Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing-
is og eiginkona hans, Kristrún Ey-
mundsdóttir, verða viðstödd hátíð-
arhöld í Noregi í dag, 7. júní, en þá
er minnst aldarafmælis sam-
bandsslita Noregs og Svíþjóðar og
endurreisnar konungdæmis í Nor-
egi. Hátíðarsamkoma verður í þing-
húsinu í Ósló. Með í för er Helgi
Bernódusson, skrifstofustjóri.
Þingforseti við-
staddur afmæli
sambandsslita
ÞJÓÐARHREYFINGIN boðar til
fundar vegna endurskoðunar
stjórnarskrárinnar í Mennta-
skólanum í Reykjavík í kvöld kl. 20.
Framsögumenn á verða Ólafur
Hannibalsson talsmaður Þjóð-
arhreyfingarinnar, Jónatan Þór-
mundsson prófessor, Sigurður Lín-
dal prófessor, Ragnar Aðal-
steinsson hrl. og Kristrún Heimis-
dóttir lögfræðingur.
Opinn fundur um
stjórnarskrána
„MÖNNUM datt í hug að þetta væri nú svolítið sér-
stakt, þ.e. þrír bæjarstjórar með sama nafni,“ segir
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, en hann
bauð til sín tveimur nöfnum sínum, þeim Gunnari Val
Gíslasyni, bæjarstjóra sveitarfélagsins Álftaness, og
Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, í kaffi í
hádeginu í gær. Gunnar sagði að þetta væri nú meira
til gamans gert, að hittast, og kvaðst ekki halda að sér-
stakur félagsskapur Gunnara yrði búinn til. „Það getur
þó vel verið að það verði haldið héraðsmót Gunnara,“
sagði Gunnar og hló. Hann segir að svo virðist sem
Gunnarar séu að taka völdin víða og bendir á að for-
maður bæjarráðs Hafnarfjarðar heiti einmitt Gunnar,
en sá er Svavarsson.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þrír bæjarstjórar sem allir heita Gunnar. Frá vinstri: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Gunnar I. Birg-
isson, bæjarstjóri Kópavogs, og Gunnar Valur Gíslason, bæjarstjóri Álftaness.
Gunnar bæjarstjóri í Kópa-
vogi, Garðabæ og Álftanesi
TALSVERT er um að torfærumótorhjólum sé
ekið eftir hestastígum í nágrenni höfuðborg-
arinnar og óttast hestamenn að stórslys geti
hlotist af enda hætta á hestar fælist þegar há-
vaðasömum hjólunum er ekið hjá. Formaður
hestamannafélagsins Fáks hvetur mótorhjóla-
menn til að láta af þessum akstri en segir jafn-
framt brýnt að þeir fái fleiri afmörkuð æf-
ingasvæði í nágrenni höfuðborgarinnar.
Vita upp á sig sökina
Einn þeirra hestamanna sem hafa ítrekað
mætt mótorhjólamönnum á reiðstígum er Telma
L. Tómasson. Hún segir ástandið óþolandi og
algjörlega ólíðandi, með því að aka eftir reið-
vegum sýni mótorhjólamenn af sér fullkomið til-
litsleysi. Telma hefur m.a. mætt mótorhjóla-
mönnum á reiðvegum í Mosfellsdal, við Hengil
og á Hólmsheiði. Þetta séu vel merktir reiðvegir
og mótorhjólamenn sem þá aki viti vel að þeir
megi ekki aka eftir þeim. Sumir séu kurteisir,
stöðvi hjól sín og biðjist afsökunar enda viti þeir
upp á sig sökina en aðrir „rífi stólpakjaft“ ef
eitthvað er sagt við þá. Enn aðrir bruna einfald-
lega framhjá án þess að mæla orð af vörum.
Telma segir að stórhætta skapist af þessum
akstri. Hestar bregðist yfirleitt illa við snöggum
hreyfingum og því sé mikil hætta á að þeir fæl-
ist þegar torfæruhjóli er ekið nálægt þeim.
Knapinn geti þá dottið af baki og slasast og
flækist hann í ístaði geti hann dregist á eftir
hrossinu sem getur verið stórhættulegt. Jafnvel
sé hætta á árekstrum hrossa og hjóla.
