Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 29 MINNINGAR ✝ Aðalbjörg Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1924. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans aðfaranótt 28. maí síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Gróa Þórðardóttir Péturs- sonar útvegsbónda í Oddgeirsbæ, f. 18. desember 1885, d. 13. mars 1953, og Sigurður Þorsteins- son, skipstjóri og út- gerðarmaður á Steinum á Bráðræðisholti, f. 24. febrúar 1882, d. 13. nóvember 1940. Aðalbjörg var níunda í röð- inni af ellefu börnum þeirra Gróu og Sigurðar. Systkini hennar eru: Einar, f. 2. ágúst 1906, látinn; úar 1970 og Gunnar Guðnason, f. 30. október 1894, d. 12. janúar 1965. 19. maí 1945 gengu þau Haukur og Aðalbjörg í hjónaband og áttu því demantsbrúðkaup stuttu fyrir andlát Aðalbjargar. Aðalbjörg og Haukur eignuðust fjögur börn: 1) Ingibjörg, f. 18. september 1945, d. 15. júlí 1951. 2) Gunnar, f. 1. febrúar 1951, kvæntur Jóhönnu Geirsdóttur. Börn þeirra eru: a) Aðalbjörg, b) Haukur, kvæntur Rakel Svansdóttur, þau eiga tvær dætur: Helenu Bryndísi og Hildi Telmu og c) Valur. 3) Sigurður, f. 20. janúar 1952, kvæntur Hrefnu Steinsdóttur. Synir þeirra eru Steinn, unnusta hans er Guðrún Benediktsdóttir, og Hannes. 4) Ingibjörg, f. 4. september 1957, gift Einari Sveini Ingólfssyni. Synir þeirra eru: Haukur Ingi, unnusta hans er Berglind Stein- þórsdóttir, sonur þeirra er Tómas Nói, og Kári. Útför Aðalbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Guðmundur Þórður, f. 28. september 1908, látinn; Sigurlaug, f. 2. september 1910, látin; Soffía, f. 28. nóvem- ber 1912, látin; Jón, f. 12. mars 1915, látinn; Guðrún, f. 10. septem- ber 1917, látin; Mar- grét, f. 18. september 1919, látin; Emma, f. 26. október 1921, bú- sett í Bandaríkjunum; Þorsteinn, f. 3. des- ember 1926, látinn; og Gunnar, f. 2. apríl 1929, látinn. Árið 1941 kynntist Aðalbjörg eftirlifandi eiginmanni sínum, Hauki Gunnarssyni verslunar- manni, f. 18. júlí 1921. Foreldrar hans voru Ingibjörg Hjartardótt- ir, f. 10. október 1890, d. 5. febr- Mig langar í örfáum orðum að minn- ast tengdamóður minnar, Aðalbjargar Sigurðardóttur. Aðalbjörg var heiðarleg og hrein- skiptin kona sem bjó yfir miklum per- sónutöfrum. Hún var traust og hlý og vinur vina sinna en hún var líka föst fyrir, þegar á þurfti að halda. Hún var hress og hláturmild og hafði smitandi hlátur sem laðaði fólk að sér. Það var mikill hamingjudagur í lífi hennar þegar hún kynntist eftirlifandi manni sínum, Hauki Gunnarssyni, sem hún giftist 19. maí 1945. Þau áttu því demantsbrúðkaup stuttu fyrir and- lát hennar. Eftir að hún giftist vann hún ekki utan heimilisins heldur helg- aði því alla krafta sína. Börnin nutu þess í uppvextinum að hafa móður sína heima og Haukur hinnar ástríku og umhyggjusömu eiginkonu og húsmóð- ur. Þau eignuðust fjögur börn, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa elsta barn sitt, Ingibjörgu, sem lést aðeins tæplega sex ára gömul. Haukur var traustur eiginmaður og tryggur lífsförunautur. Það fór ekki fram hjá neinum hversu umhyggju- samur hann var við hana. Segja má að hann hafi borið hana á höndum sér og dáð alla tíð. Hann sýndi í hjúskap sín- um það sem er mikilvægast í hjóna- bandi, þ.e. vináttu og virðingu fyrir maka sínum. Aðalbjörg var bæði kjöl- festan í lífi Hauks og eins konar akkeri, ef svo má að orði komast. Lengst af bjuggu þau hjónin