Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 41
EIN rómaðasta kvikmynd síðasta
árs er án efa bandaríska myndin
Sideways – eða Hliðarspor. Þessi
viðburðaríka vínsmökkunarferð
tveggja gerólíkra félaga reyndist
svo bragðgóð og
ljúf að fjölmarg-
ir gagnrýn-
endur og blaða-
menn settu
hana í efstu
sæti yfir mynd-
ir ársins og í of-
análag þá féll
hún einnig í
kramið hjá al-
menningi en
hér á landi sáu 10 þúsund manns
myndina sem er með mesta móti
þegar annars vegar eru myndir af
þessum toga. Það var því viðbúið að
hún ætti eftir að seljast vel á mynd-
diski enda ekta mynd sem fólk vill
eiga og sjá oftar en einu sinni. Að
sögn Guðmundar Breiðfjörðs hjá
Senu, sem dreifir myndinni hér-
lendis, hefur myndin enda selst vel
síðan hún kom út í næstsíðustu viku.
Hún hefur verið söluhæsti mynd-
diskur þeirra síðan og fór ennfremur
á topp leigumyndalistans í síðustu
viku.
Eins og við mátti búast þá eru
kræsingarnar girnilegar á mynd-
diskinum því auk myndarinnar
sjálfrar hefur útgáfan að geyma
mikið og áhugavert ítarefni. Fyrir
það fyrsta eru leikstjórinn Alexand-
er Payne (Citizen Ruth, Election og
About Scmidt) og félagi hans hand-
ritshöfundurinn Jim Taylor einkar
vel gefnir og mælskir náungar sem
uppfullir eru af fróðleik um leynd-
ardóma kvikmyndagerðarinnar. Það
sýna þeir og sanna í óvenju inni-
haldsríkri lýsingu (commentary)
þeirra á gerð myndarinnar. Einnig
eru áberandi vel fram sett áður óséð
atriði sem ekki rötuðu í endanlegu
útgáfuna – samhengi þeirra er skýrt
mjög vel og gerð grein fyrir hvers
vegna atriðin töldust á endanum
óþörf. Og þótt það blasi við hvers
vegna atriðin voru ekki notuð – þau
bæta í sjálfu sér litlu við söguna – þá
gefa þau fróðlega innsýn í hið mik-
ilvæga ferli sem klipping kvik-
myndar er.
Annað ítarefni á mynddisknum er
með hefðbundnu formi; stutt heim-
ildarmynd gerð á tökustað með við-
tölum við tökulið og leikara.
En rúsínan í pylsuendanum er
hreint bráðfyndin lýsing aðalleik-
aranna Paul Giamatti og Thomas
Hayden Church á gerð mynd-
arinnar, sem hægt er að hlusta á á
meðan horft er á myndina. Þar kem-
ur á daginn að þeir kumpánar hafa
náð einstaklega vel saman og eiga
greinilega heilmikið í þeim brakandi
fína húmor sem gerði myndina
svona einstaka og eigulega.
Eftir Skarphéðin Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Paul Giamatti og Thomas Hayden Church fara á kostum í lýsingum sínum.
Kvikmyndir | Sælkeramyndin Sideways komin á mynddisk
Dagar víns og ítarefnis
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 41
ÁLFABAKKI
AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLFABAKKI
Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu,
Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum og Chad Michael Murray úr One Tree
Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára.
A LOT LIKE LOVE kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
A LOT LIKE LOVE VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
Er þetta ást? Er þetta vinátta eða er þetta hvort tveggja. Þetta er mynd sem þú og þín þurfið að sjá.
ashton kutcher RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU amanda peet
A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8.15 - 10.30
HOUSE OF WAX kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
WEDDING DATE kl. 8.15 - 10.20
THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8.15 - 10.30
CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4
A LOT LIKE LOVE kl. 6 - 8 - 10
HOUSE OF WAX kl. 8 - 10
THE ICE PRINCESS kl. 6
Kingdome Of Heaven kl. 5 - 8 - 10.30
House of Wax kl. 10.30
Star Wars - Episode III kl. 5 - 8
LEYFÐ ÖLLUM ALDURSHÓPUM
BRIAN
VAN HOLT
PARIS
HILTON
JARED
PADALECKI
ELISHA
CUTHBERT
CHAD MICHAEL
MURRAY
04.06. 2005
7
3 2 3 8 8
3 7 8 9 1
11 12 19 34
13
01.06. 2005
6 8 10 29 36 47
20 45 24
Stökktu til
Rimini
23. júní eða 30. júní
frá kr. 29.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í júní. Njóttu lífsins á
þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og
4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Síðustu sætin
Verð kr. 29.990
í viku
Verð kr. 39.990
í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug,
skattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 23. eða 30. júní.
Verð kr. 39.990
í viku
Verð kr. 49.990
í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1
eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og ís-
lensk fararstjórn. Stökktu tilboð 23. eða
30. júní.
Í TILEFNI af útgáfu
kvikmyndarinnar Side-
ways – Hliðarspor – á
mynddiski var haldinn
léttur leikur í versl-
unum Skífunnar í sam-
starfi við Icelandair
vikuna 18.–24. maí.
Allir sem keyptu
myndina í Skífunni
áttu möguleika á
glæsilegum vinningum
og var aðalvinning-
urinn ferð fyrir tvo til
San Fransiskó en eins
og allir muna gerist
myndin í vínhéruðum Kaliforníu ekki lagt frá San Fransisco. Sú heppna
sem vann ferð fyrir tvo heitir Valgerður Ottósdóttir og sést hún hér á með-
fylgjandi mynd taka við vinningnum úr hendi Guðmundar Breiðfjörðs frá
Senu. Aðrir vinningar voru ostakarfa frá Osta- og smjörsölunni og rauð-
vínsglaðningur frá Globus og árskort í Smárabíó og Regnbogann.
Heppilegt Hliðarspor
Uppi varð fótur og fit er leikara-parið Tom Cruise og Katie
Holmes kom
til MTV-verð-
launahátíð-
arinnar á mót-
orhjóli því von
var á Nicole
Kidman, fyrr-
um eiginkonu
Cruise, á sama
tíma og parið
rann í hlað.
Það slapp þó fyrir horn og náðu
skipuleggjendur hátíðarinnar að
koma þeim inn áður en Kidman
kom á staðinn. Ströngu skipulagi
var síðan komið á til að koma í veg
fyrir að þau rækjust hvort á annað
það sem eftir var kvöldsins.
Á hátíðinni tók Cruise við við-
urkenningu fyrir starfsferil sinn úr
hendi Holmes en Kidman veitti
verðlaun fyrir bestu frammistöðu
nýliða. Þá vakti það sérstaka at-
hygli að Cruise og Holmes, sem
hafa verið ófeimin við að flagga
sambandi sínu, kysstust ekki er hún
hafði afhent honum verðlaunin
heldur föðmuðust og tókust í hend-
ur.
Fólk folk@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111