Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tíðni MÓSA-sýkingaeykst nú hratt áNorðurlöndum en þau lönd hafa ásamt Hol- landi lengi staðið sig betur en önnur Evrópulönd í vörnum við þessum al- gengu spítalasýkingum. MÓSA er skammstöfun fyrir Methisillín ónæmur staphylococcus aureus en það gæti útlagst sem „Klasakokkar ónæmir fyr- ir klasakokkapensilínum.“ Klasakokkar eru meðal al- gengustu sýkingarvalda en hins vegar bera 30–50% heil- brigðra einstaklinga slíkar bakt- eríur á sér og við það er ekkert óeðlilegt. Ef við skerum okkur, förum í aðgerð eða húðin rofnar af öðrum ástæðum og bakteríur komast inn er um að ræða algeng- ustu sára- og spítalasýkinguna. Ónæmir stofnar svara fæstum sýklalyfjum – eru fjölónæmir – en ekki er hægt að vita hvort sjúk- lingur er með næma eða ónæma bakteríu fyrr en við ræktun. Hér- lendis eru einungis ræktuð sýni frá sjúklingum sem koma af sjúkrahúsum erlendis frá vegna þess kostnaðar sem fylgir. Karl G. Kristinsson er yfir- læknir á sýklafræðideild Land- spítalans. Hann bendir á að tíðni- tölur MÓSA-sýkinga á Norður- löndum aukist mjög hratt. „Það veldur auknu álagi á heilbrigðis- stofnunum og miðað við getuna á Norðurlöndum verður ekki ráðið við aukninguna.“ Karl bendir á að í Bretlandi hafi einmitt það gerst, en Bretar hafi í raun gefist upp gagnvart vandanum og tíðnin sé mjög há þarlendis. „Áhyggjur okkar núna eru þær að ef ekkert frekar er gert siglum við í kjölfar- ið á öðrum Evrópulöndum.“ Hann bendir á að í þeim aðgerðum, sem nú er beitt, hafi lengi verið horft til Norðurlandanna þar sem ár- angur hafi verið góður. Nú þurfi hins vegar að efla sýkingarvarn- irnar þar sem tíðnin eykst á öllum Norðurlöndum. Erfitt að greina áhættuhópa „Við þurfum samhæfðar reglur um öll Norðurlöndin með áherslu á að þeim sé fylgt eftir. Víða er tal- ið að MÓSA-sýkingar séu ekki vandamál og það gerir öðrum erf- iðara fyrir. Það er ein ástæða mik- illar tíðnihækkunar í Finnlandi en annað er að allar forvarnir hafa beinst að sjúklingum sem koma af sjúkrahúsum erlendis sem hefur verið langstærsti áhættuhópur- inn. Hingað til hafa slíkar forvarn- ir skilað sér en nú sleppa fleiri og fleiri sýktir einstaklingar frá eft- irliti því sýkingar koma í vaxandi mæli innanlands frá.“ Hérlendis eru engar rannsóknir til sem hægt er að byggja greiningu áhættu- hópa í þjóðfélaginu vegna MÓSA- sýkingar á. Karl segir þó að talið sé að mestu vandamálin geti verið tengd öldrunarheimilum. Í meðfylgjandi töflu má sjá tíðni nýgengis MÓSA á Íslandi undan- farin ár. Árið 2002 varð mikil aukning og mun ástæðan sú að gagnstætt hinum árunum náði bakterían að dreifa sér innan- lands. Mikið átak var gert í fram- haldinu og hefur starfsfólk sjúkrahúsa verið vakandi fyrir sýkingum og tilfelli þannig fundist áður en smit fer af stað. „Síðan höfum við bara verið heppin,“ seg- ir Karl. Á töflunni má sjá að stefn- ir í talsverða aukningu í ár. Í raun þarf tvennt að gera að sögn Karls: Efla þurfi sýkingar- varnir og þá þannig að allir hlíti reglunum. Hins vegar þurfi að finna áhættuþætti innanlands. „Ef tíðnin verður sú sama og á Bretlandi væri það mjög hættu- legt því erfitt er að berjast við þessa bakteríu. Hún lifir vel í um- hverfi eftir að hún nær útbreiðslu og smitast auðveldlega.