í Sel- vogsgrunni 6, en haustið 2000 fluttu þau í nýja íbúð í Sóltúni 13 þar sem þau bjuggu sér nýtt heimili. Aðal- björg var mjög smekkleg kona og mikill fagurkeri og voru þau hjónin mjög samhent við að byggja upp hið nýja heimili þeirra í Sóltúninu. Nota- legt var að koma við hjá Öllu og fá kaffisopa. Hellt var upp á kaffi með „gamla laginu“ og má því segja að gamla kannan hafi verið í fullu gildi. Samband þeirra Aðalbjargar og Hauks var alla tíð afar náið og gott. Þau voru einstaklega samrýmd hjón og góðir félagar og augljóst var að þeim leið best þegar þau voru nálægt hvort öðru. Má til gamans geta að um helgar þegar bein útsending var á enska boltanum í sjónvarpinu var nær útilokað að ná sambandi við þau þar sem allir vissu um sameiginlegan áhuga þeirra á boltanum og enginn vogaði sér að trufla þau á þeim tíma. Þau hjónin höfðu bæði gaman af að dansa, voru góðir gestgjafar og ferð- uðust gjarnan til sólarlanda. Frá árinu 1962 fóru þau árlega til Spánar og fleiri landa alveg fram til ársins 2002. Þegar þau komu frá útlöndum færðu þau barnabörnunum falleg föt sem oftar en ekki voru jólafötin þeirra. Oft var spurt hvenær Alla og Haukur færu til Spánar því margir sóttust eft- ir að vera þar á sama tíma og þau. Elsku Haukur, hjónaband ykkar var langt og farsælt og er missir þinn mikill. Ég bið Guð að gefa þér styrk til að takast á við sorgina. Blessuð sé minning Aðalbjargar Sigurðardóttir. Jóhanna Geirsdóttir. Það eru rúm þrjátíu ár síðan ég, þá unglingur hitti Öllu og Hauk í fyrsta sinn, þegar ég tók að venja komur mínar á Selvogsgrunn 6 að hitta dótt- urina á heimilinu. Mér var tekið ein- staklega vel af þeim báðum frá fyrstu stundu og eftir því sem árin liðu treystust böndin enn betur. Það var alltaf fjör og gleði hjá þeim Öllu og Hauki. Mér er það sérstaklega minnisstætt hvað mér þótti fjölskyld- an hávær, en ég átti því ekki að venj- ast frá mínu uppeldi. Þegar vinkonur Öllu af Grunninum komu í heimsókn, minnkaði ekki hávaðinn, mikið skelf- ing var mikið hlegið þegar þær hittust. Þegar Haukur Ingi okkar fæðist er ég í skóla en Ingibjörg að vinna. Við leituðum þá til Öllu um að hún gætti Hauks Inga fyrir okkur og var það auðsótt mál. Alla sá um strákinn frá þriggja mánaða aldri, þangað til hann fór á dagheimili. Hún talaði stöðugt við hann, og það kom á daginn að hann var fljótur að byrja að tala. Þessi tími var okkur öllum dýrmætur, og tengsl þeirra alltaf náin upp frá því. Við flytjum síðar til Hafnar, þar sem við störfuðum og ólum drengina okkar upp næstu árin. Við komum reglulega í bæinn og áttum þá alltaf skjól á Selvogsgrunninum. Við gistum í íbúðinni í kjallaranum, en Haukur Ingi vildi sofa á bedda við hliðina á Öllu ömmu. Við áttum alltaf jólin hjá Öllu og Hauki á Selvogsgrunninum fyrstu árin og nokkur ár eftir að við fluttum til Hafnar. Ómetanlegar eru einnig heimsóknir Öllu og Hauks til okkar austur, en þá var nú oft glatt á hjalla, og vinum okkar á Höfn fannst ekki leiðinlegt að koma í heimsókn meðan þau stoppuðu. Allt lék í höndunum á Öllu og allt sem hún gerði, gerði hún vel. Ég veit að við aðdrætti til heimilisins voru af- greiðslumennirnir alltaf reiðubúnir að „fara á bakvið“ til að ná í besta hráefni sem völ var á hvort sem það var í fisk- búðinni eða hjá kjötkaupmanninum. Alla hugsaði vel um allt í kring um sig, bæði lifandi hluti og dauða. Hún talaði við blómin á hverjum degi og þegar sinna