Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Stöðvarfjörður | Unnið hefur verið að því að draga úr áhrifum lokunar frystihúss Samherja á Stöðvarfirði. Hyggst félagið t.d. greiða niður ferðakostnað fyrrverandi starfs- manna sinna vegna atvinnusóknar og leita samstarfs við sjávarútvegs- fyrirtæki bæði á Stöðvarfirði og í ná- grannabyggðarlögum á sviði hráefn- isöflunar og markaðssetningar. Komi til þess að Fáskrúðsfjarðar- göng verði ekki opnuð fyrr en í byrj- un október mun starfsfólki því sem ekki er komið í nýtt starf verða tryggð laun til þess tíma. Frystihúsi Samherja á Stöðvar- firði verður lokað þann 1. september nk. og öllum starfsmönnum félagsins þar sagt upp frá og með þeim tíma. Um er að ræða 32 starfsmenn í 25 stöðugildum. Samherji hyggst sam- eina landvinnslu félagsins á Stöðv- arfirði og Dalvík, á Dalvík. Þau áform voru fyrst kynnt á samráðs- fundi með fulltrúum verkalýðs- félagsins og starfsmönnum hinn 21. janúar sl. Í tilkynningu frá Samherja segir að frá þeim tíma hafi verið unn- ið að því að draga úr áhrifum þessara breytinga á atvinnulíf á Stöðvarfirði. Að þeirri vinnu hafi komið fjölmargir aðilar, svo sem frá sveitarfélaginu Austurbyggð, Þróunarfélagi Austur- lands, starfsmenn Samherja auk ým- issa sérfræðinga og ráðgjafa. Í til- kynningunni segir að fyrir liggi að skortur sé á starfsfólki, bæði á Stöðvarfirði og öðrum þéttbýlisstöð- um, á svæðinu frá Breiðdalsvík til Norðfjarðar. Um sé að ræða störf í sjávarútvegi og ýmsum öðrum greinum. Þess vegna hafi Samherji lagt áherslu á bættar almennings- samgöngur á þessu svæði og muni félagið greiða niður ferðakostnað fyrrum starfsmanna sinna. Samherji eigi í viðræðum við sjávarútvegsfyr- irtæki, bæði á Stöðvarfirði og í ná- grannabyggðarlögum, um samstarf á sviði hráefnisöflunar og markaðs- setningar. Einnig sé unnið að ýms- um verkefnum sem tengjast upp- byggingu smærri fyrirtækja á staðnum, sem unnið gætu í samstarfi við nýtt álver á Reyðarfirði. Það er trú forsvarsmanna Samherja að þau verkefni, sem nú er unnið að, auk til- komu jarðganga til Reyðarfjarðar, muni auka atvinnutækifæri íbúa Stöðvarfjarðar. Neikvæð áhrif minnkuð AUSTURLAND Seyðisfjörður | Ljúft og bjart veður einkenndi sjómannadaginn eystra um helgina, aukinheldur var mann- lífið með fjörugasta móti eins og vera ber á þessum hátíðisdegi. Á Seyðisfirði var hún Guðlaug Vala Smáradóttir úti að spássera í góða veðrinu þegar hún rakst á tík- ina Emblu á höfninni. Þær slógu saman og einhentu sér í alls kyns hundakúnstir til gamans í góða veðrinu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hunda- kúnstir á höfninni Neskaupstaður | Hópur ungs fólks frá Sviss, Dan- mörku, Bretlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum er nú við sjálfboðaliðastörf í Fjarðabyggð. Þetta eru ungmenni sem koma hingað til lands á vegum samtakanna World Friends. Verkefnið er stutt af Evrópusambandinu og miðar að því að gefa ungu fólki kost á því að vinna að umhverfisverkefnum í álfunni. Ungmennin hafa und- anfarið unnið við endurbætur á stígum í fólkvangi Nes- kaupstaðar sem er vinsælt útivistarsvæði í útjaðri bæj- arins. Stígurinn