“ Kostnaðarsamt er að leita að bakteríum og einangra sjúklinga vegna MÓSA-sýkinga. Jafnvel getur þurft að loka deildum með- an sótthreinsun stendur yfir. Karl segir að þörf sé á miklum skilningi varðandi forvarnir. Hann bendir í því samhengi á að dýrt sé að sporna við en dýrara að gera ekki. Samkvæmt bandarískum tölum sé beinn kostnaðarauki yfir 10.000 dollarar á sjúkling, fái hann MÓSA-sýkingu í blóðið. Fréttaskýring | Fjölónæmar bakteríur í sókn á Norðurlöndum Stefnir í mörg tilfelli í ár Norðurlöndin gætu misst stjórn á vandanum ef ekki er frekar að gert Sýkingarvarnir skipta máli í baráttunni. Einangrun mikilvæg við að ráða niðurlögum smits  Nægilegur fjöldi einangr- unarherbergja skiptir miklu máli í baráttunni við fjöldasmit af völdum MÓSA. Talið er að skort- ur á þeim hafi haft talsvert að segja við útbreiðslu smits í Bret- landi. Norðurlöndin eru ekki nægilega vel undir búin að þessu leyti. Með tilkomu nýs sjúkra- húss hérlendis gæti það breyst þar sem nær eingöngu verður um að ræða einstaklingsstofur. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is                                                         ! " # SAMNINGANEFND Rafiðnaðar- sambandsins og Ratsjárstofnun hafa undirritað viðauka við kjarasamning starfsmanna og verður viðaukinn ásamt samningnum nú lagður fyrir starfsmenn í póstatkvæðagreiðslu. Í viðaukanum kemur meðal annars fram að stofnunin muni ekki ráða ófaglærða starfsmenn í stað þeirra fjórtán tæknimanna sem sagt var upp um síðustu áramót, en sá orðrómur komst á kreik eftir að fyrri samning- urinn hafði verið undirritaður. Varð það meðal annars til þess að starfsmenn Ratsjárstofnunar felldu fyrri samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk 23. maí sl. og eins og Morg- unblaðið hefur greint frá. Fá 2–3 mánuði greidda án vinnuskyldu eftir uppsögn Auk yfirlýsingar um að ófaglærðir starfsmenn verði ekki ráðnir er í við- aukanum tekið fram að staðaruppbót starfsmanna á Stokksnesi hækki í 10% og starfsmönnum verði veittur styrkur til að sækja námskeið. Ennfremur er þar ákvæði sem lýt- ur að starfsmönnum sem sagt var upp, þannig að þeir sem eru 50 ára og eldri fá þrjá mánuði greidda án vinnu- skyldu og þeir sem eru undir fimm- tugu fá tvo mánuði án vinnuskyldu eftir að uppsagnir þeirra taka gildi í október, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Kostnaðarauki vegna viðaukans er talinn nema um einu til einu og hálfu prósenti auka- lega. Ólafur Örn Haraldsson, forstjóri Ratsjárstofnunar, segir að í fram- haldi af því að fyrri samningurinn var felldur, hafi samningsaðilar komið sér saman um að hittast. „Menn komust að þeirri niðurstöðu sem Rafiðnaðar- sambandið vill leggja fyrir sína starfsmenn og við vonum bara það besta,“ sagði Ólafur. Allir 32 starfsmenn Ratsjárstofn- unar sem eru innan Rafiðnaðarsam- bandsins, þ. á m. þeir sem sagt hefur verið upp, eiga rétt á að kjósa um samninginn og stendur kosning til 20. júní nk. RSÍ og Ratsjárstofnun undirrita viðauka við kjarasamning Ófaglærðir ekki ráðn- ir í stað tæknimanna Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ALÞJÓÐLEGI umhverfisdagurinn var haldinn hátíð- legur á sunnudaginn en dagurinn var að þessu sinni til- einkaður sjálfbærum borgum. Í tilefni dagsins efndi Vistvernd í verki, umhverfisverkefni Landverndar, til hjólalestar í samvinnu við Landssamtök hjólreiða- manna en hjólað var undir yfirskriftinni „Hjólavæna borg“. Með lestinni var hvatt til þess að litið yrði á hjól- reiðar sem fullgildan samgöngumáta við vegagerð. Hjólað var frá hafnarbakkanum í miðbæ Reykjavíkur út í Nauthólsvík þar sem Landvernd afhenti Ylströnd- inni í Nauthólsvík Bláfánann, alþjóðlega viðurkenn- ingu fyrir strandir og smábátahafnir sem veitt er fyrir góðan árangur við að vernda umhverfi og standast kröfur um vatnsgæði, öryggismál og þjónustu. Þetta var í þriðja sinn sem Ylströndin í Nauthólsvík hlýtur Bláfánann. Morgunblaðið/Golli Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður Landverndar, Björgólfur Thorsteinsson, og forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Stefán Jón Hafstein, voru í fararbroddi hjólalestarinnar með Bláfánann. Alþjóðlegi umhverfisdagurinn tileinkaður sjálfbærum borgum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.