þurfti Fíatnum var farið til Fúsa á verkstæðinu sem lagaði það sem laga þurfti. Minnisstæðar eru ferðirnar með þeim Öllu og Hauki í sumarhús að Flúðum í Hrunamannahreppi. Þá komu systkinin saman ásamt tengda- og barnabörnum. Við áttum svo því láni að fagna síð- asta sumar að njóta öll samvista í tveimur sumarbústaðaferðum. Við ferðuðumst töluvert um og fórum meðal annars í Kerlingarfjöll í dags- ferð, en þangað höfðu sum okkar ekki komið áður. Í október síðastliðnum var sonur Hauks Inga skírður á Kálfafellsstað í Suðursveit. Ekki kom annað til greina en Alla og Haukur væru viðstödd. Þar áttum við góða stund saman í fallegu og góðu veðri. Að leiðarlokum vil ég þakka elsku- legri tengdamóður minni fyrir allt og allt. Ég bið góðan Guð að vaka yfir Hauki á erfiðum tímum, söknuður hans er mikill. Einar Sveinn Ingólfsson. AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Að- albjörgu Sigurðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Haukur Ingi Einarsson, Aðalbjörg, Haukur, Valur, Rakel, Helena Bryndís og Hildur Telma, Margrét Þ. Blöndal (Systa), Rósa og Þorbjörn, Sigrún Böðvarsdóttir og Sigríður og Þor- varður. ✝ Sigurbjörg Stef-ánsdóttir fæddist að Berghyl í Austur- Fljótum 20. janúar 1922. Hún lést á Landakotsspítala 29. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefán Benediktsson, bóndi og sjómaður, f. 22.10. 1883, d. 13.5. 1922, og Anna Jó- hannesdóttir, hús- freyja og vinnukona, f. í Sauðneskoti í Svarfaðardal 12.9. 1882, d. 15.7. 1973. Stefán og Anna eignuðust sjö börn. Þau eru, auk Sigurbjargar: Sigrún, f. 1905, d. 1959, Steinunn, f. 1907, d. 1995, Guðný Ólöf, f. 1911, d. 2000, Þórunn Jóhanna, f. 1912, d. 1984, Benedikt, f. 1915, d. 1999, og Jónas, f. 1917, d. 2000. Árið 1954 giftist Sigurbjörg Þor- valdi Ellert Ingimundarsyni, f. á Ólafsfirði 15. janúar 1918, d. 28. október 1974. Hann var sonur Ingi- mundar Guðjóns Jónssonar, f. á Skeggjabrekku í Ólafsfirði 1875, d. 1966, og Guðrúnar Stefaníu Guð- mundsdóttur, f. á Brimnesi í Ólafs- firði 1880, d. 1934. Börn Þorvalds ar Björn Steinar Guðmundsson, f. 26.8. 1941. Börn þeirra: a. Guð- mundur Ellert, f. 1.2. 1975. b. Björn Stefán f. 8.1. 1977, sambýliskona Linda Margrét Jafetsdóttir, f. 19.8. 1979. Sonur þeirra: Óðinn Freyr. 3) Lára Guðný, f. 22.9. 1955, sambýlis- maður hennar Steindór Helgason, f. 15.5. 1958. Barn þeirra: Andri, f. 16.2. 1984. 4) Brynja, f. 4.11. 1956, sambýlismaður Jón Björn Hjálm- arsson, f. 13.1. 1956. Barn þeirra: Kolbeinn, f. 5.11. 1981, sambýlis- kona Anna Birna Jónsdóttir, f. 26.4. 1979. Fyrir átti Brynja Birgi Má Guðbrandsson, f. 11.2. 1976, sambýliskona Ása Einarsdóttir, f. 6.2. 1975. 5) Regína, f. 20.9. 1957, maður hennar er Örn Pálsson, f. 31.10. 1955. Börn þeirra: Tinna, f. 3.6. 1985, Páll, f. 9.7. 1988, Örn, f. 22.11. 1989, María, f. 10.2. 1994, d. 10.2. 1994, og Margrét Björg, f. 9.5. 1995. Fyrir átti Regína með Júlíusi Jónassyni Hrefnu Björgu, f. 29.6. 1974, d. 25.7. 1982, og Ellert Þór, f. 29.6. 1974, sambýliskona hans er Íris Björk Júlíusdóttir, f. 15.3. 1979. Barn þeirra er Regína Rós. Barn Sigurbjargar og Baldurs Jónssonar er Örn, f. 28.5. 1945, kona hans er Elísabet Weisshappel, f. 20.7. 1940. Fyrri kona Arnar var Jóna Kristín Fjalldal, f. 28.9. 1943. Börn þeirra eru: a. Halldór, f. 11.10. 1966, kona hans er Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 2.9. 