Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 1
Kvennahlaup ÍSÍ 11. júní um land allt F A B R I K A N M Æ TUM ALLAR! Allar upplýsingar á sjova.is Liðslæknir í Gautaborg Gauti Laxdal sameinar starf sitt og áhugamál | 21 Skarphéðinn Guðmundsson ræðir við tvo af aðalleikendum Voksne mennesker | 38 Íþróttir í dag Patrekur á heimleið til Stjörnunnar  Gylfi Einarsson frá í 3—4 vikur  Watford metur Heiðar of hátt Washington. AFP, AP. | Hæsti- réttur Bandaríkjanna neitaði í gær að leggja blessun sína yfir notkun á kannabisefnum í lækn- ingaskyni. Hefur rétturinn þar með í reynd komið í veg fyrir að þúsundir krabbameinssjúk- linga, sem nota maríjúana sem kvalastillandi lyf, geti notað efnið með löglegum hætti. Atkvæði féllu sex–þrjú en málið var tekið fyrir að kröfu Angel McClary Raich, konu sem þjáist af ólæknandi heila- krabbameini. Hún segir maríj- úana vera eina efnið sem lini kvalirnar og geri henni kleift að halda niðri nægilega mikilli fæðu til að lifa. Nú gæti farið svo að fólk yrði sótt til saka fyrir að nota kannabis með þessum hætti. Kalifornía hefur í níu ár leyft fólki að rækta kannabisefni í lækningaskyni og nota þau und- ir eftirliti lækna. Níu önnur sambandsríki hafa fylgt í kjöl- farið enda þótt kannabis sé skilgreint sem ólöglegt fíkniefni í Bandaríkjunum. Banna kannabis til lækninga Shanghai. AFP. | Stærsta leigubíla- stöðin í Shanghai í Kína, Shanghai Dazhong, hefur ákveðið að verða við óskum hjátrúarfullra við- skiptavina og hætta að nota bíla með númeraplötum þar sem „óhappatalan“ fjórir kemur fyrir. Framburður orðsins á mandarína- kínversku er svipaður og orðsins „mistök“ og í sumum mállýskum jafnvel eins og sagnarinnar „deyja“, að sögn BBC. Ekki er ljóst hve margir bílar verða framvegis notaðir til annarra starfa. Á fimmtudag þreyta um átta milljónir ungmenna inntökupróf í háskóla í Kína og áhyggjufullir for- eldrar aka börnum sínum gjarnan á áfangastað. „Margir foreldrar neita að nota leigubíla með númera- plötur sem þeir telja vera illan fyr- irboða,“ sagði Zhao Leping, yfir- maður leigubílastöðvarinnar. Annað leigubílafyrirtæki, Shanghai NGS Taxi, segir að um 20% viðskiptavina sem panti bíla fari fram á að ekki verði sendur „óhappabíll“. Talan 4 boðar illt í Kína Reuters 300 milljón- um meira AFLAVERÐMÆTI upp úr sjó eykst um 300 milljónir króna á næsta fiskveiðiári gangi tillögur Hafrannsóknastofnunar eftir og aflinn verði í samræmi við þær. Mestu munar að aukningin á ýsu- kvótanum skilar um 1.400 millj- ónum króna í auknu aflaverðmæti. 7.000 tonna skerðing í þorski þýðir 860 milljóna króna samdrátt og byrjunarkvóti í rækju á djúp- slóð minnkar úr 10.000 tonnum í 5.000 tonn sem þýðir 500 milljóna króna samdrátt. Aukningin í ufs- anum eykur aflaverðmæti um 440 milljónir króna. Að auki koma til breytingar á flatfiskheimildum, löngu, skötusel og humri, sem leiða ýmist til aukningar eða sam- dráttar. Í þessum útreikningum sem fengnir eru frá LÍÚ er miðað við núverandi fiskverð upp úr sjó og leyfilegan hámarksafla á þessu fiskveiðiári. NIÐURSTÖÐUR Hafrannsókna- stofnunar sýna að leyfilegur þorskafli á næsta ári verður 198.000 tonn samkvæmt gildandi aflareglu. Það er 7.000 tonnum minna en á þessu ári. Á hinn bóg- inn leggur stofnunin til 15.000 tonna aukningu í ýsu og 10.000 tonn í ufsa. Þrátt fyrir að aflareglan kveði á um samdrátt í veiðum hefur við- miðunarstofn verið að vaxa síð- ustu fimm árin og er stærð hans áætluð 760.000 tonn árið 2005 og lækka þetta hlutfall og heppileg- ast að það sé á bilinu 18 til 23%. Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, segir ekki uppi neinar áætlanir um að breyta afla- reglunni eins og sakir standa. Hann segir skýrslu stofnunarinn- ar jákvæðari en í fyrra. „Skýrslan er að mörgu leyti lík skýrslunni í fyrra, heldur jákvæð- ari ef eitthvað er, sérstaklega vegna ýsunnar og ufsans. Í heild- ina tekið verðum við að líta á þetta sem frekar jákvæða skýrslu.“ 823.000 tonn á næsta ári. Hrygn- ingarstofninn hefur einnig stækk- að umtalsvert og er metinn 262.000 tonn í ár. Hefur hann ekki verið stærri síðan 1981. Skýringin á lægri kvóta liggur meðal annars í lækkandi meðalþyngd sem rakin er til minni loðnugengdar. Auk þess eru nær allir árgangar frá 2001 lélegir. Aflareglan verði endurskoðuð Stofnunin segir að þrátt fyrir að 25% aflareglan hafi verið við lýði í áratug hafi nær alltaf verið veitt umfram það. Nauðsynlegt sé að Stærsti hrygning- arstofn frá 1981 Þorskveiðiheimildir minnka þó um 7.000 tonn  Minna af | 11 Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is TALSMENN framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins og nokkurra aðildarríkja reyndu í gær að gera sem minnst úr áhrif- um þess að Bretar skyldu fresta þjóðar- atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá sam- bandsins. Jose Manuel Barroso, forseti stjórn- arinnar, sagðist ekki vita betur en beðið yrði með þær þar til leiðtogar að- ildarríkjanna 25 hittast á fundi 16.–17. júní. Joschka Fischer, ut- anríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að ákvörðun Breta markaði ekki dauða stjórn- arskrárinnar. „Þetta táknar ekki endalokin, miklu fremur truflun á ferlinu,“ sagði Fischer. Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórn- arskránni í þjóðaratkvæðagreiðslum. Öll aðildarríki ESB, sem eru 25 talsins, þurfa að staðfesta stjórnarskrána, eigi hún að geta tekið gildi. Leiðtogar Svía og Portú- gala vilja samt, eins og Frakkar og Þjóð- verjar, að haldið verði áfram með staðfest- ingarferlið í hverju landi. Pólverjar halda ótrauðir sínu striki Stjórnarflokkarnir í Póllandi vilja halda áfram með staðfestingarferlið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þegar fréttir birtust um helgina þess efnis að Bretar hygðust hætta við þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrá ESB gagnrýndi aðstoðarutanríkisráðherra Póllands, Jan Truszczynski, stjórnvöld í Bretlandi. „Ef Bretar hætta við reka þeir síðasta naglann í líkkistuna. Þá verður óvíst hvort fleiri þjóð- ir staðfesta hana,“ sagði Truszczynski. Gengi evrunnar gagnvart dollara féll mikið þegar Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrána. Ítalskur ráðherra lagði í liðinni viku til að Ítalir tækju upp sinn eigin gjaldmiðil á ný og tengdu hann við dollara. Einn af kollegum hans í rík- isstjórninni, Roberto Calderoli, tók undir hugmyndina í gær. Talið er að fram- kvæmdastjórn ESB grípi í dag til refsiað- gerða gegn Ítölum vegna brota gegn reglum evruríkja um að fjárlagahalli megi ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu. Aðeins „truflun“ á ferlinu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Enn einn | 16 Joschka Fischer BUBBI Morthens, þekktasta söngvaskáld Íslend- inga, heldur nú upp á tuttugu og fimm ára feril sinn með miklum glans. Söng hann og lék á tvennum ein- leikstónleikum í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, en sá leikur verður endurtekinn í kvöld. Bubbi fagnar nú einnig útgáfu tveggja platna sem hann vann með Barða Jóhannssyni, en þær komu báðar út í gær og bera nöfnin Ást og Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís. Morgunblaðið/Árni Torfason 25 ára starfsafmælisveisla í Þjóðleikhúsinu STOFNAÐ 1913 152. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í „kárísku“ Köben

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.