Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 19 MINNSTAÐUR Með kveðju. Grétar, sími 696 1126. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli ATVINNUHÚSNÆÐI - HÖFÐASVÆÐI Mér hefur verið falið að leita eftir 200- 400 fm atvinnuhúsnæði fyrir ákveðinn kaupanda á Höfðasvæði, önnur svæði koma til greina. Húsnæðið þarf að vera með 3ja metra háum innkeyrsludyrum. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Landeyjar | „Ég hef aldrei verið á sjó sjálfur en afi minn gerði út héðan frá Landeyjasandi og skipaði upp vörum fyrir kaupfélagið,“ segir Sig- urður Jónsson bílstjóri á Hvolsvelli. Hann hefur komið sér upp bryggju í Hallgeirsey og gerir út á ferðafólk. Um helgina var haldin þar fyrsta sjómannadagshátíðin í Rangár- vallasýslu. Sigurður hefur gert tjaldsvæði í gömlum kartöflugörðum á sönd- unum við Hallgeirsey. Hann hefur flutt þangað þrjá gamla fiskibáta og bundið varanlega við bryggju sem þar hefur verið smíðuð í kart- öflugörðunum. Nefnir útgerðarmað- urinn aðstöðuna Grandavör. Borð og stólar og aðstaða eru á bryggjunni og aðstaða til að grilla og í bátunum er einnig aðstaða fyrir gesti. Þá hef- ur hann komið þarna upp hreinlæt- isaðstöðu á svæðinu, meðal annars í gömlu stýrishúsi. „Ég var alltaf að leita að stærri báti sem hægt væri að opna á síð- unni og útbúa þar aðstöðu inni. En ég veit ekki hvað verður, það er erf- itt að flytja þessa báta. Ekki er hægt að sigla þeim hingað,“ segir Sig- urður útgerðarmaður þegar hann er spurður að því hvort áform væru uppi um frekari uppbyggingu í Grandavör. „Annars er ómögulegt að segja hvað manni dettur næst í hug,“ bætir hann við. Gamall verslunarstaður Hallgeirsey er gamall útgerðar- og verslunarstaður þótt þess sjáist fá merki í dag. Guðjón Jónsson, afi Sigurðar, gerði þaðan út og lagði upp á Landeyjarsandi við erfiðar að- stæður enda alger hafnleysa. Hann skipaði einnig upp vörum fyrir Kaupfélag Hallgeirseyjar sem þar hafði aðstöðu fyrstu starfsár sín enda Hallgeirsey löggiltur versl- unarstaður. Með bættum sam- göngum á landi voru höfuðstöðvar kaupfélagsins fluttar í útibúið á Hvolsvelli og sameinaðist Kaup- félagi Rangæinga á Rauðalæk. Brú- arfoss var síðasta skipið sem toll- afgreitt var við Landeyjasand, vorið 1933. Ágætt tjaldsvæði er í Grandavör. Sigurður hefur ekki síst í huga litla hópa, ættarmót og aðrar minni sam- komur. Með bryggjunni og skip- unum er komin ágæt aðstaða sem hóparnir geta nýtt. Vandinn er sá að svæðið er neðst í Landeyjunum, nokkuð langt frá Hringveginum, og því þarf að beina sjónum fólks þang- að. Það gerði Sigurður síðastliðinn laugardag með því að efna til sjó- mannadagshátíðar í Grandavör, þeirrar fyrstu í Rangárvallasýslu. Laugardagurinn varð fyrir valinu vegna þess að á sjómannadaginn sjálfan var ferming í Landeyjum. Kom töluvert af fólki til að taka þátt í og fylgjast með hefðbundnum og óhefðbundnum dagskráratriðum sjómannadagsins og sýna sig og sjá aðra. Um kvöldið sýndi Leikfélag Rangæinga leikþátt og kveikt var í varðeldi. Sigurður var ánægður með daginn, taldi að um 400 manns hefðu lagt leið sína þangað og börnin verið ánægð með leikina. Bryggja byggð í Grandavör og útgerð hafin á ný í Hallgilseyjarfjöru Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bryggjuspil Vigfús Sigurðsson harmonikkuleikari frá Hellu lék fyrir gesti á öllum aldri á bryggjunni í Grandavör á laugardaginn. Undir sjóræningjafána Sigurður Jónsson gerir út gamlan land- göngupramma á fjörurnar og sand- ana í Hallgeirsey. Ómögulegt að segja hvað manni dettur næst í hug Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LANDIÐ SUÐURNES Sandgerði | Karl Einarsson skip- stjóri í Sandgerði var heiðraður við hátíðahöld á sjómannadaginn í Sandgerði. Karl hóf störf til sjós á árinu 1950 á mb. Ægi frá Gerðum og nam síðar húsgagnasmíði. Hann stundaði sjóinn, ýmist sem skip- stjóri á eigin bátum eða hjá öðr- um, frá 1965 til ársins 1984 þegar hann hóf störf hjá Sand- gerðishöfn þar sem hann starfar enn. Karl er kvæntur Grétu Frederiksen og eiga þau sjö börn, og eru afkomendur Karls og Grétu orðnir 43. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Heiðrun Karl Einarsson lagði blómvönd á sjóinn til minningar um drukknaða sjómenn. Karl Einars- son heiðraður Í GRANDAVÖR í Hallgeirsey hefur Sigurður Jónsson hafið ganga- gerð til Vestmannaeyja sem eru þar skammt undan landi. „Það verð- ur eitthvað að gera til að krydda tilveruna,“ segir Sigurður en þegar hann opnar gangahurðina sést að lítið hefur miðað. Segir Sigurður að það hafi verið reiknað út að ef hver landsmaður grafi einn sentímetra á ári í tíu ár verði komin göng til Vest- mannaeyja eftir áratug. Þetta sé ekki meira mál en það. Ekki sé seinna vænna að hefjast handa. Jafnframt hafi verið reiknað út að hver sentímetri kosti 6.400 krónur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Byrjað á göngum til Vestmannaeyja Skagaströnd | Nýtt björgunarskip björg- unarsveitarinnar Srandar og Landsbjargar var vígt og því gefið nafn við hátíðahöld vegna sjómannadagsins á Skagaströnd. Hið nýja skip hlaut nafnið Húnabjörg. Við vígslu hins nýja og glæsilega björg- unarskips flutti formaður björgunarsveit- arinnar Strandar, Ernst Berndsen, stutta tölu þar sem hann þakkaði öllum veittan stuðning við að gera sveitinni kleift að eign- ast skipið. Fram kom í máli hans að öll sveitarfélög beggja vegna Húnaflóans hafa stutt dyggilega við kaupin á Húnabjörginni. Það var ötull félagi í björgunarsveitinni, Jökulrós Grímsdóttir, sem gaf skipinu nafn. Að því loknu blessaði séra Magnús Magn- ússon skipið og bað fyrir því og áhöfn þess. Að því loknu flutti fulltrúi úr stjórn Lands- bjargar þakkir og árnaðaróskir til skips og áhafnar. Húnabjörg mun þjóna Húnaflóa öllum og er stórt framfaraskref í öryggismálum sjó- manna sem sífellt fer fjölgandi með aukinni smábátaútgerð frá höfnunum við flóann.    Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Björgunarskip Séra Magnús Magnússon blessaði Húnabjörgina og bað fyrir áhöfn. Björgunarskipið nefnt Húnabjörg Þorlákshöfn | Jónas Ingimundarson píanó- leikari fékk menningarverðlaun Sveitarfé- lagsins Ölfuss sem afhent voru við athöfn í ráðhúsinu í Þorlákshöfn um helgina. Er þetta í fyrsta skipti sem sveitarfélagið veit- ir menningarverðlaun. Jónas Ingimundarson ólst upp í Þorláks- höfn og hefur átt stóran þátt í að byggja upp tónlistarlífið á staðnum og hefur ávallt verið reiðubúinn að koma að spila eða ráð- leggja varðandi menningarmál í Þorláks- höfn, segir í fréttatilkynningu frá menning- arfulltrúa Ölfuss. Verðlaunagripinn gerði myndhöggvarinn Helgi Gíslason, en það er minnkuð eftir- mynd af listaverki hans sem er fyrir framan ráðhúsið og nefnist „Við sjónarrönd“. Framlag Jónasar til menningarmála í sveitarfélaginu er mikið og sýndu gestir það í verki með langvinnu lófataki eftir að Jóhanna Hjartardóttir, formaður menning- arnefndar, hafði afhent Jónasi viðurkenn- inguna. Jónas fær fyrstu menn- ingarverðlaun Ölfuss Ný stjórn Lykilráðgjafar | Ný stjórn hefur verið kosin í ráðgjaf- arfyrirtækið Lykilráðgjöf Teymi í Keflavík, eða Turnkey Consulting Group. Guðmundur Pétursson er áfram formaður stjórnar og Rík- harður Ibsen framkvæmdastjóri. Lykilráðgjöf, eða Turnkey Con- sulting Group, var stofnað á árinu 2003 af RI-ráðgjöf og RV-ráðgjöf. Síðan hefur hluthöfum fjölgað og eru eigendur nú vel á annan tug fyrirtækja sem standa að teyminu sem Með Guðmundi í nýrri stjórn eru Steinþór Jónsson hótelstjóri sem er varaformaður, Kjartan Eiríksson ritari, Hermann Friðriksson með- stjórnandi og Ríkharður Ibsen meðstjórnandi. Pétur Guðmunds- son er varamaður í stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.