1970. Börn þeirra: Örn Bjarni og Hákon Ingi. Fyrri kona Halldórs var Arna Ein- arsdóttir. Börn þeirra: Harpa og Orri. b. Birgir Örn, f. 1.3. 1971, kona hans er Kristjána Baldurs- dóttir, f. 14.2. 1969. Börn þeirra eru: Valgerður og Bryndís Jóna. c. Þorvaldur Örn, f. 6.7. 1974, kona hans er Hólmfríður Pétursdóttir, f. 26.5. 1975. Börn þeirra eru: Jóhann Bjarki og Helga Jenný Sigurbjörg ólst upp hjá móður sinni og systk- inum að Berghyl. Þegar Sigurbjörg var átta ára fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar að Benedikt undanskildum sem var hjá fósturforeldrum sínum. Sigur- björg hóf snemma að vinna og snerist hugur hennar mest til hjúkrunar. Hún starfaði á sjúkra- húsinu á Siglufirði og við umönnun sjúklinga. 1954 flutti Sigurbjörg til Ólafsfjarðar þar sem hún og Þor- valdur stofnuðu heimili að Strand- götu 19 þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Oft hefur örugglega verið þröngt á Strandgötunni, son- urinn og dæturnar fimm sem Sig- urbjörg eignaðist á þremur árum. Á Ólafsfirði sinnti Sigurbjörg hús- móðurstörfum og eftir að börnin stækkuðu starfaði hún einnig á Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar. Sigur- björg fluttist til Reykjavíkur 1985 og bjó fyrst á Eyjabakka 26, en fluttist að Strandaseli 7 1991 og bjó þar til 2004 er hún flutti í Seljahlíð. Útför Sigurbjargar Stefánsdótt- ur verður gerð frá Grafarvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. og Láru Guðbrands- dóttur, f. 1919, d. 1952: Guðbrandur, f. 1945, og Gunnar, f. 1949. Sigurbjörg og Þor- valdur bjuggu allan sinn búskap á Strand- götu 19 í Ólafsfirði, þar sem Þorvaldur stundaði sjómennsku á eigin bát, var bifreiða- stjóri og verkamaður. Börn Sigurbjargar og Þorvalds eru: 1) Jóna Rósbjörg, f. 5.8. 1954, maður hennar er Guð- mundur Heiðar Gylfa- son, f. 9.5. 1953. Börn þeirra: a. Hulda Hrönn, f. 13.6. 1975, sam- býlismaður Björn Fannar Hjálmar- son, f. 22.2. 1974. Börn þeirra: Darri Hrannar, Almar Daði og Hjálmar Orri. b. Berglind Björk, f. 21.12. 1977, sambýlismaður Gunn- ar Sigurbjörnsson, f. 2.6. 1967. Börn þeirra: Lena Rut og Andra Björk. c. Þorvaldur Heiðar, f. 8.10. 1982, sambýliskona Brynja Þor- steinsdóttir, f. 5.3. 1983. d. Hafþór Ægir, f. 9.4. 1988. Fyrir átti Jóna, Sigurbjörgu Elínu Garðarsdóttur, f. 7.8. 1972, d. 28.12. 1972. 2) Anna Stefanía, f. 5.8. 1954, maður henn- Látin er í Reykjavík tengdamóðir mín Sigurbjörg Stefánsdóttir – Bogga eins og hún var kölluð af þeim sem þekktu hana og fyrir framan bætt amma hjá hennar barna- og barna- börnum. Lífshlaup Sigurbjargar var á marg- an hátt erfitt en að sama skapi gefandi eins og svo oft er þegar takast þarf á við vandamálin. Upplifa erfiðleika, stundum svo mikla að ekki sér fram úr þeim, en standa þá af sér og verða reynslunni ríkari. Ná þannig að miðla af reynslu sinni til okkar sem yngri er- um. Sigurbjörg fæddist á Berghyl í Fljótum. Hún naut því fallegs um- hverfis í uppvexti sínum með móður sinni og systkinum, en faðir Sigur- bjargar fórst með hákarlaskipinu Mariönnu sama ár og hún fæddist. Það kom því í hlut móðurinnar að sjá fjöl- skyldunni farborða. Einn var sá atburður sem greyptist í huga Sigurbjargar í uppvexti hennar og hún greindi mér frá. Það var að- koma yfirvaldsins við fráfall fjöl- skylduföðurins. Allt sem fé var í var tekið upp í greiðslur skulda sem reikn- að var með að kæmi frá hinum vinn- andi föður. Aðeins saumavélin fékk að vera, ekki vegna linkindar