Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Þrjú spil úti. Norður ♠D ♥G862 A/Enginn ♦10874 ♣Á743 Vestur Austur ♠KG854 ♠Á732 ♥754 ♥D109 ♦– ♦DG9 ♣109862 ♣KD5 Suður ♠1096 ♥ÁK3 ♦ÁK6532 ♣G Vestur Norður Austur Suður – – 1 lauf 1 tígull 4 lauf 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Útspil: Lauftía. Hvernig er best að spila? Fimm tíglar er mjög góður samningur, sem vinnst auðveldlega ef trompið kemur í hús. Samkvæmt líkindafræðinni skiptast þrjú spil 2-1 í 78% tilfella, en hér hafa sagnir sett stórt strik í reikninginn sem gera fyrirfram- líkur marklausar – raunar má segja að 3-0 legan sé orðin allt að 100%! Túlkum sagnir: Kerfi mótherj- anna er Standard og austur lofar minnst þrílit í laufi, en stökk vest- urs í fjögur lauf er hindrun. Spaði hefur ekki verið nefndur til sög- unnar, en þó eiga AV þar níu spil saman. Eina rökrétta skýringin er sú að vestur sé með fimmlit og austur fjórlit. Vestur gæti hafa þagað yfir spaðanum með 5-5 í svörtu lit- unum, en hann hefði varla sleppt því að segja frá sexlit. Að þessu at- huguðu er skipting austurs nánast örugglega 4-3-3-3. Allt er þetta gott og blessað, en eftir stendur það grundvallarverk- efni að ná í ellefu slagi. Til að byrja með trompar sagn- hafi lauf í öðrum slag. Hann leggur svo niður tígulás og fær staðfest- ingu á grunsemdum sínum þegar vestur hendir spaða. Næst er gefinn slagur á spaða. Austur tekur væntanlega á ásinn og trompar út. Suður drepur og trompar spaða og lauf á víxl. Aust- ur neyðist til að henda spaða þegar fjórða laufið er stungið, en það þýðir að í lokastöðunni á hann eftir hæsta tromp og D109 í hjarta. Sagnhafi sendir hann inn á tromp og fær úrslitaslaginn á hjartagosa. Þetta er nánast sjálfspilandi, en sagnhafi verður þó að sjá nógu langt í byrjun til að átta sig á mik- ilvægi þess að stinga lauf í öðrum slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.isStaðurogstund http://www.mbl.is/sos 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. f4 Be7 9. e5 dxe5 10. fxe5 Rfd7 11. Df3 Dc7 12. Bf4 Bb7 13. Dh5 g6 14. Dh6 Bf8 15. Dh3 Rc5 16. O-O-O b4 17. Ra4 Rxb3+ 18. axb3 Bg7 Staðan kom upp á alþjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu á baðstrandarbænum Salou á Spáni. Horst Vonthron (2329) hafði hvítt gegn spænska stórmeistaranum Salvador Del Rio (2495). 19. Rxe6! fxe6 20. Dxe6+ De7 20... Kf8 hefði verið svarað með 21. Hhf1. 21. Dxe7+ Kxe7 22. Rc5! Bc8 23. Bg5+ og svartur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ekki þröngva skoðunum þínum upp á aðra í dag, hversu freistandi sem það kann að vera. Það er í lagi að hafa sterkar meiningar en aðrir hafa rétt á því að vera ósammála þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ágreiningur um fjármál eða eignir sem nautið á í félagi við aðra er hugsanlegur í dag. Reyndar er hann líklegri en ekki. Reyndu að temja þér eins mikla þol- inmæði og þér er unnt þegar þetta ber á góma. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn lendir að líkindum í orðaskaki við einhvern í dag. Hann er heltekinn af ónefndri hugmynd og ætlar sér að fá vilja sínum framgengt. Til allrar óhamingju er hinn aðilinn sama sinnis. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu daginn til þess að rannsaka eða leita svara við öllu því sem vekur forvitni þína. Þú ferð létt með að einbeita þér að fyrirliggjandi viðfangsefnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Átök við vini eða hópa sem ljónið þarf að eiga samskipti við eru líkleg í dag. Fólk freistast til þess að beita áróðri til þess að hafa áhrif á aðra. Ekki láta glepjast, eða beita sömu meðulum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Forðastu valdabaráttu við stjórnendur og foreldra. Þú munt ekki fara þínu fram. Fólk bítur sjónarmið sín í sig þessa dag- ana og vill að aðrir séu því sammála. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Námsfýsin hefur heltekið vogina núna. Hún er upptekin af heimspeki, trúmálum, stjórnmálum og hvaðeina sem tengist menntun og vill komast til botns í hlut- unum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Rannsóknarhæfileikar þínir njóta sín svo sannarlega núna. Sporðdrekinn vill kom- ast til botns í viðfangsefnum sínum og skilja það sem liggur að baki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ekki láta neinn sannfæra þig um eitthvað sem þú trúir ekki á. Stilltu þig um að reyna hið sama við aðra. Fólk reynir ákaft að sannfæra aðra í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin kemur miklu í verk núna því hún hættir ekki fyrr en settu marki er náð. Hún er staðfestan uppmáluð og hel- tekin af viðfangsefni sínu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Foreldrar verða að sýna börnum þol- inmæði í dag. Fólk virðist gagnteknara en endranær um þessar mundir, smáfólkið þar með talið. Hafðu í huga hvor er barn og hvor fullorðinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag gefst gott tækifæri til þess að kafa ofan í hlutina. Kannski uppgötvar fisk- urinn leyndardóm um sjálfan sig. Vertu sérstaklega þolinmóður og háttvís í dag. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Þú ert einstaklega skemmtileg og hrífandi manneskja og allir hafa ánægju af gamansemi þinni. Það er að hluta til vegna þess að þú ert jafnan með á nótunum. Þú átt gott með að tjá þig með látbragði og svipbrigðum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Tónlist Víðistaðakirkja | Tónleikar kl. 20. Víólu- dúóið Duo Borealis skipa Anna Hugadóttir og Annegret Mayer-Lindenberg. Á efnis- skrá eru sjaldheyrð verk fyrir tvær víólur eftir Bridge, LeClair, W.F Bach og Stravinskí. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson. BANANANANAS | Sýningin Vigdís – Skapalón á striga, aðferð götunnar í galleríi Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Elliheimilið Grund | Jeremy Deller. Gallerí I8 | Ólafur Elíasson. Lawrence Weiner. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal sýnir málverk. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Sjá www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Forum For Kunst. Gestir: Roswitha J. Pape, Werner Schaub, Lynn Schoene, Manfred Kästner, Luitgard Borlinghaus, Elke Wassmann, Klaus Staeck, Dik Jungling, Werner Richter. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson, Fiskisagan flýgur, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jóns- dóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hall- grímskirkju. Sýningin stendur til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auður Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Kaupfélag listamanna | KFL – group er með hressandi myndlist í Gamla Kaupfélag- inu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2. hæð. Sýningin stendur til 23. júní og er opið alla daga frá kl. 14–18. Aðgangur er ókeypis. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro. Listasafn Árnesinga | Jonathan Meese. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir. Listasafn Íslands | Dieter Roth. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14–17. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukkan 14 og 17. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts- son ljósmyndari með ljósmyndasýningu. Smekkleysa plötubúð – Humar eða frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Sýningin heitir Coming Soon er fyrsta úrvinnsla í sam- vinnu þeirra. Sýningin stendur til 15. júní. Sólon | Vilhelm Anton Jónsson mál- verkasýning. Skaftfell | Anna Líndal. Vestmannaeyjar | Micol Assael. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og eldri verk. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins en munirnir eru frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík 2005. Listasýning Árbæjarsafn | Sýningin Röndótt – Köflótt í Kornhúsinu. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyr- irheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menn- ing er gott að slaka á og njóta veitinganna og útsýnisins yfir Arnahólinn og höfnina. Mannfagnaður Lónkot | Markaður verður haldin í risatjaldi í Lónkoti Skagafirði, sunnudaginn 26. júní. Opið frá kl. 13-17. Sölufólk getur pantað aðstöðu hjá Ferðaþjónustunni Lónkoti. Fundir OA-samtökin | OA karladeild alla þriðju- daga klukkan 21–22, að Tjarnargötu 20, Gula húsinu, 101 Reykjavík. Þjóðarhreyfingin | boðar til opins fundar á Sal í aðalbyggingu Menntaskólans í Reykja- vík þriðjudaginn 7. júní - milli kl. 20 & 22 um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Málstofur Seðlabanki Íslands | Málstofa verður haldin í dag þriðjudaginn 7. júní kl. 15 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjandi er Markús Möller og ber erindi hans heitið: „Hagsveiflan í opinberum fjármálum“. Námskeið Rauði kross Íslands | Námskeið í skyndi- hjálp verður haldið dagana 8., 9. og 13. júní. Kennt verður frá kl. 19–23 í húsnæði deild- arinnar Laugavegi 120. Upplýsingar og skráning á skrifstofunni í síma 545 0400. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 traustur, 8 slægjulandið, 9 ærin, 10 umfram, 11 glymur, 13 kaka, 15 háðsglósur, 18 rithöfundur, 21 glöð, 22 svala, 23 döpur, 24 ægilegt. Lóðrétt | 2 aldan, 3 klæðir sig vel, 4 fnykur, 5 ýlfrar, 6 mjólkurlaus, 7 ilma, 12 elska, 14 tré, 15 poka, 16 styrkir, 17 hávaði, 18 sæti, 19 fangbrögð, 20 deyfð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 kæpir, 4 fækka, 7 læpan, 8 loðin, 9 alt, 11 nára, 13 saur, 14 ungum, 15 skýr, 17 ágæt, 20 hal, 22 leiti, 23 ertum, 24 negla, 25 tunga. Lóðrétt | 1 kýlin, 2 pipar, 3 runa, 4 fölt, 5 koðna, 6 annar, 10 lygna, 12 aur, 13 smá, 15 súlan, 16 ýring, 18 gotan, 19 tomma, 20 hika, 21 lest. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar Kl. 20 Sumartónar. Tónleikar Blásarakvintetts Hafnarfjarðar í Hásölum. Blásarakvintettinn skipa þeir Gunnar Gunnarsson, Peter Tompkins, Ármann Helgason, Rúnar Vilbergsson og Emil Friðfinns- son. Kl. 20–23 Opið hús. ,,Ég er ögn í líffrænni kviksjá“, myndlistargjörn- ingur Örnu Valsdóttur í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins á Strand- götu 50. Verkið er gagnvirk ,,leikmynd sem byggð er á samspili ljóss og skugga“. Aðgangur er ókeypis. Myndlistargjörningur Örnu Valsdóttur er í kvöld kl. 20. Bjartir dagar Fyrir flottar konur Bankastræti 11 ● sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.