þar var farinn að láta verulega á sjá undan mikilli umferð fólks og ekki vanþörf á endurbót- um. Þau eru frá Sviss, Danmörku, Bretlandi, Frakk- landi, Belgíu, Ítalíu og Bandaríkjunum, alls ellefu tals- ins. Verkefni um allt land Verkstjórar hópsins eru þau Andy Boscoe frá Bret- landi og Barbara Schmidt frá Sviss, en þau munu dvelja hér á Íslandi í 6–9 mánuði til að hafa umsjón með sambærilegum verkefnum um allt Ísland. Að þeirra sögn störfuðu Veraldarvinir fyrst á Íslandi fyrir tveim- ur árum, en þá kom einn hópur. Í fyrra voru hóparnir fjórir og í ár er gert ráð fyrir að um þrjátíu hópar komi til starfa á vegum Veraldarvina víðs vegar um Ísland. Þrjátíu hópar Veraldar- vina að störfum á Íslandi Unnið ötullega Veraldarvinir leggja fólkvanginum lið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Hótel Tangi | Félagið „Bræður og systur“ hefur tekið við rekstri Hótels Tanga, en það félag rekur einnig Val- höll á Eskifirði og Félagslund á Reyð- arfirði. Miklar breytingar hafa verið gerðar á hótelinu til hins betra og mikið endurnýjað bæði í sal og á her- bergjum. Gerður hefur verið samn- ingur við Hótel Eddu og verður Hótel Tangi rekinn sem Edduhótel í sumar.    Ný slökkvistöð | Nýverið tók Steinn B. Jónasson, slökkviliðsstjóri Austurbyggðar, fyrstu skóflustungu að nýrri slökkvistöð á Fáskrúðsfirði. Verktaki er Röra- og hellusteypan ehf. og er áætlaður kostnaður við verkið ríflega 52,4 milljónir. Áætlað er að framkvæmdum ljúki hinn 15. desember. AKUREYRI Umsóknir | Fimm umsóknir bár- ust um starf skipulags- og bygg- ingafulltrúa Akureyrarbæjar. Um- sækjendur eru Börkur Þór Ottósson, Heimir Gunnarsson, Hjörtur Narfason, Pétur Bolli Jó- hannesson og Ragnheiður Tinna Tómasdóttir. Eins og fram hefur komið hefur Bjarni Reykjalín gegnt þessari stöðu undanfarin ár en umhverfisráð Akureyrarbæjar lítur svo á að hann hafi sagt upp starfi sínu í lok apríl. Bjarni sagð- ist ekki hafa sagt upp, heldur hefði sér verið sagt upp með ólög- mætum hætti og hyggst hann leita réttar síns. Ólafsfjörður | Það er löng hefð fyrir því í Ólafsfirði að halda sjómannadaginn há- tíðlegan og var engin undantekning frá því að þessu sinni. Dagskráin stendur í tvo daga og var boðið upp á fjölmargt hefðbundið, kappróður í höfninni, kodda- slag, stakkastund og björgunarsund í sundlauginni, knattspyrnu þar sem Leiftur/Dalvík átti heimaleik, hestamót hjá Gnýfara og leirskífufimi á vegum Skotfélags Ólafsfjarðar. Seinni dagurinn hefst alltaf á því að safnast er saman við hafnarvogina og farið í skrúðgöngu til kirkju. Eftir hádegi er öllum boðið í sigl- ingu á einum togara bæjarins, að þessu sinni var farið á Sigurbjörgu ÓF 1 út á fjörð. Sýning var á munum og verk- efnum nemenda gagnfræðaskólans og tengdust þeir að þessu sinni sjávar- útvegi í Ólafsfirði í heila öld. Sjómenn og landmenn áttust við í knattspyrnu en þar skipta úrslitin sjaldnast máli, boðið var upp á barnaskemmtun og söng við Tjarnarborg en þar komu fram meðal annarra Lína langsokkur og Lísa Hauksdóttir, Idol stjarna Ólafsfirðinga. Það sem var óvenjulegast við þennan há- tíðardag sjómanna var að boðið var upp á Hálandaleika