Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 11
ÚR VERINU
ÞORSKAFLAMARK verður 7.000
tonnum minna á næsta fiskveiðiári
en þessu, samkvæmt stofnmæl-
ingum Hafrannsóknastofnunar, eða
198.000 tonn. Er þá miðað við nú-
gildandi aflareglu sem þýðir að
25% veiðistofnsins verði veidd ár
hvert. Stofnunin telur hins vegar
að svo hátt veiðihlutfall geti leitt til
lækkunar á hrygningarstofni og
leggur því til að veiðihlutfall verði
lækkað, en tekur ekki fram hve
mikið.
Veitt umfram 25%
Stofnunin segir að með 25% afla-
hlutfalli séu 40% líkur á því að
hrygningarstofn ársins 2009 verði
minni en hann er metinn nú, með
22% veiðihlutfalli séu líkurnar tæp-
lega 20% og mjög litlar með 20%
eða lægra veiðihlutfalli. Þá bendir
hún á að síðan 25% reglan var tek-
in upp hafi veiðihlutfallið nær und-
antekningarlaust verið mun hærra
og farið upp í 40%. Segir stofnunin
að heppilegasta veiðihlutfallið sé á
bilinu 18 til 22%.
Hafrannsóknastofnun leggur til
að núgildandi reglur um hámarks
möskvastærð í netum verði í gildi
enn um sinn. Jafnframt mun stofn-
unin á næstu mánuðum meta hvort
nauðsyn sé á frekari verndunar-
aðgerðum á hrygningarslóð á
næstu vetrarvertíð.
Meðalþyngd 4–8 ára þorsks hef-
ur lækkað að meðaltali um 13% á
árunum 2002–2004 og um 20% hjá
9–10 ára þorski. Svipaða þróun má
sjá í meðalþyngdum í stofnmæl-
ingu. Líklega má rekja þessa lækk-
un til minna magns loðnu á út-
breiðslusvæði þorsks sem kemur
m.a. fram í því að magn loðnu í
þorskmögum hefur minnkað á ofan-
greindu tímabili. Í framreikningum
er gert ráð fyrir að magn aðgengi-
legrar loðnu verði áfram lítið.
Á síðustu 5 árum hefur viðmið-
unarstofninn stækkað og er áætluð
stærð hans 760 þús. tonn árið 2005
og 823 þús. tonn árið 2006. Hrygn-
ingarstofninn hefur einnig stækkað
umtalsvert og er metinn 262 þús.
tonn árið 2005 og hefur hann ekki
verið stærri síðan 1981. Meðalaldur
í hrygningarstofni er hinsvegar
frekar lágur og aldurs- og stærð-
arbreytileiki hlutfallslega lítill. Allir
árgangar frá 2001 eru nú metnir lé-
legir nema árgangur 2002 sem er í
tæpu meðallagi. Meðalstærð ár-
ganga 2001-2004 er um 120 millj-
ónir þriggja ára nýliða.
Ýsan er ljósi punkturinn í þess-
um málum en vegna góðrar nýlið-
unar hefur stofninn verið í örum
vexti síðan árið 2000 er hann var í
lágmarki. Því leggur stofnunin til
að aflamark í ýsu verði aukið um
15.000 tonn og verði 105.000 tonn á
næsta fiskveiðiári. Svipaða sögu er
að segja af ufsanum en þar leggur
stofnunin til aukningu úr 70.000
tonnum í 80.000. Breytingar á afla-
marki í öðrum tegundum eru litlar
sem engar.
Engin ástæða til að örvænta
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir að
engin ástæða sé til að örvænta þó
hægt gangi að ná þorskstofninum
upp. Það væri margt jákvætt að
gerast. Björtu hliðarnar væru þær
að einkenni væru um áframhald-
andi hlýindaskeið. Ýsustofninn væri
í örum vexti, skötuselurinn breidd-
ist hratt út, kolmunni gengi í mikl-
um mæli inn í lögsöguna, norsk-
íslenzka síldin að færa sig vestar,
ufsastofninn væri sterkur, sömu
sögu væri að segja af sumargots-
síldinni og batamerki væru á humr-
inum fyrir austan.
Dökku hliðarnar væru vissulega
þær að þorskurinn ætti erfitt upp-
dráttar, en hrygningarstofninn
væri þó að styrkjast. Nýliðun væri
þó léleg og væntanlega þyrfti að
vernda hrygningarfiskinn betur,
lækka veiðihlutfall og stuðla með
einhverjum hætti, ef mögulegt
væri, betra aðgengi þorsksins að
loðnu. Þá væru rækjustofnar í lág-
marki, grálúðustofninn veikur og
óvissa með karfastofna. Loks væri
óvissa með loðnuna sem virtist vera
að hörfa undan hlýja sjónum.
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um nytjastofna sjávar og aflahorfur
Minna af þorski en
meira af ýsu og ufsa
Morgunblaðið/Jim Smart
Rannsóknir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, telur
margt jákvætt í skýrslu stofnunarinnar, einkum góða stöðu ýsustofnsins.
