Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 15
ERLENT
ALOHA! Það er kveðjan hér, alltaf sögð þegar vinur kemur eða fer, sú
fallegasta í heimi síðan Íslendingar hættu að segja: Komdu/farðu sæll og
blessaður! Aloha er svipaðrar merkingar, en þó víðtækara og innifelur alla
góðvild mannshjartans: „Megi mitt líf verða þínu lífi til ævarandi blessun-
ar,“ ALOHA er heilagt orð.
Hér er ég staddur í jarðneskri Paradís, næstum óraunverulegri að mér
finnst, þótt ég hafi verið hér þrisvar áður. Náttúran er svo fögur og óspillt
og umhverfismálin eins og helgur dómur, virðingin fyrir náttúrunni og
vernd hennar í allri sinni dýrð er samgróin þjóðareðlinu. Fólkið er eins og
náttúran, fallegt, frjálslegt og allt brosir við þér í áhyggjuleysi daganna.
Flestir reyna að selja þér eitthvað, en sölumennskan er laus við ágengni eða
þráa. Fáir staðir á jörðinni geta glatt hjarta manns jafnmikið og án nokk-
urs sérstaks tilefnis, bara að vera til í Paradís.
WAIKIKI er ferðamannasvæðið í Honolulu með
eina fegurstu og eftirsóttustu strönd heimsins þar
sem pálmatrén vaxa alveg niður í flæðarmál og
sveigja stóru blöðin fyrir hægum andvara af
hafinu bláa. Regnbogaturn Hilton hótelsins, þar
sem við ætlum að búa, stendur alveg við strönd-
ina og útsýnið yfir hafið og inn til Demantshöfða
er svo seiðlokkandi að maður þreytist aldrei að
dást að fullkomnun sköpunarverksins. Hér á
Oahu eyju er eina sameiginleg menningarmiðstöð
Pólynesiu í heiminum, með þátttöku 10 af pólyn-
esisku þjóðunum, einstakt tækifæri til að kynnast
háttum þeirra og siðum í hnotskurn. Þar eyddi ég
heilum degi og notaði myndavélina óspart.
Hér er ég staddur í viku að ljúka yfirreið minni kringum hnöttinn til
undirbúnings ferð okkar allan októbermánuð á komandi hausti.
Þú mátt trúa mér að við eigum 30 sannkallaða dýrðardaga í vændum,
sem hver um sig er sjálfstætt ævintýri og undur og ólíkt öllu öðru.
Þannig munum við upplifa dularmögn hins mikla Indlands og festa
sjón á fegurstu byggingu heims, TAJ MAHAL, dveljast meðal hinnar
brosandi þjóðar, sem alltaf hélt reisn sinni og sjálfstæði í landinu
frjálsa, THAILANDI, fyrst í bestu hótelborg heims, BANGKOK,
síðar í undraheimi CHIANG MAI í norður Thailandi.
Í Kína tala stórvirkin beint til þín í mikilfengleik lands og sögu í
höfuðborginni PEKING, þar sem hver dagur ber í sér merki og minn-
ingar mörg þúsund ára mitt í samtíðinni. Þó er SHANGHAI e.t.v.
mesta undrið í nútímanum, enda er hún
stimpluð í bak og fyrir sem mesta fram-
úrstefnuborg heimsins, bæði tæknilega
og þjóðfélagslega sem stefnir í að verða
stærsta og besta borg heimsins í flestu
tilliti. Þaðan liggur leiðin til höfuðborgar
Japans, TOKYO, sem óumdeilanlega
hefur verið ein af framúrstefnuborgum
heims á síðustu áratugum, merkilegt sambland af vestrænum lífsstíl og
austrænni menningu, háttum og siðum. Japanir eru miklir ferðamenn og
setja góð ferðalög ofarlega á neyslulista sinn, enda velja þeir alltaf það
besta, einnig hér á Hawaii. 30 daga ferð okkar lýkur í SAN FRANSISCO,
einni fegurstu og vinsælustu borg heims.
Héðan úr töfraheimi Paradísar sendi ég ykkur öllum sólskinskveðjur
og minni ykkur á, að ég mun sýna nýju myndirnar mínar á
þriðjudagskvöldið á GRAND HOTEL.
FERÐAKYNNING
Hnattreisan kynnt í kvöld, þriðjudag 7. júní kl. 20.00, á
GRAND HÓTEL. Sætapantanir í síma 861 5602 Heims-
kringla eða 595 1000 Heimsferðir. Í lok kynningar verða
seld 6 viðbótarsæti á sérkjörum, en ferðin seldist upp á
fyrra kynningarkvöldi. Byrjað er að panta fyrir næsta ár.
Ókeypis aðgangur, aðeins fyrir pöntuð sæti á kynningu.
Ferðaklúbbur Ingólfs
HEIMSKRINGLA
Upplýsingar og pantanir
í síma 861 5602 - Fax: 581 4610
Skógarhlíð 18, sími 595 1000,
fax 595 1001 - www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Söluumboð:
Ingólfur Guðbrandsson
FRÉTTABRÉF FRÁ HAWAII
til Hnattreisufara 2005/2006
Katmandu. AP. AFP. | Að minnsta
kosti 37 menn fórust og 72 særðust
þegar rúta keyrði yfir jarðsprengju
í Nepal í gærmorgun. Talið er að
maóískir uppreisnarmenn standi á
bak við tilræðið. Enginn farþegi
rútunnar slapp ómeiddur.
