Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2005 35 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaað- gerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Stafganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Dagsferð 9. júní, Rangárvellir – Njáluslóðir, skráning á skrifstofu fé- lagsins í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Lokað í Garðabergi. Opið hús í safn- aðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar án leið- sagnar. Kl. 10.30 létt ganga um ná- grennið. Frá hádegi er spilasalur op- inn. „Mannrækt trjárækt“ þriðjud. 14. júní og miðvikud. 15. júní kl. 13.30, gróðursetning í Gæðareit með leikskólanum Hraunborg ásamt Garðyrkjufél. Íslands. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulíns- málun og glerskurður, kl. 10 boccia og pútt, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 ferð í Bónus, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl 11.30. Brids kl. 13. Gler kl. 13. Pútt á Hrafn- istuvellinum kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 9.30. Bankaþjónusta kl. 9.45. Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádeg- isverður. Helgistund kl. 13.30 í um- sjón séra Ólafs Jóhannssonar. Fóta- aðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Lista- smiðja kl. 9–16. Handverk og tré- skurður. Gönguhópurinn Sniglarnir kl. 10. Bónus kl. 12.40. Bókabíll kl. 14.15. Skráning í hópa og námskeið fyrir haustönn stendur yfir. Hár- greiðslust. 568 3139. Fótaaðgerð- arstofa 897 9801. Nánari uppl. í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9 myndlist, kl. 9 opin vinnustofa, kl. 13–16.30 postulínsmálning, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa- vinna. Kl. 13–16 postulínsmálun (júní). Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45. Handmennt almenn kl 9.30, hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun, leikfimi kl. 10.00, félagsvist kl. 14.00. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Ritningarlestur, söngur og bæn. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10–14, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Hjallakirkja | Bæna– og kyrrðar- stund þriðjudaga kl. 18. Krossinn | Almenn samkoma verður í Krossinum Hlíðasmára 5–7 í kvöld kl. 20. Gunnar Þorsteinsson talar. Allir eru velkomnir. Kaffi og meðlæti verður í boði eftir samkomu til styrktar hjálparstarfi í Honduras. Rauðagerði 26 Sími 588 1259 Síðasti dagur útsölunnar Opið í dag frá 13-19 30-80% afsláttur Verið velkomin Vor - sumar 2005 Í KVÖLD kl. 20.30 flytur Þórður Ingi Guðjónsson fyr- irlestur í bókhlöðu Snorra- stofu í Reykholti sem nefnist Uppljóstranir í gerðum Gísla sögu. Í kynningu um fundinn segir: „Gísla saga Súrssonar er varðveitt í tveimur heil- legum gerðum sem nefndar hafa verið „styttri gerð“ (M) og „lengri gerð“ (S). Þá hefur varðveist brot af þriðju gerð- inni (B). Gerðir Gísla sögu gefa víða tilefni til ólíkra túlkana. Er skemmst að minnast frásagnanna af morðunum tveimur sem fram- in eru, annars vegar þegar Vésteinn Vésteinsson er veg- inn og hins vegar þegar Gísli vegur Þorgrím goða.“ Í fyrirlestrinum talar Þórð- ur Ingi um varðveislu sögu- gerðanna í handritum, fyrir- hugaða útgáfu sína á sögunni og muninn sem er á gerð- unum. Í því sambandi mun hann einkum ræða um tvo staði í sögunni sem skipta miklu máli fyrir framvindu hennar. Í báðum tilvikum er ljóstrað upp um mál sem leg- ið höfðu í þagnargildi um skeið. Einnig verður fjallað um annars konar uppljóstr- anir hjá höfundi lengri gerðar sögunnar. Þórður Ingi er M.A. í ís- lenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands og vinnur nú að doktorsritgerð, ásamt því að vera stundakennari við HÍ. Að loknum fyrirlestri er boðið upp á veitingar en síðan gefst gestum tækifæri til að ræða efni fyrirlestrarins. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Fyrirlestur um Gísla sögu Súrssonar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.