innheimt- ara, heldur vegna forsjálni fjölskyld- unnar, henni hafði verið komið fyrir. Sigurbjörg fylgdist afar vel með þjóðmálunum. Hún hafði gaman af að ræða um þau og hafði ákveðnar skoð- anir á þeim. Þær hneigðust til þess að halda uppi merki þeirra sem minna mega sín. Ekki er ósennilegt að þær aðstæður sem hún ólst upp við og gríð- arhörð átök í heimabyggðinni Siglu- firði, hafi markað þær. Mér var þar alltaf fullljóst með hverjum hún stóð í slagnum mikla á Siglufirði 1934. Oftsinnis þegar síminn var notaður til samskipta, var það á þeirri gömlu að heyra að miklir verkir hefðu gert sig heimakomna, og lagst með ofurkrafti á líkamann. Því var það enn ánægju- legra að heimsækja hana og finna hvaða meðal var henni best, samskipt- in og nærvera við fólk. Hin létta lund var hennar tromp, ára hennar færði ró yfir gestina. Saman drógu þessir þætt- ir þreytu og stress úr líkama þeirra. Margt var það í fari Boggu sem kom fólki á óvart. Hún flutti hingað suður á sjötugsaldri. Breiðholtið var hennar staður. En varla liðu nema nokkrir dagar að hún geystist um í strætó, lærði á vagnana og ferðaðist með þeim þangað sem hana langaði til. Vildi ekki vera öðrum háð. Þó mánaðarlegar tekjur væru ekki háar, átti Bogga alltaf afgang, eflaust hafa þrengingar í uppvexti og á hennar fyrstu búskaparárum átt sinn þátt í. Mér er það minnisstætt að fyrst þegar ég kom inn á heimilið hennar og sest var til borðs þá stóð Bogga og fylgdist með okkur borða. Alltaf áttum við að fá okkur fyrst og ef eitthvað var eftir þá fékk hún sér afgangana. Tengdamóðir mín var frekar hlé- dræg kona, á samkomum eða þar sem fjölmenni var tók maður eftir að iðu- lega var hún sest í einhverri fjarlægð frá fólki eða hún horfin fram í eldhús til að vaska upp. Hún átti mjög erfitt með að vera aðgerðarlaus enda ávallt haft um nóg að hugsa. Sigurbjörgu þakka ég af heilum hug fyrir þá alúð sem hún sýndi börnum okkar Regínu. Nærvera hennar var þannig að krakkarnir, jafnt sem hinir fullorðnu sóttust eftir að heimsækja ömmu Boggu. Blessuð sé minning þín, Bogga. Örn Pálsson. Elsku amma Bogga. Við söknum þín mikið, það var svo gaman að koma í heimsókn til þín. Þú tókst alltaf svo vel á móti manni og varst alltaf til í spjall. Regínu Rós fannst svo gaman að heimsækja löngu sína og ég man í eitt skiptið var ég búinn að lofa henni heimsókn en svo kom eitthvað uppá og við gátum ekki farið til þín og þá grét hún og heimtaði að fara til ömmu Boggu. Þér fannst nú gaman að fá hana Regínu Rós í heimsókn, keyrðir hana um í göngugrindinni sem henni fannst voða mikið sport og gafst henni smá aur til að setja í baukinn. Stund- um áttirðu engan aur og þá leitaðir þú út um allt til að geta glatt hana. Þú varst alltaf svo ánægð þegar við kom- um til þín og þakklát fyrir það að við skyldum koma og létta þér lund. Elli á margar góðar minningar frá Ólafsfirði þegar hann fékk að vera hjá þér á sumrin og geymir hann þær vel í hjarta sínu. Við Íris og Regína Rós vit- um að þú ert komin á góðan stað núna og líður betur en við eigum samt eftir að sakna þín. Þinn Ellert. SIGURBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- urbjörgu Stefánsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hafþór Ægir, Örn, Páll Arnarson, Tinna, Halldór, Birgir Örn, Þorvaldur Örn Arnarsynir og fjölskyldur, Margrét Björg Arnardóttir og Anna Nils- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.