Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 25
MINNINGAR
✝ Gunnar Gunnars-son fæddist í
Reykjavík 18. nóvem-
ber 1956. Hann lést
28. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Gunnar Ólafsson vél-
smiður, f. 28.5. 1931,
d. 12.9. 1991, og
Randí Arngríms, f.
14.12. 1934, d. 1.5.
1990. Gunnar var eitt
af fimm börnum
þeirra hjóna. Systk-
ini hans eru: Jó-
hanna, f. 29.5. 1953,
Ólafur, f. 20.4. 1955,
Karl, f. 20.5. 1960, og Tryggvi, f.
26.1. 1964.
Gunnar bjó í Reykjavík allan
sinn aldur að undanskildum árun-
um 1970 til 1974, er hann bjó
ásamt fjöldskyldu sinni í Málmey í
Svíþjóð. Sterkust búsetutengsl á
uppvaxtarárum Gunnars voru þó
ávallt Álftamýri 52 í Reykjavík.
Skólaskyldu lauk Gunnar í Sví-
þjóð árið 1973 og hóf þá þar nám í
framhaldskóla á matvælasviði.
Gunnar setti þar línur sínar til
framtíðar og hélt áfram námi er
heim var komið og fór
á samning hjá Þjóð-
leikhúskjallaranun
sem kokkanemi. Hann
lauk prófi frá Hótel-
og veitingaskóla Ís-
lands og öðlaðist
meistararéttindi í fagi
sínu. Gunnar tengdist
fagi sínu allan sinn
starfsaldur, hvort sem
var til lands eða sjós.
Gunnar kvæntist
Guðrúnu Óskarsdótt-
ur 1978 en þau skildu
fyrir allmörgum ár-
um. Saman eignuðust
þau dæturnar Guðrúnu Ósk, f. 21.8.
1978, og Lindu Björk, f. 20.12. 1979.
Þær eru búsettar í Ástralíu ásamt
móður sinni og fjölskyldum. Guð-
rún Ósk starfar við fag sitt sem
tannholdssérfræðingur í sambúð
með Scott Turner. Linda er hús-
móðir í sambúð með Cameron Hill.
Linda og Cameron eiga tvö börn,
hann Kyle Hill, f. 20.2. 2000, og
hana Kira Hill, f. 17.8. 2004.
Útför Gunnars verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Nú ertu farinn minn elskulegi
bróðir og besti vinur allra tíma. Alls
staðar sem þú hefur verið er talað fal-
lega um þig hvort sem það var á Kaffi
Austurstræti eða einhvers staðar
annars staðar. Þegar maður þurfti á
einhverjum að halda til að ræða sín
innri mál varst þú maðurinn sem ég
leitaði til. Það ríkti mikill skilningur á
milli okkar, Gussi minn, skilningur
sem fáir geta ímyndað sér hvernig
var. Það verður erfitt fyrir mig að
sætta mig við fráfall þitt en verð að
gera það því ég veit að nú ertu loksins
kominn á betri stað þar sem þú ert
metinn að verðleikum. Ég get leyft
mér að segja að þín verður sárt sakn-
að af þeim sem þekktu þig. Þú dæmd-
ir aldrei, þú leyfðir fólki að átta sig.
Þú áttir marga góða að í þeim heimi
sem þú lifðir í en þú gafst okkur hin-
um líka sem kærðu sig um þig og ég
nýtti mér það alla tíð. Elsku Gunni, þú
varst einfaldlega bestur. Það var erf-
itt fyrir mig að sætta mig við þín veik-
indi þegar þau komu fyrst í ljós 1986.