Samkvæmt núgildandi aflareglu verður þorskaflamark
á næsta fiskveiðiári 198.000 tonn en er 205.000 tonn í ár
$ $ $ $ $
$
$
$
$
$
$
%!
&
! "
SKÝRSLAN kemur í sjálfu sér
ekki á óvart en þar kemur hins
vegar ýmislegt fróðlegt fram, segir
Arthur Bogason,
formaður Lands-
sambands smá-
bátaeigenda um
nýja skýrslu
Hafrann-
sóknastofnunar
um ástand nytja-
stofna og afla-
ráðgjöf.
„Það er hins
vegar sláandi að
sjá hvernig þróunin er á innihaldi
þorskmaga í haustralli Hafró. Þar
er loðnan hreinlega að hverfa af
matseðlinum. Mínir menn hafa
gagnrýnt til fjölda ára þessar miklu
loðnuveiðar og þá sérstaklega eftir
að flottrollið kom til sögunnar. Ég
myndi álíta að það væri kominn
tími á það að menn myndu rann-
saka hvað er í raun og veru verið
að gera með þessum miklu loðnu-
veiðum og hvort eitthvað væri til í
því sem margir sjómenn halda
fram að flottrollsveiðar á loðnunni
kunni að valda breytingum sem séu
mjög til skaða á öðrum fiskistofn-
um,“ segir Arthur.
„Þá er einnig sláandi að sjá
hvernig meðalþyngd níu ára fisks
hefur verið síðastliðin tvö ár en það
er langt undir meðaltali alla leið frá
1970. Hvort þetta tengist loðnu-
veiðunum eða ekki vita menn ekki
en þessar tölur eru samt sem áður
sláandi.“
Arthur telur það miður að fiski-
fræðingar hiki ekki við að segja að
veiðiheimildirnar verði ekki auknar
á næstu árum. „Við komum því til
með að verða í sama farinu. Þó að
hægt sé að benda á það að hrygn-
ingarstofn þorsks hafi aukist um
helming síðan 1995 þá finnst mér
frekar hægt að benda á það að
þegar lagt var af stað með kvóta-
kerfið 1984 var stofninn álíka stór
og hann er núna nema hvað sam-
setningin var mun sterkari þá held-
ur en nú.“
Loðnan horfin
af matseðlinum
Arthur Bogason
„OKKUR hefur ekki tekist að
byggja upp þorskstofninn, það vita
allir, og við þurfum að draga enn
meira úr veið-
unum á næst-
unni,“ segir
Helgi Laxdal,
formaður Vél-
stjórafélags Ís-
lands. Hann tel-
ur að draga þurfi
enn meira úr
þorskveiðum en
um þau 7 þúsund
tonn sem mælt
er með í skýrslu Hafrannsókna-
stofnunar.
„Ég held að það hljóti að vera ef
menn ætla sér að ná þessu upp. En
þetta er að því gefnu að menn séu
sammála um að við séum að ofveiða
hann, það vantar líka upplýsingar
um það hvort ofveiði sé um að
kenna. Það vantar einhvern rann-
sóknargrunn á bak við þetta, til
þess að segja okkur hvað nákvæm-
lega er að,“ segir Helgi.
Hann bendir á að samkvæmt
skýrslu Hafrannsóknastofnunar séu
ýsa og ufsi í uppsveiflu, en þessar
tegundir hafi ekki verið veiddar
öðruvísi en þorskurinn, þ.e. sam-
kvæmt ráðleggingum vísinda-
manna. „Það er eitthvað í þessu
öllu sem vantar að skilja betur. Ég
er ekki að segja að það sé ekki of-
veiði í þorskinum, vandamálið er að
það er ekki mikið af gögnum til
sem styður það. Við erum að bæta
við 15 þúsund tonnum af ýsu og
bætum líka við ufsann, þannig að
það er eins og það séu ekki sömu
lögmálin sem gilda um þessar teg-
undir.“
Þarf að draga
enn meira úr
þorskveiðum
Helgi Laxdal
„ÉG HEF ekki kynnt mér þetta og
geri ekki ráð fyrir því að neitt hafi
breyst hjá þeim sökum þess að það
er ekki búið að
halda neina ráð-
stefnu eða opna
umfjöllunina,“
segir Kristinn
Pétursson, fram-
kvæmdastjóri og
fiskverkandi á
Bakkafirði um
nýja skýrslu Haf-
rannsóknastofn-
unar um ástand
nytjastofna og aflaráðgjöf sem birt
var í gær.
„Mér finnst að þessir menn eigi
ekki að vera með neina veiðiráðgjöf
enda er þeim búið að mistakast í 25
ár og þeir eiga að hætta að vera með
svona fullyrðingar þegar þeir eru
búnir að halda einhverju fram sem
ekki hefur staðist. Hver tekur mark
á mönnum sem hafa sagt ósatt í 25
ár? Ekki ég.“
Hefur mis-
tekist í 25 ár
Kristinn
Pétursson
„ÞAÐ er fátt sem kemur á óvart í
þessu, þó hafði maður vonast til þess
að það yrði ekki dregið saman í
þorskinum,“ segir
Friðrik J. Arn-
grímsson, fram-
kvæmdastjóri
Landssambands
íslenskra útvegs-
manna, LÍÚ.