Þetta er blóðugasta árás sem
gerð hefur verið gegn óbreyttum
borgurum í landinu síðan upp-
reisnin braust út fyrir áratug. Maó-
istar berjast fyrir því að einveldi
verði lagt af í landinu og að það
verði gert að kommúnistaríki.
Jarðsprengjunni hafði verið
komið fyrir undir trébrú nærri
þorpinu Badarmude, 180 kílómetra
suðvestur af höfuðborginni Kat-
mandu. Sprengjan var svo ræst
með fjarstýringu þegar rútan ók yf-
ir hana. Maóistar eru ekki vanir að
beina árásum sínum gegn óbreytt-
um borgurum og ekki er vitað hvað
þeim gekk til með sprengingunni í
gær.
Farþegabifreiðar á þessu svæði
eru iðulega ofmannaðar og sitja
farþegarnir þétt saman, fjölmargir
standa og oft þurfa einhverjir að
sitja á þakinu.
„Það heyrðist hár hvellur og
vagninn kastaðist upp í loftið. Hann
tættist í sundur og margir dóu,“
sagði Khum Bahadur Gurung, sem
var farþegi í bifreiðinni. Breska út-
varpið, BBC, sagði meirihluta
þeirra sem farist hefðu hafa verið
konur. Þá hefðu fjölmörg börn og
eldra fólk týnt lífi í árásinni.
Maóistar hafa hert baráttu sína
til muna eftir að Gyanandra, kon-
ungur Nepals, rak ríkisstjórn
landsins frá völdum og lýsti yfir
ótímabundnu neyðarástandi 1.
febrúar síðastliðinn. Víða hafa þeir
sett upp vegatálma og gert árásir.
Reuters
37 fórust í sprengju-
tilræði í Nepal
SAKSÓKNARAR Alþjóðasakamála-
dómstólsins í Haag tilkynntu í gær að
hafin væri rannsókn á meintum
stríðsglæpum sem framdir hafi verið í
Darfur-héraði í vesturhluta Súdans.
Því er heitið í yfirlýsingu Luis Mor-
eno Ocampo saksóknara að hlutleysis
verði gætt í hvívetna við rannsóknina
en athygli verði einkum beint að þeim
mönnum sem mesta ábyrgð beri á
glæpaverkum í Darfur. Þekkt eru
nöfn rúmlega 50 manna sem sakaðir
eru um stríðsglæpi í héraðinu.
Söguleg rannsókn
Rannsóknin verður hin umfangs-
mesta sem fram hefur farið á vegum
Alþjóðasakamáladómstólsins. Þetta
er í fyrsta skipti sem Sakamáladóm-
stóllinn hefur rannsókn að ósk örygg-
isráðs Sameinuðu þjóðanna sem vís-
aði málinu til Haag fyrr í ár.
Öryggisráðið náði samstöðu um að
vísa málinu til dómstólsins eftir að
Bandaríkjamenn féllu frá fyrirvörum
sínum varðandi lögsögu hans. Þetta
er ennfremur í fyrsta skipti sem efnt
er til slíkrar rannsóknar á þeim for-
sendum að tiltekið ríki sé ófært um að
gera það eða ófáanlegt til þess.
Talsmenn mannréttindasamtaka
fögnuðu þessari ákvörðun dómstóls-
ins og sögðu hana sögulega. „Ákvörð-
un saksóknarans að hefja rannsókn á
fjöldamorðum og nauðgunum í Darf-
ur þýðir að loks hafa fórnarlömbin
þar öðlast von um að réttlætið nái
fram að ganga,“ sagði Richard Dick-
er, fulltrúi mannréttindasamtakanna
Human Rights Watch.
Hassan Admin, sendiherra Súdans
í Bretlandi, sagði í viðtali við breska
útvarpið, BBC, að ríkisstjórn landsins
hygðist ekki hvika frá þeirri afstöðu
sinni að ekki komi til greina að fram-
selja súdanska ríkisborgara til þess
að unnt reynist að rétta yfir þeim er-
lendis. Hann kvað stjórnvöld í
Khartoum hins vegar tilbúin til við-
ræðna við saksóknara Haag-dóm-
stólsins um að fram færu réttarhöld í
Súdan yfir þeim sem kynnu að hafa
gerst sekir um glæpaverk.
Mannréttindasamtök hafa gagn-
rýnt stjórnvöld í Súdan fyrir að hafa
ekkert gert til að draga þá til ábyrgð-
ar sem framið hafi óhæfuverk í Darf-
ur. Sameinuðu þjóðirnar telja að um
180.000 manns hafi týnt lífi í átökun-
um á undanliðnum tveimur árum. Og
talið er að um tvær milljónir manna
hafi neyðst til að flýja heimili sín.
„Þjóðernishreinsun“
Stjórnvöld og arabískir vígaflokkar
þeim hlynntir eru sökuð um að bera
ábyrgð á stríðsglæpum gegn íbúum
Darfur sem flestir eru blökkumenn.
Átökin brutust út þegar blökkumenn
brugðust til varna eftir að hafa sætt
kúgun og ofbeldi af hálfu stjórnvalda
og hinna arabísku herflokka, sem
nefnast Janjaweed. Stjórnvöld neita
tengslum við Janjaweed en þykja
enga tilraun hafa gert til að afvopna
þá. Það er haft til marks um að ráða-
menn í Khartoum séu í raun hlynntir
þeirri „þjóðernishreinsun“ sem fram
fari í Darfur og beinist gegn hinum
hörundsdökku íbúum héraðsins.
Rannsaka stríðs-
glæpi í Darfur