Telma hefur ekki frétt af slysum á hesta-
mönnum vegna mótorhjólaaksturs en hún segir
aðeins tímaspursmál hvenær slíkt gerist. Mörg
þúsund manns stundi reiðmennsku í nágrenni
höfuðborgarinnar og um helgar séu stórir hópar
fólks saman á ferð eftir reiðvegum, þar á meðal
fjölskyldufólk.
Þar að auki hafi mótorhjólin valdið miklum
skemmdum á reiðvegum, m.a. í Henglinum þar
sem sumir stígar séu sundurspólaðir.
Telma segir að það gagni lítið að hringja í
lögreglu þegar mótorhjólamenn sjást á reið-
stígum enda séu hjólamennirnir fljótir að forða
sér og lögregla hafi engin tæki til að elta þá
uppi. Hún segir að lausn á vandamálinu hljóti
að hluta til að felast í því að sveitarstjórn-
armenn finni fleiri æfingasvæði fyrir mótor-
hjólamenn.
Stilltir klárar fælast
Bjarni Finnsson, formaður Fáks, hefur svip-
aða sögu að segja, talsvert sé um ferðir mót-
orhjólamanna eftir reiðstígum. Aksturinn sé
stórhættulegur og jafnvel „gamlir og stilltir
klárar“ geti fælst við mótorhjólin. Nokkur dæmi
séu um að hestamenn hafi misst frá sér hross,
sem þeir höfðu til reiðar, vegna mótorhjólaakst-
urs á reiðvegum. Hestarnir taki þá á rás bein-
ustu leið heim í hesthús og því geti sömuleiðis
fylgt hætta. Bjarni segir brýnt að mótorhjóla-
menn fái fleiri afmörkuð æfingasvæði og hann
tekur fram að samtök vélhjólamanna reki áróð-
ur gegn því að ekið sé eftir reiðstígum og flestir
mótorhjólamenn taki tillit til hestamanna.
Á vef Vélhjólaíþróttaklúbbsins, www.moto-
cross.is, er rekinn áróður gegn akstri á reið-
stígum. Þar stendur: „Við hjólum aldrei á
merktum reiðstígum – ALDREI. Ef við mætum
ríðandi fólki á vegum, keyrum út í kant og
drepum á hjólunum meðan fólkið ríður
framhjá.“ Greinilega þurfa fleiri að fara eftir
þessu.
Aka torfærumótorhjólum
eftir merktum reiðstígum
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is Hætta á að hestar fælist
og tímaspursmál hve-
nær stórslys hlýst af
Reyðarfjörður | Undanfarið hefur
jarð- og steypuvinna við undir-
stöðueiningar álvers í Reyðarfirði
verið stærsta verkið í framkvæmd-
inni.
Nú er farið að móta fyrir ker-
skálum, því byrjað er að koma for-
steyptum einingum fyrir og álvers-
byggingin því farin að komast
uppúr jörðinni. Forsteyptu stólp-
arnir eru steyptir í starfsstöð BM
Vallár við Reyðarfjarðarhöfn og
síðan fluttir á byggingarsvæðið,
þar sem þeim er komið fyrir á und-
irstöðum sem steyptar eru á staðn-
um.
Kerskálar álversins verða tveir
og hvor um sig 1,1 km að lengd.
Mótar fyrir
kerskálum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Unnið að uppsetningu forsteyptra eininga í tvo 1,1 km langa kerskála.
Ólafsvík | Eftir langdreginn og kald-
an þurrk fellur nú regn á jörð. Hér
kom ekki dropi úr lofti í maí og
gróðurinn sem í apríl gægðist úr
jörðu varð næsta fölur og fár. Í stað
hinnar þrálátu norðanáttar er nú
golukaldi úr suðri og vætan gælir
við þúfu og stein.
Hálfskrælnaður gróðurinn
drekkur í sig lífskraftinn og fölvi
hlíðanna breytist fljótt í sæld. Þá
gefst nú hreinna og heilnæmara
loft fyrir allt sem anda dregur. Enn
erum við minnt á að allt hefur sinn
endi, jafnvel það sem miður fer.
Eða værum við hér ella?
Fölvi hlíðanna
breytist í sæld