„Við vorum að
vonast til þess að
það yrði ekki
samdráttur í
þorskinum, en nú
er það í spilunum.
Þetta fer 7 þúsund tonn niður frá því í
fyrra, sem eru vonbrigði,“ segir Frið-
rik. „Það væri eðlilegt við þessar að-
stæður að fella niður allar sértækar
aðgerðir sem mismuna aðilum, eins
og línuívilnun. Það blasir við að það
þurfi að fella það niður.“
„Eins væri mjög eðlilegt að þessi
samdráttur kæmi eingöngu niður á
svokölluðum krókaaflamarksbátum,
sem fengu úthlutaðar veiðiheimildir á
síðasta ári langt umfram það sem
þeim bar. Það væri mjög eðlilegt að
skerða það, sérstaklega þar sem um-
framveiði þessara báta á und-
anförnum árum er stór hluti ástæð-
unnar fyrir því að við erum ekki með
meiri úthlutun í ár en raunin er.“
Friðrik bendir á að þrátt fyrir það
að forsendur samdráttar í þorsk-
veiðum séu að fiskurinn sé léttari sé
ekki þar með sagt að hann sé að
drepast úr hungri. Holdafarið sé
ágætt, en aðgengi þorsks að loðnu
hafi breyst mikið, sem leiði af sér að
hann sé styttri en áður var.
Friðrik segir góða stöðu ýsustofns-
ins afar jákvæða. „Þar er aukning um
15 þúsund tonn, úr 90 í 105. Ef við
veiðum þessi 105 þúsund tonn er það
frábært, og þá hafa Íslendingar aldr-
ei veitt eins mikið af ýsu,“ segir Frið-
rik. Einnig er jákvætt að mati Frið-
riks að 14% aukning er í ufsa, úr 70 í
80 þúsund tonn. Aðrar tegundir séu á
svipuðu róli og áður.
Sértækar
aðgerðir verði
felldar niður
Friðrik J.
Arngrímsson
ÁRNI M. Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra segir ekki uppi
neinar áætlanir um að breyta
aflareglunni
eins og sakir
standa. Hann
segir skýrslu
Hafrann-
sóknastofnunar-
innar jákvæðari
en í fyrra.
„Skýrslan er
að mörgu leyti
lík skýrslunni í
fyrra, heldur já-
kvæðari ef eitthvað er, sér-
staklega vegna ýsunnar og ufs-
ans. Í heildina tekið verðum við
að líta á þetta sem frekar já-
kvæða skýrslu.“
Árni segir ótímabært að segja
nokkuð til um hvort lækka beri
veiðihlutfallið, líkt og Hafrann-
sóknastofnunin hefur lagt til að
verði gert. „Ég kallaði í ræðu
minni á sjómannadaginn á frekari
umræðu um stöðu þorskstofnsins,
sérstaklega vegna slakrar nýlið-
unar. Þetta er ein þeirra spurn-
inga sem þarf að svara í um-
ræðunni sem þarf að fara fram.
Þó að nýliðun hafi verið slök er
þorskstofninn ekki í stórhættu
eða að hrynja. Þetta er spurning
um hvort við höfum möguleika á
því að hraða uppbyggingu stofns-
ins, þannig að hann skili okkur
efnahagslegum ávinningi. Til
þess þurfum við annarsvegar að
nýta betur þá einstaklinga sem
komast á legg, með því að gefa
þeim frið til að vaxa og fá þannig
meira út úr hverjum einstaklingi.
Hinsvegar þurfum við að byggja
upp hrygningarstofninn, sér-
staklega með tilliti til aldurs-
samsetningar, þannig að hann
geti gefið af sér fleiri ein-
staklinga á ári hverju en hann
hefur gert að undanförnu.“
Jákvæð skýrsla
Árni M. Mathiesen
„ÞAÐ er ekkert sem kemur á óvart
þar miðað við umræðuna und-
anfarnar vikur,“ sagði Hólmgeir
Jónsson, fram-
kvæmdastjóri
Sjómanna-
sambands Ís-
lands, þegar
Morgunblaðið
leitaði viðbragða
hans við tillögum
Hafrann-
sóknastofnunar.
Hann sagði mik-
ilvægt að skoða
betur þær tillögur sem settar eru
fram, en að ástand þorskstofnsins
ylli vonbrigðum.
„Maður var auðvitað að vona að
það gengi betur að byggja upp
þorskstofninn en það eru jákvæðir
hlutir þarna líka, eins og ýsan. Það
sem kannski veldur manni mestum
áhyggjum er nýliðunin og að hún
skuli vera léleg ár eftir ár,“ sagði
Hólmgeir og bætti við að ef ekki
verði breytingar þar á, sé ekki von
á góðu.
Aðspurður hvort hann sé sam-
mála því að minnka sókn í þorsk-
stofninn, sagði Hólmgeir að skoða
þyrfti það mál vel og þá hvort
breyta ætti aflareglunni, en tók þó
fram að aðrir þættir gætu spilað
þar inn í.
„Ekkert sem
kemur á óvart“
Hólmgeir Jónsson