Ég neitaði að trúa því að eitthvað
væri að mínum bróður eins tengdir og
við vorum. Þegar ég horfi á Gunnar
og Stefán syni mína þá verður mér oft
hugsað til okkar. Þeir eru yndislegir,
stríðnir og skemmtilegir og Óli Þór
sækir mikið í okkur. Ég var svo lán-
samur að eiga börnin með konu sem
gerði tengsl mín við þau óaðfinnanleg
þrátt fyrir skilnað okkar, en því miður
var þessu öðruvísi háttað hjá þér. Öll
tengsl við þín börn rofnuðu þegar þau
fluttu til Ástralíu. Fljótlega eftir að
þau fluttu skrifaði ég barnsmóður
þinni bréf sem fjallaði í stórum drátt-
um um hvort væri hægt að halda sem
bestum tengslum við stelpurnar með
einum eða öðrum hætti en það kom
aldrei neitt svar. En þú, Gunni minn,
lifðir alltaf í voninni um að tengsl
kæmust á með árunum. Fórst meira
segja hinum megin á hnöttinn í von
um að hitta þau en oft verða vonir
manns að engu, þér var líka neitað um
inngöngu í Ástralíu einhverra hluta
vegna. Það er ekki hægt að segja að
þú hafir verið heppinn maður. En
samt í lokin varstu þó farinn að fá
fréttir af þeim og ánægjan og gleðin
sem skein frá þér fleygði öllum þínum
veraldlegu áhyggjum lönd og leið í
einhvern tíma.
Ég ætlaði að skrifa langa minning-
argrein en ég kveð þig með þessum
orðum, kæri bróðir. Minningar mínar
um þig eru og verða mér alltaf hjart-
fólgnar. Þú munt lifa í mínu hjarta um
ókomna framtíð. Bið að heilsa pabba
og mömmu. Hjá þeim munt þú hvíla í
friði með Guði, Gunni minn.
Þinn bróðir og vinur,
Ólafur.
Kæri bróðir. Eftir áralanga erfið-
leika í þínu lífi hefur þú nú fengið frið
og ég veit að þér líður vel núna. Langt
um aldur fram en það er víst ekki
spurt um það. Þú varst nokkuð eldri
en ég, stóri bróðir í stórum systkina-
hópi. Seinna lágu leiðir okkar saman
og við bjuggum saman í rúm þrjú ár
og þá mynduðust sterk tengsl milli
okkar sem héldust æ síðan.
Það er erfitt að horfa á eftir þér,
elsku bróðir, en huggun harmi gegn
að ég veit að þér líður vel núna. Þú,
Gunni minn, áttir allt það besta skilið
eins góður drengur og þú varst og
vildir öllum vel. Þess vegna veit ég að
þú ert hólpinn. Ég vil votta dætrum
þínum samúð mína og vona þrátt fyrir
lítil tengsl ykkar á milli að þær muni
einhvern tíma skilja hvern mann faðir
þeirra hafði að geyma.
Saknaðarkveðja.
Þinn bróðir,
Tryggvi.
Mig langar að segja nokkur fátæk-
leg orð til þín, elsku mágur, þar sem
þú ert nú farinn og okkar samskiptum
lokið að sinni. Í þau tæp átta ár sem
við höfum þekkst hefur ekki borið
skugga á okkar vináttu þótt djúp gjá
hafi samt aðskilið okkur á vissan hátt,
þú skilur það. Þú fórst alltaf þínar eig-
in leiðir hvort sem öðrum líkaði betur
eða verr en aldrei vildir þú særa
neinn. Þú kaust að vera hjá okkur á
jólum og við að hafa þig hjá okkur.
Bestu minningar á ég um þig einmitt
frá þeim stundum og ég held að þá
hafi þér liðið vel. Mér þótti líka vænt
um þegar þú birtist hjá okkur í Skeið-
arvoginum með allt þitt hafurtask
sem ekki var nú mikið og þurftir ekki
að segja meira, þú varst velkominn
þar til þú komst undir þig fótunum á
ný. En það var ekki fyrr en þú fékkst
heimili á Miklubraut 20 hjá Samhjálp
að þú varst kominn heim. Mér leið vel
að vita af þér þar vegna þess að það
var í fyrsta skipti sem ég hafði þessa
tilfinningu. Þar áttir þú svo sannar-
lega hauk í horni.
Þú varst sterkur karakter með
mikla persónutöfra og útgeislun og
þegar heilsan leyfði fór enginn var-
hluta af því. Mig langar að þakka
þeim sem studdu góðan dreng í gleði
og sorg og ekki síst langar mig, Gunni
minn, að þakka þér skemmtilegar
spjallstundir sem við áttum saman og
gaman að minnast þess hve auðvelt
var að fá þig til að hlæja, sérstaklega
þegar Óli bróðir þinn og strákarnir
hans sem kunnu á þér tökin voru ann-
ars vegar. Það var gaman að tala við
þig svo fróðan og málefnalegan þótt
ekki færi á milli mála að þú þjáðist oft
en kvartaðir aldrei. Þú varst hetja,
Gunni minn. Hetjan mín. Ég vil votta
stelpunum þínum samúð mína og öll-
um þeim sem reynst hafa þér vel í
þessu lífi.
