólasjúkrahúss, enda
aldrei verið gert ráð fyrir slíkri starf-
semi þar. Skipulagsstofnun féllst á
flutning Hringbrautar á þeim for-
sendum í júní 2003.
Í kaupsamningi Reykjavíkurborgar
og Kers hf. frá 17. desember sl. er rætt
um að vegna fyrirhugaðs tónlistar- og
ráðstefnuhúss þurfi bensín- og þjón-
ustustöð í eigu Kers hf. á Geirsgötu 19
að víkja. Við kaupin á þessari eign heit-
ir borgin því að úthluta Keri hf. 4 þús-
und fermetra lóð sem leigulóð á svo-
kölluðum Umferðarmiðstöðvarreit til
a.m.k. 40 ára. Á lóðinni skuli vera
heimilt að reisa allt að eitt þúsund fer-
metra bensín- og þjón-
ustustöð.
Drög að áðurnefndum
kaupsamningi voru sam-
þykkt á fundi borgar-
ráðs 16. desember sl.
Svo virðist sem borg-
arráðsmenn hafi al-
mennt ekki gert sér
grein fyrir því að með
samþykkt sinni á kaup-
samningsdrögunum hafi
þeir verið að þverbrjóta
samkomulag borg-
arinnar við heilbrigðisyf-
irvöld um samráð við
LSH um skipulag Umferðarmiðstöðv-
arreitsins.
Yfirvöld LSH hafa andmælt þessu
enda er verið að skerða hagsmuni heil-
brigðisþjónustunnar á svæðinu og þar
með hagsmuni sjúklinga og almenn-
ings. Auk þess liggur í augum uppi að
menn skipuleggja ekki sjúkrahús og
bensínstöð hlið við hlið eins og erlendi
gestafyrirlesarinn á aðalfundi LSH,
Susan Frampton, benti á þegar hún
var spurð um málið. En á aðalfund-
inum kynnti hún hugmyndafræði um
rekstur sjúkrahúsa, þannig að þau séu
sem best fyrir sjúklinga. Yfir 100
sjúkrahús hafa tileinkað sér þessa
hugmyndafræði, sem meðal annars er
lýst í bók Framptons um „Sjúklingana
í fyrirrúmi“ eða „Putting Patients
First“.
Þó að varaáheyrnarfulltrúi F-listans
í borgarráði hafi ekki bókað um bens-
ínstöðvarmálið á borgarráðsfundinum
16. desember sl. tel ég það algerlega
nauðsynlegt að endurskoða samþykkt
borgarráðs um bensínstöð á Landspít-
alalóðinni í ljósi hagsmuna þeirrar
sjúkrahúss- og háskólastarfsemi sem
fram á að fara á svæðinu og áforma um
samfellt vísinda- og þekkingarþorp á
svæðinu milli LSH og Háskóla Ís-
lands. Borgaryfirvöld verða einfald-
lega að bæta ráð sitt í þessu máli og ná
samkomulagi við Ker hf. um aðra og
heppilegri lóð en Landspítalalóðina
undir bensínstöð.
Samþykkt borgarstjórnar
Að ósk undirritaðs var staðsetning
bensínstöðvar á Landspítalalóðinni
rædd utan dagskrár á fundi borg-
arstjórnar 3. maí sl., þar sem hann
lagði fram svohljóðandi tillögu ásamt
borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins:
„Með samkomulagi ríkis og borgar
frá 27. apríl 2004 er heitið samstarfi við
yfirvöld LSH um skipulag Landspít-
alalóðarinnar og næsta nágrennis.
Forráðamenn LSH fullyrða að með
fyrirhugaðri uppsetningu bens-
ínstöðvar á núverandi lóð Umferð-
armiðstöðvarinnar sé ekki staðið við
þetta samkomulag. Hvatt er til þess að
borgaryfirvöld fylgi í hvívetna ákvæði
samkomulagsins um samráð við LSH
um notkun og uppbyggingu á svæð-
inu.“
Tillagan var samþykkt samhljóða
með þeirri orðalagsbreytingu að sam-
ráð skyldi haft við heilbrigðisyfirvöld
um notkun og uppbyggingu svæðisins.
Um bensínstöð á Landspítalalóð
Ólafur F. Magnússon fjallar um
skipulag Landspítalalóðar ’Með samkomulagi rík-is og borgar frá 27. apríl
2004 er heitið samstarfi
við yfirvöld LSH um
skipulag Landspít-
alalóðarinnar.‘
Ólafur F. Magnússon
Höfundur er oddviti
F-listans í borgarstjórn.