þar sem Hjalti Úrsus Árnason og félagar hans voru með magnaða kraftakeppni. Deginum lauk síðan með árshátíð sjó- manna í félagsheimilinu Tjarnarborg þar sem meðal annarra Helga Braga Jónsdóttir skemmti auk þess að vera veislustjóri. Hálandaleikar á sjómannadegi Morgunblaðið/Helgi Jónsson Fiskasýning Þeir vöktu verðskuldaða athygli, fiskarnir sem voru til sýnis í tilefni af hátíðahöldum sjómannadagsins í Ólafsfirði. Dalvíkurbyggð | Verið er að kanna grundvöll þess að kaupa snjófram- leiðsluvélar til að setja upp við Böggvisstaðafjall en það er Skíða- félag Dalvíkur sem vinnur nú að því að fjármagna kaup á slíkum tækj- um. Óskar Óskarsson, formaður fé- lagsins, sagði að undirtektir væru góðar en leitað hefur verið til ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana. „Ef þetta tekst hjá okkur er bara að drífa í hlutunum og reyna að koma svæðinu í gang sem fyrst í haust,“ sagði hann. Snjóframleiðslu- vélin sem Dalvíkingar hafa auga- stað á kostar um 21 milljón króna uppkomin á staðnum. Óskar sagði að reynt yrði að fjármagna rekstur þeirra með þeim hætti að aðsókn á skíðasvæðið yrði stöðugri ef ávallt væri opið í fjallinu. „Við ætlum okk- ur áfram að byggja sem mest á náttúrulegum snjó, en þetta yrði góð viðbót og tryggir að ávallt verð- ur nægur snjór á Dalvík,“ sagði Óskar. Hann nefndi að ef allt gengi upp, þau tæki sem menn hafa áhuga á að kaupa fengjust sem og að tækist að fjármagna þau ætti ekki að taka langan tíma að koma þeim upp. „Þetta á ekki að taka nema svona einn mánuð, við horfum til þess að geta sett vélarnar upp í septem- ber,“ sagði hann. Á vef Skíðafélags Dalvíkur kem- ur fram að með kaupum á snjó- byssu sem svo er nefnd sé verið að bregðast við breyttu veðurfari og minni snjó. Verið sé að berjast fyrir því að halda Dalvík inni á kortinu sem framtíðarskíðasvæði á Norður- landi, en ef ekkert verði að gert muni það dragast aftur úr og það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið síðastliðna þrjá áratugi verði að engu. Skíðafélag Dalvíkur bregst við breyttu veðurfari og minni snjó Stefnt að kaupum á snjóbyssu Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Millilandaflug | Á fundi bæj- arráðs í vikunni var tekið fyrir er- indi frá framkvæmdastjóra Ice- land Express ehf. varðandi aðstæður til millilandaflugs til og frá Akureyri. Í bréfinu kemur m.a. fram, að athuganir flug- félagsins hafi leitt í ljós að raun- hæft muni vera að stunda beint flug til og frá Akureyrarflugvelli a.m.k. stóran hluta ársins. Lengd flugbrautarinnar takmarki mögu- leikana verulega þar sem einungis fáar tegundir flugvéla henti við núverandi aðstæður. Í bókun bæj- arráðs kemur fram að bæjarstjórn hafi margoft ályktað um mik- ilvægi á beinu millilandaflugi til og frá Akureyrarflugvelli. Bæj- arráð ítrekar þau sjónarmið sem í ályktununum koma fram og telur brýnt að af hálfu ríkisins verði nú þegar kannaðir möguleikar á að flýta framkvæmdum við nauðsyn- lega lengingu flugbrautarinnar. Bæjarráð lýsir yfir vilja til sam- starfs við flugmálastjórn og sam- gönguráðuneytið um skjótan fram- gang málsins.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.