Ég kveð þig með söknuði.
Sigrún.
Í nokkrum fátæklegum orðum vilj-
um við minnast vinar okkar Gunnars
Gunnarssonar. Við kynntumst Gunna
sem vinir yngsta bróður hans
Tryggva fyrir tæpum 30 árum. Þá
vorum við 12 ára og hann að nálgast
tvítugs aldurinn. Þrátt fyrir þennan
aldursmun þá umgekkst Gunni okkur
miklu frekar sem jafnaldra. Hann var
alltaf áhugasamur um hvað við strák-
arnir vorum að bralla og það breyttist
aldrei. Við strákarnir eigum ótal sam-
eiginlegar minningar um Gunna og
síðan á hvor um sig sínar persónulegu
minningar um hann. Sammála erum
við þó um að Gunni var okkur ein-
stakur og við fundum báðir að honum
þótti vænt um okkur. Gunni kom allt-
af fram við okkur af hlýhug og honum
tókst alltaf að sjá það góða í okkur.
Við kveðjum Gunna með virðingu og
eftirsjá og vottum fjölskyldu hans
okkar dýpstu samúð. Í huga okkar er
þó eitt öruggt og það er að ef Guð er
til þá situr Gunni hjá honum núna,
sötrandi kaffi eða eitthvað annað.
Brynjar og Þorgeir.
GUNNAR
GUNNARSSON
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Gunnarsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Bryndís
B. Guðbjartsdóttir, Gestir og starfs-
fólk Vinjar og Vilhjálmur Svan.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
SIGURÐUR INGI SIGURÐSSON,
áður til heimilis
að Víðivöllum 4,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtu-
daginn 9. júní kl. 13.30.
Arnfríður Jónsdóttir,
Sigurður G. Sigurðsson,
Tryggvi Sigurðsson, Kristbjörg Einarsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Henrý Þór Gränz,
Elín María Sigurðardóttir, Richard Örn Richardsson.
Elskulegur eiginmaður minn,
HÖRÐUR JÓNASSON,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 5. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Erna Þ. Jensen.
Frændi minn,
PÉTUR M. ANDRÉSSON,
Hátúni 10B,
lést á Landspítalanum í Kópavogi föstudaginn
3. júní.
Útför hans fer fram frá Landakotskirkju
fimmtudaginn 9. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólafur M. Bertelsson.
Elskuleg móðir okkar og systir,
ERLA MAGNÚSDÓTTIR,
Þórðarsveig 5,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið-
vikudaginn 8. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Hjartavernd.
Magnús Víðir,
Bryndís Róbertsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Guðmunda Marsibil Magnúsdóttir.
Elsku, hjartans mamma mín, dóttir mín og
systir,
HARPA SKJALDARDÓTTIR,
andaðist að kvöldi sunnudagsins 5. júní á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Drífa Sól Sveinsdóttir,
Skjöldur Tómasson
Hulda Tómasína Skjaldardóttir
Ástkær systir okkar,
SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Ormsstöðum,
Breiðdal,
lést á Sjúkrahúsi Neskaupstaðar laugardaginn 4. júní.
Jarðarförin verður gerð frá Heydalakirkju í Breiðdal mánudaginn 13. júní
kl. 14:00.
Guðný Brynjólfsdóttir,
Guðrún Brynjólfsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JENSÍNA SVEINSDÓTTIR
frá Gillastöðum
í Reykhólasveit,
áður til heimilis að Austurbrún,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn
5. júní.
Hjörtur Hjartarson, Unnur Axelsdóttir,
Hermann Hjartarson, Edda Halldórsdóttir,
Kolbrún Hjartardóttir,
Helga Guðmundsdóttir,
Matthías Hjartarson,
Elísabet G. Hjartardóttir, Rune Allan Rune,
Sveingerður S. Hjartardóttir, Guðmundur Einarsson,
barnabörn og langömmubörn.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is